Vísir - 01.09.1981, Síða 12

Vísir - 01.09.1981, Síða 12
12 e ? Þriðjudagur í.‘ september 1981 ' ' ASKORANIR UM UPPSKRIFTIR Lime-hringur með rækjum, friskandi og bragðgóður forrétt- ur, sem Auður óskarsdóttir, auglýsingastjóri Sjónvarpsins, heldur hér á. Visismynd: G.V.A. Fiskur (hátíðabúningi - létlur og bægliegur en sannkallaöur velslumaiur Það er fleira matur en feitt kjöt, segir einhvers staöar og það er bersýnilegt, ef litiö er á mat seöilinn,sem Auður Óskars- dóttir, áskorandi vikunnar,legg- ur okkur i hendur núna. Hún lét fylgja með þær upp- lýsingar að báðar uppskrift- irnar væru einstaklega þægi- legar og auðveldar i vinnslu og heföu yfirleitt gert mikla lukku meöal gesta á heimilinu. Auður er ein þeirra kvenna, sem vinnur úti allan daginn og veit hversu vel það kemur sér að þurfa ekki að eyöa fleiri klukkustundum i matartilbún- ing, þó von sé á gestum. Við hvetjum lesendur til að spreyta sig á uppskriftum hennar. JB Lime-hringur með rækjum 1 pakki Lime Jelly 1 dós sýrður rjómi 1/4 dós crushed ananas (látið safann renna af fyrst) litill bolli(smátt skoriö, nýtt sell- eri Til viðbótar má setja saxaða hnetukjarna, en það er þó alls ekki nauðsynlegt. Lime Jelly er leyst upp i ein- um bolla af sjóðandi vatni og látiö kólna aðeins. Siðan er bætt i einum bolla af köldu vatni. Ananasinn og selleriið sett út i og siöast sýrði rjóminn. Látið blönduna i hringlaga jólaköku- form, sem áður hefur verið penslaö með mataroliu. Hringurinn fær siðan að kólna i isskápnum og rækjurnar látnar i miöju hans þegar borið er fram. Þetta má jafnvel útbúa tveimur dögum fyrir notkun og hefur reynst mér vera einstak- lega þægilegur og friskandi for- réttur. Fiskréttur ýsuflök (2 litil eða 1 stórt) 1 banani 2 dl rjómi 2 egg 100 g rækjur 1 paprika ostur hveiti salt og pipar kjöt- og grill krydd rasp Eggin eru þeytt með 1/2 dl af rjóma og hveitið hrært út i. Fiskurinn er kryddaöur beggja megin meö salti, pipar og kjöt- og grillkryddi. Fiskinum er dýft i þessa sósu og steiktur við hæg- an hita á pönnu, örlitla stund. Hann er siðan lagður i eldfast fat. Rækjurnar, bananinn og paprikan eru steikt i smjöri og lögð ofan á fiskinn. Afgangurinn af rjómanum er settur yfir og siðan rifinn ostur og rasp. Ofn- inn er hitaður i 200-225 gráður og fiskurinn bakaður i ca. 20 min- útur. Gott er að leggja álpappir yfir til að byrja með. Meö þessum fiskrétti er gott að borða heitt ostabrauð með hvitlaukssmjöri. Nú, þá hafið þið uppskriftir Auðar. sem sannarlega kalla fram vatn i munninn. Hún hefur ákveðiö að skora á Erlu Björg- vinsdóttur, ritara rikisskatt- stjóra, fyrir næsta þriðjudag og kveður hana vera einstaklega hugmyndarika og lagna við matartilbúning. Við biðum þvi spennt að sjá hvað það verður, sem Erla töfrar fram úr erm- inni handa lesendum Visis. Auður Öskarsdóttir skorar á Erlu Bjðrgvinsdðttur Aðlaðandl er konan ánægð - og herrarnir líka, segja Módeisamtðkin Þjónustumiðstöö Módelsam- takanna viö Skólavörðustig á eins árs afmæli um þessar mundir, en samtökin sjálf hafa sem kunnugt er starfað i fjölda ára. 1 þjónustumiöstööinni hafa veriö haldin almenn námskeið i framkomu, snyrtingu og siövenj- um fyrir ungar stúikur og konur á öllum aldri, en tilgangur slikra námskeiða er að hjálpa konum til að öðlast sjálfsöryggi og temja sér eölilega framkomu. Karlmenn þurfa sennilega jafnt á þessum leiöbeiningum að halda og konur, enda hafa Módel-sam- tökin nú ákveöiö að efna til hlið- stæðra námskeiða fyrir herrana. Hefjast þau um miðjan septem- ber. Ýmislegt fleira nýtt veröur á dagskrá i vetur. Þannig veröur bætt inn i almennu námskeiðin tilsögn og sýnikennslu i tilbúningi og framleiðslu samkvæmisrétta og það er Hilmar B. Jónsson, rit- stjóri Gestgjafans og veitinga- stjóri á Loftleiðum um árabil, sem þar mun leggja hönd á plóg- inn. Er ekki að efa að þessi þáttur mun gera mikla lukku enda hefur varla veriö nokkur vettvangur fram að þessu, þar sem hægt hef- ur verið að sækja gagnlega tilsögn á þessu sviði. Þaö er fleira nýtt sem Model- samtökin bjóða upp á. Flestar konur dreymir vist um að lita sem fegurst og best út á brúðkaupsdaginn. En það kostar oft ærið mikla fyrirhöfn, snúninga og óþarfa áhyggjur að leita sér þjónustu i þeim efnum. Þvi hefur veriö ákveðiö að koma upp nokk- urs konar brúöarþjónustu i Þjón- ustumiðstöðinni, þar sem hægt verður að fá snyrtingu og aðstoð við klæönaö, val á brúöarblómum og ýmislegt fleira. Allar upplýs- ingar um veislutilhögun, litaval og jafnvel leiga á brúðarkjólum eru á dagskrá og verður leitaö aöstoðar sérfræðinga á öllum sviðum. Fjóla Guðrún Friðriksdóttir hefur verið ráðin sem snyrtisér- fræðingur Modelsamtakanna og mun hún annast alla kennslu og ráðgjöf. Og að lokum smáupplyfting nú, þegar daginn er tekið að stytta. Modelsamtökin hafa komið sér upp sóllampa sem skina mun skært alla daga og öll kvöld i vetur. Allar upplýsingar um starfsemina og innritun er hægt að fá i Þjónustumiðstöðinni við Skólavörðustig. Umsjón Jóhanna Birgisdóttir Draumabrúðurin, afslöppuð og ánægð og tilbúin frá toppi til táar með Þau munu bera hitann og þungann af námskeiðahaidi Modelsamtakanna i vetur. Talið frá vinstri: aðstoð sérfróðra hjá Módelsamtökunum. — Vfsismynd: EÞS. Hermann Ragnar Stefánsson, Fjóla Guðrún Friðriksdóttir, Hilmar B. Jónsson og Unnur Arngrlmsdótt- ir, framkvæmdastjóri samtakanna frá upphafi.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.