Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 8
FRÉTTIR
8 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Fylgjum foringjanum, fylgjum foringjanum,
Kominn snjór í fjöll
Ekkert öruggt
í kortunum
Ástand skíðasvæð-anna á suðvestur-horninu er fjölda
landsmanna hugleikið,
enda þyrpast íbúar höfuð-
borgarsvæðisins á skíði
svo þúsundum skiptir á
góðum dögum, þ.e.a.s. ef
einhver snjór er í fjöllum
og svæðin opin. Sem hefur
ekki verið allt of oft síð-
ustu snjóleysisárin. Sá
vetur sem stendur nú yfir
er hins vegar dálítið öðru
vísi, það kyngdi niður
miklum snjó á dögunum
og mál að spyrja Grétar
Hall Þórisson, forstöðu-
mann skíðasvæða höfuð-
borgarsvæðisins, hvort
snjóbirgðir væru tryggðar
til vors.
„Ég vildi sannarlega
geta sagt að við værum örugg
með snjóinn, en það er ekkert
öruggt þegar veðurfar er annars
vegar, svo mikið vitum við. Hins
vegar er það rétt, að það hefur
kyngt talsverðum snjó niður og
við erum komin með ákveðinn
grunn og það þarf töluvert að
ganga á ef það á allt að renna
burt.“
– En nú eru rigningarspár
framundan?
„Við lítum svo á, að þessar veð-
urspár taki til veðurfars á lág-
lendi. Við erum hins vegar á fjöll-
um og getur munað nokkrum
gráðum. Þó að rigni á láglendi er
ekki þar með sagt að það rigni á
fjöllum. Oftar en ekki snjóar þar
þegar rignir neðra. Það er ekkert
í kortunum framundan sem fær
okkur til að hafa áhyggjur af
framhaldinu. Við þyldum jafnvel
eins til tveggja sólarhringa rign-
ingu.“
– Það hefur væntanlega verið
fjör hjá ykkur að undanförnu?
„Jú, það hefur verið rífandi að-
sókn að undanförnu eins og
vænta mátti.“
– Hvað er mikil mannmergð
hér á góðum degi?
„Á góðum degi eru hér tvö þús-
und manns og eitthvað þar yfir.“
– Verður ekki allt saman held-
ur þungt í vöfum þegar svo margt
er um manninn?
„Það er kannski ekki okkar að
meta það. Ég hef heyrt fólk tala
um að það séu leiðinlega fáir í
brekkunum og það þurfi stans-
laust að vera að renna sér þegar
það vildi allt eins geta tekið hlut-
ina af meiri ró og spjallað við
fólk. Svo hefur fólk sagt alveg hið
gagnstæða. Hvað sem slíku mats-
atriði líður, þá er þessi fjöldi
langt frá burðargetu tækjakosts-
ins. Tækjakostur okkar getur
sinnt á níunda þúsund manns á
klukkustund og er þá átt við full
afköst. Eigi að síður er í bígerð
að bæta um betur með nýrri fjög-
urra sæta stólalyftu. Tækin sem
fyrir eru eru gömul og ganga úr
sér. Nýja lyftan mun auka flutn-
ingsgetu um tvö þúsund manns á
klukkustund. Þetta er mikilsvert,
því það er einkenni á
skíðasvæðum okkar
hér, í samanburði við
það sem er erlendis, að
brekkurnar eru stutt-
ar. Það vantar alveg
þessar löngu brekkur og því þeim
mun mikilvægara að moka fólki
sem hraðast og oftast upp á topp
á nýjan leik.“
– En hvað með Skálafell, ein-
hverjar stóraðgerðir þar á döf-
inni?
„Þar þarf margt að gera og
margt af því grundvallarhlutir
eins og vegagerð, bílastæði,
byggingar og fleira. Hins vegar
eru margir minni hlutir sem lítið
fer fyrir sem eru fyrirferðarmikl-
ir í sjálfu sér og dýrir. Má nefna
að við erum að skipta um alla
stóla í gömlu stólalyftunni. Þetta
eru 160 stólar og verkefni upp á
35 milljónir. Hvað annað varðar,
þá er ekkert í hendi, en við erum
að vinna út frá fimm ára samn-
ingi og sjáum hvernig úr honum
vinnst.“
– Heyrst hefur að brettafólk sé
að hrekja skíðamenn úr brekk-
unum.
„Ég vil nú ekki taka svo djúpt í
árinni, en það er staðreynd að
það hefur orðið gífurleg breyting
í þessum efnum. Það er tilfinning
mín að allt að áttatíu prósent
þeirra sem eru að renna sér hjá
okkur séu á brettum. Ég held
ekki að það sé neitt illt að gerast
vísvitandi og ég heyri ekkert sagt
á þessum nótum, en maður skynj-
ar stundum vissa andúð.
Þetta er vissulega tvennt ólíkt.
Á meðan skíðin voru sterkari var
alltaf mikið brottfall meðal ungs
fólks, en það brottfall hefur mink-
að með brettunum. Þá er eins og
sú hugsun sé ríkjandi hjá þeim
sem eru að byrja, að hvers vegna
ætti að læra á tvær spýtur þegar
ein dugar. Þá virðist mér sem
þeir sem kunna hvorki á skíði né
bretti séu fljótari að komast upp
á lagið með bretti og brettamað-
ur sé fljótari að tileinka sér skíði
heldur en skíðamaður bretti.“
– Þetta er líka allt annað fólk
eða hvað?
„Brettafólkið er yf-
irleitt ungt að árum og
hér er um allt annan
lífsstíl að ræða. Þetta
er duglegra og kapps-
fyllra fólk að því leyti að það leit-
ar jafnvel eftir harðari og grófari
aðstæðum og setur veðrið auk
þess minna fyrir sig. En ég end-
urtek, að það eru engar uppá-
komur á milli hópanna, engar
stórkostlegar deilur eða leiðindi.
Auk þess hefur mér sýnst að æ
fleiri skíðamenn sinni bakteríunni
með því að fara í viku–tíu daga til
útlanda.“
Grétar Hallur Þórisson.
Grétar Hallur Þórisson er
fæddur 7. desember 1966 á Nes-
kaupstað. Hann er lærður vél-
virki, útskrifaðist frá Iðnskól-
anum í Reykjavík 1998. Hann hóf
störf á skíðasvæðinu í Skálafelli
árið 1991 og starfaði þar til árs-
ins 1998, en hefur verið for-
stöðumaður skíðasvæðisins í Blá-
fjöllum allar götur síðan. Nú er
titill hans forstöðumaður skíða-
svæða höfuðborgarsvæðisins, en
eftir reglubreytingar tilheyra
titlinum bæði Bláfjöll og Skála-
fell. Maki er Ólöf Anna Gísladótt-
ir og eiga þau alls fimm börn.
Það séu leið-
inlega fáir í
brekkunum