Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ HÓPUR Íraka stóð fyrir mótmæla- aðgerðum gegn bandaríska her- námsliðinu í Bagdad í gær. Hrópaði maðurinn á myndinni t.a.m. slagorð gegn Bandaríkjunum og hvatti múslíma í landinu til heilags stríðs gegn Bandaríkjaher. Mótmælin áttu sér stað við Ibn Taymiyah-moskuna en bandarískir hermenn réðust á ný- ársdag til inngöngu í moskuna og handtóku þá 20 súnní-múslíma- klerka. Talsmenn Bandaríkjahers stað- festu í gær að ein af herþyrlum þeirra hefði verið skotin niður fyrr um daginn nærri bænum Fallujah, um 60 km frá Bagdad. Einn banda- rískur hermaður fórst með þyrlunni. Reuters Hrópuðu slagorð gegn Bandaríkjaher FRANSKI blaðamaðurinn Alain Hertoghe telur að frönsk dagblöð hafi brugðist gjörsamlega í um- fjöllun sinni um stríðið í Írak. Her- toghe hefur skrifað bók þar sem hann rekur hvernig frönsk dagblöð „endursköpuðu stríðið eins og þau vildu að það væri“ að hans mati. Bókinni var þunglega tekið og skömmu fyrir áramót var Her- toghe rekinn úr starfi sínu við kat- ólska dagblaðið La Croix. Bók Hertoghe nefnist á frönsku „La Guerre a Outrances“ en í und- irtitli er vísað til þess hvernig frönsk dagblöð „færðu okkur rang- ar upplýsingar um Írak“. Í bókinni fjallar Hertoghe um hvernig fjögur virtustu dagblöð Frakklands og eitt helsta héraðs- blaðið sögðu frá innrásinni í Írak. Rannsóknin nær yfir fréttaumfjöll- un blaðanna þrjár vikur í mars og apríl í fyrra. Hertoghe kemst að þeirri niðurstöðu að umfjöllunin hafi verið grundvölluð á ákveðinni „hugmyndafræði“, hún hafi mótast af afstöðu frönsku ríkisstjórnar- innar sem var andvíg herförinni gegn stjórn Saddams Husseins í Írak. Í dagblöðunum hafi því verið leitast við að leggja áherslu á erf- iðleika Bandaríkjamanna í Írak. Herförinni hafi verið líkt við þá erfiðleika sem Bandaríkjamen glímdu á sínum tíma við í Víetnam. Þannig hafi frönsku dagblöðin t.a.m. hundsað með öllu frétta- skeyti frá blaðamönnum sem voru í för með bandarísku hermönnunum og greindu frá því að þeir stæðu ekki frammi fyrir óyfistíganlegum erfiðleikum í landinu. Sagður hafa skaðað blaðið Alain Hertoghe er 44 ára gamall og var aðstoðarritstjóri vefsíðu La Croix sem er virt dagblað í Frakk- landi. Hann segir að stjórn blaðs- ins hafi réttlætt uppsögnina með því að vísa til þess að skrif hans í bókinni væru ekki í samræmi við stefnu blaðsins eins og hún birtist í forystugreinum þess. Þá hefði bók- in skaðað dagblaðið La Croix auk þess sem höfundurinn hefði veist að ritstjórum þess og nokkrum öðrum starfsmönnum blaðsins. „Ég var rekinn vegna þess að ég skrifaði bók sem þeim líkaði ekki,“ segir Alain Hertoghe í viðtali við International Herald Tribune. Hann sagði að aldrei hefði verið ætlunin að skaða La Croix en í bókinni fjallar hann um frétta- flutning blaðsins sem hann starfaði við auk Le Figaro, Le Monde, Li- beration og Ouest-France. Her- toghe skoðaði m.a. fyrirsagnir blaðanna á þessum tíma sem vís- uðu til þeirra Saddams Husseins, Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands og George W. Bush Bandaríkjaforseta. Taldi hann að á þessum tíma hefðu 29 fyrirsagnir birst sem telja mætti neikvæðar í garð Saddams Husseins. Á sama tíma hefðu 135 neikvæðar fyrir- sagnir birst varðandi þá Bush og Blair. „Það sem mér þótti þó verst var fréttaflutningurinn þegar óljóst var hvað var í raun að ger- ast. Þá tóku blöðin að spá fyrir um að allt gengi á afturfótunum vegna þess að svo margir vildu að allt færi úrskeiðis. Um leið og Banda- ríkjamenn lentu í erfiðleikum í Írak voru þeir lentir í nýju Víet- nam-stríði.“ Hann segir að Le Monde hafi gengið einna lengst. Í bókinni segir hann að blaðið hafi í raun gerst „málgagn Saddams Husseins“. Hertoghe segir að bókin hafi að mestu verið hundsuð í Frakklandi. Honum hafi verið boðið að ræða efni hennar í tveimur þáttum í út- varpi og sjónvarpi. Eitt dagblað hafi birt um hana ítarlega umsögn en það hafi verið blað sem dreift er ókeypis í neðanjarðarlestum Par- ísarborgar. „Ég reyndi að vera sanngjarn við ritun þessarar bók- ar. Ég taldi að samviska blaða- manns væri mikilvægari fyrir blað- ið sem hann starfar fyrir en aðrir þættir sem taka þyrfti afstöðu til. En ég bjóst aldrei við að verða rek- inn.“ Rekinn fyrir að gagn- rýna fréttaflutning Franskur blaðamaður segir frönsk dagblöð hafa brugðist hrapallega á meðan á stríðinu í Írak stóð ’ Ég var rekinnvegna þess að ég skrifaði bók sem þeim líkaði ekki. ‘ GEISLASKAMMTAR, sem notaðir eru við röntgenmyndatöku af höfði barna, geta dregið úr andlegum þroska þeirra. Er það niðurstaða rannsóknar sænskra og banda- rískra vísindamanna, sem hvetja sjúkrahúsin til að hlífa börnum við myndatöku af þessu tagi nema brýna nauðsyn beri til. Rannsóknin náði til 3.000 manns, sem fengið höfðu svokallaða jónaða geislun til að fjarlægja fæðingar- bletti á höfði á árunum frá 1930 til 1960. Stóðu að henni vísindamenn við Karólínsku stofnunina í Stokk- hólmi og við læknaskólann í Har- vard. Sagði frá þessu í Svenska Dagbladet í gær. Vísindamennirnir segja, að niðurstaðan hafi verið mjög ótvíræð og sýni, að jafnvel litl- ir geislaskammtar geti dregið úr andlegum þroska barna. Börnum, sem fengið höfðu geislun fyrir 18 mánaða aldur, gekk mun verr í skóla en jafnöldrum, sem ekki höfðu fengið geislun. Við gáfnapróf á fólkinu kom í ljós, að því stærri geislaskammta, sem það hafði fengið sem börn, þeim mun verri var frammistaðan. Geislaskammtarnir, sem notaðir voru til að fjarlægja fæðingarbletti, samsvara þeirri geislun, sem notuð er við sneiðmyndatöku. Per Hall einn vísindamannanna, segir, að sneiðmyndataka sé mikilvægt hjálpartæki en hugsanlega ofnotuð. Telur hann, að oft megi komast hjá henni með því að leggja börn inn og fylgjast með líðan þeirra. Geislun hættuleg andlegum þroska barna ÍRANAR báðust í gærkvöldi undan því að sérstök mannúðarnefnd, sem bandaríski öldungadeildarþingmað- urinn Elizabeth Dole átti að fara fyrir, kæmi til landsins í tengsl- um við aðstoð vegna jarðskjálft- ans í Bam í síð- ustu viku. Á fimmtudagskvöld hafði George W. Bush Bandaríkja- forseti tekið af öll tvímæli um að aðstoð Bandaríkja- manna við Írana vegna jarðskjálft- ans í Bam í síðustu viku væri ekki til marks um þíðu í samskiptum ríkjanna, heldur eðlileg viðbrögð þjóða við slíkum náttúruhamförum. „Með aðgerðum okkar í Íran erum við að sýna samhug bandarísku þjóð- arinnar með írönsku þjóðinni,“ sagði Bush við blaðamenn á fimmtudag. Hann sagði að ef stjórnvöld í Tehran vildu bætt samskipti við Bandaríkja- stjórn yrðu þau að framselja til Bandaríkjanna félaga í hryðjuverka- samtökunum al-Qaeda, sem þar væru í haldi, hætta að reyna að framleiða gereyðingarvopn og standa fyrir stjórnmálalegum um- bótum. Tilefni ummæla Bush var sú ákvörðun hans að létta tímabundið á viðskiptaþvingunum gegn Íran til að hægt væri að tryggja að hjálpargögn bærust bágstöddum í Bam. Þá voru ummæli sem Colin Powell, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, lét falla í dagblaðsviðtali á þriðjudag túlkuð þannig að hugsanlega mætti vænta þíðu í samskiptum Írans og Banda- ríkjanna í kjölfar jarðskjálftans. Sem kunnugt er útnefndi Bush Bandaríkjaforseti Íran sem eitt þriggja ríkja sem tilheyrðu „öxli hins illa“ í ræðu sem hann hélt í janúar 2002. Bandarískir embættismenn sögðu í gærkvöld að Íranir hefðu sagt, að ekki væri heppilegt að Elizabeth Dole kæmi til Írans að svo stöddu. Ef af heimsókninni hefði orðið hefði það orðið í fyrsta skipti sem banda- rískur stjórnmálamaður færi til Írans síðan fimmtíu og tveimur bandarískum gíslum var haldið þar í 444 sólarhringa 1979–1981. Dole áður í forsvari fyrir Ameríkudeild Rauða krossins Hugmyndin að ferðinni er sögð koma frá Bush Bandaríkjaforseta en sl. sunnudag leitaði hann ráða hjá helstu ráðgjöfum sínum hvort ekki væri hægt að gera enn betur í að- stoðinni við Írana eftir hina hrika- legu jarðskjálfta í borginni Bam. Elizabeth Dole hafði einnig farið fram á það við utanríkisráðuneytið að henni yrði veitt fararleyfi með sendinefnd bandaríska Rauða kross- ins til jarðskjálftasvæðanna. Dole, sem er öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins fyrir Norður- Karólínu, er fyrrverandi yfirmaður landsdeildar Rauða krossins í Bandaríkjunum. Samskipti Bandaríkjanna og Írans í brennidepli eftir jarðskjálftann í Bam Bush segir aðstoð ekki til marks um þíðu Crawford, Washington, Teheran. AFP. George W. Bush ÞREMUR var bjargað á lífi úr rúst- um húsa í írönsku borginni Bam á fimmtudag, að sögn útvarpsins í Íran. Björgunarmenn höfðu verið orðnir svartsýnir á að bjarga mætti fleira fólki úr rústunum, enda nú liðin heil vika síðan jarðskjálfti reið yfir Bam. Um var að ræða níu ára stúlku, þungaða konu og 45 ára gamlan karl. Áður hafði verið greint frá því að ellefu hefði verið bjargað á mið- vikudag. Þar á meðal var Yadollah Saadat, 26 ára karlmaður. Kona hans, Fatemeh Asgari, missti með- vitund þegar hús þeirra hrundi í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir í liðinni viku og vaknaði á sjúkra- húsi. Hún linnti ekki látum fyrr en hún fékk að fara og leita að manni sínum og fannst hann í rústum hússins, mjaðmagrindarbrotinn en gat talað við björgunarmenn. Alls hafa um 2.000 manns fundist á lífi eftir skjálftann. Björgunar- menn segja nánast útilokað að fleiri finnist á lífi. Um 30 þúsund lík hafa fundist í rústum húsa í borginni og talið er að allt að 50 þúsund manns kunni að hafa farist. Ól barn eftir að hafa verið bjargað Íranska ríkisútvarpið greindi í gær frá því að kona ein, sem missti alla nánustu ættingja sína í jarð- skjálftanum í Bam, hefði í vikunni alið sveinbarn. Hafði konunni, Zahra Hosseinzadeh, sjálfri verið bjargað kasóléttri úr rústunum daginn eftir jarðskjálftann. „Guð vildi að við lifðum þetta af,“ sagði Hosseinzadeh í gær um sig og nýfæddan soninn. Hefur komið fram að um 50 ættmenni hennar biðu bana í skjálftanum, þ.á m. for- eldrar hennar og öll systkini henn- ar. AP Alþjóðlegur hjálparstarfsmaður ræðir við íranskar konur í Bam í gær. Fundust á lífi í Bam Bam. AFP.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.