Vísir - 26.06.1981, Síða 5
Föstudagur 26. júní 1981
vísm
Ferslunin
/VI4R
D
Varahluta- og
viðgerðaþjónusta
Suðurlandsbraut 30 — Simi 35320
Aldurs: 3-6 ára
Dekk: 12 1/2"
Litir: Rautt og blátt
fótbremsa, hjálpar-
dekk,
bögglaberi, bjalla
pumpa og verkfæra-
taska
Aldurs: 6-12 ára
Dekk: 16"
Litir: Rautt og blátt
fótbremsa, standari
bögglaberi, bjalla
pumpa.
Huang Hua, utanrlkisráðherra
Kinverja, er þessa dagana i
heimsókn i Indlandi tii að rcyna
að koma á sættum milli landanna,
en sambúðin hefur verið heldur
stirð undanfarið.
Huang mun ræða við ráðamenn
Indlands i ferðinni, en þetta er
fyrsta heimsókn kinversks em-
bættismanns til Indlands siðan
þjóðirnar háðu landamærastrið'ið
’62.
Huang, utanrikisráðherra Kina,
er I heimsókn i Indlandi.
_m _k
vm
barnatvíhjól
Breska rikisstjórnin hefur til-
kynnt, að herskipum i breska
flotanum verði fækkað um niu.
Þá verði og fækkað I sjóhernum
um tiu þúsund manns. Þess i
stað verði veitt aukin fjárlög til
flughersins og kafbátaflotans.
Skip breska flotans hafa verið
59 að tölu, en verða nú 50. Auk
þessa er og áætlaður niður-
skurður I landhernum, og er á-
ætlað að 1987 verði fækkað um
sjö þúsund manns þar.
Við þessum samdrætti i sjó-
her og landher hafði verið búist
lengi og i raun varð hann minni
en menn höfðu átt von á.
Meginástæða niðurslcurðar-
ins í sjóhernum eru kaup Breta
á nýjum, bandariákum Trident-
eldflaugum. Eiga þær að koma i
stað Polaris-eldflauganna, sem
Bretar eiga, en þær munu
komnar nokkuð til ára sinna.
Breytingar þessar hafa valdið
miklu pólitisku fjaðrafoki i
Bretlandi að undanförnu, ækki
sist i þinginu. En haft hefur
verið eftir Johan Nott, varnar-
málaráðherra að meiri vörn væri
i einum Trident-kafbáti en
nokkru öðru hernaðartæki og á
timum, þegar kjarnorkuvopn
verða ekki umflúin. Væri hér
um að ræða öruggustu leiðina
fyrir Breta til að verja sjálfa sig
og heimsfriðinn.
John Nott hefur að undan-
förnu verið i Washington,
Briissel og Bonn til að kynna
þessar hugmyndir, sem koma
fyrir Neðri deild breska þings-
ins i dag. Brelar hyggjast nú endurnýja kjarnorkuvopn sin.
- talið hafa úrslilaDvðingu lyrir
kosningar á hriðiudag
Simon Peres, leiðtogi stjórnar-
anstöðu verkamannaflokksins I
israel, og Radin, sættust heilum
Huang I
indlandi
sáttum I gærkvöldi. Er taliö, að
þetta geti haft úrslitaþýðingu fynir
kosningarnar á þriðjudag.
Talið er að Radin sé einhver
vinsælasti maður innan verka-
mannaflokksins i dag, en hann er
þar i fremstu viglinu.
Radin lýsti þvi yfir, að ynni
verkamannaflokkurinn sigur á
þriðjudag, myndi hann gefa kost
á sér i embætti varnarmálaráð-
herra. Er talið, að þessi yfirlýsing
verði eitt helsta tromp flokksins i
kosningunum.
Peres, leiðtogi stjórnarandstöðu
israelska verkamannaflokksins.
Jarð-
skjálfta-
hrlna á
grísku
eyjunum
Jarðskjálftahrina mikil geröi!
I vart við sig á grisku eyjunum 11
I g*r- I
Það var eyjan Zakinthos, sem :
| verst varð úti, en þar mældust I
ihvorki meira né minna en 60 |
' skjálftar. Mikill ótti greip um j
| sig á eynni, en tjón varð ekki |
. mikið.
Um 16 skjálftanna mældust *
| milli 4 og 5,5 stig á Richter-1
^kvaröa, .en hinir voru vægari. j
Bretar endurnýja
kjarnorkuvopn sín
- veigamiklar breytingar (öreska hernum
reres og Radin sætt-
ast hellum sáttum
Lech Walesa var viðstaddur hátlðahöldin I Radom i gær.
Pðlverjar
minnast
upppotanna
I Radom
Um fimmtán þúsund manns,
þar á meðal Lech Walesa, minnt-
ust I gær þess I borginni Radom,
að fimm ár eru liðin siðan mikil
uppþot og óeirðir geisuðu þar og
viðar I Póllandi I kjölfar mikilla
verðhækkana á matvælum.
Borgin var i hátiðabúningi og
hvert sem litið var blöstu við
rauðir og hvitir fánar og myndir,
sem táknrænar voru fyrir atburð-
ina. Þykir athöfnin vera til marks
um þær breytingar, sem orðið
hafa i Póllandi á siðastliðnu ári
eða frá þvi verkföllin i Gdansk
hófust i ágúst i fyrra.
Um helgina verður svo minnst
þeirra, sem létust i blóððugum ó-
eirðum I Poznan 1956.
A fundi i Paris i gær komu full-
trúar vestrænna lánastofnana sér
saman um, hvernig þeim skulda-
greiðslum Pólverja, sem eiga
eindaga á þessu ári, skuli háttað.
Ekki hefur verið gefin út opinber
yfirlýsing um niðurstöðu fundar-
ins, en búist er við, að Pólverjar
fái greiðslufrest og þá til ára-
móta.
Tðkst ah flýja frá
mannrænlngjum
Tuttugu og fimm ára gamalli
stúlku, dóttur vellriks kvik-
myndaframleiðanda, var rænt i
Los Angeles á þriðjudag, en henni
tókst aö flýja i gær.
Það var á þriðjudag, að stúlkan,
Deborah Simon, dóttur Mel Sim-
on, var á leið upp heimtröðina að
heimili sinu, er vopnaður maðui
kom að henni og skipaði henni að
stiga upp i bil, sem þar var
skammt frá. Þá var farið með
hana i hús i útjaðri borgarinnar,
þarsem hún varbundið og kefluð.
Sama dag fann faðir hennar i
póstkassanum hjá sér bréf, þar
sem farið var fram á lausnar-
gjald.
Þar sem mannræninginn var
aðeins einn, tókst Deborah að losa
sig og flýja, á meðan hann var úti
að sækja vistir.
Mannræninginn náðist skömmu
siöar. Hann er Spánverji og einn
af góðkunningjum lögreglunnar.