Vísir - 04.06.1981, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 4. júni 1981
VÍSIR
19
Kiwanisfélagar ásamt forseta tslands á kirkjutröppunum aö lokinni
guösþjónustu á Bessastööum. Lengst til vinstri er Halldór Júllusson,
formaöur feröanefndar, þá Tryggvi Þór Jónsson, forseti Eldborgar,
Guðmundur Rúnar Guömundsson meö dóttur sinni, Gunnar Magnús-
son og forseti tslands Vigdis Finnbogadóttir.
Hluti af hópnum viö veisluboröiö í Þórskaffi.
SUMIR HOFÐU ALDREI
KOMIÐ f VEITINGAHtíS
Vel heppnuö ferö með aldraöa í Hafnarfiröi
Kiwanisklúbburinn Eldborg i
Hafnarfiröi hefur á undanförnum
árum efnt til dagsferða fyrir
aldraöa borgara i bænum og var
hin árlega ferð nýlega farin. Að
þessu sinni var haldiö aö Bessa-
stööum, þar sem forseti tslands,
Vigdis Finnbogadóttir, tók á móti
hópnum og átti meö honum helgi-
stund í Bessastaöakirkju. Eftir aö
hafa svipast um á Bessastöðum
var fariö i skoöunarferð um
Álftanesiö og sföan var haldið i
Árbæjarsafn, sem var opnaö sér-
staklega fyrir hópinn. Feröin
endaði svo i Þórskaffi þar sem
boðið var upp á veitingar og
skemmtiatriöi.
Tryggvi Þór Jónsson, forseti
Eldborgar og Halldór Júliusson,
formaður ferðanefndar,sögöu i
samtali við Visi að full ástæða
væri til að koma á framfæri sér-
stöku þakklæti til allra sem stuðl-
uðu að þvi að feröin heppnaðist
svo vel sem raun bar vitni. Ætti
það ekki hvaö sist viö um Björg-
vin Árnason, forstjóra Þórskaffis
og starfsfólk hans, sem gaf vinnu
sina auk þess sem forráðamenn
Þórskaffis buðu veitingarnar
endurgjaldslaust. Ekki má heldur
gleyma skemmtikröftunum i
„Þórskabarett” og hljómsveit
hússins, sem skemmtu gestunum
við góðar undirtektir. Eins og
þeir Tryggvi og Halldór bentu á
er hér um einstakan rausnarskap
að ræða sem vert er aö þakka.
Þeir Tryggvi og Halldór voru
sammála um aö ferðin heföi
heppnast sérlega vel og gamla
fólkið verið ánægt og þakklátt
fyrir framtakið. Reyndar var það
svo, að sumir höfðu aldrei fyrr á
ævinni séð sumt af þvi sem fyrir
augu bar i feröinni. Til dæmis
höfðu nokkrir aldrei komiö á
Bessastaði, aörir höföu ekki séö
Arbæjarsafn og þó nokkrir höfðu
aldrei á komiö á veitingahús.
Meðfylgjandi myndir voru
teknar i hinni vel heppnuöu ferð
og gefa þær okkur smá-sýnishorn
af þvi sem fyrir augu bar.
Starfsfólk Þórskaffis framreiöir veislumatinn.
■
• •
m ■ i
Dýrkunin á hinum látna
rokkkóngi/ Elvis Presley/
kemur fram i ýmsum
myndum. Unga stúlkan á
meðfylgjandi mynd
hefur lagt a sig ferð alla
leið frá Frakklandi til
MemphiS/ að gröf
Presleys, með tveggja
mánaða gamalt barn sitt,
og par lét hun skyra barn-
ið i höf uðið a hinum látna
söngvara. Og hvað segir
faðirinn við þessu? —
Ekki neitt/ hann yfirgaf
móðurina áður en barnið
fæddist...
Dag-
legar
æfingar
Pað er ekki tekið út
með sældinni að vera í
hópi tekjuhæstu leikara
heimsins og daglegar æf-
ingar eru nauðsynlegar
til að halda linunum, —
jafnvel þótt maður sé
bara fimmtán ára
gamall Leikkonan
Brooke Shíelds leggur
hart að sér við æfingarn-
ar og hefur hun ráöið ser-
stakan þjálfara sem að-
stoðar hana i tvær
klukkustundir á dag. A
meðfylgjandi mynd sjá-
um við þau viö æf-
ingarnar...
Fransk-
ur Elvis