Vísir - 09.07.1981, Side 9

Vísir - 09.07.1981, Side 9
Fimmíudagur 9. júli 1981 VÍSIR Þetta er ágætis ferðaskip - segir Jon R. Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi „Þetta er alveg ágætis ferða- skip, sem fer vel með alla” sagði Jón R. Eyjólfsson skip- stjóri á Herjólfi, en hann hefur verið skipstjóri á ferjunni siðan hún kom til landsins og hóf ferð- ir sinar 1976. „Skipið er mjúkt og stöðugt og velturnar hægar og rólegar,” sagði Jón. Jón nefndi hina miklu aukn- ingu i flutningum fólks og vöru með skipinu og minntist hann á þær miklu breytingar sem áttu sér stað þegar nýi Herjólfur tók við af þeim gamla. Hann sagði að telja mætti nýja Herjólf fyrstu bilaferjuna á Islandi, þvi hægt væri að aka um borð i hana. Blaðamaður spurði Jón hvernig það væri að vera skip- stjóri á Herjólfi og hvort eitt- hvað sérstakt hefði komið upp á á þessu fimm ára timabili. „Það er skinandi gott fyrir gamlan sjóþjark, eins og mig, sem verið hefur i' langsiglingum siðan á unglingsárum að daga uppi hér. Ég get verið i sam- bandi við fjölskyldu mina, reglulegur vinnutimi og gott starfsfólk þannig að mér likar starfið mjög vel.” í sambandi við það hvort eitt- hvað hafi komið upp á þá hefur þetta verið frekar tiðindalitið. Allar ferðir hafa gengið vel og varla nokkur fallið úr. Eðlilega hefur skipið nokkrum sinnum verið tekið i slipp, vegna upp- lyftingar og vegna galla sem komið hafa fram á þvi en þvi verður kippt i lag i haust er skiptverðurum skrúfu. Tvisvar i vetur féllu niður ferðir vegna ófærðar á Hellisheiði og einu sinni þurfti að taka land i Reykjavik sökum sjógangs i Þorlákshöfn. Innsiglingin þar er nokkuð þröng og erfitt að kom- ast inn i hana i SA-átt, sérstak- lega þegar margir bátar eru fyrir. Einnig vantar haus á Norðurgarðinn, og i þessum efnum gæti aðstaða fyrir ferj- una verið betri” sagði Jón R. Eyjólfsson skipstjóri á Herjólfi. — HPH Herjólfur i höfn i Vestmannaeyjum eftir sina 1656. ferö milli iands og Eyja. A afmælisdeginum, 4. júli, voru fimm ár liðin siöan skipiö iór sina fyrstu ferð, og i tilefni af þvi.til kynningar á ferðum skipsins og Vestmannaeyjum, hefur veriö gefinn út iitprentaöur og mvndskrevttur bæklmgur a ísiensku. Síðar mun hann einnig koma út á ensku. J Heffur flutt ytip tvð hundruð húsund farhega Herjólfur á að tiiheyra hjóðvegakerfinu’ segir Tryggvl Jónasson stjðrnarformaður Ferjan Herjólfur hóf áætlunarferðir sinar milli lands og Eyja fyr- ir fimm árum og fór sina 1656. ferð á afmæl- isdegi sinum, á laugar- daginn var, 4. júli. Á þessu fimm ára tima- bili hefur ferjan flutt liðlega 204.000 farþega og um 41.000 bíla. „Það hefur verið mikil aukn- ing i farþegafjölda, sem sést best á þvi að á þvi timabili sem skipið sigldi 1976 ílutti það um 21.000 farþega en á sama tima i fyrra um 45.000 íarþega. Þetta er yfir 100% aukning” sagði Tryggvi Jónasson stjórnarfor- maður Herjólfs hf. á blaða- A leiö til lands var sól og bliöa og farþegar notuöu tækifæriö, lögöu sig á þilfariö og sieiktu sóiskiniö. Jón R. Eyjólfsson glaöhlakka- legur viö stjórnvöl i brúnni. Jón hefur verið skipstjóri á nýja Herjólfi siðan hann kom til landsins 1976. t afmælisveisiunni um borö. Fremst vinstra megin situr Tryggvi Jónasson stjórnarformaöur Herjólfs hf. og við gluggann grillir i Jón skipstjóra. Jón R. Eyjólfsson skipstjóri ásamt ungum farþega sem fékk aö vera með á myndinni. Eins og sjá má er sléttur sjór, en aö sögn Jóns tekur skipiö mjög vel á sig hin verstu veður. mannafundi sem haldinn var i Vestmannaeyjum i tilefni dag- sins. „Einnig hefur gifurleg aukning orðið á vörufiutningum með Herjólfi og nú er svo komið að skipið verður að teljast of lit- ið” sagði Tryggvi. Tryggvi sagði ennfremur að þráttfyrir þessa aukningu hefði ferjan verið rekin með halla öll árin. „Reksturinn hefur gengið erf- iðlega, og staðan er sú að i dag skuldum við um 40 milljónir króna (4 milljarða gamalla króna). Það má þvi segja að við skuldum skipið”. Tryggvi sagði að þetta væri vandamál, sem ekki hvildi ein- göngu á Vestmannaeyingum heldur allri þjóðinni. „Þetta er þjóðvegur, leið milli Þorlákshafnar og Vestmanna- eyja, og þvi er ekkert réttlæti I þvi' að Vestmannaeyjabær greiði Herjólf og beri hallann. Ekki greiddu Borgfirðingar sina brú” sagði Tryggvi. „Þessi leið á að tilheyra þjóðvegakerfinu en á ekki að vera á flóabáta- styrk”. Það kom fram á fundinum að i raun greiddu Vestmannaeying- ar fjórum sinnum meiri vega- skatt en aörir. Af þeim sökum hefur verið taliö nauðsynlegt aö stilla öllu verði i hóf sem mest má. Vegna hinna miklu vöru- flutninga með skipinu hafa ýmsar vörur verið á frilista. TUnþökur.sem mjög mikið hafa verið fluttartilEyjaeftirgos, er þar á meðal og pússningasand- ur sem sækja þarf til lands. Nýtt vöru- og skrifstofuhús við höfnina i Vestmannaeyjum var tekið i notkun 1 vetur, vegna flutninga Herjólfs, og hefur öll aðstaða þar stórbatnað. Að loknum blaðamannafundi var haldin kaffiveisla um borð i Herjólfimeðstarfsfólki skipsins og nutu blaðamenn góðs af veit- ingunum. Þar var haft á orði að ekki væri algengt að afmælis- veislan væri haldin inni i afmæl- isbarninu sjálfu. Herjólfur er smiðaður i Nar- egi 1976, en skipið er 1058 lestir að stærð og gengur 14 milur. Skipið tekur 50 bila undir þiljur og allt að 360 farþega og eru klefar fyrir 34 manns. Um borð er veitingasala- og salur. 25 manns hafa beinan starfa vegna flutninga skipsins. — HPH.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.