Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 32

Morgunblaðið - 01.03.2004, Side 32
32 C MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ G öturnar Dugguvogur, Skútuvogur og Kænu- vogur hafa verið skil- greindar sem iðnaðar- hverfi. Nú eru uppi áform um að breyta þessu svæði í blandaða byggð, þ.e. bæði íbúðar- og iðn- aðarhverfi. Þarna hafa nú fast að- setur u.þ.b. tvö hundruð einstak- lingar, sem flestir eiga það sameiginlegt að vilja sameina vinnustað og heimili. Íris Hera Norðfjörð athafnakona er ein þeirra, en hún hefur fest kaup á iðnaðarhúsnæði í Duggu- vogi og breytt því í íbúð. Hún sér marga kosti við það að búa í iðn- aðarhverfi, en fáa ókosti, þó svo ekki sé veitt sama íbúaþjónusta í iðnaðarhverfi og í skilgreindu íbúðahverfi. Almenningssamgöng- ur eru góðar og strætó gengur þarna eins og í önnur hverfi borg- arinnar. Henni finnst hverfið fallegt og segir að það sé í raun algjör synd að þessi góði staður skuli núna vera nýttur undir þungaiðnað og telur að þarna eigi að vera léttur iðnaður og blönduð byggð. Fallegt útsýni er út á Elliðavoginn og yfir til Esjunnar. Á sínum tíma var þetta hálfgert úthverfi, en eftir því sem borgin hefur þanist út er hverfið nú inni í miðri borg. Búa í prentsmiðjuhúsnæði Þar sem Íris og Brynja, 18 ára dóttir hennar, hafa hreiðrað um sig var áður prentsmiðjan Skáprent. Þetta var heilt veggjalaust rými og þar sem núna eru háir gluggar var áður stór hleri með talíu sem stóð út úr húsinu. Íbúðin er um 80 fer- metrar en Íris er búin að stúka hana niður í lítið anddyri, sameig- inlega stofu og eldhús, lítið baðher- bergi í miðju rýminu og tvö svefn- herbergi, sem bæði eru gluggalaus. Aðkoman að íbúðinni er skemmtileg. Gengið er inn af götu upp breiðan stiga þar sem lofthæð- in nýtur sín til fulls, en efst við stigapallinn hangir risastórt mál- verk í sterkum litum. Íbúð Írisar er innarlega á parketlögðum gang- inum. Innandyra gætir bæði aust- urlenskra og afrískra áhrifa í bland við nýtískulegan stíl. Háir glugg- arnir setja afar sérstakan svip á rýmið og gefa góða birtu. Draumur að búa í iðnaðarhúsnæði Íris segist hafa lagað húsnæðið að sínum þörfum og hefur ekki far- ið troðnar slóðir í þeim efnum. „Það er gamall draumur að búa í iðnaðarhúsnæði. Ég lét því slag standa þegar ég rakst á þetta hús- næði. Það voru þó ekki allir sem sáu möguleikana sem húsnæðið hefur upp á að bjóða, og móðir mín varð t.d. alveg miður sín þegar hún kom hingað fyrst og vildi fá mig til að rifta kaupunum. Ég sá hins veg- ar marga möguleika í stöðunni og það sem mér finnst mest heillandi var hve húsnæðið var opið svo það gaf allt aðra möguleika til breyt- inga en hefðbundið húsnæði. Þar er t.d. oft meiri lofthæð og rýmið er opið þannig aðmaður hefur al- gerlega frjálsar hendur hvað varð- ar innréttingar. Þetta var alveg óskrifað blað en ég sá alveg fyrir mér hvað ég gæti gert við þetta. Það er gaman að geta hannað allt sjálfur og skapað umhverfi í sínum eigin stíl.“ Írisi hefur alltaf langað til að geta sameinað vinnu og heimili. Hún segist mikill tónlistarunnandi og finnst það kostur að geta spilað tónlist á þeim styrk sem henni hentar án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að valda nágrönn- unum ónæði. Vildi vera skuldlaus Svona breytingar taka aðeins í pyngjuna, en Íris telur að kostn- aðurinn sé þó minni en ef hún hefði keypt sér hefðbundna íbúð. „Draumurinn hjá mér var að geta orðið skuldlaus. Ég vildi t.d. hafa það frelsi að geta lokað dyrunum heima hjá mér fyrirvaralaust og skroppið til útlanda án þess að vera bundin af skuldum hér heima. Verð á iðnaðarhúsnæði er mun lægra en á íbúðarhúsnæði, en það er hins vegar ekki hægt að fá hús- næðisstjórnarlán út á kaup á iðn- aðarhúsnæði. Þess vegna mundi ég ekki ráðleggja neinum að kaupa Athafnakona í iðnaðarhúsnæði Það er nokkuð um það að iðnaðarhúsnæði sé breytt í íbúðir. Slíkt fyr- irkomulag hentar gjarna þeim sem vilja sameina vinnustofu og heimili. Guðlaug Sigurðardóttir heimsótti Írisi Heru Norð- fjörð sem hefur breytt prentsmiðjuhúsnæði í glæsiíbúð. Morgunblaðið/Sverrir Það fer vel um Írisi Norðfjörð og Brynju, dóttur hennar, í iðnaðarhúsnæðinu í Dugguvoginum. Flísarnar á milli skáps og bekkjar eru hlutfallslega það dýrasta í íbúðinni. Svefnherbergin eru gluggalaus, en Íris hefur látið setja loftræstitúður í loftin. Baðherbergið er kósí, en Íris á eftir að reka endahnútinn á ýmsan frágang. Íris er með þessa kisu í pössun en tímir varla að láta hana frá sér aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.