Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 05.04.2004, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 5. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÁLFABAKKI Sýnd kl. 10.10. KRINGLAN Sýnd kl. 8 og 10.10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8, og 10.10. Stranglega bönnuð innan 16. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 6, 8 og 10.10. B.i. 16. Gamanmynd eins og þær gerast bestar! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. Hann mun gera allt til að verða þú! Rafmagnaður erótískur tryllir Stranglega bönnuð innan 16 ára. Án efa einn besti spennuhrollur sem sést hefur í bíó. Myndin fór beint á topp- inn í Bandaríkjunum fyrir tveimur vikum og hefur slegið hryllilega í gegn. AKUREYRI Kl. 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 8. B.i. 16 ára Hann mun gera allt til að verða þú! Hágæða spennutryllir með Angelinu Jolie, Ethan Hawke og Kiefer Sutherland í aðalhlutverki. FULLT HÚS HJÁ ÖLLUM HELSTU GAGNRÝNENDUM LANDSINS! „Bráðfyndin“ HJ. MBL Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16. Sýnd kl. 6, 8 og 10. „Stórkostlegt kvikmyndaverk“ HL. MBL Sýnd kl.6 og 8. Sýnd kl. 6, 8 og 10.05. Sýnd kl. 10.05. Vann Óskarinn sem BESTA ERLENDA MYNDIN og tilnefnd fyrir BESTA HANDRIT. Algjör perla! Sýnd kl. 8.10. B.i. 16. Sýnd kl. 6. Kl. 5.45. GRÍSKIR harmastraumar léku um salinn þegar leikritið Sorgin klæðir Elektru eftir Eugene O’Neill var frumsýnt í Þjóðleikhús- inu á föstudagskvöld. Höfundur sækir efnivið sinn að miklum hluta í þríleik forngríska skáldsins Æskílosar, Oresteiu, en verk- ið fjallar um hermanninn Orin, sem kemur úr bandaríska borg- arastríðinu og kemur að fjölskyldu sinni í nokkuð breyttri og óhugnanlegri mynd. Leikarar sýningarinnar þóttu standa sig með prýði og upp- skáru þeir mikinn fögnuð viðstaddra. Þá var hinni ungu Arn- björgu Hlíf Valsdóttur einnig klappað lof í lófa fyrir að standa vel undir þeim miklu væntingum sem til hennar voru gerðar, en hún fór með hlutverk Laviniu, systur Orins, sem reynist mikill örlagavaldur í leikritinu. Eins og hefð er fyrir fögnuðu síðan aðstandendur sýning- arinnar vel að frumsýningunni lokinni, enda vel unnið verk að baki og vonandi fjöldi sýninga framundan. Sorgin klæðir Elektru frumsýnd Aðstandendum vel fagnað Morgunblaðið/Golli Þau Arnbjörg Hlíf og Hilmir Snær voru í burðarhlutverkum sýningarinnar og var vel fagnað að henni lokinni. NEMENDUR Verzlunarskóla Ís- lands fögnuðu á föstudagskvöld sigri skólans í spurningakeppni fram- haldsskólanna, Gettu betur, en í ár fór Hljóðneminn, verðlaunagripur keppninnar, í fyrsta skipti í ellefu ár út úr póstnúmeri 101. „Borghyltingar eiga þó heiðurinn af því að brjóta upp MR-veldið, en þetta er frábær tilfinning,“ segir Hafsteinn Viðar Hafsteinsson, einn liðsmanna Verzló. Hann á eitt ár eft- ir í Versló og segist örugglega munu taka aftur þátt í keppninni að ári. Hafsteinn hefur enn ekki ákveðið hvað hann fer að læra þegar hann er búinn í Verzló. „Maður ákveður það bara þegar maður hefur nám, ég á líka eftir að kynna mér málið. Maður breytir frekar ört um skoðun á hvað mann langar að læra. Eitt ár langar mann í hagfræði og annað í lögfræði, en þetta er allt óútreiknanlegt.“ Björn Bragi Arnarson var einnig í vinningsliði Verzló í Morfís og var kjörinn ræðumaður Íslands í loka- keppninni, þegar Verzló lagði MH með einu stigi. Hann segir þennan tvöfalda sigur frábæra tilfinningu og líka dálítið skrýtið. „Ég náði að gera þetta eins vel og hægt er, þannig að ég veit ekki hvort ég vil hætta á að fara aftur að ári og skemma þennan árangur, spurning hvort maður eigi ekki að hætta á toppnum. Ég er mjög þreyttur og búinn núna, en ég sé til eftir árið,“ segir Björn. Hann segir þetta álag hafa bitnað mjög á náminu. „Ég hef ekki mætt mikið í skólann síðan í janúar, en ég er ágætis námsmaður, svo ég held ég nái upp námsefninu nú fyrir prófin.“ Björn segist ekki enn hafa ákveðið hvað hann ætlar að læra eftir menntaskólann, en hann hafi gælt við hugmyndir um að starfa við frétta- og blaðamennsku. Steinar Örn Jónsson er elstur drengjanna og lýkur námi við Verzl- unarskólann nú í vor. Hann stefnir á nám í lögfræði eða heimspeki í Há- skóla Íslands eftir útskrift. „Vonandi hlotnast mér sá heiður að verða stundakennari í Versló samhliða námi, en lengra en það hef ég ekki hugsað,“ segir Steinar. Hann er afar ánægður með sigurinn í Gettu betur. „Það er feikilega góð sigurtilfinning að ná þeim markmiðum sem maður setur sér.“ Prófin í Verzló hefjast eftir rúman mánuð og segjast drengirnir síst kvíða þeim, enda eru þeir allir náms- hestar. Þeir vilja að lokum þakka sérstaklega öllum þeim sem aðstoð- uðu þá í vetur, liðsstjórum, þjálfur- um og félögum. Sigurvegarar Gettu betur hressir með úrslitin Ekkert bólar á prófkvíða Morgunblaðið/Golli Þeir Hafsteinn Viðar, Björn Bragi og Steinar Örn eru hinir hressustu. HÁTT í tvö hundruð manns komu í áheyrnarprufur í Austurbæ í gær vegna uppsetningar á söngleiknum Hárinu, en í ár eru tíu ár síðan Hárið var sett upp hér á landi. Björn Thors, einn af aðstand- endum sýningarinnar, segir hópinn hafa verið afar álitlegan og fjöl- margir góðir söngvarar látið sjá sig. „Í morgun vorum við með áheyrnarprufur, þar sem áhugafólk mætti og spreytti sig, á morgun (mánudag) koma síðan atvinnuleik- arar, dansarar og söngvarar,“ segir Björn og bætir því við að síðdegis í dag muni síðan fjörutíu söngvarar sem valdir voru úr rúmlega tvö hundruð manna hópnum koma aftur og keppa til úrslita um stöður í kór söngleiksins. „Við ætlum að gera allt verkið rokkaðra. Grundvöllurinn í verkinu er orka, þessi ofboðslega sterka stemning sem er í verkinu. Við ætl- um að ná henni með orkumiklum hóp. Þessi tónlist er flókin og krefj- andi fyrir söngvarana og við erum að leita að „dívum“ og kraftmiklum karlsöngvurum,“ segir Björn. Hann segir niðurstöðu dagsins hafa verið afar góða, en framleiðendur sýning- arinnar vilji ekki gefa upp frekari smáatriði. „Það lítur þó út fyrir að þessi sýning verði stjörnum prýdd í alla staði. Þarna getur að líta marg- ar af söngstjörnum framtíðarinnar.“ Tónlistarstjóri Hársins er Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson og leiðir hann einvala lið tónlistarmanna. Fyrstu inntökuprófin í Hárið Fjörutíu efnilegir söngvarar komust áfram Morgunblaðið/ÞÖK Þessar ungu söngkonur skráðu sig til leiks og voru hinar kátustu. Morgunblaðið/ÞÖK Sungið var af innlifun og styrk, en aðstandendur leita nú að kraftmikl- um söngvurum sem hafa mikið til brunns að bera.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.