Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 25
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 25 En þetta fyrirtæki varð ekki fyrir skakkaföllum eða vandræðum við að ráða Guðrúnu Sveinsdóttur í vinnu. Í stuttu máli varð hún strax frá fyrsta degi í þessari erfiðu vinnu, í pökkuninni, sá fullkomni starfskraft- ur, svo vinsæl og stóð að öllu leyti fyrir sínu, hana vantaði aldrei til vinnu af neinum sökum og hún bað aldrei um frí til neinna bjargráða í vandræðum eða veikindum eða ann- ars vegna barna eða annarra mála. Hún starfaði þarna lengi, en svo seinna vann hún við sauma og prjónaskap hjá fyrirtæki sem lengi var starfrækt í Borgarnesi. Hún hafði frá byrjun þann hæfi- leika að gera alltaf mest úr því sem öðrum fannst hægt minnst og hún skipulagði svo sitt heimili og sínar aðstæður allar að aldrei brást neitt og aldrei var um nein vandræði að ræða. Ég er ekki að halda fram að þessi ár hafi ekki verið erfið fyrir Guð- rúnu. En ég er að segja það og þykist vita nokkuð til, að við, hennar nán- ustu fundum aldrei fyrir að henni liði neitt illa eða hana vantaði neitt. Börnin hennar ólust öll upp hjá henni á litla heimilinu hennar og sama fannst manni, að þeim liði að öllu leyti vel og vantaði ekkert til. Eftir að þau höfðu stofnað sín heimili og flutt sum í aðra landshluta, var hún samt oftast umsetin börnum, barnabörnum og einhverjum barna- barnabörnum og naut ævinnar eins og tök voru en nokkuð heilsubiluð seinustu árin. Hún bjó lengst alein í sínu litla húsi og hafði þá gistingu fyrir börn eða barnabörn og annað skyldfólk sem droppaði stundum inn á leið um Borgarnes. Seinustu árin bjó hún svo á Dval- arheimilinu í Borgarnesi. Hún var sannarlega drottning ættarinnar og líf hennar, þó erfitt væri um tíma, færði henni þá ham- ingju að skila landinu stórum hóp af góðu og elskulegu dugnaðar- og sómafólki sem við fjölskyldan send- um hlýjar samúðarkveðjur við burt- köllun hennar. Helgi Ormsson. Með fáeinum orðum vil ég kveðja elskulega frænku mína Guðrúnu Sveinsdóttur sem verður jarðsungin í Borgarneskirkju í dag. Gunna frænka var einstaklega glettin og skemmtileg kona, hún var ein af þessum hvunndagshetjum sem þurftu að vinna hörðum höndum alla tíð og sjá um hús og heimili líka. Hún upplifði sinn skerf af erfiðleikum í líf- inu, ekki síst er hún stóð uppi ein með fjögur ung börn. Á þeim tíma var samfélagshjálpin kannski ekki eins mikil og í dag og fólk varð ein- faldlega að bjarga sér. Frænka mín gerði það svo sannarlega, hún sá ein fyrir fjölskyldunni og vann við það sem bauðst og oftar en ekki var það erfið vinna. Þegar hún veiktist af krabbameini fyrir rúmum tuttugu árum tók hún því með æðruleysi, fór í aðgerð og náði sér að fullu á eftir. Hún var ótrúlega sterk og dugleg og kom krökkunum sínum upp með miklum sóma. Það var þó aldrei eins mikið að gera hjá Gunnu Sveins, eins og eftir að hún komst á eftirlaun, hún ferðað- ist heilmikið, var sívinnandi við handavinnu og föndur en ekki síst studdi hún börnin sín og barnabörn alla tíð og fylgdist með hverju þeirra fótmáli. Hún vildi sjá um sig sjálf og bjó ein í húsinu sínu þar til fyrir tveimur árum en þá kom í ljós að hún hafði áður pantað sér pláss á Dval- arheimilinu, ef svo ólíklega vildi til að hún þyrfti á því að halda einhvern- tímann! Hún ætlaði ekki að vera öðr- um byrði hún frænka mín en það dásamlegasta við hana alla tíð var húmorinn, hún var létt í lund og sá alltaf spaugilegu hliðarnar á öllu og gerði þannig lífið svo miklu skemmti- legra fyrir okkur hin. Hennar verður sárt saknað en við hugsum til hennar með bros á vör og þakklæti í huga og óskum henni góðrar ferðar. Frændsystkinum mínum, Ásu, Þráni, Ingu, Sveini og fjölskyldum þeirra sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður S. Helgadóttir. ✝ Jón Guðmunds-son fæddist á Ei- ríksstöðum í Svart- árdal í Austur-- Húnavatnssýslu 16. september 1935. Hann varð bráð- kvaddur að kvöldi 28. mars síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Guðmundur Sigfússon, f. 20. maí 1906, d. 27. mars 1993, og Guðmunda Guðmundsdóttir, f. 19. október 1908, d. 30. júlí 1937. Syst- kini Jóns eru Óskar Eyvindur, f. 24. maí 1932, d. 4. janúar 1954, Sigfús Kristmann, f. 4. júlí 1934, og Guðmunda, f. 7. mars 1937. Systkini hans samfeðra eru Er- lingur Snær, f. 3. september 1939, Pétur, f. 17. ágúst 1945, Ingibjörg Guðlaug, f. 7. júní 1948, Ragnheiður, f. 16. desem- ber 1948, Þorbjörn f. 25. sept- ember 1949, Guðrún Sóley, f. 11. desember 1950 og Eyjólfur, f. 16. júlí 1953. Jón kvæntist hinn 2. septem- ber 1962 eftirlifandi eiginkonu sinni, Steinunni Ingimundardótt- ur kennara f. 11. ágúst 1938. Þau stofnuðu heimili sitt í Kópavogi og eignuðust tvær dætur. Þær eru: 1) Harpa, kenn- ari og rithöfundur, f. 16. júlí 1965, gift Kristni Jóhanni Níelssyni, tónlistar- skólastjóra. Börn þeirra eru Telma Björg (dóttir Krist- ins af fyrra sam- bandi), Ragnar, og Þórhildur Steinunn. 2) Svala, fjölmiðla- fræðingur og nemi í stjórnmálafræði, f. 27. nóvember 1966. Jón lauk búfræði- prófi frá Bænda- skólanum á Hólum og varð meistari í rafvélavirkjun frá Iðn- skólanum í Reykjavík. Hann starfaði lengi hjá rafvélaverk- stæðinu Rafver hf. en undanfarin ár starfaði hann hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur og síðar Orku- veitu Reykjavíkur. Jón var hesta- maður og var hann gæðingadómari á hestamanna- mótum í áraraðir. Einnig söng hann í kórum frá barnsaldri og tók meðal annars þátt í óperu- sýningum og flutningi stærri kirkjulegra verka hér á landi og erlendis. Útför Jóns fer fram frá Digra- neskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þú varst tæplega tveggja ára þegar óvænt örlög gripu inn í líf þitt, er móðir þín lést. Þú mundir ekki eftir henni, en mundir vel þeg- ar bíllinn ók úr hlaði er hún var flutt niður á Blönduós. Á vordögum 1960 komst þú heim á Eiríksstaði kvöldið áður en Karla- kór Bólstaðahlíðarhrepps ætlaði í söng- og skemmtiferð til Austur- lands. Þú ákvaðst að skella þér með og þar tóku örlögin aftur í taumana. Á dansleik í Egilsstaðaskógi hitt- umst við, en ég var þá starfandi við sundkennslu á Eiðum. Tveimur ár- um síðar giftum við okkur og var það gæfa mín að eiga þig og dæt- urnar. Í þriðja sinn komu örlögin óvænt inn í líf þitt og nú greiddu þau þungt högg. Við höfðum farið á tón- leika og hitt þar frændur og kunn- ingja. Þaðan lá leið þín til hestanna þinna að gefa þeim kvöldgjöfina, en þar lauk ævi þinni fyrirvaralaust. Hvíl þú í friði. Vor sál er himnesk harpa helgum guði frá. Vér lifum til að læra að leika hana á. Og þeir sem ljúfast leika þau lög sem Drottinn ann. Við komu dauðans kallar í kóra sín hann. (Sr. Gunnar Árnason.) Steinunn. á leiðarenda lítil kapella þar kveiki ég á hvítu kerti fyrir þig sem fórst og gleymdir að kveðja (Ingibjörg Haraldsdóttir.) Það er óhætt að segja að pabbi hafi lifað tímana tvenna. Hann fæddist í torfbæ á Eiríksstöðum í Svartárdal og ólst þar upp í stórum systkinahópi. Síðar flutti hann til höfuðborgarsvæðisins, en alltaf leit- aði hugurinn norður. Skólaganga pabba í sveitinni var í höndum farkennara, en þrátt fyrir stopult grunnskólanám gekk honum vel í skóla. Þannig hóf hann bú- fræðinám í Bændaskólunum á Hól- um á miðjum vetri og náði að vera efstur á prófi um vorið. Hugur hans stóð til háskólanáms, en þess í stað las hann utanskóla við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófi í raf- vélavirkjun. Pabbi byrjaði að syngja í kirkju- kór Bergstaðakirkju á barnsaldri og söng þar ásamt bróður sínum Sigfúsi. Þeir áttu ekki langt að sækja söngáhugann, því Guðmund- ur afi var einn af stofnendum Karlakórs Bólstaðahrepps ásamt bróður sínum Pétri, og Guðmunda amma stjórnaði fyrstu tónleikum kórsins. Söngurinn var alltaf snar þáttur í lífi pabba og hann söng með hinum ýmsu kórum. Í stað Bítlanna eða harmonikkulaga hljómaði kórsöng- ur á heimilinu og við lærðum með honum heilu aríurnar og kaflana úr kórverkum. Pabbi tók einnig þátt í uppfærslum á óperum og oft feng- um við systurnar að vera baksviðs og fylgjast með á æfingum eða á tónleikum. Auk kórstarfsins var hesta- mennskan hans líf og yndi, enda ólst hann upp við hrossarækt. Alltaf var það viðburður þegar hrossin voru tekin í hús, og á sumrin var farið á hestamannamót þar sem pabbi var oftar en ekki gæðinga- dómari. Fjölskyldan fór líka tals- vert í útilegur og það var gaman að ferðast með pabba um landið, því hann þekkti svo vel söguna og gat sagt okkur hvaða atburðir tengdust þeim slóðum sem við fórum um. Pabbi var afskaplega vel lesinn og hann safnaði bókum, sérstaklega ljóðabókum og sagnfræðiritum. Hann var hagmæltur og átti auðvelt með að setja saman smellnar vísur, þó hann væri ekki mikið fyrir að flíka þeim. Hann taldi sig ekki sér- staklega handlaginn, en það var sama hvort leggja þurfti parket, flísaleggja eða gera við bíl, allt gerði hann jafnvel. Hann var líka afar greiðvikinn og taldi aldrei eftir sér að leggja öðrum lið. Sveitapilturinn úr Svartárdalnum fór víða um heiminn á ævinni. Hann og mamma fóru fyrir tæpum 40 ár- um í heimsreisu með Karlakór Reykjavíkur og í þeirri ferð komu þau meðal annars til Egyptalands. Fyrir fjórum árum fór ég með pabba og mömmu á gamlar slóðir til Egyptalands, og var það ein skemmtilegasta ferð sem ég hef farið í. Við pabbi töluðum einnig um að fara einhvern tímann saman til Mexíkó, lands sem ég hafði komið nokkrum sinnum til en hann aldrei. Fyrir tæpum sex árum keypti pabbi sumarbústaðaland nálægt Laugarási í Biskupstungum og gaf mömmu í sextugsafmælisgjöf. Þau reistu lítinn bústað og eyddu þar mörgum helgum og sumarfrísdög- um. Þar ætluðu þau líka að eyða páskunum þetta árið, en ekkert varð úr þeim áformum. Þegar ég kvaddi pabba minn eftir jólafrí á Íslandi datt mér ekki í hug að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi. Pabbi talaði stundum um það að hann vildi ekki verða sjúklingur og honum varð að ósk sinni. Hann eyddi síðasta deginum eins og hann lifði, með mömmu, tónlistinni og hestunum. Ég minnist pabba eins og hann var þegar ég sá hann á Keflavík- urflugvelli um jólin. Hávaxinn og grannur í gallabuxum og leður- jakka, léttur í hreyfingum og fullur af lífskrafti. Þó að hann væri kom- inn vel yfir sextugt leit hann út fyr- ir að vera um áratug yngri. Þannig vil ég muna hann, alltaf. Svala Stundum er erfitt að skilja þetta líf og takast á við veruleika hvers- dagsins. Engin trygging er fyrir því að morgundagurinn innihaldi ekki áfall og sorg. Þegar tilkynning barst um að Jón bróðir væri farinn og það hefði gerst eins og hendi væri veifað var maður svo óvarinn. Enginn hafði reiknað með að komið væri að kveðjustund. Á slíkri stundu leitar hugurinn til þess liðna, fyrst norður í Svartárdal þar sem við ólumst upp í stórum systkinahópi. Þegar ég man fyrst eftir Jóni var hann farinn að taka ábyrgð á búrekstri á Eiríksstöðum með föður okkar og gekk til þeirra starfa með sama áhuga og eljusemi sem einkenndi hans störf alla tíð. Ein af æskuminningunum eru hrossin hans Jóns en hann hafði snemma áhuga á hestum. Sá áhugi fylgdi honum meðan hann lifði og hans síðasta verk var að fara í hest- húsið. Hann átti snemma góða hesta og það mótaði hann sem hestamann og gerði það að verkum að hann átti erfitt með að þola hross sem ekki höfðu hæfileika. Hann hafði hinsvegar þolinmæði til að bíða eftir því besta hjá hestinum ef hann hafði trú á að hæfileikarnir væru til staðar og uppskar oft sam- kvæmt því. Tónlist höfðaði sterkt til Jóns og var hann þátttakandi í allmörgum kórum. Hann gerði miklar kröfur til flytjanda og þoldi illa óvandaðan flutning, oft fannst manni hann vera nokkuð harður í dómum sínum, en það stafaði af hversu næmt eyra hann hafði fyrir tónlist. Það var gaman að ræða um bók- menntir við Jón, hann las alla tíð mikið, var vel að sér og hafði ákveðnar skoðanir bæði á höfund- um og stíl. Síðast þegar við hitt- umst áttum við smá umræðu um Njálu. Ég reyndi að standa mig og hafa skoðun á öllu sem um var rætt en hefði betur látið ógert. Í forn- sögum var hann á heimavelli og þekkti þær út og inn, ég hinsvegar lítið lesinn en hafði nýlokið við að sjá kvikmynd um valda kafla úr Njálu. Jón var fyrst og fremst góður faðir og vinur þeirra sem fengu tækifæri til að kynnast honum. Hann reyndist öllum vel sem leit- uðu til hans og hafði sterka réttlæt- iskennd bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Hann þoldi ekki óheið- arleika og gerði ríkar kröfur til þeirra sem tóku að sér ábyrgð í samfélaginu. Hann hafði sterka fé- lagslega vitund og sérhagsmunapot á kostnað samfélagsins var eitur í hans beinum Það er gott að hafa fengið tækifæri til að njóta sam- vista við góðan bróður á langri sam- leið og eiga góðar minningar þar sem ekkert skyggir á. Það er því erfitt að þurfa að kveðja og sárt að sætta sig við að sú samleið verður ekki lengri. Ég sendi Steinunni, Hörpu og Svölu mínar innilegustu kveðjur á erfiðri stund. Þorbjörn Guðmundsson. Höggdofa yfir óvæntri dánar- fregn um vin okkar Jón Guðmunds- son sendum við Steinunni, börnum og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur, þar sem við verð- um ytra á útfarardegi hans. Jón þekktum við fyrst sem söng- félaga í tenór Pólýfónkórsins, og Steinunni þaðan raunar líka, síðan sem hestamann í Kópavogi, og hana sem samkennara. Loks kom sér vel að eiga hann að, þegar á bjátaði í rafmagni. Í þessum hlutverkum kom hann fyrir sem samnefnari flests hins besta í fari og inngróinni menningu hins íslenska sveita- og alþýðumanns, ætíð fullur hógværð- ar og frétta af mönnum og mál- efnum, söngmennt og hestaíþrótt- um. Segir það ekki nokkuð, að við skyldum fara að sakna þess, að eitt- hvað yrði að rafmagninu? Blessuð sé minning hans og blessun huggunar yfir fjölskyld- unni. Rósa og Bjarni Bragi. Vor sál er himnesk harpa helgum Guði frá við lifum til að læra að leika hana á. Og þeir sem ljúfast leika, þau lög sem Drottinn ann, við komu dauðans kallar í kóra sína hann. (G.Á.) Lífsharpan hans bróður míns hafði ljúfan hljóm. Mikið hefur himnaföðurnum legið mikið á að fá hann í kórinn sinn, að kalla hann svona snöggt til sín. Og víst er að hann verður liðtækur þar sem ann- ars staðar. Jón var alinn upp við söng frá frumbernsku, því að á æskuheimili okkar var sungið flesta daga. Hann gekk til liðs við Karlakór Bólstaðar- hlíðarhrepps um leið og hann hafði aldur til og söng hann meðal annars með honum bæði sem einsöngvari og í kvartett. Jón hafði fallega ten- órrödd og var einstaklega lagviss og smekkmaður á söng og var því eftirsóttur kórmaður. Eftir að hann flutti suður yfir heiðar lagði hann ýmsum kórum lið og var vel liðtæk- ur hvar sem hann fór. Jón hafði yndi af góðum bókum og átti mikið af þeim. Hann safnaði t.d. bókum eftir sveitunga okkar, sem er skemmtilegt safn. Og engan hef ég þekkt sem var hraðlæsari en hann, en mundi samt allt sem hann las. Hann var einstakur námsmaður og þegar hann var á Bændaskól- anum á Hólum tók hann hæsta próf sem þá hafði verið tekið við skól- ann. Eitt af hans áhugamálum var hestamennska, sem veitti honum mikla ánægju. Hann var um langt skeið dómari á gæðingamótum og þar sem annars staðar kom fram samviskusemi og réttlætiskennd sem einkenndi hann öðru fremur. Það var gott að alast upp með Jóni, hann passaði vel upp á litlu systur. Ef bræðurnir hlupu á undan þá sneri hann við og náði í mig svo ég væri ekki skilin eftir. Og eins þegar við duttum í vök í bæjar- læknum, þá lá hann hálfur á kafi en hélt mér uppúr svo ég blotnaði ekki. Þetta var hans venja, að hjálpa minnimáttar. Einn sólbjartan sumardag, heima á Eiríksstöðum, gekk Jón að eiga eftirlifandi eiginkonu sína, Stein- unni Ingimundardóttur. Dagurinn var fagur og gaf fyrirheit um fram- tíðina. Eftir að þau stofnuðu heimili í Kópavogi, stóð það öllum í fjöl- skyldunni opið og öllum var tekið af sömu alúð. Jón var einstakur heim- ilisfaðir og mikil var gleðin þegar barnabörnin komu. Það er sárast að þau skuli ekki fá að njóta síns frá- bæra afa lengur. Elsku Steinunn, Harpa og Svala; megi minning um einstakan mann létta ykkur söknuðinn og hjálpa ykkur að takast á við lífið án hans. Ég er þakklát fyrir að hafa átt hann sem bróður. Guðmunda Guðmundsdóttir. JÓN GUÐMUNDSSON Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsing- um um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í greinunum sjálfum. Formáli minning- argreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.