Vísir


Vísir - 01.07.1981, Qupperneq 2

Vísir - 01.07.1981, Qupperneq 2
Hvernig finnst þér Friðrik Ólafsson forseti FIDE hafa staðið sig i starfi? Bjarni Sæberg, stýrimaöur: Mjög vel, tekur skynsamlegar ákvarð- anir og lætur ekki hafa áhrif á sig Sigriöur Sigurbrandsdóttir, hús- móöir: Aö minu viti hefur hann staðið sig ágætlega. Svandis Ingimundardóttir, teljari i llagkaup: Mjög vel, ég get ekki sagt annað. Trausti Runólfsson, bilstjóri: Ágætlega. Bæring óiafsson, sölumaöur: Mér finnst hann hafa staðið sig mjög vel. Hann hefur komið skynsamlega fram og reynt að halda friði. „Bes l ai ) i át a hv le rju m [ legi r i æg ija s ii i a Ián r //Það er nú best að láta hverjum degi nægja sína þjáningu/ þegar maður fer að nálgast grafarbakkann og vera ekki með neinar framtíðaráætlanir"/ sagði Steindór Steindórsson frá Hlöðum/ í samtali við Vísi en sem kunnugt er var Steindór gerður að heið- ursdoktor í verkfræði- og raunvísindadeild á 70 ára afmæli Háskóla islands. ,,Að undanförnu hef ég mest unniðað þýðingum og hef nú lokið viö bók Daniels Bruun Fortids- minder og nutidshjem, sem er stærsta verk hans”, sagði Stein- dór, en með þeirri bók fylgir rit- gerð um Bruun. Þá er komiö i prentun hjá Menningarsjóöi stutt æviágrip um islenska náttúru- fræöinga frá 1600 til 1900, sem koma mun út á fyrri hluta næsta vetrar. Nýja útgáfan af bókinni Landið þitt, fær einnig nokkurn tima, að sögn Steindórs auk ævi- sögunnar, svo nóg virðist vera að gera, þótt hann vilji ekki viöur- kenna neitt um framtiöaráætl- anirnar. Steindór Steindórsson er fæddur 12. ágúst 1902 á Möðru- völlum i Hörgárdal en ólst upp á Hlöðum isömu sveit. Gagnfræöa- skóla sótti Steindór á Akureyri og tók stúdentsprófið utanskóla i Reykjavik 1925. Þá lá leiðin til Kaupmannahafnar þar sem hann Steindór Steindórsson frá Hlööum. stundaöi náttúrfræðinám i 5 ár, með grasafræði að aðalgrein. Að sögn Steindórs fór heilt ár til ónýtis úti, er hann veiktist af berklum. En um svipað leyti og hann hafði lokið fyrri hluta magistersprófsins, var nýstofn- aður Menntaskóli á Akureyri náttúrufræöikennaralaus. Fyrirskipan Jónasar frá Hriflu „Það var eiginlega að fyrir- skipan Jónasar frá Hriflu, að ég tók við náttúrufræðikennslu þar. Það var enginn annar á lausum kili, sem kom til greina i þetta. örfáir höföu menntun i greininni og það var ekki af neinu aö lifa fyrir náttúrufræðinga, nema að geta komist að kennslu. Fyrir mig var þvi ekki annað að gera en taka við kennslunni, þvi ef ég geröi það ekki mátti hamingjan vita hvenær starf losnaði”. Steindór var sannarlega einn af frumherjunum i greininni þvi Ingimar Óskarsson var varla kominn til sögunnar þegar þetta var að gerast. Skólameistari varð Steindór 1966, er Þórarinn Björnsson veiktist, en þá var Steindór settur i hans stað. Vorið 1968 var hann siðan skipaður...,,þangað til að ég féll fyrir aldurssakir 1972”, sagði Steindór. — Ertu ekki sáttur við það? Hæpinn hlutur að taka við stjórn á gamalsaldri ,,Jú, þvi ekki það, þegar maður er búinn að vinna út sinn afmælda tima. Annars hafði ég alltaf ákaf- lega gaman af þvi að vinna við skólann, þótt það sé nú hæpinn hlutur að taka við stjórn svona stórs skóla á gamals aldri”, sagöi Steindór. Stærstu rit Steindórs i grasa- fræðinni eru um hálendisgróður- inn, tvær ritgerðir, önnur á ensku en hin á islensku. Þá ritaði hann ,,Um aldur og uppruna islensku flórunnar”, en það rit kom út 1962. Bók á ensku um islenskan mýrargróður, útgefin 1975. Yfirlit um islensk gróðurfélög kom út i bók er nefndist Gróður á Islandi. Nýmæli i grasafræði kom svo fram er bók Steindórs um aldur og innflutning jurta, kom út en þar var um sögulega grasafræði aö ræða. Þá liggja kynstur af þýddum ferðabókum um Island, eftir hann, auk Feröahandbókar- innar og þannig mætti vist lengi telja. Steindór verður áttræður á næsta ári. Eiginkona Steindórs Kristbjörg Dúadóttir er látin fyrir nokkrum árum. Þau áttu einn son, Gunnar að nafni. —AS sandkorn ■ Önundur frá Oiis Mannaskipti hjá stór- fyritækjum þykja jafnan nokkur tiöindi. Af vett- vangi oliumálanna heyrir Sandkorn nú aö einn vaskasti oliuhaukurinn, önundur Asgeirsson hjá Olis muni senn láta af störfum. Ekki hefur heyrst hver veröi eftir- maöur hans. • Makar boðnir Samband islenskra raf- veitna hélt aöalfund sinn um daginn á Egilsstöö- um. Stóö sá fundur i ??? daga og svo sem ekkert merkilegt viö þaö. Hitt er svo önnur Eila, aö makar fundarmanna voru einnig boönir til Egilstaöa meö- an á fundinum stóö og greiddi Samband islenskra rafveitna kostn- aöinn viö þá för og uppi- hald. Nú var hér á ferð- inni dágóöur hópur, fundarmenn um áttatiu, og uppihald maka sjálf- sagt litill hiuti af heiídar raforkukostnaöi. Höfund- ur Sandkorns man hins vegar ekki eftir aö hafa gefið leyti til aö hans pen- ingar væru notaöir til sliks brúks... Ekkl eg. ekkl ég Sjónvarpsþátturinn, sem vera átti á mánu- dagskvöldiö um Frakk- land féll niður vegna for- falla Gunnars Eyþórsson- ar, sem átti aö stjórna þættinum. Forföll Gunn- ars munu ekki hafa legiö endanlega fyrir fyrr en um kvöldmatarleytiö. Hófst þá mikil leit aö staögengli og var leitaö til ögmundar Jónassonar og Friöriks Páls Jónssonar fréttamanna. Hvorugur þeirra gat tekiö aö sér stjórnina en þeir hafa stjórnaö fréttaflutningi af þessum málum i ríkisfjöl- miölunum upp á siökastiö og eru málum væntan- lega gjörkunnugir. Ekki þykir mönnum ósenni- legt, aö ástæöan fyrir þvi, aö þeir fengust ekki til starfans hafi veriö athugasemd Eiös Guöna- sonar útvarpsráösmanns en hann hefur látiö hafa eftir sér aö umfjöllun um Frakklandsmálin hafi veriö nokkuö „misvis- andi”. Þetta hafa þeir tvimenningar ekki getaö sætt sig við enda auövitaö óþolandi aö útvarpsráðs- maður sé að skipta sér af gangi mála hjá ríkisút- varpinu... Hugsjóna- giaður æskumaður Nýr stórhugsjónamaö- ur hefur nú skotiö upp kollinum. Fer þar sá ágæti drengur Bolli Héö- insson nýráöinn frétta- maöur hjá Sjónvarpinu. Bolli segir i viötali viö Vísi um daginn, aö hann ætii sér aö vinna aö þeirri hugsjón sinni aö sameina jafnaöarmenn og sam- vinnumenn i einn stóran krataflokk. Aö því mark- miöi ætlar Bolli aö vinna innan Framsóknarflokks- ins. Svona hugsjóna- mennsku tekur Sandkorn ákaflega undir og fagnar þvi aö slikir menn skuli enn finnast meö hugsjónir i höföi og hjarta. Gamia luggan Nemendur við norska blaöamannaháskólann hafa gefið út blaö i æf- ingaskyni fyrir sjálfa sig. Heitir blaðið tsland og viröist eiga aö vera ein- hvers konar kynning á fósturjöröinni. Þaö vekur hinsvegar athygli, aö þar er tsland sérstaklega kynnt sem varöstööin i norðri og megináherslan á umfjöllun um þaö efni. Sandkorni skilst, aö norræna ráöherranefndin hafi veitt tilstyrk sinn að einhverju leyti til aö þetta blaö mætti koma fyrir al- menningssjónir. Þykir ýmsum sitthvaö fleira athyglisvert viö íslands en eilíft herstöövarmál tuttugu manna kliku... Heppin landsbyggö Nú liggja fyrir úrslit í Sunnudagsgátunni svo- nefndu. Þetta framtak kórs Langholtskirkju viröist hafa lukkast og er þaö vel þegar svo djarft er spilaö. En þaö er meö þetta eins og annað, sem þessi kór hefur tekið sér fyrir hendur undanfarin ár, allt er drifið áfram af rifandi krafti og árangur- inn hefur ekki látiö á sér standa. En nú þegar búiö er aö draga er höfundur Sandkorns jafn hissa og endranær þegar dregið er i svona getraúnum ýmis- lags. Einhvern veginn viröist fólkiö úti á landi alltaf miklu heppnara en vesalings höfuöborgarbú- arnir. Af þeim tólf, sem verölaun hlutu er aðeins einn úr Reykjavik þótt þar búi tæplega helming- ur landsmanna. Eru landsbyggðarbúar kannski miklu virkari þátttakendur i svona leikjum? útvarplnutrv. . íu«aka '« naestu ing, kunnu ringa trygg»st ) • Feroya R'tðinga e ® Þessi ágæta auglýsing birtist í færeyska dagblaðinu um daginn og Ieynir húmorinn sér ekki.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.