Vísir


Vísir - 01.09.1981, Qupperneq 7

Vísir - 01.09.1981, Qupperneq 7
DIEGO MARADONA. Gatu ekki greitt fyrir Maradona Argentinumeistararnir Boca Juniors hafa ekki staðiö við skuldbindingar við Argentinos Juniors vegna kaupa á knatt- spyrnukappanum Diego Mara- dona (20 ára). Félagið gat ekki borgað fyrstu af fjórum greiðsl- um sinum og kenna forráða- menn féiagsins gengisfellingu um. Maradona mun þvi fara aftur til Argentinos Juniors og leika með þvi næsta keppnistimabil. —SOS valsmenn i Russlandi Handknattieiksmenn ur Val eru nú á æfinga- og keppnis- ferðalagi um Rússland og þá eruFH-ingar I keppnisferöalagi um Danmörku. KR-ingar og Þróttarar eru nýkomnir heim frá V-Þýska- landi, þar sem þeir voru i æf- ingabúðum og léku nokkra leiki. —SOS i Kolbeinn i aDstoðar I Brazy j Kolbeinn Kristinsson, lands- | liðsmaður i körfuknattleik úr | ÍR, hefur ákveöið að leggja | skóna á hilluna. Kolbeinn | hefur verið ráðinn aðstoðar- | þjálfari Val Brazy, þjálfara ÍFramliðsins i körfuknattleik — og er það mikill styrkur I fyrir Fram. —SOS • GUÐNI KJARTANSSON... landsliðsþjálfari. Asgeir leikur ekki með gegn Tyrkjum Janus. Pétur og Arnór hafa fenglö frí lll að lelka Ásgeir Sigurvinsson, sem er nú með Bayern Múnchen á Spáni i keppnisferð, getur ekki ieikið með landsliðinu gegn Tyrkjum á Laugardalsvellinum 9. ágúst, þar sem hann á að leika með Bayern kvöldið áður i „Bundes- ligunni” gegn Karls- ruhe. — Það er mjög slæmt, að Asgeir geti ekki komið heim og leikiö gegn Tyrkjum, þar sem hann hef- ur leikið lykilhlutverk á miðjunni hjá okkur i HM-keppninni, sagði Guðni Kjartansson, landsliös- þjálfari, i stuttu spjalli við Visi. Eins og menn muna, þá átti As- geir stórgóðan leik, þegar tsland lagði Tyrkland að velli 3:1 I Izmir. ASGEIR SIGURVINSSON.. getur ekki leikið með landslið- inu gegn Tyrkjum, en hann vonast til að geta leikið HM- leikina gegn Tékkum og Walesbúum. I I I I I I I I I I I I I I I I I I I I • KOLBEINN KRISTINSSON. I _______________________________I • JANUS GUÐ- LAUGSSON PÉTUR PÉTURSSON ARNÓR GUÐJOHNSEN Aftur á móti eru þeir Janus Guðlaugsson, Fortuna Köln, Arnór Guðjohnsen, Lokeren og Pétur Pétursson, Anderlecht, til- búnir i slaginn og bætast þeir við 17 manna hópinn, sem lék i Dan- mörku, ásamt Bjarna Sigurðs- syni, markverði frá Akranesi. Þá kemur Trausti Haraldsson aftur inn i hóþinn, en hann gat ekki leikiö með gegn Nigeriu og Dan- mörku vegna meiðsla. —SOS Franci s áttl Drumu skot í Dvers lá... - Degar Uníted og Forest gerðu jalntefll á Old Trafford 51.496 þús. áhorfendur voru á Old Trafford i Manchester i gær, þegar Manchester United varð að sætta sig við jafntefli — 0:0 gegn Nottingham Forest. Fimm 1 milljónar punda miðherjar voru þar i sviðsljósinu, en ekki tókst þeim að skora. Trevor Francis var næstur þvi — hann átti þrumuskot að marki United, sem skall i slánni. Steve Coppell, fékk þó besta tækifærið i leiknum — mistókst aö spyrna i knöttinn i dauðafæri, þegar hann stóð fyrir framan Peter Shilton, markvörð Forest. Þá bjargaði Norðmaðurinn Jan-Einar Aas eitt sinn á marklinu — lyfti knettinum yfir slána á marki Forest. Þaðer óhægtað segja.að United byrji ekki vel i ensku 1. deildar- keppninni — tveir leikir og aöeins eitt stig. —SOS * Guðnl meö uestan árannur með lands- enn sem komið er. ísland helur leikfð lslenska Iandsliðið i knatt- spyrnu hefur leikið 49 landsleiki frá 1974, undir stjórn Englend- ingsins Tony Knapp, Rússans Youri Ilitchev og islendingsins Guðna Kjartanssonar, núverandi landsliðsþjálfara. Arangurinn hefur verið 30.6% út úr þessum 49 landsleikjum — 12 sigrar, 6 jafntefli og 29 töp. Guöni Kjartansson hefur náð bestum árangri — 41.6% úr þeim 12 landsleikjum, sem hann hefur stjórnað landsliðinu i. 49 landslelkl frá 1974 Annars skulum við lita á árang- ur landsliðsins, undir stjórn þess- ara þriggja manna. TONY KNAPP — 1974 - 1977: 26 8 4 14 32:38 38.4% YOURI ILITCHEV — 1978 - 1979: 11 0 2 9 3:24 — 9% GUÐNI KJARTANSSON — 1980 - 1981: 12 4 2 6 17:28 — 41.6% Undir stjórn Knapps unnust 8 landsleikir — gegn Færeyingum (3), Norðmönnum (2), A-Þjóð- verjum, N-lrum og Luxemborg- armönnum. Fjögur jafntefli — gegn A-Þjóöverjum, Frökkum, Finnum og Noregi. Undir stjórn Ilitchev náöi landsliðiö tveimur jafnteflum — gegn Dönum og Bandarikja- mönnum. Undir stjórn Guðna hafa unnist fjórir landsleikir — gegn Færey- ingum, Grænlendingum, Tyrkj- um og Nigeriumönnum. Tvö jafn- tefli — gegn Svium og Finnum. Framundan eru nú þrlr lands- leikir — gegn Tyrkjum, Tékkum og Walesbúum, en þetta eru allt leikir I HM-keppninni. — SOS

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.