Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 11
MINNSTAÐUR | VESTURLAND MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 11 Borgarfjörður | Sameiningarnefnd sveitarfélaga í Borgarfirði, norðan Skarðsheiðar, boðaði til þriggja op- inna funda um sameiningu sveitarfé- laga í síðustu viku. Var fyrsti fund- urinn haldinn í félagsheimilinu Þinghamri á Varmalandi á mánu- dagskvöld, annar í félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit þriðjudagskvöld og síðasti fundurinn var haldinn á Hótel Borgarnesi á miðvikudags- kvöldið. Framsögu á fundunum höfðu þeir Sveinbjörn Eyjólfsson formaður sameiningarnefndar og Róbert Ragnarsson verkefnisstjóri sam- starfsverkefnis félagsmálaráðu- neytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitar- stjórnarstigsins. Markmið með fundunum var að kynna það starf sem þegar hefur verið unnið í sam- einingarferli sveitarfélaga en ekki síður að fá fram skoðanir og tillögur íbúanna á sameiningarmálunum. Sveinbjörn fór yfir stöðu mála, en sameiningarviðræður eru enn á byrjunarstigi hjá sveitarfélögunum í Borgarfirði. Í máli hans kom fram að 13. mars 2003 bauð Borgarfjarðar- sveit fulltrúum hinna sveitarfélag- anna norðan Skarðsheiðar, þ.e. Borgarbyggðar, Hvítársíðuhrepps og Skorradalshrepps, til viðræðna um sameiningarmál. Nú eiga sæti í sameiningarnefnd 2 fulltrúar frá hverju sveitarfélagi auk þess sem Páll Brynjarsson bæjarstjóri Borg- arbyggðar situr fundina. Haldnir hafa verið 4 formlegir fundir auk óformlegra viðræðna og gestir kom- ið frá Snæfellsbæ og sveitarfélaginu Skagafirði til að deila reynslu sinni af sameiningu hreppa. Auk þess er unnið að uppsetningu sameiginlegs reiknings þessara hreppa í samstarfi við Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi og aðkeyptrar vinnu endur- skoðunarfyrirtækis. Háskólinn á Akureyri hefur verið fenginn til að fara yfir skólamálin, en þau eru mjög stór liður í rekstri sveitarfélaganna. Samstarfsverkefni um stækkun sveitarfélaga Í framsögu Róberts Ragnarsson- ar verkefnisstjóra á vegum félags- málaráðuneytisins sagði hann það markmið verkefnisins að efla sveit- arstjórnarstigið með aukinni vald- dreifingu sem mótvægi við ríkisvald- ið. Einnig að stofna heildstæð atvinnu- og þjónustusvæði, efla sjálf- stæði sveitarfélaganna og að annast nærþjónustu við íbúana. Ástæður þess að farið var af stað með verkefnið nú sagði hann m.a. vera að nýbúið væri að breyta kjör- dæmaskiptingu landsins, verkefna- skipting ríkis og sveitafélaga væri víða óskýr og minnstu sveitarfélögin réðu ekki við verkefni sín. Róbert telur verkefnið ekki síður byggða- verkefni en stjórnsýsluverkefni. Farið var af stað með verkefnið í október 2003, en áætlað er að 23. apríl 2005 verði hægt að hafa at- kvæðagreiðslu um sameiningartil- lögur sveitarfélaga um allt land. Líflegar umræður á fundi í Brún Hjá fundarmönnum í Brún, þar sem mæting var góð, voru skólamál- in, heilsugæslan og atvinnumálin of- arlega í huga, en einnig spannst líf- leg umræða um lýðræði, þar sem sitt sýndist hverjum. Var það álit flestra að með aukinni yfirfærslu verkefna frá ríki til sveitarfélaganna yrði að tryggja nægt fjármagn frá ríkinu, en þar fannst mönnum hafa verið pott- ur brotinn, sérstaklega í skólamál- um. Færri mættu á fundina í Þing- hamri og í Borgarnesi, en að sögn Sveinbjörns Eyjólfssonar voru það viss vonbrigði. Hann sagði þó ekki hægt að dæma áhuga íbúanna eftir mætingunni. Hann hefði orðið var við vissar efasemdir hjá fólki en einnig væru margir mjög spenntir fyrir sameiningu. Ekki sagðist hann hafa orðið var við að fólk væri alfarið á móti sameiningunni. Sveinbjörn sagði sameiningu sveitarfélaganna ekki einkamál nefndarinnar. Því verður fljótlega opnað vefsvæði þar sem nefndin og undirhópar birta fundargerðir og álitsgerðir. Einnig verður þar spjall- svæði þar sem hægt verður að hafa skoðanaskipti. Þannig yrði reynt að auka almenna þátttöku íbúanna í sameiningarferlinu. Opnir fundir um sameiningu sveitarfélaga í Borgarfirði Skiptar skoðanir: Sr. Geir Waage tekur þátt í skemmtilegum skoðanaskiptum. Akranes | Byggingarfyrirtækið Stafna á milli ehf. hefur keypt jörðina Kross í Innri- Akraneshreppi og að auki gerði fyrirtækið bindandi samkomulag við eigendur Fögru- brekku í Innri-Akraneshreppi um kaup á jörð og húseignum. Landið sem um er að ræða er rétt utan við bæjarmörk Akraness og segir Þorgeir Jósefsson, framkvæmda - og fjár- málastjóri Stafna á milli ehf., að fyrirtækið hafi hug á því að selja lóðirnar fyrir íbúðar- húsnæði og telur Þorgeir að fáir staðir við Faxaflóa séu ákjósanlegri fyrir íbúðar- húsnæði. „Við munum kynna okkar hugmyndir um deiliskipulag fyrir hreppsnefnd í næsta mán- uði og við teljum að þetta svæði búi yfir mikl- um töfrum sem verða eftirsóttir af þeim sem vilja búa á þessu svæði. Við erum ekki búnir að ganga frá öllum smáatriðum í deiliskipu- laginu en það má búast við að byggðin taki við nokkrum fjölda íbúa, nokkur hundruð,“ sagði Þorgeir. Í fyrstu drögum af skipulaginu er gert ráð fyrir svæði fyrir grunnskóla, íþróttamannvirkjum og félagslegri þjónustu en Innri-Akraneshrepppur rekur grunnskóla við Leirá, Heiðarskóla, í samstarfi við Hval- fjarðarstrandarhrepp, Skilmannahrepp og Leirár- og Melahrepp. „Það hefur verið mikil umræða um samein- ingu hreppa á þessu svæði án þess að nokkuð hafi gerst í þeim efnum enn. Við teljum að einhver sameining muni eiga sér stað á þessu svæði á næstu árum og kannski sameinast Akranes og Innri-Akraneshreppur sem myndi breyta miklu þar sem aðeins nokkrir metrar eru í austustu byggð Akranesbæjar frá fyrirhuguðu byggingarlandi,“ sagði Þor- geir. Rúmlega 120 íbúar eru búsettir í Innri- Akraneshrepp. Ákjósanlegur kostur til búsetu Að mati þeirra sem standa að fyrirhug- uðum byggingarreit má búast við örum vexti á næstu árum á þessu svæði þar sem allt að 350 ný störf gætu skapast á svæðinu við Grundartanga í tengslum við stóriðju á svæð- inu og sameining hafna á Vesturlandi hafi það í för með sér að Sundabraut mun fara fyrr í framkvæmd en ella og stytti þar með vegalengdina frá höfuðborgarsvæðinu. „Ég tel að þetta byggingarland sé einstakt, það eru ekki margar byggingalóðir í dag við Faxaflóa þar sem hægt er að njóta alls hins besta við sjávarsíðuna og í aðeins um 20–30 mínútna akstursfjarlægð frá höfuðborg- arsvæðinu.“ Spurður hvort verðið á lóðunum verði ekki hærra en gengur og gerist á Akra- nesi í dag sagði Þorgeir: „Ég ætla rétt að vona það. Þetta svæði er kostur fyrir marga sem vilja búa við ströndina á besta stað.“ Gert er ráð fyrir fjölmennri byggð rétt utan við Akranes: Kross liggur neðan Innesvegar frá austri að Leynisvík, sem er í landi Akraness, og land Fögrubrekku er ofan við Innesveg og nær í norður upp að nýrri hluta golfvallar Leynismanna, meðfram austasta hluta Akranesbæjar þar sem margar nýjar byggingar hafa risið á undanförnum misserum. Fjölmenn byggð ráðgerð rétt við Akranes Byggingarfyrirtækið Stafna á milli kaupir Kross og Fögrubrekku í Innri-Akraneshreppi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.