Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 17
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 17 Skeifan 2 - 108 Reykjavík - S. 530 5900 poulsen@poulsen.is - www.poulsen.is Vírnet ÚTLIT hljómlistarmanna hefur jafnan þótt litlu skipta í tónleikaum- fjöllun, og er það vel, hér á „öld aug- ans“ og almennrar yfirborðs- mennsku sem undirritaður hefur verið seinþreyttur til að úthúða. Von- andi fyrirgefst honum því að gera undantekningu á góðri reglu og játa hvað ungverska dúóið í Salnum á mánudag virtist í fljótu bragði líkjast tveim félögum sem aldrei urðu vegna óbrúanlegs tímamunar, Itzhak Perl- man og Franz Liszt, báðum stöddum um þrítugt. Tilviljun? Sjálfsagt. En varla með öllu óþarft aukaatriði. Því satt að segja var ekki laust við að framkoma Ungverjanna og leikstíll minnti pinku þann á þessa frægu músík- jöfra, þ.e. fiðlusnillinginn núlifandi og (eftir því sem frásagnir herma) tónskáldið látna. Sum sé ofurlítið dæmi um sjónræn aukaáhrif á list eyrans sem við og við krydda upp- lifun tónleikagesta. Hitt var aftur á móti á tæru að piltarnir gátu fyllilega bjargað sér án aðfenginnar ímyndar. Því spilamennskan – alveg burtséð frá einstaka fettukæk og „show biz“ stælum fyrir galleríið – var nefnilega hafin yfir allan vafa. Dúóið kvað nú á leið vestur um haf að leika í Carnegie Hall í New York, og voru því kannski að prufukeyra sitthvað sem þeir höfðu fram að færa, sýnilegt sem ósýnilegt. Ljóst er að a.m.k. Barnabás Kelemen (f. 1978) hefur fyrirtaks forkynningu í veganesti sem 1. verðlaunahafi Ind- ianapolis-fiðlukeppninnar 2002, og ekki verra verkfæri í höndum en Stradívaríusarfiðlu Gingolds, hins nafntogaða kennara við Indianahá- skóla sem kenndi einnig Joshua Bell. Af tíu fiðlusónötum Beethovens er nr. 2 í c-moll úr Op. 30 þrennunni (til- einkaðri Alexander Rússakeisara) einhver sú alskemmtilegasta. Og ekki dró flutningurinn úr. Strax í fyrsta þætti mátti höndla heims- klassann, og hvað spilaöryggið varð- ar gat maður slakað á þegar eftir fyrstu tvo taktana. Hitt var að vísu umdeilanlegra hversu hratt Adagioið (II) var tekið, þ.e.a.s. hátt í allegretto og að virtist sumpart í hálfkæringi. Þá trufluðu kenjóttu rúbatóin í Scherzóinu fyrir manni danssveifl- una með óþörfu innskotsdaðri. Fí- nallinn var hins vegar þróttmikill við hæfi og spiltæknin stórglæsileg. Ekki veitti heldur af henni í firna- erfiðu fjórþættu sónötu Bartóks fyr- ir undirleikslausa fiðlu handa Yehudi Menuhin (1944) sem engu að síður lék í höndum Kelemens er hvergi virtist þurfa að hafa áhyggjur af mý- grút fingurbrjóta, heldur gat ein- beitt sér að músíkinni. Kannski eft- irminnilegast í hinni fínlegu Melodiu (III) sem söng eins og næturgali allt niður í ppppp-hvísl á flaututónum. Síðust hinna þriggja fiðlusónatna Brahms, Op. 108 í d-moll, gerir ótæp- ar kröfur um víðfeðma og þroskaða túlkun. Var að því leyti engin æsku- brek að finna á leik þeirra félaga, er hljómaði eins og allt væri klappað og klárt undir varanlega hljóðritun. Sat þar margt eftir, kannski ekki sízt ástríðufull tvíröddun fiðlarans í Ad- agio-þættinum (II). Mikil og glæsi- leg snerpa var yfir tónrænni upp- hafningu Bartóks á ungversku sveitabrúðkaupi, Rapsódíu nr. 2, er ber czardas-kaflaheitin Lassú og Friss og skaut frussandi púðurkerl- ingum í allar áttir úr hnífsamtaka leik félaganna. Áheyrendur voru nú farnir að hitna fyrir alvöru, og því ekki nema eðlilegt að svara stand- andi hyllingu þeirra með annarri flugeldasýningu sem aukanúmer, Sí- gaunavísum Sarasates, sem hleypti öllu á annan enda með safaríku leg- atói og gneistandi bogfimi. Svona heimsóknir er einmitt það sem vantar hvað mest í afskekkta tónlistarlífi hjarans, og ber að þakka Salnum fyrir kærkomið framtak. Vonandi verður meira af slíku. „Buxnameyjar og blómasendlar“ var fyrirsögn hádegistóleika Ís- lenzku óperunnar á þriðjudag. Ein- hvern veginn ekki jafnsláandi og sú er vera átti á tónleikunum 25. nóv- ember í fyrra („Uxahali í hádeginu“) er breyttust vegna veikinda í vínar (óperettu)brauðstónleika. En nú var loks komið að upphaflegu gerðinni, örfáum sýnishornum úr risavaxinnni gamanóperu Richards Strauss, Rósariddaranum (= „Der Rosen- kavalier“, svo ókunnugir haldi ekki að um miðaldaumhverfi sé að ræða). Lét Davíð Ólafsson búffobassi í það skína að verkið gæti kannski ratað hingað á fjalir í heild eftir 3–4 ár. Þ.e.a.s. þegar (og ef) tekst að læra söngritið utanbókar. Það var galli á annars skemmti- legum og vel sóttum hádegistónleik- um að textaskjávarpinn skyldi ekki ráða við hópsöngssenurnar. Fór því margt góðsmælkið, þrátt fyrir ágæt- ar munnlegar kynningar á milli at- riða, fyrir lítið, nema hjá þeim er þekktu óperuna eins og rassvasann á sér. Hulda Björk Garðarsdóttir sá um tæpan meiripart prógrammsins. Af stökum lögum utan óperunnar söng hún tvö úr Op. 27 við ljóð Mackays, Heimliche Aufforderung, Morgen! (þar sem heiðkyrrð textans hefði verið gráupplögð fyrir slétta brjóst- tónabeitingu) og hið – fyrir Strauss – óvenjueinfalda og einlæga Du mein- es Herzens Krönelein úr Op. 21, er tókst mjög vel. Rabbsöngur Huldu, Davíðs og Ólafs Kjartans í Morgunmóttökuat- riðinu (I) var fyndinn, og háskalegu hánótur tenórsins í Söngvarasen- unni (I) með Davíð og Ólafi voru furðuóþvingaðar hjá Garðari Thór miðað við enga undangengna upphit- un. Lokaatriðið, úr R. II við velkunn- an sæluvímuvals hljómsveitar úr liprum höndum Kurts Kopeckys við flygilinn, sungu Sesselja Kristjáns- dóttir og Davíð með kímniblendnum þokka, þó að löngu söngpásurnar virtust gera ráð fyrir virkari sjónleik en raun bar vitni. Ungversk flugeldasýning Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Salurinn Verk eftir Ravel, Bartók, Schubert og Brahms. Barnabás Kelemen fiðla, Gerg- ely Bogányi píanó. Mánudaginn 29. marz kl. 20. KAMMERTÓNLEIKAR Íslenzka óperan R. Strauss: atriði úr Rósariddaranum auk stakra sönglaga. Hulda Björk Garð- arsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Garðar Thór Cortes tenór, Ólafur Kjartan Sigurðarson barýtón og Davíð Ólafsson bassi. Píanó: Kurt Kop- ecky. Þriðjudaginn 30. marz kl. 12:15. ÓPERUTÓNLEIKAR www.thumalina.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.