Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 26.06.1981, Blaðsíða 27
Föstudagur 26. júnf 1981 Auglýsing Um aðalskoðun bifreiða i lögsagnarumdæmi Reykjavíkur í júlimánuði 1981 Miðvikudagur 1. júlí R-39501 til R-39800 Fimmtudagur 2. júlí R-39801 til R-40100 Föstudagur 3. júlí R-40101 til R-40400 Mánudagur 6. juli R-40401 til R-40700 Þriðjudagur 7. júlí R-40701 til R-41000 Miðvikudagur 8. júlí R-41001 til R-41300 Fimmtudagur 9. júlí R-41301 til R-41600 Föstudagur 10. júlí R-41601 til R-41900 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþegum, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann iátinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Aðalskoðun bifreiða mun ekki fara fram á timabilinu frá 13. júli til 7. ágúst n.k. Lögreglustjórinn i Reykjavik 24. júni 1981 Sigurjón Sigurðsson. vtsm á leið um landið Nœstu sýningarstaðir: í dag 26. júní Akureyri kl. 16-19 SUZUKI sá spameytnasti Sveinn Egi/sson hf. Skeifan 17. Sími 85100 SUZUKI Á morgun 27. júni Dalvík kl. 11-12 Ólafsfjörður kl. 13-14 Siglufirði kl. 16-18 Hofsósi kl. 20-21 Blessuð sértu sveitin mín Litlar likur eru á að erlendum ferðamönnuin, sem sækja ts- land heim, muni fjölga á þessu ári. Ferðamálafrömuðir telja sig góða ef tekst að ná jafn mörgum túristum og i fyrra, eða 65 þúsund. Röng gengis- skráning er talin ein höföuð- orsök þess að ekki bólar á þeirri aukningu sem búist hafði verið við. Hingað til hafa frystihúsa- menn einkum barmaö sér vegna rangrar gengisskráningar, en nú kemur i ljós aö þessi fölsun á gengi snertir fleiri en þá sem hafa atvinnu af dauðum þorsk- um. Gengi krónunnar var sett á fast um áramót, en sfðan var lit- ilsháttar gengisaðlögun fram- kvæmd fyrir fáum vikum. Að öðru leyti hefur krónan fylgt dollar, en hann hefur styrkst til muna á alþjóðlegum peninga- mörkuðum síðustu misserin. Þar með hefur islenska krónan hækkað jafnhliða gagnvart öðr- um gjaldmiðlum og ókunnugir freistast til að álita að krónan okkar sé einhver alvörugjald- miðill. Annars er það út i hött að ætla aö kenna gengisfölsun alfarið um þann samdrátt sem hefur átt sér stað i komum erlendra ferðamanna undanfarin ár. Þar kemur fleira til. Þyngst á met- unum vegur sú staðreynd, að is- lenskir stjórnmálamenn hafa ekki gert sér nokkra grein fyrir þýðingu ferðaþjónustu fyrir land og þjóð. Engar áætianir eru til um eflingu þessa at- vinnuvegar. Engar skipulagöar aðgerðir eru hafðar uppi til að iaða fleiri ferðamenn tii lands- ins. Svo litlu fé er veitt til land- kynningar á erlendum vett- vangi að það tekur þvi ekki aö minnast á það. Ferðamálaráði er haldið í fjárhagslegu svelti meö þeim afleiðingum aö það getur engan veginn sinnt hlut- verki sinu. tslenskir pólitikusar hugsa enn i tonnum af þorski og kjöti þegar gjaldeyrisöflun ber á góma. En það er fleira matur en feitt kjöt. Erlendir túristar eru þegar drjúg tekjulind og veita fjölda manns atvinnu. Fram hjá mikilvægi þessarar atvinnu- greinar kjósa islenskir stjórn- málamenn að Hta. Senniiega gera þeir sér ekki enn grein fyr- ir þvi hve mörg atkvæði hafa sitt lifibrauð af þjónustu viö ferðamenn á einn eða annan hátt. Ahugi ráðamanna á hing- aðkomum útlendinga nær ekki út fyrir þá hópa boðsgesta sem hingað koma árlega á kostnaö rikisins. Alþjóðlegar spár sýna svo ekki veröur um villst, að á næstu árum verður stórfelld aukning á feröaiögum fólks millilanda. Á meöan við sitjum við fossa og vötn og biöum þess að túristunum þóknist að sýna sig, vinna aðrar þjóðir hratt og markvisst að þvi að laða til sina ferðamenn og létta pyngju þeirra. Við sitjum meö hendur i skauti og kyrjum Biessuð sértu sveitin mín, en hætt er við að sá söngur nái ekki út fyrir land- steinana. En þaö er auðvitað stefna út af fyrir sig, að hamla gegn þvi að bölvaðir útlending- arnir vaði hér yfir allt á skltug- um skónum. Skilningsleysi ráðamanna á ferðaþjónustu er ekki bara bundin við erlenda ferðamenn. Ekki er heldur fyrir aö fara áhuga á þvi að landsmenn geti ferðast um eigið land meö skap- legum hætti. Þar nægir að nefna benslnokriö sem er orðið slikt, að arabiskir ollufurstar roðna af skömm þegar þeim er sagt hve islenskir ráðherrar eru þeim miklu fremri i að verðleggja oli- una. Þeir sem taka að sér al- inenningsflutninga eru skatt- lagðir upp úr öllu valdi og þeir sem vilja byggja hótel eða bæta, verða að greiða beint til rikisins stóran hluta af heildarkostnaði i formi skatta og tolla af efni og áhöldum. Mikið hljótum við að vera rikir, fyrst við höfum efni á að afþakka þær tekjur sem feröaþjónusta getur fært okkur. Svarthöfði.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.