Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 33 Á rið 2004 verður lík- lega ár harðvítugra átaka, bæði á vett- vangi stjórnmálanna og viðskiptalífsins. Margt bendir til að miklar deilur um eignarhald fyrirtækja og hringamyndanir séu í aðsigi, hvort heldur um ræðir fjölmiðla eða matvöruverslanir. Forsætis- ráðherra hefur vaknað upp við vondan draum. Einkavæðingin fór ekki til þeirra sem hún átti að fara. Kolkrabbinn er dauður. Rangir menn eru að eignast bæði fé og fjölmiðla og við það getur formaður Sjálfstæðisflokksins ekki unað. Ekki einungis galt Sjálfstæðisflokkurinn afhroð í kosningunum í fyrra heldur er hann að missa tökin á flestum sviðum samfélagsins. Af þessum staðreyndum mun nýja árið litast að miklu leyti og þær einkenna átökin, bæði í viðskiptum og stjórnmálum. Örvænting Davíðs Þessa árs verður trúlega helst minnst fyrir það að vera árið þegar Sjálfstæðisflokkurinn af- henti smáflokknum Framsókn lyklana að forætisráðuneytinu eftir að kjósendur höfðu hafnað Framsóknarflokknum en flokk- urinn tapaði síðustu kosningum afdráttarlaust. Til að mynda fékk flokkurinn einungis um 10% at- kvæða í kjördæmi sjálfs for- mannsins, Halldórs Ásgríms- sonar! Slík útreið hefði dugað flestum formönnum til þess að hugsa sinn gang varðandi forystu flokksins en í örvæntingu sinni yfir útreið Sjálfstæðisflokksins samdi Davíð Oddsson af sér og afhenti 17% smáflokki lykilinn að forsæt- isráðuneytinu. Makalaus afleikur og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvort af gjörningnum verði og Davíð láti lyklana af hendi þegar að kemur þann 15. september á þessu nýja ári. 70% kjósenda kusu turnana tvo; Sam- fylkinguna og Sjálfstæðisflokk- inn, ekki Framsóknarflokkinn og því undarlegt að Sjálfstæðisflokk- urinn skuli sætta sig við þessa pólariseringu í samstarfi flokk- anna. Gjaldþrota ríkisstjórn Ríkisstjórn þeirra Halldórs Ás- grímssonar og Davíðs er hug- myndafræðilega gjaldþrota. Þeg- ar offarinu í kringum virkjanaframkvæmdir á hálend- inu sleppir stendur ekki annað eftir en hugsjónin um að halda völdum. Þar er gengið alla leið ef þurfa þykir. Einskis er freistað til að brjóta fjölmiðla á bak aftur ef undirgefnin í garð Fram- sóknar/Sjálfstæðisflokksins er ekki til staðar einsog framkoma ráðamanna í garð umsjón- armanna Spegilsins á RÚV er ljótur vitnisburður um. Annað sem stendur upp úr eft- ir fyrstu skref ríkisstjórnarinnar eru svikin í skattamálum. Báðir flokkarnir reyndu að kaupa kjós- endur til fylgis við sig með tug- milljarða skattalækkanaloforðum en efndirnar eru þunnar og dap- urlegar: Milljarða skattahækk- anir strax á fyrsta haustþinginu! Já, það skiptir máli hverjir lofa, eins og forætisráðherra benti svo eftirminnilega á fyrir kosningarnar síðastliðið vor. Og svikin munu lifa lengi. Bæði við öryrkja og í skattamálunum. Þau verða raunaleg síðustu verk Dav- íðs áður en hann leiðir Framsókn til valda ef þetta er vísbending um þau. Holan í Írak Það er vonandi að áðurnefnd valdaskipti fari ekki fram og við munum sjá nýja ríkisstjórn myndaða á árinu þar sem ferskir vindar réttlætis og sanngirni blása um sali stjórnarráðsins. Ömurlegast alls úr stjórnartíð þeirra Halldórs og Davíðs er þó hugsunarlaus fylgispektin við andstyggilegt árás- arstríðið á Írak. Þar var með ólögmætum hætti ráðist á ríki í hreinni and- stöðu við alþjóða- samfélagið. Með dap- urlegum hætti fylgdi Halldór Ásgrímsson inn- rásarþjóðunum í Írak og smánaði nafn Íslands með því að setja þjóðina á lista hinna viljugu þjóða í árás- inni á Írak. Engin gjöreyðingarvopn hafa fundist en viti menn: Harðstjórinn mikli grafinn einsog soltinn hundur ofan í holu er fundinn. Þá lágkúru sem í stríðsrekstrinum felst og stuðn- ingum við hann á engin þjóð skil- ið og hvað þá ráðamenn sem stjórna með þessum hætti. Bush búinn? Ein stærsta óskin sem hægt er að færa mannkyninu í upphafi ársins er að Demókratar vinni kosningarnar í Bandaríkjunum í haust og komi George W. Bush frá völdum. Bush er einhver mesta ógn sem nú steðjar að mannkyninu og sú hægri öfg- astjórn sem í skjóli hans situr. Uppfull af ofstækisfullum krist- intrúarmönnum sem er að takast að æsa alla veröldina upp á móti Bandaríkjunum. Litlar líkur virð- ast hinsvegar í augnablikinu á því að Demókrötum takist að fella Bush. Það virðist vanta frambjóð- andann og fjarri því að Howard Dean sé trúverðugur fulltrúi í þann mikla og mikilvæga slag. Það vantar Hillary Clinton í for- setaframboð fyrir Demókratana. Hún á góða möguleika á því að sigra Bush og reisa Demókrata- flokkinn við eftir ófarir síðustu ára. Bandaríkin eru ein mesta ógnin við heimsfriðinn í dag og því óendanlega mikilvægt að kjósendur vestra kjósi Bush með hressilegum hætti út úr Hvíta húsinu, hafandi aldrei kosið hann þangað. Nú er bara að bíða og vona. Sjálfstæðis- flokkurinn leiðir Fram- sókn til valda Eftir Björgvin G. Sigurðsson ’ Margt bendir til að miklar deilur um eign- arhald fyrirtækja og hring- amyndanir séu í aðsigi, hvort heldur um ræðir fjöl- miðla eða matvöruversl- anir. Forsætisráðherra hefur vaknað upp við vondan draum. Einkavæð- ingin fór ekki til þeirra sem hún átti að fara. ‘ Höfundur er þingmaður Samfylking- arinnar. ur ekki í þakkarskuld við gömlu rnar í Georgíu. Þau minna raun- fólkið sem komst til valda í Eist- tugs- og fertugsaldri árið 1991 og ndinu aðild að Evrópusamband- gsverkefni nýju leiðtoganna verð- æta spillinguna í Georgíu. Ann- landið af erlendum fjárfest- georgískir fjárfestar halda áfram ingana sína í öðrum löndum. stálu þarf að saksækja til að r skilaboð um að nýtt tímabil sé p. Þá þarf að koma reglu á starf- unarfyrirtækja í orkugeiranum, s á pappírnum. síður mikilvægt draga stórlega nskunni. Georgía ætti að fara að gapúr og koma upp fámennu, fag- mannlegu og (tiltölulega) vel launuðu stjórnsýslukerfi. Til að hægt verði að greiða heiðarlegum embættismönnum stjórnsýslunnar og dóm- urum sómasamleg laun þarf að auka tekjur ríkisins. Herða þarf innheimtu á virð- isaukaskatti og öðrum óbeinum sköttum. Einfaldur tekjuskattur, með eitt skattþrep, myndi auka tekjur ríkisins, eins og gerst hefur í Rússlandi. Erfiðara verður að tryggja frið og stöð- ugleika í Georgíu. Koma þarf á friði milli ríkisvaldsins og þriggja héraða sem eru í raun hálfsjálfstæð. Framfylgja þarf stjórn- arskrárákvæðum sem veita þessum hér- uðum sjálfstjórnarréttindi. Verði þetta vandamál ekki leyst verður ógjörningur að laða að erlenda fjárfesta, hvað þá ferða- menn. Rússland er enn mikilvægt í þessum efn- um. Rússneska stjórnin hafði milligöngu um að Shevardnadze léti af embætti og virðist nú loksins hafa hug á að stuðla að stöðugleika í Georgíu. Vegna þessarar af- stöðubreytingar Rússa gefst nýtt tækifæri sem má ekki ganga Georgíumönnum úr greipum. Hafa ber þó í huga að það er að- eins Bandaríkjastjórn sem getur knúið Rússa til að standa við skuldbindingar sín- ar, flytja hermenn sína frá Georgíu og hætta að styðja aðskilnaðarsinnana. Takist ekki nýjum leiðtogum Georgíu að rétta efnahag landsins við, og það snarlega, veikir það lýðræðið og eykur hættuna á því að einræðisherra komist til valda. Til að koma í veg fyrir þetta þarf Georgía á aðstoð Bandaríkjanna og alþjóðasamfélagsins að halda. Bandaríkin þurfa nú enn einu sinni að taka þátt í því að byggja upp ríki og geta ekki valið neina ódýra leið. Georgía getur einfaldlega ekki innheimt nógu mikla skatta til að gera allt sem þarf upp á sitt eindæmi. Stjórn landsins þarf alþjóðlega fjárhagsaðstoð til að standa undir kostn- aðinum af starfsemi ríkisins, launum og nauðsynlegri þjónustu á vegum hins op- inbera. Þessi aðstoð ætti að vera bundin því skilyrði að færðar yrðu sönnur á framfarir. Georgísk Marshall-aðstoð, með úthugsaðri áætlun um efnahagslega uppbyggingu þar sem hver áfangi er skilgreindur, væri væn- leg vegna þess að hún myndi gera stjórn- inni kleift að móta raunhæfa áætlun og koma henni í framkvæmd. Nokkur ríkjanna, sem þyrftu að taka þátt í slíkri aðstoð, kynnu að líta svo á að það svaraði ekki kostnaði að hjálpa Georgíu. En blómlegt lýðræði þar myndi stuðla að sömu þróun í grannríkjunum, Aserbaídsjan og Armeníu. Væri það ekki besta og hagkvæmasta leiðin til að tryggja öryggi olíu- og gasleiðslnanna að stuðla að traustu lýðræði í Kákasus-löndunum? Ef Georgíumenn þurfa að ganga í gegnum enn einn hrollkaldan veturinn án eldsneytis gætu þeir misst þolinmæðina – og traustið á lýðræðinu. Svo einfalt er það. Georgía getur orðið lýðræðislegt leiðarljós í Kákasuslöndunum, en aðeins með öflugum alþjóðlegum stuðn- ingi. Endurreisn ríkis kostar tíma, peninga og fyrirhöfn. Það er ekki hægt að stytta sér leið. Við megum ekki láta „rósabyltinguna“ visna og deyja. argað Jenik Radon var aðalsamningamaður Georgíu í samningaviðræðum um olíu- og gasleiðsl- urnar milli Aserbaídsjans og Tyrklands og kennir nú við Columbia-háskóla. David Onopr- ishvili er fyrrverandi fjármálaráðherra Georgíu og kennir nú við Vanderbilt-háskóla. Reuters mlársdag. Búizt er við að hann sigri í forsetakosningunum í Georgíu á morgun. markaði ífellt að kki nema r og oðaðar. ðeins gert a erum g reglum Evrópu- ES. flugum r að efla innt hlut- fnun, ðilar embætti skatt- stjóra tverki að alhófið að gilda, því martröðin um eftirlits- þjóðfélagið á sér fáa fylgjendur. Fyrst og fremst er lykilatriði að al- menningi finnist allir vera jafnir fyrir lögunum og engir séu þar jafn- ari en aðrir í skjóli stærðar sinnar og áhrifa. Á vegum Samkeppn- isstofnunar hefur áður verið kannað hvernig háttar eignarhaldi og stjórnun íslenskra fyrirtækja, með tilliti til mögulegrar hringamynd- unar. Sjálfsagt er að kanna þau mál að nýju og kalla til nýjar upplýs- ingar, enda er fákeppni og hring- myndun í eðli sínu andstæð hags- munum alls almennings. Hræringar á fjölmiðlamarkaði Við Íslendingar höfum upplifað miklar hræringar á fjölmiðlamark- aði á árinu sem nú er liðið. DV varð gjaldþrota, en nýtt dagblað stofnað undir sama nafni og hefur svo sann- arlega ekki farið gæfulega af stað. Þar er nú stunduð blaðamennska af því tagi sem maður satt að segja vonaðist til að myndi ekki sjást hér á landi og er þeim mun meiri ráð- gáta þegar haft er í huga að ýmsir ritfærir blaðamenn eru þar við störf. Þeir sem hafa vogað sér að gagnrýna blaðið hafa yfirleitt fengið það óþvegið á síðum þess – nafn- laust – og þarf ekki frekari vit- ananna við um hugrekki þeirra sem að slíkum skrifum standa. Sami aðili ræður nú yfir tveimur af þremur dagblöðum og er kominn til áhrifa á Norðurljósum sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Ekki liggur reyndar enn fyrir hvert er endanlegt eignarhald Norðurljósa, en það getur ekki verið ákjósanleg staða að sami aðili seilist til svo víð- tækra áhrifa á fjölmiðlamarkaði. Eða hvaða rök hafa menn fyrir því að slíkt sé æskileg þróun? Erlendis hefur umræða um eignarhald á fjöl- miðlum verið mjög áberandi og eðli- legt að hún eigi sér einnig stað hér á landi. Af þeim sökum eru miklar vonir bundnar við nefnd mennta- málaráðherra um eignarhald á fjöl- miðlum, sem skila á áliti sínu í mars nk. Og á vettvangi stjórnmálanna Stjórnmálin voru í brennidepli á síðasta ári, enda alþingiskosningar með tilheyrandi kosningabaráttu og bollaleggingum. Ekkert slíkt er framundan á nýju ári, en þó má gera ráð fyrir að pólitíkin verði áberandi umræðuefni meðal lands- manna eins og áður. Nýr mennta- málaráðherra hefur tekið við emb- ætti, glæsilegur fulltrúi nýrrar kynslóðar í stjórnmálum. Ferskir vindar hafa einnig blásið um félags- málaráðherra og fer ekki á milli mála að ungt fólk hefur eignast öfl- uga málsvara innan ríkisstjórn- arinnar. Um miðjan september mun Davíð Oddsson láta af störfum sem forsætisráðherra eftir langan og farsælan feril í því þýðingarmikla embætti og Halldór Ásgrímsson taka við. Þessir tveir menn bera meiri ábyrgð en aðrir stjórn- málamenn á þeirri velsæld sem nú ríkir í íslensku samfélagi og hversu mjög okkur hefur fleytt áfram síð- ustu ár. Framundan eru mestu fram- kvæmdir Íslandssögunnar. Fram- undan er skeið hagvaxtar, tími tækifæranna. Menn uppskera eins og til hefur verið sáð og það er þess vegna sem okkur Íslendingum verð- ur á næstu árum kleift að efla vel- ferðar- og menntakerfið. Vegna þess að stjórnvöld hafa áttað sig á samhengi hlutanna og mikilvægi þess að treysta undirstöður efna- hagskerfisins, en ganga ekki aðeins á höfuðstólinn. Það er því bjart framundan. Það eru spennandi tímar. di tímar ekki g ðili ð- öl- Eða menn sé ‘ Höfundur er varaþingmaður í Reykja- vík og aðstoðarmaður utanrík- isráðherra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.