Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 15

Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 15
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 15 SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur mótmælir fyr- irætlun stjórnvalda að leggja niður sjómanna- afslátt. Aðalfundur félagsins var haldinn 30. des- ember síðastliðinn og þar var ennfremur mótmælt vinnubrögðum Alþingis og lagt til að kannað yrði hvort rétt væri að bjóða út rekstur Lífeyrissjóðs sjómanna. Í ályktun fundarins um sjómannaafsláttinn segir meðal annars svo: „Sjómannafélag Reykja- víkur hefur um langt árabil háð harða baráttu til að viðhalda íslenzkri sjómannastétt. Sama bar- átta er háð í nágrannalöndunum og þar hafa stjórnvöld gripið til mismunandi skattaúrræða hin síðari ár. Slík úrræði hafa falið í sér ýmsar lausnir sem fela í sér skattaívilnanir til útgerða. Verstu úrræðin hafa falizt í aukaskipaskrám sem hafa gert sjómenn þessara þjóða atvinnulausa, þar sem farmenn frá láglaunalöndum hafa komið í staðinn. Þó svo að slíkar láglaunalausnir hafi sums stað- ar þótt í takt við tímann, þá hefur Sjómannafélag Reykjavíkur alfarið hafnað þeirri leið. Sjómanna- félagið telur sjómannaafsláttinn vera mun ódýrari leið fyrir íslenzkt samfélag í heild til að viðhalda íslenzkri sjómannastétt og telur stjórnvöld taka mikla og afdrifaríka ábyrgð með því að hrófla við núverandi fyrirkomulagi. Aðalfundur Sjómannafélagsins lýsir því yfir að verði frumvarpið að lögum mun félagið beita sér fyrir því að sjómenn sigli í land.“ Þá mótmælti fundurinn „harðlega þeim vinnu- brögðum Alþingis að ákveða sjálftöku lífeyrisrétt- inda ráðherra og kjara einstakra þingmanna. Fundurinn bendir á að meðan fjöldi lífeyrissjóða í landinu getur ekki staðið við skuldbindingar sínar og lífeyrissjóðsþegar búa við skert eftirlaun, þá tryggja þessir menn kjör sín sjálfir og senda skattgreiðendum reikninginn. Slíkar aðfarir leiða hugann að gamla sovétinu.“ Loks samþykkti fundurinn að kannaðir verði möguleikar á að bjóða út rekstur Lífeyrissjóðs sjómanna með það fyrir augum að draga úr rekstrarkostnaði hans. „Aðalfundurinn varar við vaxandi rekstrarkostnaði og hvetur stjórn sjóðs- ins til að draga úr þessum kostnaði með öllum mögulegum ráðum og felur henni einnig að kanna möguleika á sameiningu sjóðsins við aðra öfluga sjóði með það fyrir augum að lækka rekstrar- kostnað og tryggja réttindi sjóðsfélaga. Jafn- framt krefst fundurinn þess að eingöngu verði fulltrúar sjómanna í stjórn sjóðsins.“ Sjómenn hóta að sigla í land LOÐNUVERTÍÐIN nú í ársbyrjun hefst með skipulagðri leit 11 skipa sem spannar svæðið vestan úr Vík- urál norður og austur með landinu. Gert er ráð fyrir að í skaplegu veðri ætti ekki að taka nema tvo sólar- hringa að ljúka þessari yfirferð. Samkomulag er um að hefja ekki veiðar fyrr en að leitinni lokinni. Fjögur skip fara frá Austfjörðum þriðja janúar, Hólmaborg, Jón Kjartansson, Börkur og Beitir. Örninn fer svo þann fjórða. Frá Akureyri fara tvö skip þann þriðja janúar, Guðmundur Ólafur og Júpiter. Af Faxaflóasvæðinu koma Vík- ingur, Ingunn, Bjarni Ólafsson og Árni Friðriksson. Þorsteinn Kristjánsson á Hólma- borginni hefur tekið að sér að halda utan um Austfjarðaflotann og Jón Axelsson mun gegna sama hlut- verki varðandi norðursvæðið. Leið- angursstjóri sér um afganginn auk þess að vera í sambandi við alla bátana a.m.k. tvisvar á dag. Skipin frá Akureyri munu taka svæði fyrir Norðausturlandi og þau tvö skip sem fyrst leggja af stað af Faxaflóasvæðinu munu halda norð- ur um og taka svæðið fyrir Norð- vesturlandi. Hin skipin taka Vestfjarðasvæðið ef hægt er vegna veðurs. Það er einhver ís vestur í Sundi og þess vegna verður fljótlegt að afgreiða þetta svæði. Ef ekki verður hægt að afgreiða Vestfirðina strax, verður það gert síðar á Árna Friðrikssyni, utan þessarar áætlunar. Leiðangursstjóri er Hjálmar Vil- hjálmsson. Ljósmynd/Friðþjófur Helgason Skipulögð loðnuleit hefst í dag og verða engar veiðar stundaðar fyrr en henni lýkur. Skipulögð loðnuleit hafin NÝJAR rannsóknir bandarískra vís- indamanna sýna að fólk, sem borðar mikið af fiski, geti dregið úr hætt- unni á að fá ákveðna geðsjúkdóma. Það eru Joseph R. Hibbeln, við bandarísku heilbrigðisstofnunina og Simona Noaghiul, við Columbia há- skólann í New York sem rannsökuðu tíðni ýmissa geðsjúkdóma, t.d. geð- klofa, í nokkrum löndum. Niðurstöð- urnar voru síðan bornar saman við opinbera neyzlu sjávarafurða í við- komandi löndum. Niðurstaðan er sú, að eftir því sem fiskátið er meira verða geðsveiflur minni. Á hinn bóg- inn komu engin tengsl fram milli fiskáts og tíðni geðklofa, en niður- stöðurnar voru kynntar í tímaritinu American Journal of Psychiatry. Áður hefur verið sýnt fram á að Omega 3 fitusýrur sem er að finna í miklum mæli í feitum fiski og öðru sjávarfangi, hafa dregið úr áhætt- unni á að fá ýmsa geðræna sjúk- dóma. Þannig geti neyzla sjávaraf- urða þrisvar í viku helmingað hættuna á því að eldra fólk fái Alz- heimer. Omega 3 fitusýrurnar eru einnig taldar geta minnkað hættuna á þunglyndi af ýmsu tagi. Fiskát getur dregið úr geðröskunum ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.