Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 1
Bæjarútgerðin lær nýja togarann á laugardaginn: OHó hækkar í 54 mllliónlr Otto N. Þorláksson, togarinn, sem Stálvik h.f. hefur nýlokið smiði á fyrir Bæjarútgerð Reykjavikur, verður að öllu for- fallalausu afhentur eigendum sinum á laugardaginn kemur. Skipið er nú i reynslusiglingu og veiðafæraprófun, en að henni lokinni verður ákveðið, hvort frekari lagfæringa er þörf eða skipið verði afhent þá. Nokkuð hefur dregist lengur en upphaflega var áætlað að afhenda skipið. Björgvin Guömundsson, stjórnarformaður Bæjarút- gerðarinnar, sagði fréttamanni, að það stafaði að mestu vegna þess, að rafeindastjórnbúnaður á spili hefði þurft mjög nákvæma stillingu, sem hefði tekið lengri tima en búist var við. Búnaður þessi á að tryggja, að við allar aðstæður sé sama álag á togvirana og er þetta fyrsta skip- ið i islenska fiskveiðiflotanum, sem er þannig búið. Aðspurður um verð, sagði Björgvin, að með öllum fjármagnskostnaði, gengistapi og öðrusliku, færi heildarverð skips- ins i 54 milljónir króna, en um- samið verð i april 1979 var 20 milljónir (Tveir gamlir milljarð- ar). Björgvin var spurður, hvort ekki væri ófýsileg að hefja rekst- ur á nýju skipi nú, miðað við rekstrargrundvöll togarútgerðar- innar, sem um þessar mundir er sagður mjög erfiður. Hann svaraði, að gömlu togar- arnir, sem nú eru að mestu eða öllu afskrifaðir og fiskvinnslan, sem hefði skilað gifurlegum hagnaði á siðasta ári, yrðu iátin styðja við útgerð nýja skipsins. SV Fæðingin loksins afstaðin: Skattskrá- in send út í dag „Skattskráin er loks að lita dagsins ljós. Það er verið að ljúka við endanlega vinnslu á henni, og égreikna með, að við getum sent liana út til skattstjóranna i dag”, sagði Kristján Aðalsteinsson hjá rikisskattstjóra, er Visir spurðist fyrir um það áhugaverða plagg, skattskrána. Kemur hún út i bókarformi fyrir Reykjavik og Reykjanes og er verið að leggja siðustu hönd á það verk. Út. á land er hun aftur send i þvi formi sem hún kemur úr skýrsluvélum og verður lögð þannig fram. —JSS Læknadeilan: Mest rætt um lifeyrismal „Viðskulum segja, að við séum vongóðir á meðan ekki slitnar upp úr viðræðunum”, sagði Þorvald- ur Veigar Guðmundsson, form. Læknafélags lslands, i samtali við Visi i morgun, en kl. 9 átti að hefjast þriðji samningafundurinn i læknadeilunni. Að sögn Þrastar Ólafssonar að- stoðarmanns fjármálaráðherra, hafa ýmis mál verið reifuð á þessum fundum, en þó mestur timi farið i að ræða lifeyrismál lækna. —JB Forseti Islands, Vigdis Finnbogadóttir og landstjórahjónin I Kanada, Edward R. Schreyer og frú Lily Schreyer á Hótel sögu i gærkvöidi. Þá hélt forsetinn veislu til heiðurs þeim hjónum. i dag veröur farið til Þingvalla með viökomu að Reykjum og I Hveragerði. (Visism. EÞS) Skoðanakönnun vtsis um forystumál í Sjáltstæðisflokknum: Mjótt milli Gunnars og Gelrs - um 36% óákveðnlr Hálft prósentustig skildi þá Gunnar Thoroddsen og Geir Hall- grimsson að i skoðanakönnun Visis meðal sjálfstæðismanna um forystu i Sjálfstæðisflokknum. Athygli vekur að rúm 36% þeirra sem spurðir voru höfðu ekki gert upp hug sinn varöandi formanns- embættið. Spurðir voru 187 sjálfstæðis- menn um land allt. Af þeim sögð- ust 39 styðja Gunnar Thoroddsen (20,8%), 38 Geir Hallgrimsson (20.3%), 11 Albert Guðmundsson (5,9%), 17 tilnefndu aðra menn (9,l%),68voruóákveðnir (36,4%) en 14 neituðu að svara (7,5%). Geir Hallgrimsson hafði yfir- höndina þegar Reykjavik og Reykjaneskjördæmi voru tekin út úr sérstaklega. Af 114 sem spurð- ir voru sögðust 26 styðja Geir en 23 studdu Gunnar. Sjá nánar á bls. 14. —KS Jafnt hjá Val og KA - sjá idróttir á bis. 6-7 vanlrð á forystu - sjá leiðara á bls. 8 Stund mllli strlða - sjá grein Magnusar Bjarnfreðssonar á bls. 8 Anægja með nýjan vinnutíma - heimsðkn l Ábyrgð á bls. 14-15 Barist með kylfum Sjá bis. 4

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.