Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 15

Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 15
VISIR Föstudagur 26. júni 1981 rjSLENDÍ'NGAR ! LÆGIR VINIR - segir Susan Andrau, umboösmaöur Flugleiöa I Guatemala Land hins eilifa vors Skyldu Guatemalabúar vita jafn litiö um island eins og vi( vitum litiö um þeirra land? S< svo er ekki ólíklegt að þaö eig eftir aö breytast. Og sú sem ætl ar sér þaö mikla verk er um boðsmaður Flugleiða þar suöui frá, Susan Andrau. Susan var upphafi umboösmaöur Loftleiöi og Air Bahama en eftir samein ingu fiugfélaganna hér heimi geröist hún forsvarsmaöui Flugleiöa og nú stendur jafnve til aö gera hana aö konsúl ts lands I Guatemala. Susan Andrau kom i sina aðra Islandsheimsókn fyrir nokkrt en gerði stutt stopp. Visir náö tali af henni á meðan hún dvald ist hér og spurði eðlilega fyrsl hvað hún gæti sagt okkui Islendingum um heimaland sitt „Við köllum landið okkar gjarnan „The land of the eternal spring” (land hins eilifa vors) þvi þar er enginn vetur, aðeins sumar- og regntimi. Þótt landið sé fremur litið búa þar sex og hálf milljón manns, þar af þriðj- ungur i höfuðborginni Guate- mala City. Að sjálfsögðu er landið ákaflega fagurt enda er ferðamannaiðnaður einn helsti atvinnuvegurinn og við eigum virk eldfjöll alveg eins og þið” sagði Susan. Þegar starfsfólk Flugleiða og Arnarflugs dvaldi i Guatemala árin 1978 og 1979 og starfaði á vegum flugfélags landsmanna, Susan Andrau umboðsmaöur Flugleiöa I Miö-Ameríkurikinu Guatemala. ,,t Guatemala eru virk eldfjöll alveg eins og á íslandi”. (Visism. ÞóG.) Aviateca, var Susan Andrau bjargvættur hópsins. íslending- ar leituðu til hennar á nóttu sem degi og alltaf var hún boðin og búin að veita aðstoð sina, henni tókst m.a.s. að útvega islensku flugvirkjunum varahluti i flug- vélarnar. Kynnir ísland i skólum landsins „Það var stór skemmtilegt að fá tækifæri til þess að hjálpa is- lendingunum og ekki siður að fá tækifæri til að kynnast þeim. is- lendingar eru einlægir vinir þegar maður kynnist þeim, aö þvi hef ég komist.” En hvert skyldi starf Susan vera? „Ég er i fullu starfi sem um- boðsmaður Flugleiða i Guate- mala. Ég sel reyndar minnst ferðir alla leið hingað heldur er ég mest i að selja ferðir til New York og Evrópu fyrir Flugleiðir og Air Bahama. Þá sé ég um að dreifa kynningabæklingum Flugleiða og jafnvel að kynna Island i skólum landsins. Og hvernig gengur? Millistéttin áhuga á ferðalögum „Einmitt núna er ekki mikil sala og kemur það bæði til af minnkandi eftirspurn eftir ferðalögum almennt og einnig harðri samkeppni við önnur flugfélög, sem t.d. fljúga frá Miami til Evrópu. En þegar ég kem heim er ég ákveðin i að fara af staö með auglýsingaher- ferð og kynna ferðir Flugleiða sem „öðruvisi” ferðir yfir til Evrópu. Er Guatemala ekki fátækt land þar sem örfáir hafa efni á að leyfa sér ferðalög til út- landa? „I þessu sambandi vil ég benda á að þar er hlutf^llslega mjög stór millistétt, sem sifellt fer stækkandi. Og hvernig skyldi Island koma henni fyrir sjónir? „Þetta er stórkostlegt land og þvi miður get ég ekki stoppað nema i sólarhring. En ég vildi endilega koma hér við með dæt- ur minar og sýna þeim landið. Við ætlum einmitt að skreppa á Þingvöll á eftir,” sagði Susan Andrau umboðsmaður Flug- leiöa i Guatemala. „Til láns að ekkl er mikll pölitík í bæjarstjórn” Rætl við Ásgeir Ásgeirsson, bæjargjaldkera og bæjarlulltrúa minnihlutans í ólafstirði ,,Ég hef ekkert undan Ólafsfirðingum að kvarta, þeir eru skilvisir með gjöldin sin i betra lagi, þvi innheimtu- prósentan hefur verið i hærra lagi undanfarin ár”, sagði bæjargjald- kerinn i Ólafsfirði, Ás- geir Asgeirsson, þegar Visir ieit við hjá honum á dögunum. Ásgeir hef- ur verið bæjargjaldkeri siðan 1968. Áður hafði hann verið fram- kvæmdastjóri Hrað- frystihúss ólafsfjarðar, sem ólafsfjarðarbær á aðild að. Ásgeir var spurður, hvort inn- heimtan hafi farið batn- andi? „Já, eftir þvi sem atvinnan hef- ur orðið stöðugri hjá fólkinu, þá hefur innheimtan gengið betur. Hér áður fyrr var viðloðandi at- vinnuleysi hér frá þvi i enduðum nóvember fram i febrúar. Nú kallast gott að fá stutt fri yfir blá jólin. Þarna skipta togararnir mestu, en vaxandi dekkbátaút- gerð hefur einnig haft sin áhrif. Tekjurnar hafa aukist hjá fólkinu og um leið tekjur bæjarfélagsins, jafnframt þvi sem þær skila sér betur i kassann”, sagði Ásgeir. — Er kassinn þá úttroðinn? „Nei, siður en svo, satt að segja hefur f járhagsstaðan heldur versnað seinni árin. Kröfurnar um samfélagslega þjónustu hafa stóraukist hér sem annarsstaðar. Mér finnst verst hvaö þessir föstu útgjaldapóstar eru orðnir fastir i sessi. Fyrir vikið er sifellt minna og minna úr að moöa til verklegra framkvæmda. Þar að auki fer veröbólgan illa með alla bæjar- sjóði. Þaðer lagt á tekjur ársins á undan, þannig að verðbólgan er búin að gera minna úr peningun- um, þegar þeir loks skila sér i kassann”. — Ásgeir ereinnig bæjarfulltrúi i Ólafsfirði, en ekki á vegum vinstri meirihlutans, heldur fyrir Sjálfstæðisflokkinn, sem verið hefur i minnihluta undanfarin tvö kjörtimabil, eftir áratuga völd. Við spurðum Asgeir hvort þetta væri ekki erfiö staða, að vera i minnihlutanum, en hafa að at- vinnu aö framkvæma samþykktir meirihlutans? „Þetta er staða, sem ég vil helstekki vera i, en hef þvælst inn i aftur. t siðustu bæjarstjórnar- kosningum féllst ég á að taka 4. sæti á lista Sjálfstæöisflokksins. Þar með taldi ég tryggt, að færi ég inn I bæjarstjórn, þá væri Sjálfstæðisflokkurinn þar meö kominn með meirihluta. Það gekk nú ekki og vegna brottflutn- ings og breyttra aðstæðna þeirra sem voru fyrir ofan mig á listan- „Ég hef ekkert undan ólafsfiröingum aö kvarta geirsson, bæjargjaldkeri i ólafsfiröi. segir Ásgeir Ás- um, þá hef ég verið aðalmaður i bæjarstjórn. Til láns er ekki mikil pólitik i bæjarstjórninni. Þar vinna allir með jákvæðu hugarfari að mál- efnum bæjarins, þó einstaka sinn- um greini menn á um leiöir. En það getur verið erfitt aö vera i minnihluta, ég gæti jafnvel lent i þeirri aðstöðu að gagnrýna eigin störf. En þetta hefur sloppið og fyrir vikiö þyki ég ef til vill linur bæjarfulltrúi”, sagöi Asgeir og kimdi viö. G.S./Akureyri

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.