Morgunblaðið - 03.01.2004, Side 12
FRÉTTIR
12 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
ÁRNI Magnússon félagsmála-
ráðherra flutti hátíðarræðu í Bú-
staðakirkju á nýársdag þar sem
hann þakkaði fyrir þær framfarir
sem hafa orðið hér á landi á síð-
ustu öld. Hann sagði þjóðina hafa
farið úr hópi fátækustu þjóða
heims í hóp þeirra ríkustu og
samfélagið tekið miklum stakka-
skiptum.
Árni hóf ræðu sína á eftirfar-
andi orðum: „Guð gefi mér æðru-
leysi, til að sætta mig við það sem
ég fæ ekki breytt, kjark til að
breyta því sem ég get breytt og
vit til að greina þar á milli.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt
nýtt ár. Náð sé með yður og frið-
ur frá Guði föður vorum og Drottni Jesú
Kristi, Amen. Sú litla bæn sem ég fór hér með
í upphafi er mér afar kær. Hún hefur verið
mitt leiðarljós, meira eða minna undanfarna
tæpa tvo áratugi og gagnast mér vel sem slík.
Því kom hún mér strax í hug þegar ég settist
niður og hóf undirbúning þessarar ræðu.
Bænin er ekki löng eða flókin en segir þeim
mun meira. Hún hvetur okkur til æðruleysis
og auðmýktar gagnvart því sem ekki er í okk-
ar valdi að fást við eða breyta. Hún minnir
okkur þannig á að ekki er allt fyrirséð, ekki
allt eftir okkar höfði.
Önnur hlið þessarar kristaltæru bænar lýt-
ur að því sem í okkar valdi er. Í henni felst
hvatning til góðra verka, til að takast á við líf-
ið, breyta því sem breytinga er vert. Horfa til
framtíðar og hafa metnað til að hafa áhrif á
hana.“ sagði Árni
„Við erum svo lánsöm að vera afkomendur
fólks sem hafði kjark, dug og aðstæður til að
breyta samfélagi sínu svo um
munaði, okkur og niðjum okkar
til hagsbóta. Líf íslenskrar þjóð-
ar hefur á rúmri öld tekið slíkum
stakkaskiptum að með algjörum
ólíkindum má þykja. Þar sem áð-
ur var ein fátækasta þjóð Evr-
ópu og þótt víðar væri leitað, er
nú ein allra ríkasta þjóð verald-
ar. Þar sem áður var landlægt
skammlífi og skelfilegir sjúk-
dómar, er nú eitthvert mesta
langlífi veraldar og heilbrigðis-
þjónusta sem hvarvetna telst til
fyrirmyndar. Þar sem áður var
algjör skortur á menntun og
framtíðarsýn er nú einhver besta
almenna menntun þjóðar sem
um getur. Við erum sannarlega lánsöm í flestu
tilliti.
Þakka fyrir framfarirnar
og hjálpa öðrum að njóta þeirra
Góðir kirkjugestir.
Hér hnýt ég um sjálfan mig og hugsun
mína, sem ég held raunar að sé ekki ólík hugs-
un okkar flestra. Við viljum meira, stærra,
fleira og betra – fyrir okkur sjálf.
Væri það ekki verðugt markmið að setja sér
á því ári sem framundan er að minnast þeirra
tíma sem voru hér uppi nánast í gær eða
fyrradag. Þakka fyrir þær framfarir sem orðið
hafa og gera sér far um að leyfa öðrum að
njóta þeirra með okkur? Þörfin er eins og áður
sagði, allt í kringum okkur. Hún kann að vera
innan fjölskyldu okkar eða vinahóps. Jafnvel
hjá bláókunnugu fólki. Hún kann að vera í
öðru landi, eins og Malaví eða hjá sessunauti
okkar.“
„Erum sannarlega
lánsöm í flestu tilliti“
Árni Magnússon
SVEINN Rúnar Hauksson, barna-
læknir og baráttumaður fyrir
mannréttindum, minnti á erfitt
hlutskipti þeirra sem lenda í ham-
förum og hörmungum stríða í pred-
ikun í Langholtskirkju á nýársdag.
Í predikuninni hvatti Sveinn
kirkjugesti til þess að líða ekki
óréttlæti og þjáningar.
„Ég elska þig, segir Guð við okk-
ur. Hvað gerum við? Leggjum við
Jesú lið í þeim breytingum sem
hann boðar? Hvernig erum við í
samskiptum við okkar nánustu og
umhverfið? Hvernig er samfélag
okkar gagnvart þegnum þessa
lands og öðrum þjóðum? Sýnum við
samkennd og samstöðu?
Okkur hættir til að líða áfram eins og dáleidd,
full trúar á sjónvarpsfréttirnar, nýja farsímann,
negldu vetrardekkin, útsölurnar, hærra álverð.
Gleymskan hjálpar okkur til glötunar. Eftir
nokkra daga eða vikur muna fáir eftir jarð-
skjálftunum í Íran og fórnarlömbum þeirra.
Milljónir manna féllu í þjóðernishreinsunum í
Afríku og óhugnanlegum stríðsátökum þar á ný-
liðnum árum. Ekki var mikið eftir því tekið á
Vesturlöndum né reynt að stöðva það af alþjóða-
samfélaginu. Þjóðernishreinsanir í Júgóslavíu
snertu meir hagsmuni ráðamanna heimsins.
Sjónvarpið var upptekið af að sýna okkur olíu-
stríð í Austurlöndum nær í formi óraunverulegs
tölvuleiks, árásarherinn stjórnaði útsendingu.
Ég elska þig, segir Guð við okkur. Hvað ger-
um við?
Gleymum ekki hinum sjúku
Ef við lítum okkur nær þá berast í góðærinu
mótsagnakenndar fréttir af því, að enn á að
skera niður í heilbrigðisþjónust-
unni. Búist er við 200 uppsögnum
á Landspítalanum og áfallahjálp
undirbúin fyrir þá sem missa
vinnuna. Hvað með þá sem þurfa
á þjónustu þessa starfsfólks að
halda, sjúklingana á biðlistunum?
Enn er sjúkrakostnaði velt í rík-
ara mæli á hina sjúku, öfugt við
það sem fólk trúði og treysti á
með tilkomu almannatrygginga á
sínum tíma og greiddi fyrir af
launum sínum. Á sama tíma og
sjúkradeildir fyrir aldraða eða
geðsjúka eru lokaðar til að spara
nokkra tugi milljóna króna þykir
sjálfsagt að lyfjaauðhringir í
sama heilbrigðiskerfi raki saman
margra milljarða gróða ár hvert. Auðurinn safn-
ast á æ færri hendur, en æ fleiri leita aðstoðar
vegna fátæktar.“
Framförum hefur ekki fylgt
andlegur og félagslegur þroski
Síðar í predikuninni sagði Sveinn frá ferði
sinni og tveggja barna sinna til Jerúsalem og
endaði hana með þessum orðum: „Hraðfleygri
þróun í samgöngum, tækni og samskiptum, sem
sýna ætti fram á að heimurinn er eitt þorp og
mannkynið ein fjölskylda, hefur ekki fylgt sá
andlegi og félagslegi þroski sem þörf er á.
Boðskapur Jesú á jafnbrýnt erindi við okkur
nú og fyrir 2000 árum. Hann var krossfestur þá
og enn eru þau öfl ríkjandi sem krossfesta Jesú
dag hvern, jafnvel með orð hans á vörunum. Þau
öfl eru máttugri og grimmari en nokkru sinni
fyrr. Það er sá skelfilegi veruleiki sem við okkur
blasir á nýju ári.
Hvar ertu Guð? Hví hefur þú yfirgefið mig?“
„Gleymskan hjálpar
okkur til glötunar“
Sveinn Rúnar Hauksson
DORRIT Moussaieff, eig-inkona Ólafs RagnarsGrímssonar, forseta Ís-lands, segist í ítarlegu við-
tali við ísraelska dagblaðið Haaretz
reyna að nota sambönd sín til að
hjálpa Íslendingum. Hún hafi til að
mynda komið vini sínum, Sean Conn-
ery leikara, í samband við íslenskan
leikhóp. Ennfremur hafi hún komið á
tengslum milli íslenskra sjómanna og
sjómanna frá Marokkó. Einn ráðgjafi
konungsins í Marokkó sé náinn vinur
hennar. Þá segist hún nýlega hafa
kannað möguleika á því að selja fisk
héðan til Ísraels.
Í greininni, sem birtist á netsíðu
blaðsins, haaretzdaily.com, á nýárs-
dag er m.a. fjallað ítarlega um sam-
band Ólafs Ragnars og Dorritar. Þar
rifjar Dorrit m.a. upp kynni þeirra.
Hún greinir frá því að þau hafi fyrst
hist í matarboði hjá sameiginlegum
vini í Lundúnum. Hún segir að faðir
hennar hafi verið veikur á þeim tíma
og að hún hafi ekki viljað fara í mat-
arboðið. „En örlögin léku þarna stórt
hlutverk,“ segir hún. „Í fyrstu kunni
ég ekki við hann [Ólaf Ragnar]; ég
hugsaði bara um föður minn og von-
aðist til þess að matarboðinu lyki sem
fyrst svo ég gæti farið – en hann tal-
aði stanslaust um Ísland.“ Hún rifjar
upp að Ólafur Ragnar hafi stungið
upp á því að hún skrifaði grein um Ís-
land. Hún hafi á hinn bóginn spurt á
móti hvað hún ætti að skrifa um; það
eina sem hún vissi væri að á Íslandi
væri góður fiskur.“
Og áfram segir Dorrit: „Ég hitti
hann aftur næsta dag á minning-
artónleikum um Yehudi Menuhin. Ég
mundi ekki einu sinni hvernig hann
leit út. Daginn eftir hringdi hann og
spurði hvenær ég ætlaði að skrifa
greinina um Ísland. Ég er enn að
skrifa hana. Ég varð ástfangin af
landinu rétt áður en ég varð ást-
fangin af honum. Hann var enn
spurningarmerki í mínum huga þeg-
ar ég var orðin ástfangin af Íslandi.“
Giftist allri þjóðinni
Í grein Haaretz segir frá því að
Ólafur Ragnar hafi greint op-
inberlega frá sambandi þeirra í sjón-
varpsviðtali hér á landi í september
árið 1999 án þess að láta hana vita.
Dorrit segir að yfirlýsingin í sjón-
varpinu hafi komið sér á óvart.
„Hann hefði getað sagt mér að hann
ætlaði að gera það,“ útskýrir hún.
Greint er frá því að þau Ólafur og
Dorrit hafi trúlofast í maí árið 2000
og að þau hafi síðan gengið í hjóna-
band í maí á þessu ári. „Ef einhver
hefði sagt mér frá því fyrir fimm ár-
um að ég ætti eftir að giftast forseta
Íslands hefði ég spurt þann hinn
sama að því hvað hann hefði verið að
drekka,“ er haft eftir Dorrit. „Ég
giftist ekki bara honum heldur allri
íslensku þjóðinni,“ bætir hún við.
Dorrit segir að sér finnist hún vera
meiri Íslendingur en Ísraeli. „Það
myndi hafa mikil áhrif á mig per-
sónulega ef eitthvað slæmt kæmi fyr-
ir Ísland. Mér hefur aldrei liðið þann-
ig gagnvart neinu landi áður.“
Í greininni kemur fram að fyrri
eiginkona Ólafs Ragnars, Guðrún
Katrín Þorbergsdóttir, hafi látist úr
hvítblæði árið 1998. Haft er eftir
Ólafi Ragnari að mikil óvissa hafi
fylgt sambandi hans við Dorrit. „Við
vorum orðin miðdepill lítils þorps og
allir fylgdust með okkur,“ er haft eft-
ir honum. Hann segir ennfremur að
hann hafi talið að samband hans við
Dorrit ætti eftir að verða til þess að
þjóðin vildi hann ekki lengur sem for-
seta.
Dorrit segir í þessu sambandi að
þegar Ólafur Ragnar hafi verið kjör-
inn forseti hafi hún „ekki verið hluti
af pakkanum“. Er ennfremur haft
eftir Dorrit að henni hafi fundist
ósanngjarnt að hún skyldi verða for-
setafrú vegna sorglegs atburðar og
án þess að hafa verið valin til þess af
þjóðinni. „Ég hafði á tilfinningunni að
ég væri að þröngva mér inn á þjóð-
ina.“
Ekki samkvæmt bókinni
Í grein Haaretz segir að Dorrit sé
ekki hrifin af formlegum samskipta-
reglum. „Mér finnst erfitt að haga
mér samkvæmt því sem ætlast er til
af mér,“ útskýrir hún. Hún tekur
nokkur dæmi um það og segist m.a.
ekki hafa hagað sér „samkvæmt bók-
inni“ þegar hún hafi boðist til að lána
Svíadrottningu gamlan sundbol þeg-
ar hún var hér í heimsókn. „Mér var
sagt að það væri ómögulegt,“ út-
skýrir hún, „að lána drottningunni
gamlan sundbol sem ég átti. En hún
þáði bolinn og átti góða stund í
sundi.“
Fleiri dæmi í þessa veru eru rakin í
greininni. Dorrit segist til að mynda
hafa brotið formlegar samskipta-
reglur þegar hún hafi tekið að sér að
vera túlkur í heimsókn hennar og
Ólafs Ragnars til Rússlands fyrir
nokkrum mánuðum. „[Forsetinn Vla-
dimír] Pútín talar rússnesku og
þýsku. Ég var sú eina sem talar
þýsku,“ útskýrir hún. Dorrit er í
framhaldinu spurð um álit sitt á Pút-
ín. Í svari sínu segir hún að Rússar
séu heppnir að eiga hann sem for-
seta. „Fyrrverandi forsetar drukku
vodka, en hann drekkur vatn, borðar
fisk og grænmeti.“ Dorrit segir að
Pútín fari einnig á skíði og stundi
karate. Auk þess hyggist hann
byggja upp einn besta skíðastað í
heimi í Rússlandi. „Hann er fram-
úrskarandi forseti.“
Í greininni er líka upplýst að sjálft
viðtalið við Haaretz hafi verið tekið
án þess að farið væri eftir venjuleg-
um leiðum í því sambandi. Kemur
fram að Dorrit hafi samþykkt viðtalið
án þess að segja talsmönnum forseta-
embættisins frá því. „Þeir fréttu af
viðtalinu aðeins fáeinum dögum síð-
ar,“ segir í greininni, „og urðu ofsa-
reiðir.“ Í greininni er haft eftir Dorrit
að hún hafi ekki vitað að hún ætti að
láta talsmennina vita af viðtalinu.
Í grein Haaretz er víða farið. Með-
al annars er vikið að öryggismálum
forsetahjónanna. Haft er eftir Ólafi
Ragnari að hann hafi aldrei þurft á
lögreglufylgd að halda. „Eina skiptið
sem ég er í fylgd lögreglu er þegar ég
er að flýta mér út á flugvöll og þeir
þurfa að greiða leiðina fyrir mig,“
segir hann.
Hannar enn skartgripi
Í greininni segir að Dorrit hafi
flutt að heiman sextán ára og að hún
hafi gifst Neil Zarak, gyðingi sem er
sex árum eldri en hún, er hún var
átján ára. Foreldrar hennar lásu um
brúðkaupið í Daily Mail. Dorrit segir
að hún hafi skilið við Zarak eftir að
hún komst að því að hann hafði haldið
framhjá henni með einkaritaranum.
Nokkrir vina Dorrit eru nefndir á
nafn í greininni, þar á meðal eru
Ehud Barak, fyrrverandi forsætis-
ráðherra Ísraels, Shakira Caine, eig-
inkona leikarans Michaels Caine,
leikarinn Sean Connery, útgefandinn
Conrad Black og eiginkona hans Bar-
bara Amiel.
Sagt er frá því að Dorrit hanni enn
og selji skartgripi til einka-
viðskiptavina sinna. Sjálf segist hún
hafa tapað á þeim viðskiptum í fyrsta
sinn á þessu ári. „Það er ekki hægt að
vera í opinberum heimsóknum í
Rússlandi eða að ákveða eitthvað á
Íslandi á sama tíma og maður selur
skartgripi,“ útskýrir hún.
Í lok viðtalsins er rætt við Ólaf
Ragnar um samskipti Ísraela og Pal-
estínumanna og gagnrýnir hann þar
stefnu ísraelskra stjórnvalda.
Dorrit segist
hafa gifst
allri þjóðinni
Ítarleg grein birtist um forsetahjónin Ólaf
Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff í ísr-
aelska dagblaðinu Haaretz nú um jólin. Hér
segir frá nokkrum atriðum í greininni.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Dorrit og Ólafur Ragnar á Bessastöðum.