Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 3
3
Fimmtuáagúr 4! júni 1981
'V'Y'rt
Gamllr bálar og bátaskortur á Ratreksfirði
Skjölflup keyptl
einn færeyskan
- og lél einn tvítugan I úreldingu
í slaðlnn
„Viö sigldum einum færeysk-
um heim á laugardaginn, 182
tonna og fjögurra ára linubát,
sem viB sklröum Núp”, sagði
Helgi Jónatansson framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Skjaldar
h.f. á Patreksfiröi I samtali við
Vísi fgær. „1 staðinn fór Birgir, 20
ára gamall 207 tonna bátur, I úr-
eldingu.”
Þá Skjaldarmenn vantar nú
ekki viðbót I flota sinn, en telja
oröið mikla þörf fyrir endurnýjun
á 300 tonna togaranum Guðmundi
frá Tungu, sem er orðinn 13 ára
og hefur ætíð gengið fremur
skrykkjótt. Þriðjibáturinn þeirra
er þd enn eldri, Maria Júlia,
gamla 100 tonna varðskipið, sem
breytt var i linubát.
Hraöfrystihús Patreksf jarðar
h.f., sem er með splunkunýtt hús,
vantar hinsvegar bæði nýrri báta
og fleiri til hráefnisöflunar. Það
er meö Dofra, 170 tonna, og
Þrym, 200 tonna, auk þess sem
Brimnes eða gamla Guðbjörgin
frá Isafirði, leggur upp hjá hús-
inu, en þann bát keypti Hörður
Jónsson til Patreksfjarðar i vet-
ur.
„Okkur vantar vissulega meira
hráefni, þó einkum jafnara, og
við höfum verið með ýmis spjót
úti”, sagði Egill Jón Kristjánsson
framkvæmdastjóri viö Visi, ,,en
þaö liggur ekkert á borðinu ennþá
um hvernig við leysum þetta
mál.”
Hvort frystihúsanna á Patreks-
firðri þarf að fá 6—7 þúsund tonn
af þorskfiski á ári til þess að af-
kastagetan nýtist að fullu. Linu-
vertiðin i vetur var ein sú besta
sem menn þar muna, togafli mun
rýrari. HERB
Bókin „Landlð bffl” innköiiuð:
„Skaðl sem nemur
150 búsund krðnum'
- segir öriygur Halfdánarson
„Þetta voru yfirleitt smávægi-
legir útlits- og framleiðslugallar,
sem fæstir tóku eftir, en nóg til
þess að uppfylla ekki þær gæða-
kröfur sem við gerum til okkar
útgáfu”, sagði örlygur Hálfdán-
arson, frkvstj. bókaútgáfunnar
örn og örlygur, er hann var innt-
ur eftir innköllun á bókinui
„Landið þitt”, sem auglýst var i
blöðum um helgina.
„Við vorum dcki sáttir við lit-
greininguna og kaflafyrirsagnir
voru ekki settar upp samkvæmt
óskum okkar. Þá voru bókar-
spjöld 1/2 mm þynnri en samið
hafði verið um við framleiðand-
ann i Danmörku ”
Að sögn Arnar var búið að
panta um 10.000 eintök og 3.000
komin i dreifingu i byrjun desem-
ber þegar upp komst. Var þá þeg-
ar I stað gripið til afpöntunar á
þvi sem eftir var og fariö fram á
nýja útgáfu. Hún er nú komin til
landsins og gefst fólki kostur á aö
skipta bókum sinum i öllum bóka-
verslunum eöa hjá forlaginu.
„Ætli okkar skaði sé ekki um
150.000 krónur, en mér finnst
heiðarlegra að ganga beint til
verks og bera skaðann, en að
horfa fram hjá svona göllum þó
smávægilegir séu”, sagöi örlyg-
ur aö lokum.
—JB
Suðurnesjabúar og Kópavogsbúar í forystu bar
Loksins má læra
fjölmiðlun -
á fjölbrautum
„Ef þátttaka verður næg, hefj-
um við kennslu i fjölmiðlun sem
tveggja vetra verkefni næsta
haust”, sagöi Guöjón Magnússon
skólafulltrúi I Kópavogi i samtali
við VIsi. Skrifstofa hans auglýsti
nýlega eftir umsóknum og er alla
vega von á nokkrum áhuga, þvi
kennsla i þessum fræðum hefur
veriö 19. bekk Þinghólsskóla und-
anfarið.
Kópavogsbúar eru þó ekki allra
fyrstir að feta sig út á þessa
braut, þvi Fjölbrautaskóli Suður-
nesja mun hafa verið með
kennslu i fjölmiðlun.
Skólafulltrúinn i Kópavogi
sagði að aöalkennari i fjölmiðlun
yrði Guðbjartur Gunnarsson, sem
er menntaður frá Bandarikjunum
og vlðar en hefur undanfarið
starfað við námsgagnagerð. Lögö
veröur áhersla á útgáfu blaða og
timarita en einnig verður vikið að
útvarpi og sjónvarpi. Kennslan
veröur aöallega bókleg og lögð
áhersla á tungumál, landafræði,
sögu og kenningar I félagsvisind-
um um f jölmiölun. Þá mun veröa
fjallað um efnisgerö og mynda-
smiðar, útlit blaöa og frágang
hljóöefnis, auk margs annars, að
ógleymdum auglýsingum.
Verkleg kennsla veröur litil til
að byrja með en stefnt er að þvi
aö koma nemendum i námsvist
hjá fjölmiölum, t.d. i mánuö
hverjum.
Fjölmiðlunarkennslan mun ná
yfir fjórar annir eða tvo vetur, en
siöan geta nemendurnir haldiö
áfram á félagsfræðisviðum fram-
haldsskóla og aö sögn Guöjóns
skólafulltrúa er stefnt að tengsl-
um viö Háskólann, ef þar kynni
að hefjast fjölmiðlunarkennsla
eins og ráögert hefur verið all-
lengi.
Háskólanám I fjölmiölun verð-
ur nú að sækja til annarra landa
og er vaxandi hópur Islendinga
viö slikt nám, bæði vestan hafs og
austan.
HERB
Jil viðskiptamanna
banka og sparisjóóa
Vaxtabreytingin
1. júni oa Spariinnlán
Nú er aðalf lokkun spari-
innlána og vaxtakjör þessi:
A Sparisjóðsbækur eru allar með sömu kjörum, þ. e. nú með 34% ársvöxtum frá
1. júní. Ákveðið hefur verið, að uppsagnarákvæði í öllum sparisjóðsbókum (6 og 12
mánaða og 10 ára bókum) verði felld niður og innstæðan laus til ráðstöfunar fyrir
eiganda eins og hann óskar, þar með talið til flutnings innstæðu inn á eftirtalda
innlánaflokka. Vextir sparisjóðsbóka eru færðir um áramót eins og verið hefur.
Sparisjóðsreikningar með uppsögn eru til 3ja mánaða á 37% ársvöxtum eða 12
mánaða á 39% ársvöxtum, en voru áður kallaðir vaxtaaukareikningar. Vextir eru
færðir tvisvar á ári, 30. júní og 31. desember ár hvert, og eru lausir til útborgunar í
næstu sex mánuði þar á eftir, en síðan bundnir uppsögn eins og höfuðstóll. Athygli
skal vakin á því, að heimild til flutnings innstæðna af 12 mánaða sparisjóðsreikn-
ingum yfir á verðtryggða reikninga rennur út um næstu áramót.
Verðtryggðir reikningar eru með 6 mánaða bindingu, lánskjaravísitölu og 1% árs-
vöxtum með óbreyttum vaxtareikningi.
1. júní 1981
Samvinnunefnd bankaog sparisjóóa
Fímmtudagskvðld
1
Jllhúsinu
Opið í öllum deildum lil kl.
22.00
Byggingavörur — Teppi — Raftœki
Rafíjós — Húsgögn
Við bjóðum einstæð greiðslukjör, allt niður i 20% útborgun og eftir-
stöðvar lánum við i allt að 9 mánuði.
Matvörur — Fatnaður
Flestir þekkja okkar lága verð á matvörum og nú bjóðum við einnig
ýmsar gerðir fatnaðar á sérstöku markaðsverði.
Frá 1. júni verður lokað á laugardögum, á föstudögum er opið til
kl.22 i Matvörudeild, aðrar deildir eru opnar til kl.19. A fimmtudög-
um eru allar deildir opnar til kl.22.
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 — Simi 10600