Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 27

Vísir - 22.07.1981, Blaðsíða 27
jMiOví.kudagur 2£. júli 1981 v yc VÍSIR 27 Rætt við ferðatölk á Hellu: i að viðurkennast að þeír eru ott oy 'yisjr Var í 1 ferðalagabúnir hér|er,d,s e^°—ra á ferð ny'ega a He f ^Jl0Jda að ferðast sé J I langa, og þo þaö se e g m b|aöamaður j ! meö rÚtU' ' blm af fó kinu og rabbaði við það. I I nokkrum myndum af toiKinu og _HpH ( Þaö er sjaldgæft aö sjá lltinn Citroen-bíl innréttaöan sérstak- lega til langferftalaga. En á þannig bíl voru fransmennirnir, Kenard Monique og Poulin Jean Jacques, (Poulin er karlmaftur- inn til hægri), og höfftu þau inn- réttað hann sjálf meft skápum, hillum, kistum og rúmum. Þetta var ekki fyrsta ferft þeirra um lönd á bilnum því fyrri sumur höfðu þau ferftast um ýmis önnur lönd i Evrópu. Þau töluftu varla stakt orft I ensku en með >grettum, geiflum og handapati tókst aö fá þau til að stilla sér upp i ,,skut” bilsins. (Visismynd: HPH) Útlendingar olt betur búnir en ísiendingar Þessir tveir Þjóðverjar, Andreas Kelling og Edmund Gross, höfðu komið til Seyðisfjarðar tveimur og hálfum mánuði áður og voru hér um bil búnir að fara hringinn ! kringum landið á hjólum sinum. En þeir höfðu samt ekki lokið ferð sinni þvi þeir sögðust nú ætla að snúa við og fara Vesturland og Vestfjarðarkjálkann og svo aftur til Reykjavikur, en þaðan voru þeir að koma. Hjólin voru byrgð farangri og að sjálfsögðu plastpokum, en þann sið hafa þeir vafa- laust tekið.upp eftir islendingum. Ekki sögðust þeir hafa hugmynd um hvað þeir höfðu hjólað langt I kilómetrum talið en ferð þeirra þessa löngu leið hafði gengið vel hingaft til, utan sprunginna dekkja sem væri eölilegt eins og þeir sögðu, þvi hvort hjól var um 50 kiló meft farangri. (Visismynd: HPH) Túristarnir gerðu það með glöðu geði að koma út úr rútunni og stilla sér upp fyrir framan myndavélina. Þarna var um að ræða ferð á vegum Ferðaskrif- stofu rikisins, „hótelferð”, það er, dvalið á hótelum á leiðinni. Þetta var tiu daga ferð kringum landið en hún var nú búin að standa i niu daga. 1 rútunni voru 38 farþegar af ýmsu þjóðerni ss. italir bretar, kanada- menn og fleiri. Flest var þetta fólk um og yfir miðjan aldur en það vantaði samt ekki hress- leikann og fjörið hjá þeim. Maðurinn með húfuna til vinstri á myndinni er bilstjórinn, Guöni Þór Guðmundsson, og við hlið hans stendur leiðsögumaðurinn, „guide” inn, Erna Guðmars- dóttir. Lengst til hægri er kanadamaður, sem hafði mikil áhrif á þann góða „móral” sem þarna rikti. Hann er eigandi „trick” — verslunar i Kanada og hafði með sér að heita má hálfa búðina i vasanum. Hann var sifellt að gabba fólk með ýmsum munum s.s. dollaraseðli sem hvarf þegar hann ætlaði að rétta manni hann, gerfihor i nös, og ýmislegt annað að o- gleymdu þvi að hann birtist á hverjum morgni með „nýtt nef”. Og að sjálfsögðu setti hann eitt á sig við þetta tæki- færi, eins og sjá má á smærri myndinni. (Visismynd: HPH) svo mœlir Svarthöföi AF J.R. OG B.P. Nú eru tæp 18 ár siðan Dallas varft nafn sem hringir bjöllum I huga flestra. Þá varð hdn borg Lees Osvalds, sem tdk á möti hálffimmtugum forseta sínum mcð þeim hætti, aö öll heims- byggftin varft harmi slegin. Síð- an hefur margur haft illan bifur á þessari borg, þvi John Kenne- dy var ástsæll forseti og heims- leiðtogi, þdtt um það sé nií deilt, hve miklu hann hafi áorkað á 1000 daga ferli sinum. Hætt er við að næstu árin verði þetta borgarnafn i rikari mæli tengt sjdnvarpsþætti sam- nefndum, sem fjallar um ein- staklega undarlega storfjöl- skyldu, sem býr baðstofulífi að aflögðum Islenskum sið, en i stdrum betri efnum en gerðist og gekk hér á landi forðum. Mestrar hylli baðstofufjöl- skyldunnar nýtur J.R. nokkur, sem reynir á geðþekkan háttað gera ástvinum sinum allt það til miska sem hann má og sparar engin meðöl. Ekki hefur Svart- höfði séð nema brot af þessum þáttum vegna annarra anna, en þd þykist hann þegar hafa kynnst mannkostum J.R. svo, að telja ekki allsendis dtrdlegt að hann myndi ekki siður tdlka skýrslur frá Coopers og Ly- brand en ýmsir aftrir. Þetta er ál-eitin hugsun, þegar fylgst er ál-engdar með ál-yktunum Sj- ál-fstæðisflokksins með ráð- herrana innanborðs og Albert forfallaðan vegna kjötbolluáts á Hdtel Borg. Þessar samkundur þingflokks Sjálfstæðisflokksins geta ekki verið mikift frá- brugðnar baðstofusamkundum i Dallas, þar sem dsiðlegt þykir að vinna öðrum en vinum sinum mein. En Dallasmyndin fjallar öðr- um þræði um baráttuna um völd og gæfti efst á oliubununum þar syftra. Það leiðir hugann ekki siður hingaft heim en hitt sem áftur er getið. Oliufélögin okkar þrjd minna að visu helst á boru- legar bensinstöðvar þar, en eru engu að siður dálitið riki i rik- inu. Milli þeirra geisar harð- vítug samkeppni, sem felst ekki sist I því, að lokka saklaust fólk til að gcra upp á milli mislitra bensi'ntanka, sem allir hafa að geyma sama vonda bensinið með sömu lágu oktantölunni. Þessi samkeppni er svo sem skárri en engin, þvi ekki dettur nokkrum heilvita manni I hug að betra yrði og tídýrara að rikið tæki við öllum tönkunum og málaði þá grábröndotta. Þá yrði einhver meykratinn fljott þar í bitling með tugi ef ekki hundruö af öðrum meykrötum viö brjdstiöog það myndi kosta sitt. En það er af sérstökum ástæðum, sem Dallas minnir okkur á litlu islensku oliuspræn- urnar. Að undanförnu hefur mátt lesa sitt af hverj u um átök og valdabrölt i þvi oliufyrirtæk- inu, sem helst hefur átt undir högg að sækja I samkeppninni um litinn á tönkunum. Siðustu fréttir þaðan eru siöur en svo bragðlausar, þdtt enn sé ekki fyllilega komiftá daginn hver sé J.R. á staðnum. Nýkjörinn stjómarformaður leitar villt aö forstjóra án þess að hafa hug- mynd um að undirtyllur hans i stjdrninni eru þegar með ákveð- inn mann i takinu. Leikurinn æsistog siðasta þætti lauk þann- ig aft starfsfo'lk á skrifstofu olfu- félagsins gaf stjórn þess kost á aft hreinsa æru eins með þvi að gera annan þvi sem næst æru- lausan. Bersýnilega er öll skrif- stofan að ærast og hleypur til og setur skilyrði, sem ekki nokkur mannlegur máttur getur upp- fyllt. Eins og sést á fréttatil- kynningu stjórnar félagsins þykir henni vænlegast að gripa til þeirra hjálparm eftala, sem hendi eru næst og dreypir þvi jafnt og þétt oliu á eldinn. Hvernig sem þessu máli lyktar, þá er það omótmælanleg stað- reynd að kröfunum um að sjón- varpið komi sem fyrst úr sumarfríi er óþarfi að sinna, meðan að fréttir berast neðan dr Hafnarstræti. Það veröur ekki neinn gæðamunur gerður á þeim J.R. og B.P. Svarthöfði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.