Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 13
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 13 STUÐNINGSMENN sjíamúslíma- klerksins Muqtada al-Sadr, sem er einarður andstæðingur hersetu Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra í Írak, réðust á bækistöðvar hersveita undir forystu Spánverja í borginni Najaf í gær, með þeim af- leiðingum að a.m.k. 20 manns féllu, þ. á m. 15 Írakar, einn salvador- ískur hermaður og einn bandarísk- ur, í átökum sem brutust út. Yfir 200 manns særðust. Árás stuðningsmanna al-Sadrs kom í kjölfar þess, að þeir söfn- uðust saman við bækistöðvar her- liðsins í Najaf til að mótmæla því að einn aðstoðarmanna klerksins hefði verið handtekinn. Hersetuliðið bannaði fyrir rúmri viku útgáfu fréttablaðs í eigu al-Sadrs, og hafa stuðningsmenn hans mótmælt því banni daglega síðan. Að sögn talsmanns spænska her- liðsins hófu stuðningsmenn klerks- ins skothríð að bækistöðvunum, og svöruðu spænsku hermennirnir í sömu mynt. Paul Bremer, yfirmaður herafla Bandaríkjamanna í Írak, fordæmdi atburðina og sagði að þótt Írakar nytu tjáningarfrelsis væri ábyrgð- arlaust af þeim að grípa til ofbeldis. Hersetuliðið myndi ekki láta slíkt líðast. 600 bandarískir hermenn fallnir Tveir bandarískir hermenn féllu í fyrradag í átökum sem brutust út í Anbar-héraði, sem liggur að jórd- önsku og sýrlensku landamærunum vestur af Bagdad. Nú hafa 600 bandarískir hermenn fallið í Írak frá því að stríðið þar hófst í mars í fyrra. Þá greindi íraska lögreglan frá því gær, að þrír íraskir hermenn og þrír óbreyttir borgarar hafi fallið í tveim sprengingum norður af Bagdad. Um 20 féllu í átökum í Najaf Najaf, Kufa. AP, AFP.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.