Vísir - 26.06.1981, Síða 18

Vísir - 26.06.1981, Síða 18
18 vtsm Föstudagur 26. júní 1981 mrmnlif Alein m °S \ yfirgefin 1 Billjónaerfinginn Christina 1 Onassis er nú á lausum kili enn 1 á ný og er sögö þjást af þung- ' lyndi vegna einmanaleika. Hún hefur aö undanförnu stundaö diskótekið Club 78 i París og kemur þar yfirleitt á miðnætti, ein síns liös, og dansar fram i dögun. Aö sögn er hún látin afskiptalaus á staðnum og fáir viröast taka eftir henni. Eru vinir i hennar sagöir hafa A vaxandi áhyggiur vegna jJp þessa háttalags Christinu... > Hart barist um Presley-audinn Daglega streyma milljónir i sjóði rokkkóngsins Elvis Presleys þótt tæp f jögur ár séu nú liðin frá láti hans. En eins og oft þegar miklir fjármundir eru annas vegar, hefur Presley-auðurinn orðið rót mik- illa deilna og illinda og eigast þar við fjölskylda Elvis annars vegar og umboðsma ður hans fýrrver- andi, Tom Parker „höfuðsmaður” hins vegar. Lisa Marie, 13 ára dóttir rokk- kóngsins, er einkaerfingi hans samkvæmt erfðaskrá, en sam- kvæmt gömlum samningi hefur Tom Parker fengið 50% af allri innkomu vegna sölu á hljómplöt- um og kvikmyndum Presieys og hefur „höfuðsmaðurinn” haldið þeim hlut eftir dauða söngvarans. Þetta finnst fjölskyldu Elvis ó- sanngjarnt og hafa ættingjar hans nú höfðað mál til að rétta hlut dótturinnar Lisu Mariu. Málið snýst um milljónir doll-' ara og eru ættingjarnir mjög reiðir i garð „höfuðsmannsins”. — „Það er ekkert réttlæti i þessu. Hann er að stela peningum frá Lisu litlu. Hann hefur alla tið ver- ið svona og eftir að Elvis dó hefur komið enn berlegar i ljós hversu gráðugur hann er”, — segir einn frændinn, Harold Lloyd. Lögfræðingurinn Lisu Mariu, Blandhard Tual, tekur i sama streng og segir að siöustu 10 árin sem Elvis lifði hafi Parker tekið helming af öllum tekjum sem streymdu inn i nafni Presleys, og hafi sá hlutur verið allt of hár þar Elvis Presley, — skildi eftir sig deilur um allar milljónirnar. Lisa Marie fær ekki það sem henni ber, segir lögfræóingur hennar. sem umboðsmenn taki venjulega um 25% af tekjunum. Tual segir ennfremur, að siðan Elvis dó hafi Parker hirt um 6.4 milljónir doll- ara sem með réttu eigi að ganga til Lisu. Þá hefur Tual tekið það fram i ákærunni, sem nú liggur fyrir rétti, að Parker hafi með brögðum komið þvi svo fyrir að hann fær nú rúmlega helming af þeim tekjum sem inn koma fyrir minjagripi um Elvis auk þess sem hann fær um 250 þúsund doll- ara vegna kvikmyndar Warner Brothers um Elvis á meðan erf- ingjar hans fá aðeins 200 þúsund dollara. 1 ákærunni segir m .a.: „Á þeim 22 árum sem samvinna þeirra Elvis og Parker varði, hafði Parker töglin og hagldirnar i fjármálaviðskiptum þeirra þvi Eivis var fremur bláeygur i fjár- málum, feiminn og óöruggur, en Parker hins vegar útsmoginn braskari, sem miskunnarlaust notfærði sér Elvis og gerði sér hann að féþúfu á óheiðarlegan hátt”. Umsjdn: Sveinn Guðjónsson Prins Póló kominn í land Þegar Ijósmyndari Visis, Þórir Guðmundsson var staddur niðri á Granda einn daginn nú í vikunni varð hann var viö að snaggaralegur sjóari vippaöi sér frá borði með miklum tilþrifum. Viö nánari eftirgrennsl- an kom í Ijós, að hér var kominn Steingrímur Ragnar Gestsson, sem meðal kunningja gengur undir nafninu „ Prins Póló" og var hann að kveðja skipið að sinni þar sem hann hyggst eyða sumrinu á ferð með Sumar- gleðinni, en hún hefst einmitt í Stapa i kvöld. (Vísismynd: ÞG) Tom Parker „höfuösmaður” hirðir um helming af öllum tekj- um sem inn koma i nafni Elvis. Frændinn Vester Presley segir að „höfuösmaöurinn sé „gróðasjúk- ur”. Lögfræðingurinn Blandhard Tual telur Parker vera óheiðarlegan fjárglæframann. Frændinn Harold Loyd segir að Parker steli frá Lisu litlu.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.