Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 03.01.2004, Qupperneq 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. JANÚAR 2004 39 ALLS voru brautskráðir 47 stúd- entar frá Menntaskólanum í Kópa- vogi skömmu fyrir jól, 13 iðnnemi, 1 matartæknir og 7 nemendur af skrifstofubraut. Þá brautskráðust 5 nemar úr meistaraskóla mat- vælagreina. Einnig útskrifuðust frá skólanum á þessu hausti 11 ferða- fræðinemar, 10 matsveinar og 15 gönguleiðsögumenn þannig að alls voru brautskráðir 109 nemar frá Menntaskólanum í Kópavogi á þessu hausti. Í máli Margrétar Friðriksdóttur, skólameistara kom m.a. fram að í þrjá áratungi hefur Menntaskólinn í Kópavogi þróast og dafnað en skól- inn átti 30 ára afmæli 22. september sl. Á þessum tíma hefur náms- brautum fjölgað jafnt og þétt úr þremur í tuttugu og tvær, jafnt í bóknámi, ferðamálanámi og hótel- og matvælanámi - nemendafjöldinn farið úr 110 í 1250, áfangakerfi tekið við af bekkjarkerfi, námsráðgjöfin fengið fastan sess og tölvuvæðingin haldið innreið sína. MK hefur þróast úr grónum bóknámsskóla í öflugan bóknáms og verknámsskóla þar sem aðstaða til kennslu og náms er með því besta sem þekkist. Í máli skólameistara kom fram að skólinn hefur á síðustu misserum unnið fjölþætt starf í forvarn- armálum. Forvarnarfulltrúar og námsráðgjafar hafa staðið fyrir fræðsluerindum, kynningum og vímuvarnarviku og forvarnarstefna skólans er birt í skólanámskránni. 275 þúsundum úthlutað úr Við- urkenningarsjóði MK Forseti bæjarstjórnar, Halla Hall- dórsdóttir, afhenti útskriftarnemum viðurkenningar úr Viðurkenning- arsjóði MK sem stofnaður var af bæjarstjórn Kópavogs 1993. Fjórir nemendur hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Stúdentarnir Ásrún Lára Arnþórsdóttir, Emil Hjörvar Petersen, Guðjón Már Sigurðsson og Dóra Svavarsdóttir sem jafnframt lauk meistaranámi í matreiðslu. Sparisjóður Kópavogs veitti Ás- rúnu Láru Arnþórsdóttur styrk fyrir góðan námsárangur á stúdentsprófi. 109 nemar útskrifast frá MK Á AÐALFUNDI sjómannadeildar Verkalýðsfélags Húsavíkur 30. des- ember síðastliðinn var samþykkt ályktun þar sem harðlega er mót- mælt boðuðum breytingum á lögum um tekju- og eignaskatt sem miði að því að fella niður sjómannaafsláttinn. „Ljóst er að um verulega tekju- skerðingu er um að ræða fyrir sjó- menn, enda sjómannaafslátturinn hluti af þeim kjarasamningum sem í gildi eru fyrir sjómenn. Sé það ætlun ríkisstjórnarinnar að afnema sjó- mannaafsláttinn er eðlilegt að hún ákveði einnig með lögum hvernig sjómönnum verður bætt sú kjara- rýrnun sem hlýst af afnámi hans eða samtök útgerða taki að sér að bæta kjararýrnunina sem hlýst af afnámi afsláttarins,“ segir í ályktuninni. Aðalfundurinn fagnaði einnig áformum Íshafs hf. þess efnis að gera út fjögur skip til rækjuveiða frá Húsavík í byrjun ársins. Sjónvarp fyrir sjófarendur Þá ályktaði fundurinn um sjón- varps- og útvarpssendingar, þar sem skorað var á stjórnvöld að tryggja sjófarendum sömu skilyrði til sjón- varps- og útvarpssendinga og bjóð- ast í landi. „Það hlýtur að teljast eðli- leg krafa að allir landsmenn sitji við sama borð er varðar þjónustu sem þessa. Þá má ekki gleyma því að út- varpssendingar gegna mikilvægu hlutverki í öryggismálum þjóðarinn- ar,“ segir þar meðal annars. Mótmæla afnámi sjó- mannaafsláttar ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.