Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 11

Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 22. júli 1981 „VR hefur ekki sigað lögreglunni á kaupmenn” - segír Magnús L. Sveínsson ,.F jölmiðlar hafa rangfært samningana og tiilkað þá mjög villandi" sagði Magnús L. Sveins- son formaður Verslunarmanna- félags Reykjavikur á blaða- mannafundi sem VR boðaði til vegna deilna verslana um af- greiðslutima og umfjöllun fjöl- miðla um það mál að undanförnu. „1 þeim samningum og reglu- gerðum sem i gildi eru, eru ákvæði sem kveða á um opnunar- tima verslana. Nokkrar verslanir hafa brotið þau lög og það hefur verið i' verkahring lögreglunnar aðfylgja þvi eftir að þau séu virt. Fullyrðingar Dagblaðsins um að VR hafi sigað lögreglunni á félagsmenn si'na eru þvi hrein og bein ösannindi” sagði MagnUs. Magntis sagði að reglugerðin gerði ráð fyrir að um rýmkun væri að ræða i opnunartima að vetri til en hins vegar hann styttur að sumrinu. „t mörgum fjölmiðlum hefur eingöngu verið horft á þrenging- arnar yfir sumartimann” sagði Magnús. Magniís sagði ennfremur að margra áratuga barátta lægi að baki þeim ákvæðum að versl- unarfólk fái fri á laugardögum yfir sumarmánuðina. t janúar siðastliðnum var sam- þykkt i borgarstjórn reglugerð um afgreiðslutima verslana og samkvæmt henni geta verslanir - nú veitt verulega lengri þjónustu- tima i heild en samkvæmt eldri reglugerð, allt að 70 stundir á vikuyfirþrjá sumarmánuðina og 78 stundir i viku niu mánuði ársins, i stað 62 stunda á viku áður. Magnús benti á að rætt hefði verið um að lausn á þessu máli væri að 4 til 5 verslanirhefðu opið á kvöldin og um helgar, þegar verslanir væru almennt lokaðar, án þess að vinnutimi alls af- greiðslufólks breytist við það. „En staðan i dag er þannig að meðan samningar eru i gildi er það grundvallaratriði i lýðfrjálsu landi, að þeir séu virtir” sagði Magnús L. Sveinsson. —HPH Bískupskjör: Arngrímur flregur sig til haka „Astæða þess að ég gef ekki kostá mér er fyrst og fremst sú, að atkvæðin dreifist ekki, þannig að kjörinn biskup verði með meirihluta greiddra atkvæða á bak við sig,” sagði séra Arngrim- ur Jónsson, sóknarprestur i Háteigsprestakalli, i samtali við Vfsi, en hann hefur ákveðið að draga nafn sitt til baka t yfirlýsingu, sem séra Am- grímur hefur sent frá sér segir: Um leið og ég þakka þá miklu vinsemd og traust, sem þeir sýndu mér, er veittu mér brautargengi i fyrri umferð bisk- upskjörs, óska ég þess, að þeir verji atkvæðum sinum með öðrum hætti við siðari umferð og sinni því ekki, þótt nafn mitt sé á kjörseðli lögum samkvæmt. Aðspurður, hvort hann hefði mælst til þess við stuðningsmenn sina, að þeir greiddu ákveðnum frambjóðenda atkvæði sitt, sagði séra Amgrimur: „Um það vil ég dikert segja.” —KÞ Sundlaugin í Reykholti Vegna Sandkorns i Visi á föstu- daginn um lokun sundlaugar- innar í Reykholti hefur Geir Waage sóknarprestur óskað eftir að komaþvi'á framfæri, að laugin er lokuð vegna þess að ekki fæst fé til endurbóta. Er það ekki á valdi heimamanna að bæta þar úr, heldur yfirvalda. „Núduttum við heldur betur í lukkupottinn. Hornsóf- inn alveg eins og við vildum helst hafa hann bauðst á 9.500 kr. sem er auðvitað al! nokkuð verð, en þó innan við hálfvirði fyrir módel húsgagn eins og þessi horn- sófi er", sagði Gréta hreint ekki ósátt við tilveruna, þegar hún sagði okkur frá nýjustu kaupum hennar og Þorleifs í kynningarleik Vísis Þau eru stórtæk og það borgar sig oft. Guðbjörg Vilhjálmsdóttir, sem seldi hornsófann, sagði að það væri vissulega sárt að þurfa að selja sóf- ann. Við hjónin fengum hann í brúðargjöf. Hann hef ur verið í miklu uppáhaldi. Skyndilega hafa veður skip- ast svo í lofti að við förum nú í nám erlendis (Guð- björg ætlar að læra skreytingar og gluggaútstillingar í Danmörku). Viðgetum ekki f lutt hann með og pening- arnir koma í góðar þarfir, sagði Guðbjörg. Nú eru aðeins 3 dagar til giftingardags Grétu og Þor- leifs. Fyrir þann dag ætla þau að vera búin að eyða 20.000 kr. sem þau fengu í brúðargjöf frá Vísi til að kaupa i gegnum smáauglýsingar Vísis til stofnunar framtíðarheimilis síns. Gréta og Þorleif ur eru nú búin að eyða 18.500 kr og þau eru búin að fá hornsófa, þvottavél, þurrkara, sauma- vél, fimm bambusgluggatjöld, straubretti og fata- hengi úr bambus. — Þau hafa verið kröfuhörð og því eru þetta allt hlutir, sem eru sem nýir. Sumir þeirra hafa meira að segja aldrei verið notaðir. Búðarverð þessara hluta væri samtals rúmar 40.000 krónur. Þau hafa því þegar meira en tvöfaldað brúðargjöfina frá Vísi með því að kaupa í gegnum smáauglýsingar Vís- is. lJ------------------------—-------—----------— Hvað kaupa þau fyrir -m « afganginn af peningunum? KT. Ennþá vanhagar Grétu og Þorleif um ótalmargt, en f járráðin eru einnig farin að þrengjast. Það hafa þó margir byrjað með minna, en þau hafa þegar fengið í gegnum smáauglýsingar Vísis. Því ekki að auglýsa ef þú vilt t.d. losna við sófaborð, hillur, spegla, lampa, Ijós, símastól, staka stóla, innskotsborð, jafnvel garð- húsgögn og má Iverk eða svo margt annað, sem kemur til greina. Kannski getur þú hjálpað Grétu og Þorleif i og haft sjálfur gagn af. Eða kannski hjálpar þú ein- hverjum öðrum. Þú þarft aðeins að lyfta tólinu og hringja í smáauglysingasíma Vísis 86611 Nú er kjörið að selja

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.