Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 01.03.2004, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2004 C 53 Fellsás - parhús m/2 auka- íbúðum Nýlegt 234 m2 parhús á tveimur hæðum ásamt 33 m2 bílskúr, með glæsilegu út- sýni yfir Mosfellsbæ, Reykjavík og Sundin. Keyrt er að húsinu á efri hæð, þar er 3-4ra herbergja sérhæð með rúmgóðum herbergjum, baðherbergi m/hornbaðkari, fallegt eldhús og björt stofa. Á neðri hæðinni hafa verið innréttaðar 2 íbúðir með 135 þús kr. leigutekjum. Verð kr. 29,5 m - áhv. 9,2 m húsbréf. Markholt - 3ja herb. 81 m2, 3ja herbergja íbúð í eldra fjórbýlishúsi við Markholt í Mosfellsbæ. Íbúðin skiptist í 2 góð svefnherbergi, stofu, eldhús með fallegri u-laga viðarinnréttingu, flísalagt baðherbergi m/sturtu og rúmgott þvotta- hús og geymslu. Þetta er rúmgóð og björt íbúð á góðu verði. Verð kr. 10,5 m - áhv. 8,3 m. Klapparhlíð 9 - nýjar íbúðir Erum með þrjár 3ja herbergja íbúðir í 3ja hæða fjölbýli við Klapparhlíð 9 í Mosfellsbæ. Íbúðirnar eru 82-88 m2 að stærð og afhend- ast fullbúnar, án gólfefna, en baðherbergi og þvottahúsgólf verða flísalögð. Íbúðirnar eru til afhendingar í desember 2004. Verð frá 12.930.000 - 13.790.000 kr. Bugðutangi - stórt einbýli. Glæsilegt 274 m2 einbýlishús á 2 hæðum ásamt 100 m2 kjallara rými. Á 1. hæð er möguleiki á aukaíbúð. Mjög fallegur garður teiknaður af landslags arkitekt, timburverönd með heitum potti og stórt bílaplan steypt. Aðalhæð skiptist í stóra stofu, borðstofu, eldhús, sjónvarpshol, baðher- bergi, gestasalerni og 5 svefnherbergi, en á neðri hæð eru m.a. tvö stór unglingaherbergi, baðher- bergi og billiardherbergi. Verð kr. 37,0 m. Dalatangi - einbýli m/aukaíb. 361 m2 einbýlishús á 2 hæðum ásamt 52,5 m2 bílskúr, með möguleika á aukaíbúð. Aðalhæðin er 155 m2 auk bílskúrs og skiptist í eldhús, stofu, sjónvarphol, 4-5 svefnherb., baðherb., gestasal- erni og þvottahús. Kjallarinn er 207 m2 með sér- inngangi og 4 herbergjum, baðherbergi m/sturtu, stofu og stórri geymslu. Steypt bílaplan og ver- önd með heitum potti. Verð kr. 33,5 m.  Klapparhlíð 9 - nýjar íbúðir Erum með þrjár 4ra herbergja íbúðir í 3ja hæða fjölbýli við Klapparhlíð 9 í Mosfellsbæ. Íbúðirnar eru 97 - 101 m2 að stærð og af- hendast fullbúnar, án gólfefna, en baðher- bergi og þvottahúsgólf verða flísalögð. Íbúð- irnar eru til afhendingar í desember 2004. Verð frá 14.840.000 - 14.990.000 kr. Hlíðarás - einbýli/tvíbýli Stórt og mikið 407 fm einbýlishús á tveimur hæðum með tvöföldum bílskúr. Fallegt einbýli í botnlanga við óbyggt svæði með gríðarmiklu útsýni yfir Mos- fellsbæ. Hugmyndir eru um að skipta húsinu í tvær 150 m2 íbúðir auk 44 m2 bílskúrs og kjallara undir bílskúr. Verð 29,5 m - áhv. 16,0 m. Íbúðir fyrir 50 ára og eldri Erum með í sölu 4 hæða lyftuhús með 20 íbúðum fyrir 50 ára og eldri í Klapparhlíð í Mosfellsbæ. Sérinn- gangur er í hverja íbúð af svalgangi með glerskerm- un. Innangengt er í bílageymslu með 16 bílastæð- um. Húsið er einangrað að utan og klætt með báru- málmklæðningu og harðvið. 2ja herbergja íbúðir 90 m2, verð frá kr. 13,3 m. 3ja herbergja íbúðirnar 107 -120 m2, verð frá kr. 15,4 m. Íbúðirnar verða af- hentar í september 2004. Sólbaðsstofa Mosfellsbæjar *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá rekstur Sólbaðsstofu Mosfellsbæjar til sölu. Um er að ræða fyrirtæki sem er eina sinnar tegundar í Mosfellsbæ og hefur haft góða og mikla viðskiptavild. 5 Ergoline ljósa- bekkir Stofan er vel tækjum búin með 5 Ergoline ljósabekki og innréttingar og aðstaða eru til fyrir- myndar. Fyrirtækið er staðsettt í 100 m2 leiguhús- næði í hjarta Mosfellbæjar, góður leigusamningur er fyrir hendi. Gott fyrirtæki, tilvalið fyrir hjón eða tvo einstaklinga. Kaupleiga kemur til greina. Skeljatangi - 4ra herb. Erum með 4ra herbergja, 94 fm Permaform-íbúð á 2. hæð í litlu fjór- býli við Skeljatanga. Flísar á stofu, eldhúsi, baðherbergi, þvottahúsi og forstofu, en eikarplastparket á hjóna- herbergi og 2 barnaherbergjum. Frá- bær staðsetning, stutt í skóla og leik- skóla. Íbúðin getur verið til afhending- ar mjög fljótlega. Verð kr. 13,9 m. Þverholt - 5 herbergja *NÝTT Á SKRÁ* Vorum að fá 159,9 fm, 5 herbergja íbúð á efstu hæð í 3ja hæða fjölbýli. Íbúðin er 113 fm að grunnfleti en auk þess er 46,9 fm ris- loft. 3 svefnherbergi, stórt eldhús, sér- þvottahús, geymsla, borðstofa og baðherbergi á aðalhæð en stór stofa og svefnherbergi er á rislofti. Íbúðin er björt og rúmgóð og stutt er í alla þjón- ustu. Verð kr. 16,2 m. - áhv. 8,4 m. (5,9 í byggingasjóð). Blikahöfði - 4ra herb. með bílskúr *NÝTT Á SKRÁ* Falleg og rúmgóð 115 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð ásamt 28 fm bílskúr við Blikahöfða í Mosfellsbæ. 3 góð svefnherbergi, fallegt eldhús með eikarinnréttingu, stór stofa og flí- salagt baðherbergi með baðkari. Frá stofu eru svalir í suður með mjög miklu útsýni yfir til Reykjavíkur og út á Sund- in. Skipti möguleg á 4ra herb. jarðhæð, t.d. í Leirutanga eða Permaform. Verð kr. 17,8 m. - áhv. 9,6 m. Þverholt - 3ja herb. *NÝTT Á SKRÁ* Stór og björt 99,6 fm, 3ja herbergja íbúð á efstu hæð í 4ra hæða fjölbýli við Þverholt. Íbúðin skiptist í stóra stofu og eldhús með mikilli lofthæð, 2 svefnherbergi og baðherbergi með kari. Frá stofu eru svalir í suðvestur með góðu útsýni. Ýmis frágangur er eftir í íbúðinni, t.d. gólfefni og baðherbergi. Verð kr. 11,7 m. - áhv. 5,5 í 4,9% láni. www.fastmos.is SE LT SE LT Við endurnýjun baðher-bergja þarf að samhæfavinnu múrara, pípulagn-ingarmanna, innrétt- ingasmiða, málara, rafvirkja og stundum trésmiða. Ég fæ því oftar þessa spurningu varðandi baðher- bergi en nokkur önnur rými heimilis- ins. 1. Í fyrsta lagi þarf að ákveða hvað á að gera og eins og í öllum verkleg- um framkvæmdum þá skiptir und- irbúningur miklu máli. Því betur sem verkið er undirbúið og skil- greint því betur gengur fram- kvæmdin. Best er að leita til fag- aðila og gefa sér góðan tíma í hönnunina því oft þarf að sann- reyna hugmyndir og athuga mögu- leika á breytingum. Eftir að hafa velt mismunandi tillögum fyrir sér þarf að ákveða skipulag rýmisins, þ.e. hvar hlutirnir eiga að vera. Hafa þarf í huga notagildi, útlit og kostnað. Í framhaldi af því eru hugmyndir útfærðar. Þá er um- fang og útlit innréttinga skilgreint ásamt efnum, litum og áferð. Þeg- ar þessu er lokið er leitað fastra verðtilboða. 2. Við endurnýjun baðherbergja hefjast framkvæmdir á niðurrifi. Þá eru flísar og innréttingar fjar- lægðar og pípari fenginn til að fjarlægja hreinlætistæki. 3. Svo er hafist handa við uppbygg- ingu. Fyrst er byrjað á allri gróf- vinnu. Ef breyta á skipulagi þá þarf e.t.v. að hlaða veggi t.d. í kringum sturtu. Múrarar sjá um það. Færsla á hreinlætistækjum kalla á vinnu við pípulagnir og því þarf að samhæfa þá vinnu við vinnu múrara (ef hlaða þarf). Einnig þarf að huga að raflögnum því að ef breyta á staðsetningu inn- réttinga þá þarf einnig að breyta raflögnum. Ef setja á innfellda lýs- ingu í loft þá þarf að kalla til tré- smiði og rafvirkja á þessu stigi framkvæmda. 4. Þegar lokið er við að staðsetja ný hreinlætistæki (vinna pípara og múrara við t.d. vegghengd vatns- salerni) og setja upp nýja veggi og pússa (múrarar) er hægt að hefja flísalögn (múrarar). En fyrst þarf þó að huga að málun. Ef ekki á að flísaleggja upp að lofti þá á að mála þann hluta veggja sem er fyrir of- an flísar áður en flísalögn hefst. Einnig á að mála þá veggi sem ekki flísaleggjast og svo loft. Þegar búið er að mála, flísalögn er lokið og baðkar og sturta er komið á sinn stað er hægt að hefjast handa við uppsetningu innrétt- inga. Þegar því er lokið er svo hægt að ganga frá handlaugum, setja upp ljós og ljúka annarri raf- lögn. Ekki má gleyma speglunum en uppsetning þeirra fer eftir hvernig þeir tengjast öðrum hlut- um baðherbergis. Speglar geta t.d. verið á bak við innréttingar og eins getur ljós verið fest utan á spegil. Það er ljóst að þetta getur verið nokkuð ruglingslegt því endurnýjun baðherbergja kallar á samvinnu iðn- aðarmanna á mismunandi stigum verksins. Ferlið felur ekki í sér að fyrst komi tiltekinn fagmaður að verkinu og klári sinn hluta og þá komi næsti að og klári sitt verk og koll af kolli. Ég mæli því eindregið með því að við upphaf framkvæmda komi allir þeir aðilar sem koma að framkvæmdinni saman á verkstað ásamt hönnuði til að samhæfa sína vinnu. Baðherbergin flókn- ustu rými heimilisins? Góðráð Í hvaða röð á að gera hlutina? Ég þarf að endurnýja bað- herbergin hjá mér, þ.e. flísaleggja, setja ný tæki og innrétt- ingu. Um er að ræða gestasnyrtingu og stærra baðherbergi. Bæði herbergin eru með máluðum veggjum og flísum á gólfi. Ég hef heyrt af fólki sem hefur lent í því að kalla til „rangan“ iðnaðarmann, sem getur ekki unnið sína vinnu fyrr en eitthvað annað hefur verið gert. Mig langar því að spyrja hvernig er best að standa að slíkum breytingum. Morgunblaðið/Þorkell Halldóra Vífilsdóttir arkitekt faí halldora@to.is Morgunblaðið/Eggert Endurnýjun baðherbergja kallar á samvinnu iðnaðarmanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.