Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 28

Morgunblaðið - 05.04.2004, Side 28
MINNINGAR 28 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Við Sólgötu á Ísafirði árið 1922 fæddust tvær stelpur með tveggja mánaða millibili. Önnur var Fjóla á Sólgötu 5 og hin var ég á Sólgötu 7. Fjóla bjó í húsi sem var nefnt Halldórshús eftir afa hennar þar bjó hún með mömmu sinni, móðursystrunum Áróru og Möggu og afa sínum og ömmu. Við vorum ekki háar í loftinu þegar sam- skipti okkar hófust sem strax þróað- ist upp í vináttu sem átti eftir að end- ast ævina út. Halldórshús var í mörg ár sem mitt annað heimili og alltaf fann ég mig velkomna þar. Þetta var menningarheimili, fjölskyldan var drifkrafturinn í leiklistarlífi bæjar- ins og tónlist og listir almennt í há- vegum hafðar. Vinátta okkar Fjólu veitti mér ótal tækifæri sem annars hefðu ekki boðist mér og fyrir það er ég þakklát. Ég fékk að fljóta með á leikæfingar og sýningar, í skógar- ferðir og fleira sem fjölskyldan stóð fyrir. Í Halldórshúsi var til dæmis mikið spilað á spil, nokkuð sem tíðk- aðist ekki á mínu heimili nema kannski á jólum. Fjóla var heilsteyptur og sterkur persónuleiki sem gott var að þekkja. Hún var glaðlynd og með einstak- lega fallegt bros. Hún var góðgjörn en ákveðin og með sterka réttlæt- iskennd. Hún var mikill fagurkeri, listræn og rík af hæfileikum á því sviði. Heimur bernskunnar var stór í okkar huga. Við Sólgötu voru tvö samkomuhús, húsmæðraskóli, prentsmiðja, frystihús og kirkjan og kirkjugarðurinn var beint fyrir aftan húsin okkar. Heill ævintýraheimur fyrir börn. Við lékum okkur saman öllum stundum. Uppi á háalofti í Halldórshúsi í búinu hennar að öllu fágæta dótinu sem hún átti, fórum niður í fjöru að tína sjóslípuð gler og annað fínirí sem við bárum í búið okkar og stóðum fyrir jarðarförum látinna fugla með tilheyrandi messu- gjörðum. Fjóla var alltaf sérstaklega fallega klædd og fékk meira en flest börn í bænum á þeim tíma, bæði af dóti, fötum og tækifærum enda var hún eina barnið á heimilinu. Aldrei var hún nísk á sitt og deildi sínu hik- laust með öðrum. Þannig var hún alla tíð. Fjóla fór snemma að læra á píanó og æfði sig samviskusamlega. Hún lagði píanóleikinn aldrei á hill- una og var mikill tónlistarunnandi alla tíð. Halldóra mamma hennar var ærleg og góð kona, minningin um hana er sterk. Hún var lærður ljós- myndari og vann á Simson ljós- FJÓLA SIGMUNDSDÓTTIR ✝ Fjóla Sigmunds-dóttir fæddist á Ísafirði 30. apríl 1922. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstu- daginn 27. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 10. mars. myndastofunni á Ísa- firði. Hún var mér sérstaklega velviljuð, fylgdist með mér af áhuga og réð mér oft heilt. Hún ól Fjólu fal- lega upp og þótt Fjóla fengi meira en flest börn gætti hún þess að hún spilltist ekki og lærði á sanna mann- kosti og gildi vinátt- unnar. Við Fjóla héld- umst samtíða á Ísafirði okkar æsku og ung- lingsár, síðan tóku við fullorðinsárin. Fjóla lærði til meistara í hárgreiðslu, flutti til Reykjavíkur og stofnaði hár- greiðslustofuna Pírólu. Ég heyrði nokkra lærlinga hennar rifja það upp að Fjóla hefði ekki bara kennt þeim hárgreiðslu á sínum tíma, held- ur líka tekið þær í menningarlegt uppeldi. Hún lagði ekki síður áherslu á að þær auðguðu anda sinn og kenndi þeim að meta tónlist og aðrar fagrar listir. Síðan giftist hún Hall- dóri Péturssyni, teiknara og listmál- ara. Þau eignuðust þrjú börn sem öll komust vel til manns og áttu líflegt og fallegt heimili. Ég flutti líka ung til Reykjavíkur, stofnaði heimili og eignaðist stóra fjölskyldu sem tók tíma minn allan. Annríki daganna aftraði okkur frá því að hittast jafn- oft og við hefðum kosið en alltaf fylgdumst við vel hvor með annarri og vorum til staðar fyrir hvor aðra þegar á þurfti að halda. Þegar ég frétti um andlát Fjólu var slegið á djúpan streng í hjarta mínu, streng sem nær allt aftur til minna fyrstu minninga. Ég gerði mér þá svo ljós- lega grein fyrir dýpt vináttu okkar og hve stóran sess hún átti í hjarta mínu. Ég á margar dýrmætar minn- ingar frá æskuárunum á Ísafirði, bæði af fólki og atburðum. Fjóla, mamma hennar og fjölskyldan öll í Halldórshúsi eiga ekki minnstan þátt þar í. Ég á ljósmynd sem Hall- dóra, móðir Fjólu, tók af okkur þeg- ar við vorum fimm til sex ára. Fjóla í upphlut með skotthúfu, ég í skokk og dálítið feimin, báðar með dreyminn svip horfandi framhjá myndavélinni eins og fram í ókominn tíma. Þessa mynd hef ég geymt vel alla tíð og er hún mér kærari en margir aðrir hlutir sem ég á. Ég kveð þig, kæra vinkona, með þakklæti fyrir ævilanga vináttu og tryggð, minningin lifir á besta stað, Guð blessi þig. Börnin þín og fjöl- skyldur þeirra bið ég Guð að styrkja í sorginni. Þín vinkona Kristín Kristjáns. Missagt er í minningargrein um Fjólu að þau Halldór hafi sungið saman í Þjóðleikhúskórnum. Hið rétta er að þau sungu saman í Tón- listarfélagskórnum. Beðist er vel- virðingar á þessu. Víðerni landsins hýsir náttúrperlurnar og þar flýgur haförn- inn fugla hæst í hásal vinda, þegar aðrir sér það láta lynda að leika syngja kvaka og synda eins og segir í kvæðinu. Veturliði var eins og haförninn, sveif hæst í lífsstemmningunni óbeislaður og frjáls, gull af manni, listamaður frá toppi til táar. Það var svo magn- að hvernig Veturliði lifði sig inn í það sem hann var að fást við, lék á als oddi þegar hann var að brjóta til mergjar spurningar lífsgátunnar og hann gat alltaf fagnað, því hann fann svörin og kom ekki á óvart með slíkt fullfermi af greind að út úr flóði. Veturliði vinur minn hafði svo fal- lega hugsun að hvert samtal varð eins og ljóð, eins og leikhús og hann hafði svo gaman af lífinu. Stundum tefldi hann á tæpasta vað í ævintýr- inu, tapaði áttum andartak því það bjó í honum svo mikið flæði og frumhugsun. Veturliði var glæsi- menni og konur hópuðust að honum því hann var alltaf eins og riddari á hvítum hesti þótt enginn væri hest- urinn. Það var skemmtilegt að VETURLIÐI GUNNARSSON ✝ Veturliði Gunn-arsson listmálari fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 15. október 1926. Hann lézt á Hrafnistu í Reykjavík 9. marz síðastliðinn og var útför hans gerð frá Háteigskirkju 19. marz. flökta um með Vetur- liða, hann var svo traustur en samt svo villtur. Handtakið hans var fágætt. Það var svo þétt og fast að það var eins og maður hefði lent í stóru járnaklipp- unum í Skipasmíðastöð Marselíusar á Ísafirði. Málverk Veturliða báru vott stemning- unni sem í honum bjó hvort sem það voru sver og litglöð línuform fjallanna fyrir vestan eða blíðskapaður byrð- ingur bátsins sem var orðinn lúinn af lemstri veðra. Einu sinni fékk ég Veturliða til þess að koma með málverkasýningu til Færeyja. Málverk hans rímuðu að mörgu leyti við færeyska mál- verkið. Á leiðinni til Þórshafnar lentum við í snarphvössum vindi og Tröllkonufingur framundan. Við vorum með málverkin á pallbíl og allt var við að fjúka. Veturliði sagði að það skipti engu, það yrði flott sýning að sjá málverkin á flugi milli fjallanna. Þannig var Veturliði bein- tengdur í náttúrufegurðina. En allt gekk slysalaust að lokum og Vet- urliði fékk dúndrandi viðtökur í Listaskálanum í Þórshöfn. Eitt sinn var ég að taka viðtal við Veturliða í Kjarvalsstöðum þar sem hann var að opna sýningu, en skyndilega skall yfir gott dæmi af hrifnæmi hans. Glæsileg kona með stór brjóst stormaði inn í salinn til móts við Veturliða. Hann spratt á fætur, sigldi að konunni og fagnaði henni innilega um leið og hann sagði: „Þú færð mynd, þú ert með svo falleg brjóst, þú færð tvö mál- verk út á bæði brjóstin“ og svo brosti hann eins og fermingardreng- ur með eina af gjöfunum sínum. Þegar Veturliða fannst gaman þá var svo gaman, því það var allt gefið í það. En það dró ský fyrir sólu af eld- um sem brunnu á heimili hans, óvænt slys og erfitt, en það var eins og eitthvað brynni í honum sjálfum. Haförninn lækkaði flugið. En hand- takið var það sama, heillandi mál- verkið, heillandi maður. Veturliði Gunnarsson var í rauninni eins og fjalllendi á ferð. Honum fannst líka svo flott þegar hann ræddi við bónd- ann í grennd við Grindavík og bónd- inn bauð honum húsið sitt til kaups og bætti svo við með hægðinni, „og svo fylgir Keilir með“. Það var svo mikið sem fylgdi Vet- urliða. Til að mynda þegar hann nálgaðist sjálfvirkar dyr þá opnuð- ust þær löngu áður en hann kom að þeim. Slíkir töfrar fylgdu Veturliða Gunnarssyni. Það er mikill söknuður að Vet- urliða manninum og listamanninum sem var svo sérstakrar gerðar þótt á öllu sé von í ætt hans sem býr yfir einstaklega listrænu fólki, bæði í verkum og ekki síst í útliti. Þegar maður hittir ættbogann, er eins og maður sé kominn á fund hjá lista- akademíu. Megi bylgjur eilífðarinnar fanga gleði listadrengsins góða, megi handtak hans lærast meðal manna, handtak sem virkaði eins og maður væri kominn í heimahöfn af úfnu hafi. Góður Guð verndi Veturliða í málverki nýrra vídda, verndi vini og vandamenn, verndi minninguna um frábæran mannkostamann sem rím- aði við víðernin. Árni Johnsen. Sólarmegin í lífinu sigldi Garðar Sigurðs- son hvunndagsfleyi sínu áratugina fram yfir miðjan aldur, en þá skall skúr í flekkinn. Það var ógnvænleg skúr svo aldrei þorn- aði, en lífsblómin sölnuðu hægt og sígandi. Það var sárara en tárum tók. Garðar Sigurðsson var frábær félagi og maður var alltaf stoltur af honum. Hann var skemmtilegur, glæsilegur, ráðagóður og sérlega hnyttinn í tilsvörum og innskotum í mannlífsspjallinu og hinu póli- tíska argaþrasi. Hann hikaði ekki með sinn beinskeytta stíl hvort sem hann kallaði svokallaða sam- herja pappírstígrisdýr ef honum líkaði ekki málflutningur þeirra eða spurði ágætan ræðumann úr sama hópi að því í ræðupúlti Al- þings hvað hann væri að tala um möskvastærð veiðarfæra, maður sem hefði aldrei kynnst neinum möskvum utan möskvum í hárneti. Garðar var sérlega úrræðagóð- ur, ekki maður sérlega mikilla at- hafna, en stíll hans, hugsun og framsetning, hleypti byr í seglin, hvatti til dáða og árangurs. Garðar tók afstöðu eins og skipstjórinn í brúnni og notaði lúkarsstílinn í framsetningu. Þá var hann allt í senn, skjótráður, skemmtilegur og skínandi persónuleiki sem svo auð- velt var að dást að. Stundum var húmorinn hans á gráa svæðinu, en menn verða nú að eiga sínar stundir í lúkarnum eftir vaggið og veltuna til sjós og lands. En inn- skotin hans voru alltaf djúp, aldrei GARÐAR SIGURÐSSON ✝ Garðar Sigurðs-son fæddist í Reykjavík 20. nóv- ember 1933. Hann andaðist á Hjúkrun- arheimilinu Skjóli í Reykjavík hinn 19. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. mars. froðusnakk. Þau meiddu aldrei, en vöktu alltaf til um- hugsunar á beittan en gamansaman hátt. Garðar hafði ein- staklega fallegan og sterkan augnsvip og það var mikið karma sem fylgdi augunum hans eins og þegar stirnir á úthafið, eitt- hvað fjarlægt og óráð- ið, en samt svo nálægt og hlýtt. Garðar bar í sér blæ Vestmannaeyja, öll birtuskilin frá austri til vesturs. Þegar menn reyna að fara hraðar en sólin verður það afkáralegt. Garðar fór aldrei hraðar en sólin, en ekki heldur hægar, en hann naut reynslunnar sem sjómaður í lífsstíl sínum, hagaði seglum eftir vindi og beitti stundum all djarft til árangurs, ekki síst fyrir þá sem minna mega sín og fyrir sjómenn og fjölskyldusamfélag sjómanna. Garðari var ekki tamt að láta póli- tískar leikfléttur villa sér sýn. Ef hann sá til sólar í máli þá fylgdi hann því sama hver kom með mál- ið fram. Þannig var hann réttsýnn og stórhuga, en stundum ófyrir- leitinn. Hann bar í sér blæ Vest- mannaeyja sagði ég, því það bjuggu í honum öll veður, blíðan í sól út við Eyjar blár, brimhnefinn í grimmustu suðvestanáttinni á bjargveggi Stórhöfða og allt þar á milli. Það voru líka jafnmiklar and- stæður í augunum hans þegar svo bar undir en það var alltaf stutt í hans bjarta bros. Brosið hans, augna og vara og orðin hans voru sjarminn sem allir féllu fyrir sem kynntust honum hvort sem það var í hversdagsbaráttunni, kennsl- unni, á sjónum sem hann sótti alla tíð eða í pólitíkinni, hvað þá á góð- um stundum. Ég kynntist Garðari í rauninni ekki vel fyrr en við fórum að vinna saman á Alþingi, þekkti hann fram að því í rauninni aðeins eins og maður þekkir fjöllin sín úr fjar- lægð. En við urðum vinir á einu andartaki, með einu augnmáli. Það voru hlunnindi að vera með honum í áhöfn þótt við ynnum ekki form- lega á sama dekki. Á milli okkar bar aldrei skugga og við treystum hvor öðrum fullkomlega. Stundum sagði Garðar við mig: „Þú sérð bara um þetta fyrir okkur báða.“ Það var skemmtilegt. Það titrar alltaf í taugum hvað Garðar tók það nærri sér hvernig sumir samherja hans á Suðurlandi gengu á lagið gegn honum þegar hann veiktist illa í baki á besta aldri og var úr leik eins og sagt er um tíma. Þá var gerð að honum pólitísk atlaga innan dyra sem hratt honum úr þingsæti. Þetta var honum ákaflega þungbært og í rauninni þoldi hann þetta ekki eins og allt hans fólk veit, því dreng- lyndi hans inn við beinið var svo heilsteypt og í honum bjuggu svo fíngerðar tilfinningar þótt skráp- urinn væri harður. Í hjarta mínu er ég sannfærður um að þessi kafli í lífi Garðars veikti hann fyrr en skyldi gegn þeirri vá sem yfir vofði þegar sólblómin fóru að sölna og hvorki réð lengur brjóstvit eða dómgreind. Hve oft fer ekki úr böndunum sú skylda að menn hafi aðgát í nærveru sálar? Það fór langur tími í að halda sjó eftir að veikindin skullu yfir, langur tími veraldar sem er full af óvissu, því hver þekkir hjartað sem bak við býr og brjóstið sem undir slær, eins og Ási í Bæ orðaði það. Það hefur verið erfitt fyrir fjöl- skyldu, vini og vandamenn, að þreyja þorrann án þess að birti til í lífi ástvinar, en öll alúðin í hugs- un og bænum hefur hjálpað til og það er í rauninni stórkostlega fal- legt ævintýr hvernig hún Begga, þessi glæsilega og bjartleita kona, fylgdi manni sínum leiðina á enda, gætti hans og var hans vernd- arengill í stóru og smáu. Góður Guð gefi fjölskyldu og vinum Garðars hlýju og styrk í minning- unni um magnaðan persónuleika. Garðar Sigurðsson er einn þeirra manna sem maður saknar alltaf. Hver vill ekki njóta þess í lífinu að vera sólarmegin. Árni Johnsen. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.