Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 2
fór fram i Valaskjálf og að loknum umræöum um alvarlegustu efni, slógu menn á léttari strengi eins og vera ber. Meöal annars iék ólafur Kristjánsson, formaöur Orkubús Vestfjaröa, af fingrum fram á pianó og þótti vel til takast. Ekki minnkaöi stemmningin þegar Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar sté á fjalirnar og söng nokkur létt lög viö undirleik ólafs. Söng hann meöai annars sildarsöngva frá Siglufiröi, sem mun vera fæöingabær hans, og fögnuöu gestir þá ákaf- lega. Loks lék Hafsteinn Daviösson rafveitustjóri á Patrcksfiröi nokkur lög á sög og höföu menn á orði, aö sannarlega heföi veriö gert vel viö tré- smíöina þessa kvöld- stund. Unúarleg relðmennska Þessi er ekki sist fyrir áhugafólk um hross, enda fenginn aö láni úr Eiö- faxa: Kunn hestakona i Kópavogi var nýlega i út- reiöatúr á mjög smáum hesti. Tvéir pollar stóöu viö götuna, sem hún átti leið um og þegar þeir komu auga á hana, hróp- aöi annar 1 blöskrunar- tón: „Nei, sjáöu kellinguna á folaldinu! Og svo lemur hún þaö meö veiöistöng”. Kralar rok- hneykslaðir Feröalag Ásmundar Stefánssonar forseta Al- þýöusambands islands til Ásmundur er farinn... Sovétrikjanna hefur vak- ið mikla athygli og sum- staöar jafnmikla hneykslun. Hann dvelur nú sem kunnugt er i boöi Alþýöusambands Sovét- rikjanna viö Svartahaf og mun siöar halda til Moskvu. Alþýöublaöið er alveg rokhneykslaö á þessari salibunu forset- ans og hefur meöal ann- ars fengiö nokkra verka- lýösleiötoga til aö „vitna” um ósómann. Karvel Pálmason er þannig leiddur upp aö altarinu og spurður hvort þaö sé „viöeigandi aö þiggja sumardvöl hjá gersk- um”. Og Karvel kveöur nei viö, niðurlútur af skömm þessari, og segir „kringumstæöur ekki geöslegar”. Þaö sé þvi ekki fýsilegt aö vera I miklu samstarfi viö sovéska sambandið. En þarna passar ágæt- lega aö segja bara „far- vel Karvel, þvi.... ...Karvel er nefnilega sjálfur á leið i vikuferð til Sovétrikjanna. Og hver skyldi bjóöa honum I reis- una. Enginn annar en sovéska Alþýðusamband- vtsm ...og svo fer Karvel... Farvel. Karvel manna elstír” Föstudagur 26. júni 1981 ðfundsverð Spiiað á sög og Sigurjón söng Það var hoppaö og hiaö og tralláö I lokahófi, sem haldið var eftir fund Sam- bands Islenskra rafveitna nú i vikunni. Fundurinn iö! Þessa ferö fer Karvel ásamt Guöríöi Eliasdótt- ur flokkssystur sinni og formanni Verkakvenna- félagsins Framtiöarinn- ar. Þar fyrir munu þau hitta syndarann sjálfan, Ásmund Stefánsson, og mynda ásamt honum eina sakiausa sendinefnd, sem á vafalaust aö efla tengsl- in. Já.gotter aö hafa tung- ur tvær... Frönskuát á Frðnl Framleiösla Svalbarös- eyringa á „frönskum kartöflum” hefur heldur betur fengið byr undir báöa vængi, ef marka má frásagnir blaöa. Eftir- spurnin hefur veriö rif- andi, svo fabrikka kaup- féiagsins hefur hvergi haft undan. Er i bigerö aö stækka hana verulega, svo hægt veröi aö fjór- falda afköstin. Akur- eyrarblaöiö Dagur segir frá litlu dæmi um frönskuæði landans og má það teljast meö ólikindum ef satt er. Blaöið segir sumsé, aö i siðustu viku hafi verið send sjö tonn til sölu i Reykjavik. Hafi þau selst hjá Grænmetisverslun landbúnaöarins á tiu minútum! Erfðir Og svo var þaö Hafn- firðingurinn sem kom til læknisins og sagöi áhyggjufullur: „Við hjónin getum ekki átt barn”. „Þaö sagði ég ykkur fyrir löngu”, sagöi læknirinn. „Já, en okkur var að detta i hug, hvort þaö gæti nokkuð gengiö i erföir”. - segir Atli, sem notar hverja frfstund til að blása f básúnu með Lúðrasvelt verkalýðslns Atli Magnússon, blaöamaöur, var fyrir nokkrum dögum ráöinn dagskrárfulltrúi hjá Rikisútvarp- inu. Eins og ávailt voru margir um hituna en Atli var valinn enda vel kunnugur fjöimiðlun eftir átta ára blaöamennskuferil og einnig haföi hann starfaö nokkuð fyrir útvarpiö. Atli er i viötali dagsins. „Þetta kom mér ákaflega þægi- lega á óvart þvi ég átti alls ekki von á að verða valinn úr hinum stóra hópi, sem um starfið sótti. Þar á meðal voru nefnilega margir mjög hæfir umsækjendur. Ég hlakka að sjálfsögðu mjög til að spreyta mig i dagskrárfull- trúastarfinu. Ég held að það felist aöallega i þvi að vera dagskrár- stjórunum til aðstoðar en að sjálf- sögðu mun ég reyna að koma ýmsu til leiðar eftir þvi sem ég hef vit og getu til.” Eh kemur þú til meö að sakna blaðamennskunnar? „Já, alveg örugglega að vissu leyti. Maður hefur kynnst mörgu góöu fólki i þvi starfi og ég hef kunnað þar vel við mig. En hið nýja starf er mjög freistandi og það veröur gaman að takast á við ný verkefni.” Atli er fæddur á Súðavik við Isafjarðardjúp lýðveldisárið 1944 og er þvi 36 ára gamall.A mölina flutti hann 1952 og hefur siðan bú- ið i Reykjavik. Hann lauk stúdentsprófi úr MR 1965 og hóf siðan nám i læknisfræði. „Ég var þar i nokkur ár en námið var strembið og ég sprakk að lokum á limminu eins og margir aðrir góðir menn hafa gert.” Atli hóf þá störf hjá Hafrann- sóknarstofnuninni en fyrir átta árum hóf hann blaðamennsku- feril sinn. Hann hefur starfað á Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum og nú siðast við Timann. Atli á einn son, Grim, sem mun skíröur i höfuðið á langafa sinum frá Súðavik, útgerðarmanni, þeim hinum sama og Hannibal hóf baráttuna gegn hér i eina tið. Utan vinnutima á tónlistin allan hug Atla og til að mynda hefur hann leikiö i lúðrasveitum i 26 ár. Nú blæs hann i básúnu meö Lúörasveit verkalýðsins. „Ég hætti varla að blása úr þessu þvi aö mér segja fróðir menn að blásarar verði allra manna elstir enda finn ég það vel Atli Magnússon sjálfur að við blásturinn hressist maður og eflist allur. Ég held að mig hafi aldrei vantað i skrúð- gönguna á sautjándanum siðan ég byrjaði.” Þá kvaðst Atli vera mikill óperuunnandi og kvaðst vænta þessaöútvarpshlustendur myndu fagna þvi að hann færi á dag- skrárdeildina en ekki á tónlistar- deildina. Sem fyrr segir hefur Atli nokk- uö unnið fyrir útvarpið, og m.a. þýtt nokkrar útvarpssögur. Hann hefur lesið fjórar slikar á öldum ljósvakans og einmitt núna er hann að ljúka við þýðingu á sögu Scott Fitzgerald „Tender is the night”, sem liklega verður lesin i útvarpið á komandi vetri. „Eigum viö ekki bara að hafa lokaorðin þau að ég vona að ráðn- ing min verði stofnuninni og hlustendum heldur til blessunar fremur en hitt,” sagði Atli Magnússon. —TT. mannesKja Bekkurinn hafði fengið það heimaverkefni að skrifa stíl. Átti hann að bera yfirskrift i n a „öfundsverð mann- eskja”. Daginn eftir af- henti Sigga litla stil, sem fjallaði um fööur hennar. Samkvæmt lýsingunni var hann fyrirmyndar- maöur, skemmtilegur svo af bar, myndarlegur, af- skaplega fyndinn.vel gef- inn, laghentur og full- kominn á allan hátt. „Mikið hlýtur þú að eiga góðan pabba”, sagði kennarinn viö Siggu. „Já, hann er alveg ágætur”, svaraöi Sigga I einlægni, „og svo skrifar hann svo ágæta stila...”. • Óiafur Kristjánsson lék lauflétt lög ...og Guörfður lika. Jóhanna S. Sigþórsdóttir skrifar: Jón Arngrimsson, 56 ára : „Af þvi að þær eru fleiri”. Magnús Magnússon, atvinnulaus eins og er: „Þær eru fleiri” Rannveig Helgadóttir, húshjálp: • „Þær borða nákvæmlega jafn- mikið.” Karl Sigmundsson, götusópari: „Það hef ég aldrei heyrt áður, ég helt að þær ætu allar jafnmikið.” Linda fsleifsdóttir, hálf húsmóð- ir, hálf skrifstofustúlka: „Gera þær það? Þetta vissi ég ekki og er samt úr sveit”. Hvers vegna eta hvitar kindur meira gras en svartar? (Svar: af þvi að þær eru fleiri!) SDlaílað við Áiia Magnússon. nýráðinn dagskrárfulltrúa hjð utvarpinu: „Blásarar verða allra

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.