Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 1

Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 1
STOFNAÐ 1913 95. TBL. 92. ÁRG. MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Tepokar og gömul hús Þórdís Þórðardóttir fer ekki troðnar slóðir | Daglegt líf Fasteignir og Íþróttir í dag ÁVÖXTUNARKRAFA húsbréfa er óvenju lág og hefur myndast um 3–7% yfirverð á bréfum, mismikið eftir flokkum. Ávöxtunar- krafa í 40 ára húsbréfaflokknum (01/02), sem er algengastur, var 4,23% á föstudag sem þýðir um 7% yfirverð á bréfunum. Ástæðan fyrir lækkuninni nú er að mati sérfræðings Landsbankans aukinn áhugi erlendra fjár- festa á húsbréfum. Yfirverð myndast þegar ávöxtunarkrafan fer undir 4,75% en hækki krafan umfram það myndast afföll. Með yfirverði er átt við að meira fáist fyrir bréfin en kaupverð segir til um. Þetta þýðir að t.d. hámarks húsbréfa- lán upp á 9,2 milljónir, er nú um 9,83 m.kr. virði og íbúðakaupandi/seljandi hagnast um 630 þúsund krónur vegna yfirverðsins. Í fasteignaviðskiptum er það oft samningsatr- iði milli kaupanda og seljanda hvor nýtur góðs af yfirverðinu, líkt og þegar afföll eru. Í alþjóðlega uppgjörsmiðstöð Ástæðan fyrir lækkuninni nú er að mati Hreiðars Bjarnasonar, sérfræðings hjá verðbréfasviði Landsbankans, að rafræn hús- og húsnæðisbréf Íbúðalánasjóðs verða nú skráð í hinni alþjóðlegu uppgjörsmiðstöð Clearstream frá og með 5. apríl, en hún auð- veldar erlendum fjárfestum að fjárfesta í húsbréfum. Erfitt er að spá fyrir um hvort ávöxtunarkrafan haldi áfram að lækka, að sögn Hreiðars. „Það er erfitt að segja hvað verður, en eins og kunnugt er verður hús- bréfakerfið lagt niður 1. júlí nk.“ 630 þúsund krónur í hagnað af hámarksláni 7% umfram kaupverðið fyrir 40 ára bréf  Auk- inn áhugi erlendra fjárfesta á húsbréfum MJÖG ungum börnum sem horfa á sjónvarp er hættara við að þjást af athyglisbresti þegar þau komast á skólaaldur. Kemur þetta fram í niðurstöðum nýrrar, bandarískrar rannsóknar, er benda til að sjónvarpið kunni að örva heila barnanna of mikið og hafa óafturkræf áhrif á þroska hans. Til- raunin var gerð á tveim hópum barna, eins og þriggja ára, og sam- kvæmt niðurstöðunum leiddi hver klukkustund sem þau horfðu á sjón- varp til 10% aukinnar hættu á at- hyglisbresti er þau voru orðin sjö ára. Þessar niðurstöður eru í samræmi við útkomu fyrri rannsókna, er hafa sýnt, að sjónvarpsáhorf getur dregið úr einbeitingarhæfni. Styður þetta tilmæli samtaka bandarískra barna- lækna um, að ung börn séu ekki látin horfa á sjónvarp. Greint er frá nið- urstöðum nýju rannsóknarinnar í aprílhefti tímaritsins Pediatrics. Áhrif sjónvarps á ung börn Aukin hætta á athyglisbresti Chicago. AP. ENN sem komið er, að minnsta kosti, bendir ekkert til að fleyg orð bandarísk-breska ljóð- skáldsins T.S. Eliots, um að apríl sé „grimm- astur mánaða“, ætli að verða að áhrínsorðum í höfuðborginni þetta árið. Þótt hitinn væri ekki mikill, rétt um fimm gráður undir hádeg- ið, vel yfir meðallagi, skein sólin hin ljúfasta og ekki einu sinni norðankulið dugði til að nokkrum dytti í hug hin þekkta upphafslína „Eyðilandsins“ eftir Eliot. Ef maður klæddi af sér kulið, eins og menn, börn og gæsir gerðu við Fjölskyldugarðinn í Laugardal í gær, eða dýfði sér í hlýja Árbæj- arlaugina, þurfti ekki skáldlegt ímyndunarafl til að trúa því að sumarið – og þá ekki bara sumardagurinn fyrsti – væri á næsta leiti. Enda er það birtan, miklu fremur en hita- farið, sem segir Íslendingum hvenær sumarið er komið. Og í útlöndum var klukkum víðast hvar flýtt um eina klukkustund nú um helgina, þegar sumartími gekk í garð. Mars síðastliðinn var sá hlýjasti í Reykja- vík síðan 1964, fjórum gráðum yfir meðallag- inu, og því ef til vill ekki svo langsótt að vænta þess að apríl verði ljúfur líka. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands var apríl í fyrra með þeim heitustu sem mælst hafa, 6,2° með- altalið í Reykjavík. Hver veit nema nú fari eins og Eliot segir líka í Eyðilandinu, að „sumarið komi okkur á óvart“. Apríl hinn ljúfasti Morgunblaðið/Sverrir Það var margt um manninn og fuglinn við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardalnum í gær, en það var vissara að klæða af sér kulið. Morgunblaðið/Golli Börnin skemmtu sér í Árbæjarlauginni. MEÐ sprengingunni sem varð fimm meintum hryðjuverkamönn- um að bana í Madríd í fyrrakvöld, þar á meðal meintum höfuðpaur hryðjuverkanna sem urðu 191 að bana í Madríd í síðasta mánuði, er „kjarni“ hópsins sem stóð að til- ræðunum nú annaðhvort fallinn í valinn eða kominn á bak við lás og slá. Þetta kom fram í máli innan- ríkisráðherra Spánar, Angels Acebes, á fréttamannafundi í gær. Sprengjur sem fundust í íbúð- inni sem mennirnir voru í er þeir sprengdu sig í loft upp bendla þá einnig við tilraun til að vinna spell- virki á hraðlestarteinum á föstu- daginn og benda til að þeir hafi ætlað sér að vinna fleiri hryðju- verk, sagði Acebes enn fremur. Síðdegis í gær kom í ljós að fimm meintir hryðjuverkamenn höfðu fallið í sprengingunni, en upphaf- lega var talið að þeir hefðu verið fjórir. Einn spænskur sérsveitar- maður féll og 15 aðrir særðust. Tveir eða þrír hryðjuverkamenn kunna að hafa komist undan. Meðal þeirra fimm sem sprengdu sig í loft upp í íbúð í Leganes, útborg Madrídar, á laug- ardagskvöldið, var Sarhane Ben Abdelmajid Fakhet, 35 ára Túnis- maður, sem grunaður var um að hafa skipulagt hryðjuverkin í Madríd. Sprengdu hryðjuverka- mennirnir sig þegar spænska lög- reglan hafði setið um íbúðina í tvo tíma og bjó sig undir að ráðast inn. Fimmtán manns eru þegar í varðhaldi vegna tilræðanna í Madríd, þar af ellefu Marokkó- menn. „Kjarninn“ upprættur Reuters Spænskir björgunarmenn í rústum íbúðablokkarinnar í Leganes í gær. Slóð hryðjuverkamannanna mun hafa verið rakin þangað er lögregla fékk upplýsingar um að þeir væru að hringja þaðan úr farsíma. Farsími kom lögreglu á sporið Meintur skipuleggjandi hryðju- verkanna í Madríd sprengdi sig og félaga sína í loft upp Madríd. AP. SJÖ bandarískir hermenn féllu í átökum við herskáa sjíta í Bagdad í gær, að því er bandaríski herinn greindi frá. Að minnsta kosti 25 hermenn særðust. Átökin brutust út eftir að víga- menn hliðhollir róttæka sjítaklerk- inum Muqdata Sadr lögðu undir sig lögreglustöðvar og aðrar opin- berar byggingar í hverfi fátækra sjíta í útjaðri Bagdad. Sjö féllu í Bagdad Bagdad. AP.  „Skelfið óvininn“/12 Fasteignir | Þúsundir fasteigna til sölu  Fríkirkjuvegur 11  Á til- boði  Greiðslumat  Leðurmaður Grétu Íþróttir | Kolbrún Ýr og Ragnheiður í ham  Handbolti  Knattspyrna  Sund  Badminton

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.