Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fyrsta sérhannaða tónlistarhús lands-ins, Tónlistarhús Kópavogs, var tek-ið í notkun fyrir fimm árum. Tónlist-arhús Kópavogs, þar sem bæði Salurinn og Tónlistarskóli Kópavogs eru til húsa, er hluti af Menningarmiðstöð í Kópavogi sem hýsir að auki Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofu. Allt frá opnun hefur Sal- urinn verið eftirsóttur tónleikastaður og að sögn Vigdísar Esradóttur, forstöðumanns Sal- arins, lögðu um 26 þúsund gest- ir leið sína í Salinn á síðasta starfsári, en heildargestafjöldi fyrstu fjögur árin er yfir 100 þúsund manns. Á síðustu fimm árum hefur tónleikahaldið aukist jafnt og þétt og í fyrra voru haldnir 150 tónleikar í Salnum, þar af 36 tónleikar í Tíbrá, tónleikaröð Kópavogs. Að sögn Vigdísar hefur Tíbrár-tónleikaröðin ver- ið burðarásinn í starfsemi Sal- arins frá upphafi, en Tíbrá er fjölskrúðug og vönduð tónleika- röð þar sem áheyrendur geta gengið að gæðunum vísum. Auk þess stendur bærinn fyrir tónlistarkynningu fyrir grunn- skólabörn, sem nefnist Tónlist fyrir alla, og í samvinnu við Tónlistarskóla Kópavogs fyrir Tónleikaröð kennara Tónlistarskólans. Vigdís bendir á að fjölbreytnin í tónleika- haldi aukist jafnt og þétt með árunum, þannig að nú heyrist ekki bara klassísk tónlist frá öll- um tímabilum í Salnum heldur einnig raf- og tölvutónlist, dægurlög og djass svo eitthvað sé nefnt. Á annað hundrað flytjendur koma fram í Salnum árlega og koma þeir víða að úr Evr- ópu, frá Bandaríkjunum, Japan, Rússlandi o.fl. löndum. En þótt Salurinn sé fyrst og fremst tónleikasalur er hann einnig vinsæll ráðstefnu- staður og eru árlega haldnar um fjörutíu ráð- stefnur í Salnum. Að sögn Vigdísar er fimm ára afmæli Sal- arins fagnað með ýmsum hætti. „Í tilefni af- mælisins hefur verið gefinn út geisladiskur sem tekinn var upp á tónleikum hér snemma árs 2002 þar sem stórsöngvararnir Gunnar Guðbjörnsson og Kristinn Sigmundsson flytja aríur og dúetta úr fimm þekktum óperum við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Allur ágóði af sölu disksins rennur í Menningarsjóð Barnaspítala Hringsins í minningu barna- læknisins og tónlistarunnandans Halldórs Hansen. Á afmælisdaginn kemur einnig út bæklingur með yfirliti yfir Tíbrár-tónleika Sal- arins fram á vor og er honum dreift með Morgunblaðinu í dag. Að auki er gestum Sal- arins boðið að kaupa miða á fimm Tíbrár- tónleika í vetur og fá um leið sjöttu tónleikana fría í tilefni afmælisins, auk þess að fá geisla- disk með úrvali af hljóðritunum af Tíbrár- tónleikum afmælisársins.“ Salnum afar vel tekið Aðspurður um aðdragandann að byggingu Salarins segist Gunnar Ingi Birgisson, for- maður stjórnar Tónlistarhúss Kópavogs, fyrst hafa sett fram hugmyndina um Menningar- miðstöðina, sem m.a. myndi hýsa 100 manna sal er nota mætti fyrir tónleikahald, í Lands- málablaðinu Vogum haustið 1992 og í bæj- arstjórn árið 1993. Tilgangurinn var að sögn Gunnars að þjappa menningu í Kópavogi sam- an á einum stað til að lyfta upp miðbæj- arsvipnum. „Það var hins vegar fyrir áeggjan Jónasar Ingimundarsonar, píanóleikara og tónlistarráðunautar Kópavogsbæjar, að ráðist var í það að byggja sérhannaðan tónlistarsal sem rúmar 300 manns í sæti. Menn gerðu sér fljótlega grein fyrir því að með byggingu Sal- arins væri hægt að opna hús fyrir alla þá tón- list sem verið hafði á hrakhólum í misjafnlega góðu húsnæði hér í bænum.“ Árið 1994 var síðan sett á laggirnar nefnd um byggingu hússins og teiknistofan J.L. arkí- tektar ráðin til verksins. Fyrsta skóflustungan að húsinu var tekin í júní 1997 og húsið síðan tekið í notkun 2. janúar 1999. Gunnar segir að kostnaður við byggingu Salarins og Tónlistar- skólans hafi verið ríflega 600 millj- ónir, þar af kostnaður vegna Sal- arins á milli 300 og 400 milljónir. „Það er hægt að gera marga góða hluti fyrir menninguna án þess að kostnaðurinn fari upp úr öllu valdi og þetta er afar gott dæmi þess.“ Aðspurður segist Gunnar af- skaplega ánægður með hve vel hafi til tekist með Salinn. „Honum hef- ur verið einstaklega vel tekið, bæði af Kópavogsbúum sem og lands- mönnum öllum. Það sést vel á þeim mikla mannfjölda sem sækir þarna tónleika og öllum þeim flytjendum sem iðka sína tónlist í húsinu. Með tilkomu Salarins höfum við ekki aðeins aukið fram- boðið á tónlist í bænum til muna, heldur einnig látið vita af bæjarfélaginu okkar og sýnt að við látum ekki okkar eftir liggja í því að stuðla að aukinni menningu.“ Tíu ára skipulagt tónleikahald En bærinn fagnar ekki aðeins fimm ára af- mæli Salarins um þessar mundir, heldur einn- ig því að í ár eru tíu ár liðin síðan farið var af stað með reglulegt tónleikahald á vegum bæj- arins. Að sögn Björns Þorsteinssonar, fram- kvæmdastjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogs, var Kópavogur nefndur bær barnanna fyrir rúmum áratug vegna þess hve hlutfall barna í bænum var hátt, en í dag megi hins vegar svo sannarlega kalla Kópavog bæ tónlistarinnar. „Lengi vel voru það börnin í Kópavogi sem báru hróður bæjarfélagsins í tónlistarmálum, annars vegar Skólahljómsveit Kópavogs, sem Björn Guðjónsson heitinn stýrði um árabil, og hins vegar Skólakór Kársness undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Að þessum tveimur stofnunum undanskildum var hins vegar ákaf- lega lítið um tónleikahald í bænum. Árið 1993 ákvað lista- og menningarráð Kópavogs að kaupa mikinn og góðan flygil fyrir bæinn og var Jónas Ingimundarson, tónlistarráðunaut- ur bæjarins, fenginn til að fara utan og velja Bösendorfer-flygil. Flyglinum var fyrst komið fyrir í Hjallakirkju í Kópavogi þar sem Jónas og Kristinn Sigmundsson vígðu hann á tón- leikum seint í september sama ár. Þegar Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn, var opnað vorið 1994 hófst skipulagt tónleikahald síðan fyrst fyrir alvöru. Það ár voru tólf tón- leikar á vegum bæjarins, tuttugu árið eftir og á árunum 1996–98 voru árlega kringum þrjá- tíu tónleikar. Flestir þessara tónleika voru ýmist haldnir í Listasafni Kópavogs eða Digraneskirkju og því varð stöðugt að flytja flygilinn á milli. En með tilkomu Tónlistar- hússins fékk flygillinn loks fastan samastað í Salnum.“ Tónleikahald bæjarins á árunum 1993–1998 er forverinn að Tíbrár-tónleikunum sem haldnir hafa verið í Salnum allt frá opnun. Á fyrstu fimm árum Salarins hafa hljómað um 200 Tíbrár-tónleikar og skipta flytjendur hundruðum. Að sögn Björns vísar Tíbrár- nafnið til samnefnds kvæðis eftir Þorstein Valdimarsson, Kópavogsskáld. „Við festum nafnið á tónleikaröð bæjarins strax frá opnun, en með þessu móti aðskiljum við tónleikahald á vegum bæjarins frá öðru tónleikahaldi, því við gerðum okkur náttúrlega grein fyrir því að Salurinn yrði notaður fyrir alls kyns tónleika.“ Spurður hvaða þýðingu Tónlistarhúsið hafi haft fyrir bæinn segir Björn að loks sé kominn virkilegur menningarbragur á þennan annars fyrrum svefnbæ. „Tónlistin gerir það að verk- um að það er tekið eftir þessu bæjarfélagi og þegar menn eru að tala um tónlist í dag þá gleymist Kópavogur ekki. Áður sóttum við nánast alla okkar tónlist út fyrir bæinn, en í dag má segja að við bjóðum öllum lands- mönnum í tónlistarveislur allt árið. Óhætt er að segja að bæjaryfirvöld finni fyrir því að þetta framtak veki athygli á bæjarfélaginu og gefi því ákveðna vikt í samfélagi sveitafélaga.“ Tónlistin fékk pláss við hjartarætur bæjarins „Það sýnir sig að það er ekki sjálfgefið að byggja yfir eitt eða annað, ekki síst tónlistina,“ segir Jónas Ingimundarson, píanóleikari og tónlistarráðunautur Kópavogs. „En hér í Saln- um á tónlistin heima, því Tónlistarhús Kópa- vogs er byggt utan um tón og fólkið sem hér starfar er orðið sérhæft í því að standa að tón- leikum, sem er nýjung í íslensku tónlistarlífi. Áður voru tónleikar haldnir í húsum sem ekki voru hannaðir með tónlist í huga, hvorki hvað hljómburð varðar né aðstöðu.“ Jónas segir að rekja megi tilkomu Salarins aftur til þess starfs sem unnið var í bænum frá því að Bösendorfer-flygillinn var keyptur. „Ef ekkert tónleikahald hefði verið í bænum þá hefði Salurinn ekki komið hér upp úr þurru, því þá hefði enginn séð ástæðu til að gera neitt sérstakt fyrir tónleikahald hér í bænum. Ég er auðvitað mjög hamingusamur að tónlistin skuli hafa fengið pláss við hjartarætur bæj- arfélagsins, því þar á hún heima og bærinn hefur sýnt mikinn metnað fyrir hönd tónlistar- innar.“ Að sögn Jónasar létu ráðamenn bæjarins sér ekki nægja að byggja húsið því þeir standa líka að bæði Tíbrár-tónleikaröðinni og Tónlist fyrir alla, skólatónleikum fyrir grunn- skólanema. „Við eigum að kenna fólki að meta tónlistina og það gerum við best með því að leyfa æskunni, allt frá blautu barnsbeini, að upplifa okkar besta listafólk.“ Auk skóla- tónleikanna hefur Jónas haldið námskeið á vegum Endurmenntunarstofnunar HÍ í sam- vinnu við Salinn og Kópavogsbæ og staðið fyr- ir tónleikum, þar sem fyrirtæki bjóða starfs- fólki sínu að kynnast heimi tónlistarinnar. „Þessir tónleikar eru blanda af almennum tón- leikum og endurmenntunarnámskeiðunum, þar sem ég kem fram með annaðhvort söngv- ara eða öðrum hljóðfæraleikara og spjalla við fólk um tónlistina á frjálslegan hátt. Með þess- um tónleikum reyni ég að leiða fólk til hlust- unar.“ Aðspurð um framtíðina segja þau Jónas og Vigdís að sig dreymi um samfellda grósku í lif- andi starfi, þar sem bæjarbúar og landsmenn allir finni hjá sér þörf til að njóta tónlistar- innar sem boðið er upp á í Salnum. Salurinn í Tónlistarhúsi Kópavogs fagnaði fimm ára starfsafmæli í gær. Silja Björk Huldudóttir ræddi við Vigdísi Esradóttur, forstöðumann Salarins, Gunnar Inga Birgisson, formann stjórnar hússins, Björn Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóra tómstunda- og menningarsviðs Kópavogs, og Jónas Ingimundarson, tónlistarráðunaut Kópavogs. silja@mbl.is Hér í Salnum á tónlistin heima Morgunblaðið/Eggert Starfsfólk Salarins á 5 ára afmælinu. Óli B. Lúthersson og Hilmar Sverrisson í aftari röð og Anna Hallgrímsdóttir, Íris Lind Verudóttir og Vigdís Esradóttir í fremri röð. Jónas Ingimundarson Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.