Vísir - 09.05.1981, Side 17

Vísir - 09.05.1981, Side 17
16 VlSIR Laugardagur 9. mai 1981 ,Hollustan var ekki blendin í þá daga” Hún er björt yfirlitum og gengur reist um götur borgarinnar, festa viröing og heiðarieiki eru hennar fylgisveinar og i hverju fótmáli er örlítið sögubrot tslendings tuttugustu aldarinnar. /ftluniner aösérstakt rit henni til heiöurs komi út hinn 19. júni næstkomandi, því sá dagur minnir á baráttuna fyrir réttindum kvenna. Stundum hefur þótt á skorta aðkonum nýttust þessi réttindi. En á því sviði er hún tvímælalaust brautryðjandi í hdpi íslenskra kvenna á tuttugustu öld, bæði i menntun og stjórnmálum. Konan er Auöur Auðuns. Hún fæddist á Isafirði fyrir sjötiu árum og ólst þar upp. Á námsár- um lágu leiðir til Reykjavíkur og það varð hennar hlutskipti siðar að vera í hópi þeirra ráðamanna er leiddu Reykjavík úr bæ iborg. „Ég þurfti ekki aö berjast til aö komast i sæti á framboöslista, heldur var frekar gengiö á eftir mér”, segir Auöur ,,þaö má reyndar segja aö mikil tregöa hafi verið hjá konum til aö gefa kost á sér i framboð á þeim tima. Þaö hefur nil breyst, sem betur fer. Konur eiga jafnmikiö erindi i pólitikina og karlmenn, þær hljo'ta aö eiga þaö, þvi þær eru helmingur þjóöarinnar. Ég verð að segja að þaö eru óskapleg von- brigði hvað þetta sækist seint og grátlegt til þess aö hugsa aö þetta er okkur sjáfum að kenna”. — Hvert var upphafiö af þinum pólitiska ferli? „Þaö var áriö 1946 aö ég fór i framboö til bæjarstjörnar, fyrir minn flokk, Sjálfstæöisfldckinn. Þær kosningar þóttu ansi tvi- synar. aöeins tveir af okkar full- tróurn sátu eftir en sex nýliöar komu inn eftir kosningar. Þeir Guðmundur Asbjörnsson, sem lengi var forseti bæjarst jórnar og Gunnar Thoroddsen voru tveir fyrir, en nyiiöarnir voru auk min, Jóhann Hafstein, Sigurður Sigurösson landlæknir, Hallgrim- ur Benediktsson, faöir Geirs, Friðrik Ólafsson skólastjóri Stýrimannaskólans, og Bjarni Benediktsson sem tók þá aftur sæti i bæjarstjórninni. Allan timann, sem ég var i. bæjarstjórninni, en þaö voru 24 ár, var ég eina konan fyrir Sjálf- stæöisflokkinn, utan eitt kjör- timabil. Eitt timabiliö fengum viö tiufulltriia kjörna og þá kom hún Groa min heitin Pétursdóttir inn. A undan mér átti frú Guörún Jónasson kaupkona, sæti i bæjar- stjórninni fyrir Sjálfstæðisflokk- inn og sat hún iðulega fundi sem varafulltrúi min fyrstu ár.” — Hefur þú haft á tilfinniiTgunni að þú værir brautrvðjandi? „Nei...” segir hún hikandi, „ekkert sérstaklega. Þetta bara gerist. Þaö þarf ekki aö gefa mér neina brautryöjendakomplexa” bætir hún svo hlæjandi viö. Hvatningtilnáms fylgdi úr heimahögum „Þegar ég haföi lokiö stú- dentsprófi frá Menntaskólanum i Reykjavik áriö 1929, vildi ég gjarnan halda áfram námi og for- eldrar minir hvöttu mig mjög til þess, móöir min ekki siður en faö- ir minn. Mér dettur i hug i þessu sam- bandi aö segja þér frá honum afa minum, fööur mömmu minnar. Hann var séra Jón Jónsson og var siöast prestur á Staö á Reykja- esi. Honum var sýnt um kennslu og hann kenndi um skeiö börnum Trampe greifa. Um afa má segja aö hann hafiveriö á undan sinni samtiö, þvi hann lét sér mjög annt um menntun dætra sinna. Ekki var um venjulega skóla- göngu þeirra aö ræöa, en hann las til dæmis tungumál meö dætrun- um heima. Oghvatning til náms fyldi mér Ur heimahögum. Sama má segja um stjórnmálin, faöir minn var i mörg ár þingmaður. A æskuheimili minu á tsafiröi var oft margmenni, foreldrarnir, viö systkinin fjögur, skyldfólk, vinnufólk og tiöar gestakomur. Og þegar maöur er alinn upp á heimili þar sem m ikið er rætt um stjórnmál og foreldrarnir hafa mjög ákveðnar stjórnmálaskoö- anir, hlýtur þaö að beina manni á þá braut að maöur sjálfur fái á- huga fyrir stjórnmálum. Svo er aftur hitt aö börn geta haft and- stæðarskoðanir viö foreldra sina, en þaö er annaö mál. En svo viö snúum okkur frá minu námi eftir stúdentsprófiö, þá var auövitaö ekki um margar greinar aö velja i Háskólanum á þeim árum. Mér leist best á laga- námiö og hef reyndar aldrei séö neitt eftir þvi síöan”. Fyrsti kvenlögfræðingur- inn Auöur lauk fyrst kvenna laga- námi frá Háskóla Islands áriö 1935. Þar sem viö sitjum og spjöllum og blaöamaður minnist á áfanga á starfsferli Auöar, kemur I ljós, liklega meðfædd hógværö Auðar, hún dregur Ur verkum sinum kankbrosandi, en segir svo meira viö sjálfa sig ,,... maöur vill nú diki setja sig undir þá gagnryni aö maöur sé farinn að grobba á gamalsaldri.” Hinn nýbakaði lögfræöingur, Auöur Auöuns, hélt til heima- byggöar og hóf þar lögfræðistörf. „Ekki haföi ég nú mikiö aö starfa þetta ár, sem ég var lög- fræöingur á Isafiröi, viðskipta- vinirnir voru ekki beinlinis i biö- röðum hjá mér. Þaö voru helst vonlitlar innheimtur sem mér bárust. Eftirminnanlegast er aö ég var eitt sinn skipaöur setu- dómari i máli. Við réttarhöldin voru eingöngu karlmenn, og held ég aðþeim hafi þótt tilbreyting aö kona væri komin i dómara- stólinn.” „Ekki set ég mig undir þá gagn- rýni að fara aö grobba á gamals- aldri.” Langur er vegur Auöar Ur stól setudómara á Isafiröi i stól Dóms- og kirkjumálaráöherra (áriö 1970) Viö höldum áfram aö varða veginn. Frá Isafirði lá leiö Auðar aftur til Reykjavikur. „Svo giftist ég áriö 1936 og eign- aöist fjögur börn. öll eru börnin gift og aö heiman farin og barna- börnin orðin sex,” heldur Auður áfram. „Fljótlega fór ég til starfa sem lögfræðingur Mæörastyrks- nefndar og hafði þann starfa i tuttugu ár. Sá timi var mér góöur skóli. Man ég að i fyrstu hafði ég viðtalstima hjá Mæðrastyrks- nefnd tvisvar I viku og fékk 35 krónur I mánaöarlaun. Framan af voru tiö viöfangsefni min, barnfaöernismál kvenna sem áttu börn meö varnarliösmönn- um. Þaö sem alltaf var erfiöast hjá einstæöum konum á þessum árum voru peni ngamáli n. Tryggingalöggjöfin hefur breytt miklu um hag kvenna til betri vegar. Ég á sæti i Mæörastyrks- nefnd nú og er mér kunr.ugt um aö enn leitar hópur kvenna til lög- fræöings nefndarinnar.” Þvívaraldreiskelltá mig „Meðan aö börnin voru litil, var ég alltaf meö annan fótinn heima, en svo fór að vefjast meira utan um störf min, sér- stakiega eftir aö ég kom i bæjar- stjórnina. Þá voru þeir timar aö hægt var aö fá stúlkur á heimilin til aðstoðar húsmóðurinni, sem ég geröi. Ja, þú spyrö um viöbrögö fólks viö pólitisku vafstri minu? Eflaust hafa einhverjir sagt, — ég held aö henni væri nær þessari kvensu að sitja heima og passa börnin sin — ég þykist vita það. En þvi var aldrei skellt á mig”. — Hvernig tóku börnin þvi að móðir þeirra var i sviðsljósinu? „JU, þau tóku þvi bara aí skyn- semi. Sjálfsagt heföu þau viljaö „þá gellur I strák — nú veit ég af hverju þetta heitir aftansöngur.” hafa mig meira heima, geri ég ráð fyrir, en aö minnsta kosti skömmuöu þau mig ekki,” segir Auöur brosandi. „Ég var stund- um að velta þvi fyrir mér, hvort þau myndu taka nærri sér ef ég yrði fyrir aðkasti, óneitanlega verður fólk það I stjórnmálum. Þegar ég var krakki tók ég nærri mér þegar pabbi varð fyrir að- kasti, en stjórnmálabaráttan á Isafiröi var lika óvægin i þá daga. Ég held að aöstandendur taki frekar nærri sér aðkast, ef eitt- hvaö er, frekar en maöur sjálf- ur”. — Nú átti þaö fyrir þér að liggja að vera cin, fráskilin meö fjögur börn. „A minum bernskuárum var hjónaskilnaður alltaf „skandall”, en heföu sjálfsagt veriö tiðari ef konur heföu fleiri fundiö mátt sinn og megin. A þessum viöhorf- um höfðu oröiö breytingar. Börn- in min voru orðin svo stálpuð þá, þegar viö skildum svo allt gekk þetta. NU eru þau öll komin til starfa i þjóöfélaginu. Jón elsti sonur minn, sem er tæknifræö- ingur starfar sem kvikmynda- framleiðandi. Einar er skipa- verkfræöingur og Margrét dóttir min fornleifafræöingur og Arni sá yngsti kennir sögu og latinu i Verslunarskólanum. Samtfmis i borgarstjórn og á þingi Bæjarstjórnarkosningarnar 1946, sem Auöur hefur áöur leitt taliö aö, hafa sett markandi spor i lifshlaup hennar. Tuttugu og fjögurra ára starf að málefnum borgaranna skilar reynslu, sem fjársjóð mikinn má telja. Auður átti sæti I borgarráði i átján ár, var forseti borgar- stjórnar alls i fimmtán ár og gengdi ásamt Geir Hallgrimssyni um eins árs skeið borgarstjóra- embætti. A alþingi tslendinga var hún kosin áriö 1959 sem þingmað- ur Reykvikinga. Reyndar hafði hún tvisvar áöur tekiö sæti á þingi sem varamaöur. Um fyrstu kynni sin af þingstörfum hefur hún þetta aö segja: „Fyrst sem varaþingmaöur átti ég ekki von á þvi aö þurfa fyrirvaralaust aö taka sæti á þingi. Jóhann Hafstein hringdi til min og þurfti hann aö fara utan, svo ég tók sæti Jóhanns á þingi með tveggja daga fyrirvara, minnir mig. Þetta var satt aö segja ekkert þægilegt, ég haföi „Sjálfsagt hef ég gert eitthvaö sem ekki hefur veriö til góðs... en ekki hastarlega til ills, vona ég.” ekki lagt mig neitt sérstaklega eftir að fylgjast með þingmálum. Þetta var að vorlagi og mikill hraöi á afgreiöslu mála. Vinnu- brögöin voru töluvert önnur á þingi en f borgarstjórn og eru enn. Þetta vandist og siðar átti ég um nokkurra ára skeið sæti samtimis i borgarstjórn og á þingi.” Hollustan blendin hjá mörgum Við vikjum tali okkar að sam- starfi manna og flokka i stjórn- málum. „1 dag er ég jafn pólitísk og ég hef alltaf verið, en er ánægö með að hafa dregið mig UtUr hringiö- unni. Varla get ég veriö þekkt fyrirannaðen aö segja aö pólitik- in yrði fyrir valinu aftur, ef ég ætti heila starfsævi framundan,” segir Auöur og litur glettnislega á blaðamanninn. „En greinilegt er aö heilindi i pólitisku samstarfi er á undan- haldi, varla þarf annað en lita til samstarfsins innan rikis- stjórnarinnari dag. ÞU spyrðmig hvaða flokki ég tdji Uklegast aö Sjálfstæöisflokkurinn gæti átt stjórnasamstarf með? — öll við- reisnarárin áttiég sæti á þingi og vorum viö þá i samstarfi viö Alþýöuflokkinn. Þaö samstarf varbæöidrengilegt og heiöarlegt. Þótt skoöanir þessara tveggja flokka hafi ekki alltaf fariö sam- an i öllum atriðum, var samstarf- ið gott. Auðvitaö hefur reynsla af sliku samstarfi áhrif á mat manns á flokkum, en hitt er á að lita að siö- an á viöreisnarárum hefur átt sér staö mikil endurnýjun á þing- flokkum. Margir eldri fulltrúar og um leiö helstu ráðamenn og leiötogar stjórnmálaflokka hafa þokað fyrir nýjum mönnum. Og það veltur fyrst og fremst á forystumönnum hvernig ætla má aö stjórnarsamstarf takist. Ég ætla ekki aö fara að gefa neinum stjórnmálaflokki einkunn i hæfni til heiðarlegs stjórnar- samstarfs, en ekki get ég stillt mig um að segja aö skelfing þætti mér ólystugt aö hugsa til sam- starfs viö flokk sem þannig er á vegi staddur aö tefla fram öðru eins eintaki mannkyns og Ólafi Ragnari Grimssyni. Um samstarf manna i pólitisk- um flokki get ég sagt af eigin reynslu frá minum árum I bæjar- stjórninni og reyndar á þingi lika, aö alltaf stóöu menn saman. Þetta var stór hópur og eölilegt aö menn væru ekki alltaf á sama máli um hlutina. Þá höföu menn ekkitilburði i þá átt að upphefja sjálfan sig á annarra kostnaö eöa til aö brjóta sig UtUr. Aö ég tali nú ekki um aö nokkrum heföi dottiö i hug aö koma aftan að sinum hópi með tillöguflutningi eöa ööru. Heilindi og hollusta manna voru ekki blendin i þá daga”. — Ertu samþykk frestun lands- fundar fram á haust? „Já, ég er þaö. Og fyrst aö taliö berst að landsfundi Sjálfstæðis- flokksins get ég sagt þér að peráónulegt álit mitt er aö for- mennskunni i flokknum er vel- komiö ihöndum Geirs Hallgrims- sonar. Hvort hans flokksmenn bera gæfu til aö styöja hann i hans erfiöa starfi, um það þori ég ekki aö fullyröa”. Mikill þungi fylgir oröum Auöar og nú þegir hún hún drykklanga stund og bætir svo viö: „Drengskapur og heiöarleiki er algjörlega ófrávikjanleg krafa sem gerö er til forystumanns I I>augardagur 9. m vlsm Heígarv idUúid er við Auði Auðuns, fyrrverctndi ráðherra um, sem horföu til framfara. Þegar áhugamál náðu fram aö ganga var það i raun alls erfiðis virði — þess virði að vera þá i innsta hringnum þar sem hlutirn- ir gerast.” — llraus þér aldrei hugur viö á- kvaröanatökum til dæmis þegar þú varst komin i embætti ráö- lierra? „Sem ráöherra er maður aöili að ákvarðanatökum á hæsta þrepi, en sjaldnast eru menn ein- ráðir um neitt i stjórnmálum, hvert sem embættið er. Annars eru flestar okkar ákvarðanir i lif- inu áhætta, hvort sem ákvörðunin er litil eða stór, þá áhættu þýðir ekki annað en að taka. Viður- kennt get ég, að stundum sótti að mér uggur um hvort tiltekin á- kvörðun væri til góös. Sjálfsagt hef ég gert eitthvað sem ekki hefur veriö til góös... en ekki hastarlega til ills, vona ég. Margt hefur verið rættog ritaö um jafna stööu karla og kvenna á luidanförnum árum. Ilvaö hefur Auöur Auöuns um þau mál aö segja, hún, sem talin hefur veriö brautrvöjandi annarra kvenna á þessari öld? „Kvennaárið vakti marga til umhugsunar og mikil umræöa um jafnréttismálin fylgdi i kjölfarið. Mikill hugur var i konum um allan heim að berjast fyrir jafn- rétti. Og konur á tslandi létu sannarlega ekki sitt eftir liggja. Það er mér persónulega mjög minnisstætt að hafa setið á alþjóðlegu kvennaráðstefnunni i Mexikó, sem haldin var á kvennaárinu og kynnast viðhorf- um kvenna þar til jafnréttis- mála” segir Auöur og bætir svo viö eftir stundarþögn, „i dag, aö þessum árum liðnum frá kvenna- árinu veröur þaö aö segjast aö öll umræöan hefur ekki haft slik á- hrif sem maður var aö vona. Varöandi frumvarpið sem nú liggur fyrir þingi um timabundin forréttindi kvenna viö stööuveit- ingar, hef ég þá skoðun að ekki sé vænlegt aö beita forréttindum til aö leiörétta misrétti. Hugsanlega getur dregiö Ur samúö sem konur hafa i jafnréttisbaráttunni, aö minnsta kosti i orði, ef lögbinda á forréttindi þeim til handa.” — Voru margir þröskuldar á þínum starfsferli? „Nei, ekki get ég sagt það, eins og ég sagði þér fyrr, þá gerist þetta þannig að hvert starfið tek- ur við af ööru. Vænt þykir mér um að hafa staöiö að mörgum mál- „Drengskapur og heiöarleiki er algjörlega ófrávlkjanleg krafa fuglagarg Ur f jörunni. Blaðamað- ur hefur orð á návist hafsins viö gluggann. „Hér á Ægissiðunni er gott að búa, ég get sagt þér að mér fannst auðveldara að draga and- ^nn eftir að ég flutti hingað. Ég kann vel viö sjóinn, enda alin upp i sjávarþorpi”. — Nú er ætlunin aö út komi bók þér til heiöurs I næsta mánuöi? Auður. „Já.éger stoltog þakklát þeim erstanda aö efni og Utgáfu bókar- innar. Vænt þykir mér um aö hún skuli eiga aö koma Ut 19. júni, sem er merkisdagur. A minum uppvaxtarárum var sá dagur alltaf haldinn hátiðlegur meö Uti- samkomum og ræðuhöldum. Mineldraun i ræðustól var ein- mitt 19. júni. Eitt sinn á minum menntaskólaárum var ég beðin um að halda ræöu á útisamkomu og sú eldskirn aö stiga fyrstu sporin i ræöustól var erfiöur þröskuldur yfir að komast. Mér er oft hugsaö til skólanna, hvaö þeir gætu gert mikiö til að kenna fólki aö koma fram og t já sig, þvi þessi þröskuldur hefur vaxið i flestra augum.” „Ég er stolt og þakklát þeim er standa aö út- gáfu bókarinnar”. i innsta hringnum/ þar sem hlutirnir gerast Jafnréttisbaráttan Sjálfstæöisflokksins og Geir Hall- grimsson uppfyllir þá kröfu”. I návist hafsins „Horföu fram”, segir ljós- myndarinn, sem er önnum kafinn viö að mynda Auöi, „ég ætla aö mynda þig i bak og fyrir”. NU bregöur fyrir glettnisglampa i augum Auöar og hún segir hálf- hlæjandi: „Þetta minnir mig á sonarson minn sem er tiu ára gamall. Við vorum hér á aöfanga- dagskvöld aö horfa og hlýða á aftansönginn i sjónvarpinu og biskupinn snýr baki i myndavél- ina. Þá gellur Istrák, — nú veit ég af hverju þetta heitir aftansöng- ur”. — Var ekki barnaafmæli hjá þér fyrir nokkru? „Hvernig i ósköpunum veistu það?” spyr Auður, „jú, hún nafna min varð átta ára nýlega og hélt ég afmælisboð. Barnaafmæli hef ég likiega ekki haldið i ein fimmtán, tuttugu ár. ömmuhlut- verkiö? Þaö er afar ánægjulegt hlutverk. Ég get vel trúað aö maður sé þolinmóðari við ömmu- börnin en sin eigin börn, svo er þaö li'ka töluvert fyrirhafnar- minna aö vera amma”. Ljósglampar og smellir frá tækjum ljósmyndarans trufla ekki lengur. Viö sitjum tvær i stofunni, kyrrðfærist yfir, það er farið aö kvölda og til okkar berst Myndir: Emil l>ór Sigurðsson. Konur í stjórnmál — Ilveturþú konur til þátUöku I stjórnmálum? „Auðvitað geri ég það. En ef fleiri konur eiga aö komast i örugg sæti á framboöslistum flokkanna, verða konur að standa saman. Ýmsir hafa verið óá- nægðir með opin prófkjör og telja að einungis flokksbundiö fólk eigi að hafa rétt til að kjósa i prófkjör- um. Ég hef séö þann annmarka á þvi að samanlagt i félögunum innan Sjálfstæðisflokksins eru miklu færri konur en karlar og þar með minnki likurnar á aö fleiri konur komist á listana. Þær fást i' framboð i dag sem betur fer, en þaö tekst ekki að koma þeim i örugg sæti.” — Kjósa þá karlmenn ekki alveg eins konur og karla? „Ég er alveg sannfærð um aö fjöldamargir karlmenn setja ekki nema eina konu á listann hjá sér við prófkjörsboröiö, en þráttfyrir alltheldég aö konurkjósi fleiri en eina i senn." Prófkjörin eru vandmeðfarin og mér sýnist aö einhverjar breytingar þurfi aö gera þar á. Þetta er oröiö þannig aö jafnvel peningaaustur ræöur feröinni og það er óheilbrigt. Mjög snem ma á minum ferli kom til prófkjörs og þá var þvi skellt á meö litlum fyrirvara. Þá var ekki tækifæri til alls þess áróöurs og baráttu sem fylgir prófkjörunum i dag. Ég minnist þess að Bjarni heit- inn Benediktsson sagöi eitt sinn, að þaö væri jafnvel hætta á aö fólk sem telja mætti góöa og æski- lega frambjóðendur, vildi ekki leggja sig i prófkjör. Já, bæöi vegna návigis og eins vegna þess aö þvi væri sárt um aö bera skarðan hlut frá prófkjörsborö- inu. Karlmenn hafa oftast önnur tök og aöra möguleika á að vinna að sinum málum og nota jafnvel önnur meðul en konur. Konur hafa ákveðnar skoðanir, engu siöur en karlmenn, en þær verða aö fylgjast vel meö i pólitikinni og standa saman”. Nóg aðgera — Hvaö hcfur þú fyrir stafni i dag, Auður? „Ég hef nóg aö gera,. I mörg ár hef ég átt sæti i sifjalaganefnd og á enn. Sifjalaganefnd hefur undir- búið óg samið mörg frumvörp meðal annars nýju barnalögin, sem nýlega voru samþykkt á þingi. NU hefur nefndin til athug- unar hugsanlegar reglur varð- andi skipan mála fólks sem býr i óvigðri sambúð. Sifjalaganefndir á öllum Noröurlöndunum hafa lika leitastvið aö samræma lög á sviöi sifjaréttar á Noröurlöndun- um, eins og frekast er unnt. NU fyrir utan setu mina i þessari nefnd, tek ég þátti félagsstörfum i hinum ýmsu félögum. Ég hef tima til lestrar og hef mikla á- nægju af handavinnu. Svo gef ég mér góöan tima til aö vera meö fjölskyldu minni". Auöur Auðuns hefur gegnt mörgum hlutverkum um ævina og skilaö þeim öllum af reisn. Ekki verður allt tiundaö i stuttu viðtali en nóg til aö sjá að hún hefur brotið blaö i sögu okkar Islendinga. Hafiö og máfarnir eru fyrir ut- an stofugluggann. Máfarnir svifa saman i hópum eða einir sér, flestir stefna þeir til hærra flugs. —ÞG

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.