Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 9

Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. júli 1981 VÍSIR Hver áhrif hefur stofnun hinna óháðu bændasam- taka Póllands haft þessa þrjá mánuði, síðan þau feng- ust löggiit? Hvað hefur breyst? Tveir fréttamenn tímaritsins „Newsweek" — Jill Smoloweog Douglas Stanglin — gefa nokkra mynd af því í þessari þýddu grein, sem þeir skrifuðu „News- week" frá sveitaþorpinu Zbrosza Duza. Þeir telja breytinguna fyrst og fremst enn sem komið er gæta í nýrri von, sem vaknað hafi, aukinni bjartsýni um betri tíð með blóm í haga. Of snemmt sé að leita áþreifanlegra umbóta. Þótt rikisbúin hafi notið for- gangs og fyrirgreiðsiu, hafa smábændurnir samt verið af- kastamestir i matvælafram- leiðslunni i Póliandi. Sjálfseignarbóndi i Zbrosza Duza, sem er svo heppinn að geta haidið sinni dráttarvél gangandi. Hann er bjartsýnni eftir að hann fann, að flokkurinn hlustar orðið á hann. Bændur i kröfugöngu i Ciechan- ow-héraði i Póllandi i vetur, þegar þeir börðust fyrir löggild- ingu nýstofnaðra samtaka sinna, sem þeir höfðu óháða kommúnistaflokknum. — Hið forna og úrelta mark- aðsdreifikerfi á landbúnaðaraf- urðum i Póllandi hefur heldur ekki oröið til þess að bæta upp á sakirnar. A meðan borgarbúar standa i biðröðum til þess aö komast yfir mjólkurskammtinn sinn, súrna og eyðileggjast þús- undir litra i sveitaþorpum ann- arsstaðar. En tilraunir Varsjárstjórnar- innar til þess að ýta undir hagn- aðarvonina og örva þannig landbúnaðarframleiösluna þykja liklegar til þess að hækka matvöruverðið til neytenda. En það var einmitt hækkun mat- vöruverðsins, sem gerði allt vit- laust i fyrrasumar i verkföllum og leiddi til stofnunar Einingar hinna óháðu verkalýðssamtaka, sem aftur beittu samtakamætti sinum og verkföllum til hreins- ana á spilltu embættismanna- kerfi flokkseinræðisins. Bændur telja sig þó veröa að fá hærri tekjur til kaupa á áhöldum, áburði og varahlutum. Stangast þessir hagsmunir á, eins og augljóst er, og eins og Lech Walesa leiðtogi Einingar, sagði nýlega við einn fréttamanna timaritsins „Newsweek”, „Bændur vilja selja framleiðslu sina fyrir hærra verö, en hingaö til, og verkalýðurinn þarf að fá hana á lægra verði en hingað til.” Þrátt fyrir að þetta varpi skugga á, telja þær 4.3 milljónir einkabænda, sem i Póllandi eru, sig eygja loks vonarglætu. Ný- vakin athygli yfirvalda á tillög- um þeirra og skoðunum hefur bætt sambúð þeirra við stjórn- völd, og finnst bændum að þvi aukið öryggi. Vanmáttarkennd- in hefur vikið fyrir nýrri ein- beitni. Fyrir fáum mánuðum stóðu þeir frammi fyrir kerfi sem var eins og óyfirstiganleg- ur fjallgarður. Þeim leiö eins og þeir væru að berja hausnum við steininn. Nú eru þeir bjartsýnir á, að leysa megi hnútana og greiða úr flókunum. Þeir hafa öðlast trú á, að hlutirnir muni breytast til þess betra. Þetta hefur vakið nýja bjart- sýni, en þó ekki meiri en svo, að Pólverjar viðurkenna, að um- bæturnar séu fyrst og fremst sálarlega friðþægjandi. Ara- tuga óstjórn miðstýringarinnar verður ekki kippt i lag með um- bótum á fáeinum mánuðum. Þótt mjólkurverð hafi verið hækkað til bænda, verð á svina- kjöti og fleiri landbúnaöaraf- urðum, þá myndast ekki sam- timis einhver smjög- og kjöt- fjöll. Hin óháðu bændasamtök hafa nýlega varað við þvi, að skortur á áburði og skordýra- eitri muni leiða til þess, að upp- skeran þetta árið fari jafnvel niðurfyrir hallærin 1976 til 1979, þegar kornuppskeran dróst saman um 25% og sykurrófu- uppskeran um þriðjung. Slátur- afurðir eru þar á ofan 14% minni en i fyrra. Og það er fyrst núna um þessar mundir, sem bændur eru að taka til við jarð- vinnslu, sem frestaðist siðasta haust vegna ótiðar. Hreint er sama hvert á land litið er i Póllandi, þá stendur tækja- og vélaskortur allri við- leitni til þess að auka fram- leiðsluna fyrir þrifum. Það vantar rafhlöður, oliusiur, hjól- barða, varahluti, nýjar véíar og siðan byggingarefni. Dráttar- vélar eru ófáanlegar og það þótt þúsundir verkamanna i dráttar- vélaverksmiðjunum hafi boðist til þess að ganga aukavaktir til að auka afköstin. — „1 fyrra seldi ég rikinu fjórar smálestir af kjöti. Ef ég fengi dráttarvél- ar, gæti ég framleitt tiu smá- lestir,” segir Wojdak. Henryk Wojdak vantar til- finnanlega nýja dráttarvél. Hann hefur ekki efni á þvi að kaupa nýja kvisl og hann sver og sárt við leggur, að hann mundi selja sálu sina, eða hálfa jörð sina (sem er 27 ekrur) fyrir poka af áburði. Samt er þessi 61 árs pólski smábóndi ánægður meö sitt hlutskipti. Fyrir Wojdak og aðra sjálfs- eignarbændur við smáþorpiö Zbrosza Duza eru nú greinilega breyttir timar. Embættismenn kommúnistaflokks staðarins, sem áður hundsuðu hina sjálf- stæðu smábændur, hlýða nú með athygli á kvörtunarefni þeirra, þótt þeim sé það kannski engin sérstök ánægja. Og i stað þess að hegna þeim með þvi að taka fyrir alla efnis- og tækja- sölu til þeirra, leita yfirvöld ráða hjá þessum sömu bændum um, hvernig best sé að skipta tiltækum vélakosti og öðrum búnaði á milli héraða. „Blóðsugurnar, sem áður réðu hlutunum, hugsuðu um það eitt, að skara eld að eigin köku,” segir Wojdak og klórar sér i dagsgömlum skeggbroddunum. „En nú hafa Einingarsamtök bænda sitt að segja”. Þessi óháðu bændasamtök telja orðið tvær milljónir félaga þótt aðeins séu þriggja mánaða gömul. Hafa þau þegar sett sitt mark á dreifbýlið i Póllandi. Þrátt fyrir, að þeir smábændur, sem yrkja eigin jarðarskika, hafi jafnan verið afskiptir i við- miðun við fyrirgreiðslu þess op- inbera við rikisjarðirnar og samyrkjubúin, hafa þeir ávallt verið afkastameiri matvæla- framleiðendur heldur en rikis- búin stóru. Þeir höfðu naumast áður tillögurétt, hvað þá meir, en i matvælaþrengingum kreppunnar, sem landsstjórnin á við aðglima, leggja ráðamenn orðið eyrun við. Flokksforkólfar leituðu nýlega eftir aðstoð hinna nýstofnuðu bændasamtaka við að marka stefnuna um verö til bænda fyrir landbúnaðarafurðir og landbúnaðarlán. Er engu lik- ara en stjórnendur telji nú, að ekkert það vandamál sé til viö matvælaframleiðsluna, sem ekki megi leysa i samvinnu við Einingarsamtök bænda, Eining við plóginn - Breyttlr timar tiiá smábændum í Póitandi eftir stofnun óháðra bændasamtaka Staðiö i biðröð i Varsjá til þess að ná i matvöruskammtinn sinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.