Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 15
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 15 Spurning: Ég hef tekið aspirín í mörg ár vegna hjartasjúkdóms en fyrir stuttu las ég frétt í erlendu tímariti að þetta lyf geti hindrað eða læknað krabbamein. Er eitthvað til í þessu og gildir það um skammtana sem eru notaðir við hjartasjúkdóm- um? Svar: Aspirín gengur líka undir nöfnunum acetýlsalicýlsýra og Magnýl. Þetta lyf kom fyrst á mark- að fyrir 100 árum með nafninu Aspir- in. Vegna þess hvað nafn virka efnis- ins, acetýlsalicýlsýru, er langt og óþjált er nafnið aspirín oft notað sem samheiti (samheitin eru skrifuð með litlum staf en sérheitin með upphafs- staf). Lyfið var lengst af notað sem verkjalyf og gigtarlyf en segja má að sú notkun sé úrelt. Aspirín hefur hvað eftir annað komið á óvart og fór að ryðja sér til rúms sem vægt sega- varnalyf fyrir 25–30 árum og er nú notað mikið sem slíkt, m.a. undir nafninu Hjartamagn- ýl. Þessi notk- un byggist á því að aspirín dregur úr hættu á blóðtappamyndun í heila og hjarta. Talsverður munur er á skömmtum eftir notkun og í venju- legum Magnýltöflum eru 500 mg í hverri töflu og við verkjum er hæfi- legt fyrir fullorðna að taka 1–2 töflur í senn. Í Hjartamagnýl eru hins veg- ar aðeins 75 mg í töflu og teknar eru ein eða tvær töflur á dag, þ.e. 75–150 mg. Á síðustu árum hafa verið gerð- ar rannsóknir sem benda til þess að aspirín hafi verndandi áhrif fyrir krabbameini. Ástæðan er talin geta verið sú að aspirín og önnur bólgu- eyðandi verkjalyf (t.d. íbúprófen og naproxen) hafa hamlandi áhrif á efnahvata í líkamanum sem heitir COX-2. Þessi efnahvati er nauðsyn- legur fyrir vöxt sumra krabbameina og virðist m.a. örva nýmyndun æða sem er nauðsynleg fyrir illkynja vöxt. Sem dæmi voru búnar til erfða- breyttar mýs sem voru með óeðlilega mikið magn af COX-2 í líkamanum. Þegar framkallað var krabbamein í mjólkurkirtlum þessara músa óx krabbameinið og dreifði sér mun hraðar en í eðlilegum músum. Rann- sóknir í dýrum og fólki benda til þess að aspirín hafi viss verndandi áhrif gegn krabbameini í brjóstum, ristli, vélinda og eggjastokkum. Hins veg- ar hefur nýleg rannsókn á rúmlega 88 þúsund konum sýnt aukna hættu á krabbameini í briskirtli hjá þeim sem tóku aspirín reglulega í langan tíma borið saman við þær sem ekki notuðu aspirín. Nokkrar rannsóknir eru í gangi sem eiga að skera úr um hugsanlegt gagn af aspiríni og skyld- um lyfjum í baráttunni við krabba- mein og þegar niðurstöður þeirra liggja fyrir verður vonandi hægt að fá niðurstöðu í málið. Fram að þeim tíma er ekki hægt að ráðleggja neitt með vissu og einnig ríkir óvissa með þá skammta sem þyrfti að gefa.  MAGNÚS JÓHANNS- SON LÆKNIR SVARAR SPURNINGUM Kemur aspir- ín í veg fyrir krabbamein? Rannsóknir benda til að aspirín hafi verndandi áhrif fyrir krabbameini

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.