Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 17
17 Fimmtudagur 4. júni 1981 vísm SKÁKSKOLINN AÐl KIRKJUBÆJARKLAUSTRI 1 mailok ár hvert leggja ungir og efnilegir skákmenn frá öllum landsfjdröungum land undir fót og dvelja vikutima viö skákiök- anir og lítileiki aö Kirkjubæjar- klaustri. Jón Hjartarson skóla- stjórihefur skipulagt þar þrótt- mikiö æskulýösstarf sem eykst og dafnar m eð hverju árinu sem líður. Jón á miklar þakkir skiliö fyrir að hrinda þessu unglingastarfi I framkvæmd, en það sem ööru fremur ýtti á hann, var atvik sem skeði fyrir rúmum þrem árum aö Klaustri. Þar var þá haldin Urslita- keppnini skólaskákinni, og voru mættir til leiks sigurvegarar hinna ýmsu skóla landsins. Frá Reykjavík komu Jóhann Hjartarson og Jóhannes Gisli Jónsson sem höföu þegar getiö sér gottorö á skáksviöinu, þrátt fyrir ungan aldur. Aörir kepp- endur litu upp til þeirra með óttablandinni virðingu, eins og eftirfarandi dæmi sýnir. í skák sinni gegn einum keppanda utan af landsbyggöinni, varö Jóhanni Hjartarsyni heldur betur á i messunni, er hann lék af sér drottningu fyrir riddara. Ekki urðu svipbrigöi merkt á andliti Jóhanns, en andstæðingi hans varö hinsvegar svo mikiö um, aö i staö þess aö vinna léttan sigur, tókst honum aö klUöra skákinni á óskiljanlegan hátt. Þetta blöskraði Jóni Hjartar- syni, og hann ákvað aö freista þess aö brúa aðstöðubilið sem skákmenn landsbyggöarinnar og höfuöstaöarins byggju viö, með því aö stofna til námskeiða þar sem efnilegum skákmönn- um utan af landi yröi gert kleift að helga sig skákinni ’l-2 vikur, undirleiösögn reyndra kennara. Þessi hugmynd Jóns hefur hlot- iðsérlega jákvæöar undirtektir skákmanna. Þannig kom Friö- rik ólafsson og tefldi fjöltefli fyrsta áriö, og þeir sem leitað hefur veriö til, hafa jafnan verið boönir og bUnir til að hjálpa eftirfremsta megni. lár kenndu viö skólann Guömundur Sigur- jónsson, stórmeistari, Helgi Olafsson, Islandsmeistari og Bragi Kristjánsson og Jóhann öm Sigurjónsson. Einnig lagöi Guömundur Arnlaugsson hönd á plóginn, er hann dvaldist á Klaustri í tvo daga og veitti nemaidum innsýn i töfraheima endatafla og skákþrauta, á þann hátt sem honum einum er lagið. Jafnhliöa kennslunni, tefldu nemendur i fjölteflum, og kepptu innbyröis i kappskák og hraöskák. t ár var baráttan um efsta sætið sérlega hörö, þvi á helgarskákmótum Jóhanns Þ. Jónssonar, höföu efstu unglingarnir veriö verölaunaöir með vikudvöl aö Klaustri, þeim að kostnaöarlausu. 1 upphafi aöalmótsins gat Jón Hjartarson þess, aö Skáksam- band tslands heföi ákveðiö aö gefa einum nemanda skákskól- ans kost á skákferö til Banda- rikjanna á fund Collins-hópsins, sem tefla mun við islenskt unglingaliö siöar i þessum mán- uöi. Jón kvaðst vilja verölauna einn þeirra tiu nemenda sem sótt hefðu skákskólann öll þau þrjú skipti sem hann heföi starf- að, og draga eitt nafn úr þeirra hópi. Fljótlega heyrðust and- mælaraddir þeirra sem vildu láta Collins-feröina veröa 1. verðlaun aðalmótsins, og voru nú góö ráö dýr. Stjórn Skák- sambandsins bjargaöi málinu með þvi að gefa aöra ferö og gátu menn nú sest glaðir og hressir að tafli. t aöalmótinu varö fljótlega ljóst, aö baráttan um 1. sætið myndi standa milli Arnórs Björnssonar, Reykjavik og Guömundar Gislasonar frá Isa- firöi. Báöir lögöu þeir Halldór G. Einarsson frá Bolungarvik aö velli, þann keppanda sem Jóhann örn Sigurjónsson fyrirfram var talinn sigur- stranglegastur. Fyrir siðustu umferö höföu þeir Guömundur og Arnór 5 1/2 vinning af 6 mögulegum. Amór vann and- stæöing sinnsnarlega, e',. ekkert gekk né rak hjá Guðmundi og Jóhannesi Agústs syni. Skák þeirra var allan tim- ann i jafnvægi og jafntefli rétt- lát Urslit. Röð efstu manna i mótinu varö þessi: 1. Amór Björnsson 6 l/2v.af7 2. Guömundur Gislason 6 3. StefánÞ.Sigurjónss. 5 4. Halldór G.Einarss. 5 5. Jóhannes Agústsson 5 6. Þröstur Þórhallss. 5 7. Guðmundur Sigurj.son 5 8. Ingimundur Sigurm.s. 4 1/2 9. Clfhéöinn Sigurm.s. 4 1/2 10. Björn S. Björnsson 4 1/2 11. ÆgirP. Friöbertsson 4 1/2 12. Snorri Bergsson 4 1/2 13. GrétarB.Guðmundss. 4 1/2 14. Arinbjörn Gunnarss. 4 15. Sveinn Gylfason 4 Alls vom keppendur 54 tals- ins. í hraöskákkeppninni varð Amór Björnsson einnig hlut- skarpastur. En nú var komiö að þvi er hin Collins-ferðin skyldi dregin Ut, og var Guömundur Arnlaugsson fenginn til þess. Mikil uröu fagnaöarlætin þegar upp kom nafn Guðmundar Gislasonar, og var samdóma álit allra, aö ekki heföi betur getaö til tekist. Undir stjóm Birgis Einars- sonar iþróttakennara, stunduðu nemendur Utivistina af miklum krafti. I lokin fór fram viöa- vangshlaup og þar varö Grétar B. Guömundsson haröastur á spretdnum, i2. sæti varöBjarni Sæmundsson og Guömundur Gislason I 3. sæti. Við skulum þá aö lokum sjá skák frá aöalmótinu. Timamörk voru 30 leikir á 1 1/2 klukkustund, og siöan 1/2 klukkustund til aö ljUka skák- inni. Hvitur: Arnór Björnsson 15 ára. Svartur: Halldór G. Einarsson 15 ára Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 e6 6. Rd-b5 d6 7. Bf4 e5 8. Bg5 a6 9. Ra3 b5 10. Rd5 Be7 11. Bxf6 (Baráttan stendur um hvort þyngra verði á vetunum, biskupar svarts, eöa sterk tök hvits á d5-reitnum.) 11. . . . Bxf6 12. c3 0-0 13. Rc2 Bg5 14. a4 bxa4 15. Be2 Be6 16. 0-0 Kh8 17. Hxa4 a5 18. Rc-e3 Bxe3 19. Rxe3 Hb8 20. Dd2 Dc7? 21. Rd5 Dd7 (Eftir 21. . . Bxd5 22. exd5 nær hvitur öflugum þrýstingi á a5- peöið.) 22. Hf-al f5 23. exf5 Bxd5 24. Dxd5 Hxb2 25. Bg4 Hf-b8 26. h3 H2-b5 27. Dd2 Dc7 28. Hdl Hd8 29. f6! (Meö þessum leik opnar hvitur sér leið aö svörtu kóngsstöö- unni.) 29. . . . 30. Bf5 (NU liggur Hh4 I loftinu.) 30. . . Re7 gxf6 11 I • « 4 i i i IX t a A i i # i i S & A B C D E 1 31. Bxh7! F G H Kxh7 32. Dd3 + Rg6 33 Dxb5 Dxc3 34. Dxa5 Dc2 35. Hel Hg8 36. Hg4 Dc6 37. Da4? (Gefur svörtum óþarfa mót- spil.) 37. . . . Dxa4 38. Hxa4 Rf4 39. Khl (Hvitur verður nú aö treysta á fripeð sitt á h-linunni.) 39. . . . Rxg2 40. Hgl Rf4 41. Ha7 + Kh8 42. Hxg8 + Kxg8 43. Kh2 Kf8 44. Kg3 d5 45. Kg4 d4 46. h4 d3 47. Kf3 Ke8 48. Ke3 Kf8 49. Ha4 Kg7 50. Hxf4 (Hvitur verður aö fórna áður ai svarti kóngurinn kemst á vett- vang.) 50. . . . exf4+ 51. Kxd3 f5? (Hér leikur svartur af sér skák- inni i timahraki. Rétta leiðin var 51. . . Kg6 52. Ke4 Kh5 53. Kxf4 Kxh4 54. Kf5 Kh3 55. Kxf6 Kg4, jafntefli.) 52. Ke2 Kg6 53. Kf3 og svartur gafst upp. Boðsmót Taflfélags Reykjavíkur 1981 Hefst að Grensásvegi 46, miðvikudag 10. júni kl.20.00. Tefldar verða 7 umferðir eftir Monrad kerfi þannig: 1. umferö miövikudag 10. júni kl.20 . 2. umferð föstudag 12. júni kl.20 3. umferö mánudag. 15. júni kl.20 4. umferð föstudag 19. júni kl.20 5. umferö mánudag 22. júni kl.20 6. umferð miövikudag 24. júni kl.20 7. umferö mánudag 29. júni ki.20 Öllum er heimil þátttaka i boðsmótinu. Skráning þátttakenda fer fram i sima Taflfélagsins á kvöldin kl.20-22. Lokaskráning verður þriðjudag 9. júni kl.20-23. Taflfélag Reykjavíkur Grensásvegi 44-46 Reykjavik Simar: 83540 - 81690 Tilkynning til dísilbifreiðaeigenda Frá og með 1. júli n.k. fellur niður heimild til þess að miða ákvörðun þungaskatts (kiiómetragjalds) við þann fjölda ekinna kilómetra sem ökuriti skráir, nema þvi aðeins að þannig sé frá ökuritanum gengið að hann verði ekki opnaður án þess að inn- sigli séu rofin, sbr. reglugerð nr. 264/1981. Af þessum sökum skulu eigendur þeirra bifreiða, sem búnar eru ökuritum, fyrir 1. júli n.k. snúa sér til einhvers þeirra verk- stæða, sem heimild hafa til isetningar ökumæla og láta innsigla ökuritana á þann hátt sem greinir i nefndri reglugerð. Að öðrum kosti skulu þeir láta útbúa bifreiðar sinar ökumælum, sem sérstaklega hafa verið viðurkenndir af fjármálaráðuneyt- inu til skráningar á þungaskattsskyldum akstri. Fjármálaráðuneytið, 1. júni 1981. Sandalar Teg: 70 Litur: dökkbrúnt leður Stærðir: 41-45 Verð kr.154.- POSTSENDVM STJÖRNUSKÓBÚÐIN J Laugavegi 96 (viö hliöina á Stjörnubiói). $ * Simi 23795. J Urval af bílaáklæöum (coverum) Sendum i póstkrofu Ajtikabúðin Hverfisgotu 72 S 22677

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.