Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 16

Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 16
16 VtStÍR lesendur haía oiölö Ein, sem hættir ekki ab drekka, skrifar: Kæru lesendur. Hvernig sem á þvi stendur, þá er verið að hækka áfengi og tó- bak, rétt einu sinni. Ein flaska af islensku brennivini, sem er ódýr- asta sterka vinið, kostar nú yfir 150 krónur. Það tekur næstum þvi heilan vinnudag fyrir 15 ára manneskju, sem fær um 20 krón- ur á timann, aö vinna fyrir einni flösku. NU hugsa sennilega sumir: Fimmtán ára? Af hverju fimm- tán? Og ég svara: Vegna þess aö ég er fimmtán ára og drekk minnst tvisvar i mánuði. Það er bara einn galli á þessu, ég hef alls ekki efni á að detta svona oft i þaö, þó aö þetta sé ekki oft. Af hverju hækkar vinið? Jú, segir stjórnin og sumir aðrir, þá er minna gert af þvi að drekka þennan óþverra. Það er kannski satt, það eru unglingarnir, sem minnka kaupin á vlni. Ener fólk virkilega svo vitlaust að halda aö við drekkum ekkert og sitjum heima og horfum á sjónvarpið af þvi að við eigum ekki fyrir bokku þetta kvöld? Ónei, alls ekki. Hvers vegna kaupa unglingar lim og sniffa? Af þvi að þaö er ódýrt. Það er auð- veltaö ná i pening fyrir einni lim- túpu. Þvi meira sem vlnið hækkar, þeim mun fleiri koma sér i miklu meiri hættu með sniffi. Er það kannski þannig, sem fullorönir vilja hafa það? Lim er svo sem ekki eini vimugjafinn. Þaö er lfka hægt að hlaupa út i apótek og kaupa mentholspititus. Ég þekki marga, sem drekka hann, af þvi að hann er svo ódýr. Ég spyr: Er þetta ekki miklu hættulegra en að drekka áfengi? Er fólk virkilega svona innilega lokað fyrir unglingum? Sumir segja nú kannski: Ja, Já, dropinn er dýr og þaö er grátlegt fyrir ungling.sem er heilan dag að vinna fyrir flöskunni að sjá hana fara svona. ekki drekka nú margir fimmtán ára krakkar. Ójú, margir þeirra eru þegar byrjaðir þrettán ára, og fjórtán ára eru mjög margir byrjaðir. I minum bekk (ég var að ljúka fjdrtán ára bekk) eru 22 krakkar.Tólf þeirra drekka, svo ég viti. Þetta er alls ekkert eins- dæmi. Ég skora á stjórnvöld að endur- skoða sifelldar hækkanir sinar á áfengum drykkjum. Fimmtán ára er heilan dag að vinna fyrir nösku Sprautubrúsaliðið kemur fljótlega eftir að búið er að mála og skráir á veggina hljómsveitanöfn, ástar- játningar, kynfæranöfn og sitthvað fleira. Athafnasamt sprautu- brúsalið í Breiðholti Ibdi f Breiðholti skrifar: Fyrir skömmu var fullfrágeng- in sundlaug tekin i notkun i Breið- holtinu. Þetta er fallegt mann- virki og við Breiöholtsbúar vor- um stoltir af þvi. Tæplega var liö- inn hálfur mánuöur frá þvi laugin var opnuö þegar búiö var að mála nafn vinsællar hijómsveitar á grindverk viö hana. Ibúðarblokkir fá sömu eða verri útreið. íbúar eru varla fyrr búnir að mála aö utan, en sprautubrúsaliöiö kemur og skrá- ir á veggina nöfn hljómsveita, ástarjátningar, kynfæranöfn og sitthvaö fleira. Þaö er sama hvað fólk gerir til aö fegra umhverfi sitt, sprautubrúsaliðið sér um að breyta þvi svo aö helst minnir á „gettó”. Þetta er vond árátta hjá unglingum. Þar með vil ég ekki segja að unglingarnir séu vondir. Ég held að þeir séu það ekki. En þeir eru oft og tiöum hugsunar- litlir og heimilin þurfa að hafa hönd i' bagga með að móta hugs- anagang þeirra. Þau þurfa að vera sér meövitandi um verð- mæta fagurs umhverfis. Fæst gera sérgrein fyrir þvi, nema það sé alið upp I þeirri. Þaö þarf hug- arfarsbreytingu á þessu sviði þannig að engum detti i hug að gera svona hluti. Það tókst á sinum tima að draga verulega úr skemmdum á strætisvögnum með hugarfars- breytingu. Þaö ætti lika aö vera hægt að ná árangri gegn sprautu- brúsaliöinu. Lögga ( Einn önugur hringdi: Það fer fátt meira i taugarnar á mér i umferðinni en launsátur lögreglunnar hér i Reykjavik við helstu umferðargötur. Þarna biða þeir eftir þvi að einhver öku- maður aki nú örlitið hraðar en leyfilegt er, svo að hægt sé að sýna honum sektarmiðann. Ég held, að þaö skiþti litlu máli, hvort menn aki á 60 eða 70 km Völundarhúsið Kópavogsbúar kunna ekkert í umferð ,,G-gIanni” hringdi: Alveg er það makalaust hvað þessir Kópavogsbúar setja sig á háan hest. Ég las einmitt fyrir stuttu bréf á þessari siöu frá ein- um slikum, þar sem hann er að gagnrýna ökumáta G-bila og þar virðist hann alhæfa, að allir bil- stjórar, sem aki á bílum með G- númeri séu ökuniðingar. Ég hélt bara að af öllum landsmönnum hefðu Kópavogsbúar minnsta ástæðu til að skamma aðra varð- andi umferðina. Þeir ættu nefni- lega að lita i eigin barm. Það eru þeir, sem skapa langmestu hætt- una i umferðinni. Kunnátta þeirra i umferðarmálum sést best á hinu frábærlega vel skipulagða gatnakerfi i Kópvogi. Ef slikur hlutur kallast ekki völundarhús hvað gerir það þá? Hafnfirðingar og aörir G-bilstjórar: þjörmum aðeins aö „yfsilonunum” og lát- um Kópavogsbúa vita að viö lát- um hart mæta hörðu. Mitterand vissi vel hver Kjartan er, en vissi engin deili á þessum Svavari, að þvi er Guðmundur telur. Kannaölst Mitterand ekki vlð natn Svavars Gestssonar? Hr. ritstj.: Eins og kunnugt er, hafa með- limir safnaðar Stalins sáluga hér- lendis verið næsta flóttalegir ásýndum, að þvi er utanrikismál verðar, allt frá þvi að Krúséff kom upp um glæpi hins fyrr- nefnda á sögufrægu flokksþingi austur i Gárðariki. Hérlendir kommar hafa raunar aldrei viðurkennt glæpina (öðru visi fórst hinum fáu nazistum hér á landi: þeir höfðu þegar fyrir strið snúið baki við Hitler). En þegar kommagreyin hér uppi á islandi hafa tjáð sig i seinni tið eítthvað i Ameriku-og Evrópulöndum, hafa þeir helzt látið i það skina, að þeir séu raunar kratar (???) Eitt hlægilegt dæmi þaraðlút- leynum hraða, umferðarmenningin er hvorki betri né verri. Ég held, að það sé miklu nær að lögreglan fylgist með þvi hvort menp séu nógu fljótir að taka við sér við umferðarljós, aki á hægri akrein, svo að umferðin gangi greiðlega o.s.frv. Ef menn gæta ekki að þessum atriðum, á lögreglan að stöðva þá og benda þeim á hvernig betur má fara. Þannig stuðlar hún að slysaminni um- ferð. andi var hið alkunna helgislepju- skeyti Svavars Gestssonar til Mitterands hins franska sem er jafnaðarmaður, eins og öllum heimier kunnugt — Má i þvi sam- bandi minna á þrennt: a) Mitterand forðaðist eins og heitan eld að minnast á marxisma i allri sinni löngu kosningabaráttu (og gerir enn). b) Mitterand hélt alþjóðatákni krata,rauðurósinni,mjögá lofti i kosningunum. c) Mitterand kom ekki til hugar, að hafa einn komma, hvað þá meira i hinni nýju rikisstjórn sinni i Frakklandi. Hann vissi sem var, að það yrði rothögg á stjórnina. Þvi má bæta hér við, að fróðir menn segja að Mitterand og hans menn hafi ekki kannazt við nafnið Svavar Gestsson er skeyti S.G. barst, og að mjög hafi verið rætt um að svara þvi alls ekki, og áttu þó formfastir menn þar i hlut. — Hins vegar mun Mitterand vel hafa kannazt við Kjartan Jó- hannsson og svarað skeyti hans um hæl, enda skeyti K.J. komið á undan skeyti Svavars. Rétt þykir að minna á framan- talin atriði, þótt ekki sé ég i hópi jafnaðarmanna. En sjálfsagt er ávallt að benda á staðreyndir, og hafa alltaf það sem sannara reynist. Virðingarfyllst, með þökk fyrir birtinguna, Guöm. Guðmundsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.