Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 19
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 19                   NÁM SA M H LI Ð A ST ARFI NÁM H A U S T 2 0 0 4 S A M H L I Ð A S T A R F I LÆRÐU MEIRA MEÐ ENDURMENNTUN H im in n o g h a f KYNNTU ÞÉR MÖGULEIKANA REKSTRAR- OG VIÐSKIPTANÁM ● Þriggja eða fjögurra missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. MARKAÐS- OG ÚTFLUTNINGSFRÆÐI ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. MANNAUÐSSTJÓRNUN ● Þriggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. VERKEFNASTJÓRNUN _ LEIÐTOGAÞJÁLFUN ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. OPINBER STJÓRNSÝSLA OG STJÓRNUN ● Námið er í endurskoðun. ● Áætlað er að endurskoðað nám fari af stað í upphafi ársins 2005. STJÓRNUN OG REKSTUR Í HEILBRIGÐIS ÞJÓNUSTU ● Námið er í endurskoðun. ● Endurskoðað nám fer af stað haustið 2005. STJÓRNUN OG FORYSTA Í SKÓLAUMHVERFI ● Tveggja missera nám. ● Hefst í janúar 2005. STJÓRNUN OG REKSTUR FYRIR SJÁLFSTÆTT STARFANDI SÉRFRÆÐINGA ● Tveggja missera nám. ● Hefst í ágúst 2004. ● Umsóknarfrestur er til 1. maí 2004. SÁLGÆSLA ● 8 námskeið sem samsvara alls 27 einingum. Nánari upplýsingar: www.endurmenntun.is _ sími: 525-4444 ÞAÐ er stundum sagt að af því megi ráða þroska þjóðfélaga hvern- ig þar er búið að öldruðum og sjúk- um. Ef þessum mæli- kvarða er brugðið á Ísland hlýtur maður að spyrja: Hvað hafa aldraðir gert af sér? Hvers eiga þeir að gjalda? Ellilaun frá Trygg- ingastofnun eru ekki há og er þá vægt til orða tekið. Það sem verra er: Njóti eldri borgari greiðslna úr lífeyrissjóði svo nokkru nemi þá skerð- ast ellilaun hans. Þetta er allsérstakt þar sem lífeyrissjóð- urinn er byggður upp af greiðslum viðkom- andi einstaklings og vinnuveitenda hans skv. kjarasamningi. Sama gildir ef eldri borgari leggur á sig vinnu eftir 67 ára ald- ur: Ef tekjur nema nokkru þá skerðist ellilífeyrir hans. Þannig tapar borgarinn ef hann heldur áfram að vinna eða hefur sýnt þá fyrirhyggju að greiða í lífeyrissjóði. Undarlegt réttlæti það! Augljóslega býður þetta heim fjárhagsáhyggjum og togstreitu um vinnulok þar sem raunverulega er verið að refsa fyrir iðjusemi og fyrirhyggju. Þar kemur fyrir okkur öll, þegar líður á ævikvöldið, að getum við ekki annast okkur sjálf að öllu leyti heldur þurfum á umönnun og síðar oft fullri sjúkraþjónustu að halda. Þetta er einfaldlega gangur lífsins. Þegar svo er komið treystum við á að þjóðfélagið sem við byggðum upp styðji okkur síðustu sporin – geri okkur ævikvöldið bærilegt og leyfi okkur að kveðja með reisn. Það er nöturlegt til þess að vita að nú bíða meira en eitt þúsund eldri borgarar eftir vistplássi. Rúmlega fimm hundruð manns eftir dvalarheimili og auk þess tæp sex hundruð eftir vistun á hjúkrunarheimili, þar af tæp fimm hundruð sem teljast í „brýnni þörf“. Bið eftir þessum plássum er áætluð allt að tvö ár. Aldraðir á lágum launum og löngum bið- listum birtast okkur sem tölur. Tölfræði sem sýnir fjölda, aldur, lengd biðtíma, kostnað við aðgerðir og útgjöld í beinhörðum krónum. En á bak við þessar töl- ur er fólk, manneskjur eins þú og ég, lesandi góður. Fólk sem á að baki langt og oft erfitt líf. Nú talar enginn um hvað það hefur lagt til þjóðfélagsins, aðeins „kostnaðinn“ af því. Það gleymist að þetta er fólkið sem vann hörðum höndum að sjálfstæðis- baráttunni, stofnun lýðveldisins og uppbyggingu landsins áratugum saman. Fólkið sem gaf allt til að börn þess og barnabörn mættu eiga betra líf en það sjálft. Það er löngu tímabært að virða aldraða og búa þeim það ævikvöld sem þeir eiga skilið. Það er kominn tími til að segja takk. Hvers eiga aldr- aðir að gjalda? Baldur Ágústsson skrifar um málefni aldraðra Baldur Ágústsson ’Það er löngutímabært að virða aldraða og búa þeim það ævikvöld sem þeir eiga skilið.‘ Höfundur er stofnandi og fv. forstjóri öryggisþjónustunnar Vara bald- ur@internet is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.