Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 05.04.2004, Síða 16
LISTIR 16 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Ný þýsk-íslensk / íslensk-þýsk orðabók eftir Steinar Matthíasson BÓKAÚTGÁFA BRAUTARHOLTI 8 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 562 3370 • FAX 562 3497 • idnu@idnu.is „MÉR fannst orð- ið brýnt að nem- endur í þýsku fengju nýja hand- hæga orðabók sem hefði nýjan orða- forða og væri lög- uð að nýrri þýskri stafsetningu,“ seg- ir Steinar Matt- híasson, höfundur nýútkominnar Þýsk-íslenskrar orðabókar sem Iðnú hefur gefið út. Steinar hefur kennt þýsku við Tækniháskólann undanfarin ár en stundað þýsku- kennsku við fram- haldsskóla frá 1974. Steinar segir að bókin sé hugsuð til notkunar af nem- endum framhalds- skóla og fyrir allan almenning. „Mat mitt byggðist að mestu á reynslu minni af þýsku- kennslu í íslensk- um framhaldsskól- um, mér fannst ég vita nokkuð um það hvaða orðaforði væri nauðsyn- legur. Ég vildi ekki heldur hafa bók- ina of stóra eða of dýra í byrjun. En þetta er ekki orðabók sem nýtist þeim sem eru að lesa þunga bók- menntatexta eða mjög sérhæfða texta.“ Að sögn Steinars er þýsk-íslenski hluti orðabókarinnar talsvert yfir- gripsmeiri og ítarlegri en íslensk- þýski hlutinn enda þörfin brýnni fyr- ir hið fyrrnefnda. „Í þýsk-íslenska hlutanum eru gefnar upplýsingar um orðflokk, kyn og kenniföll nafn- orða, kennimyndir sagna og fallstýr- ingu. Ennfremur stigbreytingu lýs- ingarorða þar sem ástæða þótti til, svo og fallstýringu forsetninga. Síð- an er gefin íslensk þýðing orðsins og við þau flest skýr dæmi um notkun. Í sumum tilvikum einnig samheiti eða andheiti. Í nokkrum tilvikum er get- ið um staðbundna notkun orðsins, s.s. í Austurríki og Sviss. Í íslenska hlutanum eru gefnar upplýsingar um orðflokk, kyn og kenniföll nafn- orða og kennimyndir sagna. Einnig stigbreytingu lýsingaorða og fall- stýringu forsetninga. Síðan er gefin ein merking eða fleiri. Í þessum hluta eru hins vegar engin dæmi. Var það m.a.a gert til að minnka um- fang verksins, en einnig er Íslensk- þýsk orðabók eftir Björn Ellertsson í fullu gildi þó að hún noti eldri staf- setningu.“ Steinar segir að tilraunaútgáfa af orðabókinni hafi verið í notkun frá árinu 2000 og gefið góða raun og því hafi hann haft samband við útgef- endur um útgáfu orðabókarinnar. „Iðnú tók strax vel í þá hugmynd að þetta ætti að vera bók fyrir nem- endur í þýskunámi ekki síst þá sem stunda nám í grunnskóla og fram- haldsskóla. Ég hef einnig haft spurn- ir af því að þýskir stúdentar sem leggja stund á íslenskunám hafi haft not af orðabókinni og nýja útgáfan á eflaust eftir að nýtast enn betur.“ Öflug námsbókaútgáfa Iðnú „Iðnú er sennilega eitt af minnst þekktu forlögum á Íslandi þótt það sé engu að síður orðið 55 ára gam- alt,“ segir Erling Erlingsson, fram- kvæmdastjóri Iðnú. „Þetta hét áður Iðnskólaútgáfan en heitir núna Iðnú og að baki okkur stendur sjálfseign- arstofnunin Iðnmennt sem stofnuð var 1999 af samtökum iðnmennta- skólanna. Auk forlagsins rekum við tvær bókaverslanir, aðra í Iðnskól- anum og hina í Brautarholti 8. Í allt starfa hér 11 manns svo þetta er ekki ýkja stórt í sniðum.“ Erling segir hlutverk útgáfunnar vera námsbókaútgáfu fyrir fram- haldsskólana. „Á þessum tíma höfum við gefið út mörg hundruð titla af alls kyns kennslubókum og sinnum jafnt útgáfu fyrir fjölmenn og fámenn fög. Við höfum gefið út bækur fyrir fög þar sem er allt niður í 5 nemendur á ári. Að einhverju leyti er þetta því hugsjónastarf en síðan gefum við út stærri verk einsog t.d. Þýsk-íslensku orðabókina og notum hagnaðinn af þeirri útgáfu til að gefa út aðrar bækur sem við munum aldrei hagn- ast á. Við vinnum einnig mikið með þeim aðilum sem koma að verkmenntun og eru úti á vinnumarkaðnum, s.s. Samtökum iðnaðarins og reynum að vera virk á þeim vettvangi við skipu- lag ráðstefna og funda og upplýs- ingagjöf af ýmsu tagi.“ Brýnt að fá nýja þýsk-ís- lenska orðabók Morgunblaðið/Ásdís Steinar Matthíasson með nýju þýsku orðabókina. KONUR eru atkvæðamiklar á sýningarvettvangi á Akureyri þessa dagana, alls tæplega 200 talsins. Stærstur hluti þeirra er á sýningunni Allar heimsins konur í Listasafni Akureyrar; pakkasýn- ingu sem runnin er undan rifjum Claudiu Demonte sem ferðaðist til rúmlega 75 ríkja til að skoða myndlist, hvernig hún er gerð og hver býr hana til, eins og segir í sýningarskrá. Í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að leggja spurn- inguna: Hvaða ímynd táknar konu? fyrir eina listakonu í hverju landi á jörðinni og biðja þær að skapa listaverk sem túlkaði grundvallar- eiginleika konunnar. Fyrir þessu framtaki Demonte er ekki annað hægt en að taka ofan. Verkin, sem öll eru svipaðrar stærðar, eru hengd upp í beina línu sem teygir sig allan hringinn eftir öllum veggjum tveggja stærstu sala safnsins. Undir hverri mynd eru bæði upplýsingar um listakon- una og verkið, sem og upplýsingar um heimaland listakonunnar, svo sem stærð og íbúafjölda. Þannig er sýningin ekki einungis listasýning, heldur mannfræði og landafræði í bland, sem gerir sýn- inguna að kjörinni skólasýningu þar sem nemendur fá margt fyrir sinn snúð, fá að gægjast inn um lít- inn glugga á nær öllum löndum heims. Á sýningunni er fólk meira að segja hvatt til þess að kynna sér verkin nánar með því að taka þátt í spurningakeppni en í verðlaun eru framandi myndverk, ekta mithila- málverk, eins og þau kallast, í boði pokasjóðs, sem styrkir sýninguna. Sýningin er enn ein í röð sýninga listasafnsins þar sem gestum eru birtar myndir úr fjarlægum heims- hornum og bera vitni um áhuga safnstjórans á að mennta og upp- fræða Akureyringa, sýna þeim heiminn og hans margbreytileik. Jafnframt má túlka áhuga safn- stjórans sem svo að hann telji myndlist vera miðil sem sé gagn- legur til túlkunar á samtímanum. „Kynjasýningar“ eins og þessi eru ekki óþekktar hér á landi. Til dæmis var haldin sjálfsmyndasýn- ing karlmanna á Mokka um árið og í Gerðarsafni var haldin sýningin Karlmannsímyndin, þar sem karl- menn fjölluðu um ímynd karla. En hvað eru konur að pæla? Það er ýmislegt ef tekið er mið af þess- ari sýningu. Konur endurspegla í myndum sínum sitt nánasta um- hverfi. Afrísku listakonurnar gera gjarnan myndir af konum að gegna daglegum störfum. Konan birtist sem fangi í myndum fleiri en einn- ar múslimskrar listakonu, til dæm- is bak við rimla. Stríðsátök blandast inn í mynd- irnar; kúveiska listakonan fjallar um menn sem voru teknir gíslar í fyrra Íraksstríði og afganska kon- an fjallar um eymdarlíf kvenna undir harðstjórn Talibana fyrir innrás Bandaríkjamanna í landið. Út frá myndlistarlegu sjónar- horni eru verkin á sýningunni al- mennt ekki neitt sérstaklega at- hyglisverð. Verk norsku listakonunnar, þeirrar svissnesku og þeirrar frá San Marino standa þó upp úr auk einkar athyglisverðs verks frá Bangladesh. Þar hittir listakonan naglann rækilega á höf- uðið þegar hún sýnir siðmenn- inguna spretta úr legi konunnar. Þá hafði ég mjög gaman af næsta ólögulegum vefnaði frá Tadsjikis- tan. Það er ekki hægt annað en minn- ast á fulltrúa Íslands á sýningunni, Soffíu Sæmundsdóttur. Verk henn- ar skarta fígúru í rauðum einkenn- isbúningi sem hálfhallar undir flatt úti í náttúrunni og á höfði hennar er fugl. Soffía segir: „Fuglinn er eins og kona vegna þess að hann táknar þrótt og eilífð, en jafnframt friðsæld.“ Konur heimsins vinna erfiðis- vinnu, þær eignast börn, spila á flautu, þjást, gleðjast, vernda og eru frjósamar, þær eru líka sterkar en óttaslegnar um leið, ef eitthvað er að marka þessa um margt fróð- legu sýningu. Konur MYNDLIST Listasafn Akureyrar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Til 9. apríl ÝMSIR LISTAMENN Þóroddur Bjarnason Morgunblaðið/Kristján Verk eftir Dewaki Timsina frá Bútan á sýningunni Allar heimsins konur. EGILL Friðleifsson kórstjóri hlaut á dögunum sérstaka viðurkenningu Menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar fyrir áratuga ötult starf í menningar- og listalífi Hafnarfjarðar. Egill hefur verið kór- stjóri Kórs Öldutúnsskóla frá stofn- un eða frá 1965 og undir hans leið- sögn hefur kórinn borið hróður Hafnarfjarðar víða um lönd og álfur. Þá hefur Egill verið virkur í menn- ingarlífi bæjarins almennt og skipu- lagt marga fjölsótta viðburði. Egill Friðleifs- son kórstjóri hlýtur viður- kenningu Morgunblaðið/Sverrir Egill Friðleifsson og Símon Jón Jó- hannsson, formaður menningar- og ferðamálanefndar Hafnafjarðar. LHÍ í Laugarnesi kl. 12.30 Bryn- hildur Þorgeirsdóttur fjallar m.a. um verk sín. Brynhildur er fædd 1955. Hún útskrifaðist frá MHÍ og stundaði framhaldsnám í Hollandi og Bandaríkjunum, lauk mast- ersnámi 1982. Hún hefur starfað sem myndlistarmaður í 22 ár, þar af sex ár í New York og hefur að- allega fengist við skúlptúr sem hún vinnur í steypu og gler. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.