Morgunblaðið - 05.04.2004, Blaðsíða 29
HESTAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 29
Þ
að virtist nokkuð ljóst að
lokinni forkeppni hvar
sigur í ístöltinu myndi
lenda að þessu sinni því
frammistaða Lydíu frá
Vatnsleysu og Björns Jónssonar var
með þeim hætti að erfitt myndi fyrir
keppinautana að slá þeim við. Og sú
varð raunin því strax í fyrsta hluta
úrslitanna í hæga töltinu tóku þau
forystuna og héldu henni keppnina
út í gegn. Óhætt mun að fullyrða að
Lydía sé athyglisverðasta hrossið
sem sést hefur í Skautahöllinni enda
einkunnir þær hæstu sem gefnar
hafa verið hingað til. Í forkeppni
hlutu þau 8,97 og 9,23 í úrslitunum.
Að vísu verður að taka tillit til þess
að á þessum vettvangi hafa dómarar
verið nokkuð frjálslegir í einkunna-
gjöf enda ekki um að ræða við-
urkennda keppnisgrein. En það
dregur enganveginn úr frábærri
frammistöðu þeirra á svellinu.
Hryssan var geysigóð hjá Birni,
fóta- og höfuðburður mjög góður en
það sem kannski lagði grunn að sigr-
inum öðru fremur var hversu örugg
hún var á ísnum. Þau Björn og
Lydía eru engir nýgræðingar á
skautasvelli og sigruðu meðal ann-
ars á Stjörnutölti sem haldið var á
Akureyri fyrir ekki löngu síðan.
Hart barist um annað sætið
Meiri spenna ríkti um annað sætið
þar sem tveir fyrrverandi Ístölts-
sigurvegarar háðu harða keppni,
annars vegarHans Kjerulf sem
mætti nú á nýjan leik með Laufa frá
Kollaleiru, en á síðasta ári sigraði
hann á Hirti frá Úlfsstöðum og hins
vegar sigurvegararnir frá 2002, Sig-
urbjörn Bárðarson og Markús frá
Langholtsparti sem veittu þeim
Hans og Laufa verðuga keppni því
aðeins munaði 0,01 stigi á þeim þeg-
ar upp var staðið.
Í fjórða sætið varð svo ungur
knapi Þórdís Gunnarsdóttir sem
keppti á Goða frá Auðsholtshjáleigu
en fyrr um kvöldið höfðu þau borið
hæstan hlut í B-úrslitum keppn-
innar. Í fjórða sæti hafnaði svo
Theódór K. Ómarsson á afar at-
hygliverðum hesti, Greifa frá Garðs-
horni sem er átta vetra, undan Þorra
frá Þúfu og Perlu frá Garðshorni.
Í B-úrslitum sigruðu Þórdís og
Goði eins og áður sagði og skutust
þar með upp fyrir Christine Lund á
Trymbli frá Glóru, hlutu Þórdís og
Goði 8,46 en sú norska 8,39. Hinrik
Bragason kom næstur á nýjum
hesti, Sjarma frá Skriðuklaustri.
Viðar Ingólfsson á Tuma frá Stóra
Hofi og Þorvaldur Árni Þorvaldsson
á Rökkva frá Hárlaugsstöðum urðu
jafnir í í áttunda og níunda sæti.
Íslenski hesturinn á OL?
Tveir sérstakir heiðursgestir voru
á Ístöltinu að þessu sinni, þeir Al-
berto Zembarnardi og Fabrizio
Audognotto framkvæmdastjórar
skipulagsnefndar vetrarólymp-
íuleikanna í Torino á Ítalíu. Erindi
þeirra til landsins var eins og kunn-
ugt er af fréttum að skoða íslenska
hestinn á ís með það í huga að hann
verði í einu af sýningaratriðum við
setningu leikanna. Auk þeirra voru
þeir Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra og Jónas R. Jónsson,
umboðsmaður íslenska hestsins,
gestir.
Sett var á sérstök sýning fyrir
ítölsku gestina þar sem boðið var
upp á breiðfylkingareið með ítalska
og íslenska fánann auk kyndla. Þá
var atriði með pilti sem skautaði við
hlið hestsins þar sem hann stökk á
bak og af baki hestsins á víxl. Í
fyrsta skipti var vekringum rennt í
gegnum höllina en vísast hafa þeir
sprettir farið fyrir ofan garð og neð-
an hjá ítölsku gestunum sökum stað-
setningar þeirra. Að endingu reið
Sigurbjörn Bárðarson Hirti frá
Hjarðarhaga í myrkvuðum salnum
með stjörnuljós á öllum fótum hests-
ins. Sjálfsagt sýnist sitt hverjum um
þetta hraðsoðna ólympíuatriði því
fullyrða má að oft hafi verið boðið
upp á tilkomumeiri sýningaratriði
frá því innanhússsýningar á hestum
hófust hér á landi. Hinsvegar mátti
heyra á þeim ítölsku að sjálf keppnin
hefði ekki síður vakið áhuga þeirra.
Björn Ólafsson frá Þúfu í Kjós er
upphafsmaðurinn að því að fá þessa
ágætu gesti og sagði að þeir hefðu
verið ánægðir með heimsóknina
hingað en vissulega gætu þeir ekk-
ert sagt um það á þessari stundu
hvort íslenski hesturinn hlyti náð
fyrir augum þeirra og inngöngu-
heimild á ólympíuleikana. „Þeir
kvöddu mig altént með orðunum
„Sjáumst í Torino“ hvað svo sem það
þýðir,“ sagði Björn og hló innilega.
Það yrði svo sannarlega saga til
næstu bæja ef íslenski hesturinn
kemst inn á þessa sýningu í Torino
og án efa mesta og besta auglýsing
sem hann hefur nokkru sinni hlotið.
En við bíðum spennt og sjáum hvað
verður.
Ístöltið stendur vel undir
merkjum
Ístöltið hefur verið einn af vinsæl-
ustu viðburðum á sviði hesta-
mennskunnar frá 1998 og verður
ekki annað séð en keppnin nú hafi
staðið vel undir merkjum. Aðsókn
góð að venju og hestakosturinn svip-
aður og verið hefur. Nú var breytt
um val hrossa inn á keppnina og
varð meginþorri keppenda að taka
þátt í sérstakri úrtöku til að komast
inn og virðist það ekki hafa neikvæð
áhrif á gæði hrossanna.
En ísveislu hestamanna er ekki
enn lokið þótt vetur konungur sé nú
lagður á flótta því um næstu helgi
flautar landsliðsnefnd Landsam-
bands hestamannafélaga til leiks í
Egilshöllinni þar sem boðið hefur
verið til leiks mörgum af bestu reið-
mönnum Íslands. Má ætla að ekki
verði spennan síðri þar en á Ístölt-
inu.
Ístöltið í Skautahöllinni í Reykjavík
Leikandi létt hjá
Lydíu og Birni
Leikurinn virtist létt-
ur fyrir Lydíu frá
Vatnsleysu og Björn
Jónsson þegar kunnir
knapar og úrvals gæð-
ingar reyndu með sér
á Ístöltinu á laug-
ardag í skautahöllinni
í Reykjavík. Valdimar
Kristinsson norpaði á
hinum kalda klaka
hallarinnar og fylgdist
með spennandi
keppni.
Morgunblaðið/Vakri
Björn fór klyfjaður verðlaunum heim, tveir stórir bikarar, eitt hundrað
þúsund krónur í peningum, hnakkur og dekkjagangur undir bílinn.
Stjörnur kvöldsins á fullri siglingu; Lydía og Björn, bæði frá Vatnsleysu.
Hin unga Þórdís Gunnarsdóttir á Goða frá Auðsholtshjáleigu vann í B-
úrslitum og vann sig upp um eitt sæti í A-úrslitum.
Christine Lund og Trymbill frá Glóru voru með góða stöðu eftir forkeppni
sem þó dugði þeim ekki til þátttöku í A-úrslitum.
LANDSSAMBAND hestamannafélaga hefur
nú auglýst eftir mannskap í íslenska lands-
liðið sem keppa mun á Norðurlandamóti á ís-
lenskum hestum í ágúst á þessu ári. Lands-
liðseinvaldur hefur verið ráðinn Eysteinn
Leifsson en hann gegndi þeirri stöðu á síð-
asta móti sem haldið var fyrir tveimur árum.
Ekki verður haldin nein úrtaka við val á
liðinu eins og tíðkast með landsliðið sem
keppir á heimsmeistaramótum heldur menn
beðnir að tilkynna það til skrifstofu LH hafi
þeir áhuga á þátttöku í mótinu. Mun Ey-
steinn síðan velja úr þeim umsóknum.
Mótið verður haldið í Strömsholm sem er í
klukkustundar akstursfjarlægð frá Stokk-
hólmi. Þar mun vera einn af ellefu köstulum
sem tilheyra sænska konungsveldinu. Þar eru
hesthús fyrir um 400 hross og einnig er þar
stærsti dýraspítali í Evrópu samkvæmt upp-
lýsingum frá skrifstofu LH.
Á mótinu verður keppt í þremur aldurs-
flokkum þ.e. 13 til 16 ára, 17 til 19 ára og 20
ára og eldri. Óskað er eftir að fram komi
upplýsingar um reynslu umsækjanda af
hestamennsku og helstu afrekum hans í
keppni.
NM 2004 í hestaíþróttum
Landsliðsmanna leitaðÍ FRÉTT í Morg-
unblaðinu nýlega var
sagt frá hugmyndum um
að koma á pólóleik á ís-
lenskum hestum og með-
al annars sagt að ekki
hefði áður verið bryddað
upp á slíkri keppni á Ís-
landi. Sigríður Höskulds-
dóttir á Kagaðarhóli
hafði samband við um-
sjónarmann hestasíðu og
sagði að allt benti til þess
að Theódór Arnbjörnsson
hrossaræktarráðunautur
hefði haft uppi tilburði til
að koma á pólóleik á Ís-
landi á fyrri hluta síðustu
aldar.
Segir hún ljóst að
Theódór hafi haft mikinn
áhuga á að innleiða þessa
keppni hér á landi og
bendir allt til að hann
hafi fengið unga menn í
Vestur-Húnavatnssýslu til
að leika slíkan leik á
Löngufit á bökkum Mið-
fjarðarár. Hafði hún sam-
band við fósturdóttur
Theódórs, Gerði Páls-
dóttur, og hún staðfesti
að hafa heyrt fósturföður
sinn tala mikið um þetta
án þess að hún gæti stað-
fest að póló hefði verið
leikið þarna á þessum
tíma. Spurningin er því
sú hvort Theódóri hafi
tekist að fá unga Hún-
vetninga til etja hestum
sínum í pólóleik.
Póló á bökkum Miðfjarðarár?