Morgunblaðið - 03.01.2004, Síða 32
32 LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
G
eorgía fær jóla- og nýársgjöfina
seint að þessu sinni en hún er
þess virði að beðið sé eftir
henni. Því að með forsetakosn-
ingunum á morgun, sunnudag,
þegar eftirmaður Edúards Shevardnadze
verður kjörinn, öðlast Georgía fyrstu raun-
verulegu vonina frá því að landið fékk sjálf-
stæði 1991. Friðsamleg „rósabylting“ kom
þessu til leiðar en það eru efnahagsmálin,
ekki pólitíska baráttan, sem ráða úrslitum
um hvort Georgíu vegnar vel eða þarf að
sætta sig við enn einn glataðan áratuginn.
Brotthvarf Edúards Shevardnadze var
löngu tímabært. Hann batt enda á borg-
arastyrjöld í Georgíu í byrjun síðasta ára-
tugar en hélt síðan landinu saman með því
etja saman öflugum ættflokkum sjálfum
sér til framdráttar. Á tíu ára valdatíma
hans staðnaði efnahagurinn og hundruð
þúsunda dugmestu landsmanna hans fluttu
úr landi.
Á fyrsta kjörtímabili Shevardnadze voru
sett frjálslynd lög um erlendar fjárfest-
ingar og grunnur var lagður að réttarríki.
Fjárfestingar, einkum í orkugeiranum,
stórjukust og vestræn fyrirtæki vonuðu að
hægt yrði að finna þar olíu- og gaslindir
eins og í grannríkinu Aserbaídsjan.
Shevardnadze hlúði einnig að draumi
Georgíu um að verða brú til Vesturlanda í
orku- og flutningamálum. Hópur al-
þjóðlegra olíufyrirtækja lagði olíuleiðsluna
milli Baku og Supsa til að flytja aserska ol-
íu til Vesturlanda um Svartahaf. Annar fyr-
irtækjahópur hófst handa við að leggja olíu-
og gasleiðslur frá Aserbaídsjan í gegnum
Georgíu til Tyrklands og Vesturlanda.
Þessar fjárfestingar bættu þó ekki hag
almennings. Georgíumenn lifa á sem svarar
nokkrum hundruðum króna á dag. Olíu- og
gasleiðslurnar veita ekki mikla atvinnu.
Auk þess var Georgíu ekki umbunað með
dollurum fyrir að leggja til mikilvæga út-
flutningsleið fyrir aserska olíu til Vest-
urlanda, heldur fólst umbunin í diplómat-
ískri öryggistryggingu – þ.e. Vesturlönd,
einkum Bandaríkin, höfðu hagsmuni af því
að tryggja öryggi leiðslnanna.
Aðrir erlendir fjárfestar héldu að sér
höndum vegna þess að Shevardnadze lét
sem hann sæi ekki spillinguna. Transp-
arency International, samtök sem berjast
gegn spillingu og mútuþægni í heiminum,
telur reyndar að Georgía sé eitt af tíu spillt-
ustu löndum heims. Réttarríkið sem Shev-
ardnadze lofaði var aðeins á pappírnum.
Baráttan gegn spillingunni er mjög
brýnt verkefni fyrir umbótasinnuðu leið-
togana Mikhail Saakashvili, lögfræðing
sem nam við Columbia-háskóla, Nino Burj-
anadze, þjóðhöfðingja landsins til bráða-
birgða og forseta þingsins, og Zurab
Zhvania, fyrrverandi þingforseta. Öll eru
þau ung, mjög kraftmikil og laus við sov-
éska ósiði.
Það er jafnvel enn mikilvægara að þetta
fólk stendu
valdaklíkur
ar á unga f
landi á þrít
tryggði lan
inu.
Forgang
ur að uppræ
ars verður
ingum og g
að fela pen
Þá sem s
senda skýr
runnið upp
semi einok
ekki aðeins
Ekki er s
úr skriffinn
dæmi Sing
Georgíu bja
© Project Syndicate.
Eftir Jenik Radon
og David Onoprishvili
Mikhail Saakashvili skreytir jólatré í miðborg Tbilisi á gam
’ Georgía getur orðið lýð-ræðislegt leiðarljós í Kák-
asuslöndunum, en aðeins
með öflugum alþjóðlegum
stuðningi. ‘
Þ
að eru spennandi tímar.
Sjálfsagt væri hægt að
hefja áramótagrein á
frumlegri nótum eða
með efnisríkari fyr-
irsögn, en staðreyndin er sú að það
eru spennandi tímar á Íslandi. Að
baki er viðburðaríkt ár með alþing-
iskosningum og heilmiklu umróti í
viðskiptalífinu, minnisstæðir við-
burðir hafa orðið á alþjóðvettvangi
og sífellt fleiri Íslendingar geta sér
gott orð á erlendri grundu. Það er
auðvitað sérstakt fagnaðarefni,
enda höfum við Íslendingar lengi
lagt grunninn að slíkri útrás og
margt bendir til þess að markvisst
uppbyggingarstarf stjórnvalda og
einkaaðila sé nú að skila sér.
Í öllum aðalatriðum er gleðilegt
að í kjölfar þessarar útrásar skuli
nú verða til öflugri og stærri einka-
fyrirtæki en við höfum áður séð hér
á landi. Það er gleðilegt að Íslend-
ingar skuli njóta velgengni í útlönd-
um, það er gleðilegt að ágóði ís-
lenskra aðila af verkefnum erlendis
skuli rata inn í íslenskt hagkerfi.
Það er fagnaðarefni að erlendir fjár-
festar skuli líta í æ ríkari mæli hing-
að til lands og kemur auðvitað fyrst
og fremst til af því að íslensk stjórn-
völd hafa með markvissum hætti
beitt sér fyrir hagstæðum rekstr-
arskilyrðum fyrir atvinnulífið, t.d.
með skattalækkunum. Áralöng við-
leitni til þess að laða að erlenda
stóriðju hefur borið árangur á Aust-
urlandi, sömuleiðis á Grundartanga.
Horfur eru bjartar í efnahags-
málum, hagvöxtur verður mikill og
stöðugur á næstu árum og atvinnu-
tækifærum fjölgar.
Það eru spennandi tímar og við
uppskerum nú eins og til hefur verið
sáð.
Þessi velgengni okkar Íslendinga
má þó ekki verða til þess að blinda
okkur sýn. Við erum enn á agn-
arlitlum markaði og enn að læra á
hverfulleik verðbréfanna og kaup-
hallarviðskipta. Við erum þannig að
ganga í gegnum ferli sem aðrar
þjóðir gengu í gegnum fyrir árum
eða áratugum síðan og við því að bú-
ast að upp geti komið álitaefni af og
til. Slíkt er ekki nema eðlilegt og í
fullu samræmi við þróun mála á al-
þjóðavettvangi. Það breytir þó ekki
því, að þeir sem njóta velgengni í
viðskiptalífinu og hafa stóreflst að
burðum á íslenskan mælikvarða,
hljóta og verða að taka mið af því
umhverfi sem þeir búa við hér á
landi. Við verðum að gera þær kröf-
ur að stórfyrirtæki lúti þeim leik-
reglum sem önnur fyrirtæki búa
við. Og séu þær leikreglur ekki í
takti við þróun á fjármálam
og eignarhald fyrirtækja sí
færast á færri hendur, er e
sjálfsagt að numið sé staðar
þessar leikreglur endursko
Það verður að sjálfsögðu að
með almennum hætti, enda
við bundin af þeim lögum o
sem gilda á innri markaði E
sambandsins í gegnum EE
Við höfum yfir að ráða öf
eftirlitsstofnunum sem ber
þannig að þær geti betur si
verki sínu. Samkeppnisstof
fjármálaeftirlitið og fleiri a
bera hér mikla ábyrgð og e
Ríkislögreglustjóra, Ríkiss
stjóra og Skattrannsóknars
hafa einnig veigamiklu hlut
gegna. Hér verður þó meða
Það eru spennand
Eftir Björn Inga Hrafnsson
’ … það getur verið ákjósanleg
staða að sami að
seilist til svo víð
tækra áhrifa á fj
miðlamarkaði. E
hvaða rök hafa m
fyrir því að slíkt
æskileg þróun?
RÁÐHERRASKIPTI Í
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTI
Nýr menntamálaráðherra,Þorgerður Katrín Gunn-arsdóttir, tók við embætti á
gamlársdag. Tómas Ingi Olrich,
sem verið hefur menntamálaráð-
herra frá því vorið 2002, lét þá af
embætti, en hann verður sendi-
herra í París síðar á árinu.
Eitt athyglisverðasta framtak
Tómasar Inga í ráðherraembætti er
viðleitni hans til að efla menning-
artengsl við Dani og hugmyndir
hans um stofnun íslenzk-danskrar
menningarstofnunar sem hefði að-
setur á Íslandi. Tómas Ingi hefur
sett fram þá tillögu að þar yrðu
varðveittir íslenzkir forngripir sem
nú eru í dönskum söfnum. Full
ástæða er til að halda þessu máli
vakandi.
Þá hefur í ráðherratíð Tómasar
Inga verið efnt til umræðna um
styttingu náms til stúdentsprófs og
m.a. farin sú nýstárlega leið að kalla
eftir sem flestum sjónarmiðum um
málið á svokallaðri menntagátt
ráðuneytisins á Netinu. Þorgerður
Katrín sagði í Morgunblaðinu í gær
að hún stefndi áfram að því að
stytta námstímann en jafnframt að
gagnrýni hefði komið fram á þær
tillögur, sem er að finna í skýrslu
nefndar, sem átti að vera grundvöll-
ur umræðnanna. Eins og Morgun-
blaðið hefur bent á er markmiðið
um styttingu æskilegt en vafamál
að sú leið, sem nefndin leggur til, sé
sú bezta út frá gæðum og innihaldi
námsins. Það er því sjálfsagt að fara
rækilega yfir málið og hrapa ekki að
ákvörðun.
Þorgerður Katrín hefur sýnt að
hún er kraftmikill stjórnmálamaður
og mun eflaust taka til hendi í þeim
málaflokki sem henni er nú trúað
fyrir. Í samtali við Morgunblaðið í
gær nefnir hún nokkur verkefni,
auk styttingar náms til stúdents-
prófs, þar á meðal málefni háskóla-
stigsins og fjármögnun háskóla-
náms. Það er rétt hjá ráðherranum
að útiloka ekki í því efni að tekin
verði upp skólagjöld við Háskóla Ís-
lands. Slíkt getur verið ein af for-
sendum þess að skólinn standi sig í
sívaxandi samkeppni, bæði innan-
lands og -utan.
Málefni grunnskólans verðskulda
ekki síður athygli ráðherrans, sem
hefur raunar sýnt þeim sérstakan
áhuga og fært rök fyrir því að nauð-
synlegt sé að gera breytingar til að
auka valfrelsi foreldra um skóla, um
leið og haldið sé fast við það grund-
vallaratriði að grunnskólamenntun
sé fjármögnuð af almannafé. Taka
má undir orð ráðherrans sem hún
setti fram í grein hér í blaðinu fyrir
rétt tæpu ári: „Hér á Íslandi virðist
oft og tíðum sem umræða um að
skoða nýjar leiðir á fyrstu skóla-
stigunum rati beint ofan í gamal-
kunnar skotgrafir. Því miður hendir
það suma stjórnmálamenn og fleiri
aðila í okkar ágæta samfélagi að
grípa til ómerkilegs hræðsluáróð-
urs í stað þess að sýna einlægan
vilja til að kanna leiðir sem líklega
geta leitt til öflugra menntakerfis.“
Vonandi tekst nýjum ráðherra að
ná umræðum um málefni grunn-
skólans – og raunar fleiri mála-
flokka – upp úr skotgröfunum. Þor-
gerður Katrín hefur t.d. sem
fyrrverandi stjórnandi hjá Ríkisút-
varpinu mikla þekkingu á starfsemi
þess og ætti að vera vel í stakk búin
til að hafa forystu um að gera breyt-
ingar á starfsemi stofnunarinnar,
sem gera hana betur í stakk búna að
þjóna menningar- og upplýsinga-
hlutverki sínu en nú er og jafna enn-
fremur þann mun sem er á sam-
keppnisstöðu ljósvakamiðla.
MIKILVÆGI ÍSLENSKUNÁMS
FYRIR INNFLYTJENDUR
Alþjóðahúsið afhenti í fyrstaskipti verðlaun sín fyrir lofs-
verða frammistöðu í málefnum inn-
flytjenda fyrr í vikunni. Verðlaunin
hlutu að þessu sinni fyrirtækið
Grandi, sem hefur boðið starfsfólki
sínu af erlendum uppruna upp á ís-
lenskunám því að kostnaðarlausu í
vinnutímanum, og Guðrún Hall-
dórsdóttir, skólastjóri Námsflokka
Reykjavíkur, sem hefur sinnt
kennslu innflytjenda í nærri ald-
arfjórðung.
Mikilvægi þess að fólk sem kýs
að setjast að á Íslandi eigi kost á
íslenskunámi verður ekki ofmetið.
Það er nauðsynlegt fyrir nýbúa að
kunna skil á tungumálinu til að
geta tekið fullan þátt í íslensku
samfélagi, notið þjónustu og gætt
réttar síns. Skortur á tungumála-
kunnáttu getur leitt af sér einangr-
un íbúa af erlendum uppruna, sem
er vitaskuld mjög bagaleg fyrir þá
sjálfa en jafnframt óheppileg fyrir
þjóðfélagið í heild. Og á vinnustöð-
um eins og Granda, þar sem fólk
frá sautján þjóðlöndum er við
störf, hlýtur það að vera afar mik-
ilvægt að allir geti haft samskipti á
sama tungumáli.
Það að innflytjendur nái grund-
vallarfærni í tungumálinu sem tal-
að er í nýju heimalandi er í stuttu
máli lykillinn að aðlögun þeirra að
samfélaginu. Gott aðgengi að
tungumálakennslu fyrir nýbúa
bætir í senn lífskjör þeirra og
kemur þjóðfélaginu öllu til góða.
Hindranalaus tjáskipti auka skiln-
ing og draga úr fordómum.
Vonandi munu verðlaun Alþjóða-
húss fyrir lofsverða frammistöðu í
málefnum innflytjenda framvegis
verða öðrum hvatning til góðra
verka á þessu sviði.