Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 19
Föstudagur 26. júni 1981 19 visnt Nunnan kennir þeim að vinna I fjárhættuspili Systir Madeleine Rose, sem er miöaldra nunna, stundar heldur óvenjulegt tómstundagaman, — hún kennir fólki kúnstina viö aö vinna i fjárhættuspili. Madeleine er stærðfræðisnill- ingur, eins og allir sem stunda fjárhættuspil á visindalegan hátt og hún hefur komið sér upp kerfi sem nota má til að reikna út vinn- ingsleikur i fjárhættuspili og sem sannkristin manneskja miðlar hún öðrum af þekkingu sinni. —,, Það er engin synd að spila i fjárhættuspili”. — segir Madeleine. — „Lifið er hvort eð er eitt happdrætti þar sem menn eru sifellt að leggja undir”, — segir þessi góðlega kona, sem fyrir þremur árum hóf kennslu i listinni.,,Ég ákvað að nýta stærð- fræðihæfileika mina i eitthvað sem kemur fólki að gagni og fjár- hættuspil varð ofan á” — segir hún. Og sannleikurinn er reyndar sá, að margir hafa borið þvi vitni að reikningskúnstir nunnunnar hafi komið að gagni við að hafa fé út úr spilavitunum. -r Slapp ¥ með ' skrekkinn Paul Newman er mikill á- hugamaður um kappakstur og ekur gjarnan sjálfur þegar svo ber undir. Nýlega tók hann þátt í keppni á Lime Rock kappakstursbrautinni i Conn- ecticut og munaði minnstu að hann dræpi sig i þeirri keppni. Paul missti bilinn út af braut- inni on slapp með skrekkinn og er meðfylgjandi mynd i tekin nokkrum mínútum k efíir atburðinn, þar BL sem leikarinn prisar sig sælan... ..Fjárhættuspil er engin synd”, — segir systir Madeleine sem hér fer yfir stæröfræðiformúlu meö neinendum sinum. Sannköllud völundarsmíð Einn af gestum skoöar stól úr setustofunni, en á myndinni má sjá herbergjaskipan i Hvita húsinu. Hönnuöurinn, John Zwifel notar flisatöng til aö kveikja á sjónvörp- um á skrifstofu forsetans, —og þau virka iraun og veru. Rúmlega 20 milljónir Banda- rikjamanna hafa i forundran lagt ieiö sina til aö skoöa meist- araverk eftirlikinganna, — smækkaö módel af Hvita húsinu i Washington, sem er i smá- atriöum nákvæmlega eins og fyrirmyndin. Hönnuður þessa meistara- verks, sem er 20 fet að lengd, er John Zweifel, búsettur í Orlando á Flórida, en hann hefur að undanförnu ferðast um Banda- rikin með húsið og haldið á þvi sýningar. Það tók hann 20 ár að hanna húsið og það hefur kostað hann rúmlega 400 þúsund dollara, en Zweifel sér hvorki eftir pening,- unum né timanum sem i þetta hefurfarið. Eftirlikingin er svo nákvæm, að jafnvél sjónvarps- tækin á skrifstofu forsetans eru raunveruleg þótt þau séu svo lit- il aö kveikja verður á þeim með flisatöng. Ef meðfylgjandi myndir prentast sæmilega má sjá hvilikt furðuverk þessi völ- undarsmið Zweifels er. Hér er veriö aö setja einn af vöröunum á sinn staö I „Austur-saln- um”. Nota þarf flisatöng til aö taka upp simtóliö á skrifstofu forsetans. . Séð inn I matsaiinn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.