Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 19

Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 19
19 Miövikudagur 22. jtili 1981 vtsm ,,Ég fæ aldrei nog — Úthaldid er ótrúlegt hjá hinum fjölhæfa Omari Ragnarssyni Ómar Ragnarsson, fréttamaöur, flugmaður, rallökumaður og skemmtikraftur með meiru, lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann er bókstaflega alltaf að maðurinn og úthaldið er ótrúlegt. Fyrir skömmu keppti hann i Húsavikurrallinu ásamt Jóni bróður sinum og fóru þeir með sigur af hólmi. Kvöldið fyrir keppnina var ómar að skemmta með ,,Sumargleðinni" á Norðfirði. Siðan byrjaði rallið kl. 6 morguninn eftir og var það langt og strangt. Þrátt fyrir það var ómar hinn hressasti þegar þvi \ Hvernig hann ómar bróð ir getur látið. lauk og lét sig ekki muna um að skemmta þeim sem biðu við endamarkið í rallinu. Til þess að fremja þann verknað brá hann sér upp á skyggni yfir aðal- dyrum hótelsins. Skemmtu Húsvíkingar sér kon- unglega. Af skyggninu flaug hann síðan á „Frúnni" til Egilsstaða, þar sem „Sumargleðin" var um kvöldið. GS/Akureyri G|allarhornið strákar. Góðir islendingar Fimm ára risi Fimm ára kinverskur dreng- ur, Liu Debiao, hefur vakib at- hygii sakir hreysti sinnar og lfk- amsburða, en hann er um 160 sentimetrar á hæð og tæp fimm- tiu kiló að þyngd. Að sögn heim- ilda okkar getur þessi fimm ára drengur borið fuilvaxinn mann á bakinu eins og að drekka vatn. Drengurinn býr ásamt for- eldrum sinum á samyrkjubúi i Jangsu-héraði i Kina og hafa sérfræðingar rannsakað hann en ekki fundið skýringu á hvað veldur þessum óvenju bráða þroska. Að sögn sérfræðinganna er Liu fullkomlega eölilegur fimm ára drengur aö öllu ööru leyti, — nema að hann borðar óvenju mikið af ekki eldra barni. Það fylgir sögunni að ef Liu heldur áfram að vaxa i sama hlutfalli þar til hann veröur tólf ára mun hann að likindum bera höfuð og herðar yfir aöra menn á jörð- inni. k yi - - • K ■ 1 í '■ vi.V:.' ^ “"i-- ' A' $18 f Liu (t. vinstri) ásamt félaga sinum sem er fjórtán ára. Söfnuðu fé fyrir lamaða og fatlaða Guðjóna og Sigrlður Jóna söfnuðu 130 krónum á hlutaveltunni. Guðjóna Sigurðardóttir 10 ára og Sigriöur Jóna Kjartansdóttir 11 ára héldu hlutaveltu i Hvera- gerði nú fyrir skömmu og var til- gangurinn aö safna fé fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatl- aðra. A hlutaveltunni voru alls konar hlutir sem þær stöllur söfn- uðu með þvi aö ganga i hús og sögðu þær að fólk heföi tekiö þeim vel. Er upp var staðiö eftir hluta- veltuna kom i ljós að safnast höfðu 130 krónur sem munu renna til þeirra sem minna mega sin i þjóðfélaginu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.