Morgunblaðið - 05.04.2004, Page 22

Morgunblaðið - 05.04.2004, Page 22
S einasta áratug og síðan hafa verið unnin þvílík stórvirki í vegamálum að nú er tíma- bært að setja sér ný mark- mið. Það skýrist af því, að innan örfárra ára verða öll kauptún og kaupstaðir komin í gott vegasamband við hringveginn. Af þeim sökum hlýtur verkefni næstu ára að felast í því að stytta vegalengdir og tryggja öryggi í samgöngum. Og svo er það vitaskuld einfaldasta leiðin til að draga úr loft- mengun af útblæstri bíla, en krafa dagsins í dag er, að samgönguyfirvöld hafi það jafnan í huga. Norðurvegur skal hann heita Ég hef ásamt átta þingmönnum öðr- um, Guðmundi Hallvarðssyni, Arn- björgu Sveinsdóttur og Gunnari Birg- issyni úr Sjálfstæðisflokki, Kristjáni L. Möller, Guðmundi Árna Stefánssyni og Einari Má Sigurðarsyni úr Samfylking- unni og Birki J. Jónssyni úr Framsókn- arflokki lagt fram tillögu til þingsálykt- unar þess efnis, að vegagerðinni verði falið að undirbúa og hrinda í fram- kvæmd nauðsynlegum rannsóknum og mælingum til þess að hægt sé að setja veg frá Norðurárdal í Skagafirði um Stórasand til Borgarfjarðar í mat á umhverfisáhrifum svo fljótt sem kostur er. Með því styttist leiðin milli Ak- ureyrar og Reykjavíkur um 42 km. Það er fyrsta skrefið, en síðan kæmi til álita að fara um Kaldadal til Reykjavíkur, sem stytti leiðina um 40 km til viðbótar eða alls um 82 km. Og munar um minna. Til einföldunar höfum við kosið að kalla veginn frá Blöndulóni suður í Borgarfjörð Norðurveg. Hann mun liggja um Stórasand að Réttarvatni og síðan um Hallmundarhraun í Borg- arfjörð. Það eru 72 km og kosta 2,4 milljarða kr. Vegarstæði er gott. Leiðin liggur um hásléttu, sem á 10 km kafla fer yfir 700 metra hæð, en er það fjarri fjöllum, að ekki er að búast við svipti- vindum. Úr Hallmundarhrauni verður síðan ekið niður Hvítársíðuna og munu nauðsynlegar endurbætur á veginum þar kosta um 4 ingsmenn gang kostnaði við No með veggjöldum Frá Kjalvegi Blöndulóns og Skagafjörð og urárdal. Það er milljarða kr. U staðið með þeim Norðurvegi. Stytti eða Vegagerðin h hvernig hægt s milli Akureyrar kemur í raunin greina. Í fyrsta yfir Héraðsvöt hjá Varmahlíð, 3,5 km og kost lagi að taka af með því að fara Ný viðhorf kalla á öryggi og styttingu l Eftir Halldór Blöndal ’Þessu fylgdi líka sá ótvíræði kosturferðafólks dreifðist um landið, en su það farið að láta á sjá vegna örtraðar 22 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S jö ríki í Mið- og Austur- Evrópu, þeirra á meðal þrjú fyrrverandi Sov- étlýðveldi, hafa nú fengið formlega inngöngu í Atl- antshafsbandalagið (NATO). Inn- gangan markar tímamót í sögu Evr- ópu og er skýr vitnisburður um hinar miklu breytingar sem orðið hafa á skipan öryggismála álfunnar á sl. þrettán árum. Þessir atburðir sýna svo ekki verður um villst að gömul leppríki Sovétríkjanna takast nú á við nýja heimsmynd á eigin for- sendum og skipting Evrópu eftir hugmyndafræði Kalda stríðsins á ekki lengur við. Enski sagnfræðingurinn A.J.P. Taylor sagði að í raun hefðu Evr- ópuríkin notið friðar í álíka langan tíma og þau hefðu átt í ófriði og að þau ættu friðarskeiðin valda- jafnvæginu að þakka. Á hinum ótryggu og skamvinnu frið- arskeiðum hlóðst upp spenna sem fyrr eða síðar var losað um með styrjaldarrekstri og mannfórnum. Þetta var gangur sögunnar allt þar til Atlantshafsbandalagið var stofn- að árið 1949. Fáir ættu nú að efast um að stofnun þess var mikið gæfu- spor fyrir Evrópubúa en í 55 ár hef- ur bandalagið tryggt frið og velsæld í Vestur-Evrópu. Þegar litið er til þess að þakka má bandalaginu 55 ára samfellt friðarskeið, sennilega lengsta friðarskeið í sögu Evrópu, er með sanni hægt að segja að NATO sé stærsta friðarhreyfingin og að það hafi breytt gangi sögunnar. Fyrsti valkostur hinna nýfrjálsu þjóða Það er athyglisvert að um leið og ríki Mið- og Austur-Evrópu hristu af sér hlekki Sovétríkjanna og tóku stjórn utanríkismála í eigin hendur, kom í ljós að Atlantshafsbandalagið var fyrsti valkostur þeirra í varnar- og öryggismálum. Hófst þá flókið og vandasamt ferli sem leiddi til þess að Pólland, Tékkland og Ungverjaland fengu aðild að bandalaginu árið 1999. Nú, á 55 ára afmæli NATO, bætast Eistland, Lettland, Lit- haugaland, Slóvakía, Slóvenía, Rúm- enía og Búlgaría í hópinn. Segir það sína sögu að í Búlgaríu a.m.k. var dagur inngöngunnar í NATO gerður að almennum frídegi á vinnustöðum og í skólum svo landsmenn gætu gert sér glaðan dag. En ávinningur er sjaldan án áhættu. Um leið og það er fagnaðar- efni að sjö ríki skuli nú bætast við í hóp aðildarríkja NATO, verður því ekki á móti mælt að með inngöngu þeirra, a.m.k. með aðild Eystrasalts- þjóðanna, er verið að taka ákveðna áhættu hvað varðar samskiptin við Rússland. Sú spurning vaknar óhjá- kvæmilega hvort þessi áhætta sé of mikil í ljósi þess hve mikilvægir hagsmunir eru í húfi. Staða Eystrasaltsríkjanna Fyrir nokkrum dögum lýstu rúss- nesk stjórnvöld yfir því að þeim stæði ógn af inngöngu Eystrasalts- ríkjanna í NATO og hún krefðist viðbragða af þeirra hálfu í her- málum. Ekki er enn ljóst hvort eða með hvaða hætti Rússar standa við þessar hótanir en viðbrögð þeirra gefa til kynna að enn séu þeir ekki sálfræðilega færir um að við sjálfstæði Eystrasaltsríkjan í orði kveðnu. Ekki er nóg m Eystrasaltsríkin séu fyrrve Sovétlýðveldi og margir Rú nánast á þau sem hluta af rú yfirráðasvæði. Í Eystrasalt unum er fjölmennur rússne minnihluti og allt fram til þe hafa rússneskir ráðamenn e lokað beitingu hervalds ef þ til þjóðernisátaka í þessum og þeir teldu fólki af rússne uppruna ógnað. Ekki má gl að öfgaöfl í rússneskum stjó málum, hvort sem þau eru t eða vinstri, spila mjög á stre þjóðerniskenndar í áróðri s Varnar- og öryggismál sn það í víðu samhengi að búa hið versta en vona hið besta bendir til þess að það smám muni takast að þróa lýðræð mannréttindi í Rússlandi í r Enginn veit þó hve langan t mun taka og við blasir að m eru í veginum. Erfitt er að s NATO – friðarh sem breytti gan Eftir Kjartan Magnússon Liðsmenn herja sjö nýjustu aðildarríkja Atlantshafsbandalagsin haldin var við aðalstöðvar bandalagsins í Brussel í tilefni af stæk VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs erviðamikið verkefni en jafnframt metnaðarfullt. Nú liggja fyrir tillögur nefndar um fyrstu skref að því marki. Í skýrslu hennar segir að markmiðið með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sé að vernda stórbrotna náttúru stærsta jökuls Evrópu og jaðarsvæði hans. Árni Bragason, forstöðumaður náttúruverndarsviðs Umhverfisstofn- unar, lýsti fyrsta áfanga með svofelld- um hætti á fundi á Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum: „Þau mörk, sem dregin eru í fyrsta áfanganum eru jökulhettan með jök- ulskerjum eins og staða jökulsins var 1. júlí 1998, þ.e.a.s. þegar lög um þjóð- lendur tóku gildi. Það er einfaldast að nota þau mörk, því þegar óbyggða- nefnd verður búin að úrskurða og dómstólar hafa lokið við að fjalla um ágreiningsefni verða til mjög greinar- góðar upplýsingar um þessi mörk.“ Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs og sterk varðstaða um náttúru þessa svæðis er m.a. veigamikill þáttur í því að sætta þann hluta þjóðarinnar sem á erfitt með að kyngja hinum miklu virkjunarframkvæmdum við Kára- hnjúka við orðinn hlut. Þess vegna er þess að vænta að til- lögum nefndarinnar verði tekið vel. Ein af þeim tillögum er sú, að um- ferð vélknúinna farartækja verði bönnuð á Hvannadalshnjúk. Það er auðvitað sjálfsagt að verða við þeim tillögum. Vélknúnum farartækjum fylgir drasl og óþrifnaður. Það getur varla verið að það sé eftirsóknarvert, að Hvannadalshnjúkur verði fórnar- lamb þeirra einkenna okkar „nútíma- menningar“. HAGSMUNIR HEILDARINNAR – RÉTTUR EINSTAKLINGSINS Réttur atvinnurekenda til aðkrefjast heimildar frá laun-þegum um að þeir gangist fyr- irvaralaust undir læknisskoðun og lífsýnatöku var tilefni umræðna utan dagskrár á Alþingi á fimmtudag. Til- efni þessara umræðna var meðal ann- ars ráðningarsamningar starfsmanna álversins í Straumsvík. Í frásögn Morgunblaðsins af umræðunum á föstudag kom fram að í ráðningar- samningunum væri kveðið á um að all- ir starfsmenn þyrftu að gangast undir læknisskoðun þar sem m.a. yrði leitað að ólöglegum efnum. Auk þess áskildi fyrirtækið sér rétt til að kalla starfs- menn í rannsókn hvenær sem væri á vinnutíma. Rök málsvara álversins eru þau að um sé að ræða vinnustað þar sem allir eigi öryggi sitt undir því að hver og einn sé með fullu ráði. Í um- ræðunum á Alþingi hafði Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar- innar, hins vegar eftir aðaltrúnaðar- manni starfsmanna að heimildin til fyrirvaralausrar lífsýnatöku væri í al- gerri andstöðu við vilja starfsmanna, sem vildu afnema ákvæðið. Í þessu máli stangast á hagsmunir heildarinnar og réttur einstaklingsins og það er fyllsta ástæða til að staldra við. Ekki fer á milli mála að það kemur engum atvinnurekanda við hvað starfsmenn hans aðhafast utan vinnu- tíma. Á móti er það skylda launþegans að láta ekki athafnir sínar utan vinnu hafa áhrif á framlag sitt í vinnunni. Ábyrgð atvinnurekanda á borð við ál- verið er mikil og vitaskuld er það markmið að draga eftir fremsta megni úr slysum á slíkum vinnustað, hvort sem þau eru af tæknilegum ástæðum eða vegna mannlegra mistaka. Þá hlýtur það einnig að vera hagur starfs- manna að vinna að því markmiði ásamt vinnuveitandanum. Þar með leiðir þó heimildin til líf- sýnatöku ekki af sjálfu sér og kemur þar ýmislegt til. Athygli vekur að í heimildinni er kveðið á um að sérstak- lega er talað um að leitað skuli að ólög- legum efnum. Ætla mætti að engu minni hætta stafaði af starfsmanni, sem neytti löglegra efna á borð við áfengi í óhófi. Í umræðunum á Alþingi var einnig sérstaklega talað um hætt- una af ólöglegum vímuefnum, rétt eins og slys, sem rekja mætti til mistaka vegna neyslu löglegra vímuefna, væru af allt öðrum toga. Þá vaknar einnig spurningin um það hvort þetta eftirlit nái til allra starfsmanna, allt frá æðstu yfirmönnum til hinna lægstu, og við- urlög séu þau sömu hver sem í hlut á, eða eigi aðeins við um hina lægst settu. Þá hljóta menn að velta fyrir sér hvernig farið verður með upplýsingar af þessu tagi, hvort lífsýnin verði geymd eða þeim fargað og þá með hvaða hætti. Líka skiptir máli hvernig farið verður með niðurstöður grein- ingar lífsýna. Þó eru þetta ekki meginspurning- arnar. Réttindi einstaklingsins eru ein af meginstoðum réttarríkisins og kveðið er á um þau með eftirfarandi hætti í 71. grein stjórnarskrár lýð- veldisins: „Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúr- skurði eða sérstakri lagaheimild. Það sama á við um rannsókn á skjölum og póstsendingum, símtölum og öðrum fjarskiptum, svo og hvers konar sam- bærilega skerðingu á einkalífi manns. Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sér- stakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalífs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.“ Af þessum orðum er ljóst að krafan, sem sett er fram í ráðningarsamningi álversins, jafngildir „líkamsrann- sókn“ og er ekki sjálfgefin. Í sumum störfum bera einstaklingar meiri ábyrgð á lífi og limum annarra en í öðrum. Þar sem svo er hlýtur að vera eðlilegt að gera starfsmönnum grein fyrir því og einnig láta koma skýrt fram að séu einhverjir í þeirri stöðu að t.d. vímuefnaneysla gæti stefnt fé- lögum þeirra í hættu verði þeim hjálp- að að takast á við þann vanda gefi þeir sig fram af eigin hvötum. Sú leið hefur verið farin á flestum vinnustöðum hafi starfsmenn þurft að fara í áfengismeð- ferð og ætti hið sama að eiga við sé vandinn af völdum annarra vímuefna. Markmiðið er öryggi, en réttur ein- staklingsins hlýtur að krefjast þess að í lengstu lög sé reynt að virða einkalíf hans.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.