Vísir


Vísir - 01.09.1981, Qupperneq 27

Vísir - 01.09.1981, Qupperneq 27
Þri&judagur 1. september 1981 Tommarnir tveir ásamt Bensinum umtala&a, fyrir framan nýja Tomma-sta&inn á Laugaveginum Hvernig nafði Tommi efni á Bensínum? i • I„Það eru búnar að ganga alls- kyns sögur um þessi bilakaup min og þar sem fólk virðist hafa Iáhuga á þeim vil ég bara koma þessu á hreint og upplýsa lands- Ilýð um, hvað sé að gerast,” sagði Tommi i samnefndum Ihamborgurum, fullu nafni Tómas Andrés Tómasson, þegar Visir hitti hann á förnum vegi og skaut að houm þeirri spurningu, hvort hann hefði verið að kaupa sér rándýran Benz. „Það er ekkert leyndarmál, að ég var að fá nýjan Mercedes Benz 280SE árgerð 1982 og hann kostaði á götuna 440 þúsund Istaðgreiddur. Með þessmm kaupum var ég að efna loforð, Isem ég gaf sjálfum mér fyrir ári, þegar Tomma-ævintýrið Ivar i burðarliðnum. Þá er þetta komið á hreint enda hef ég L——... sem kostaði 440 búsund krónur ekkert aö fela fyrir neinum,” sagði Tommi galvaskur. Liklega þarf ekki að upplýsa nokkurn lesanda um,að hér er á feröinni einn dýrasti einkabill landsins og hann stendur fylli- lega undir nafni. Uppgangur með ó- likindum. Þessi bilakaup Tomma eru mörgum undrunarefni, þvi að maðurinn hefur nú bara verið i hamborgarabissnesnum i hálft’ ár. Á þessum tima hefur Tommi opnað þrjá veitingastaði, komið upp stórri kjötvinnslu, gefiö tæpar 10 milljónir gamlar til góðgerðarstarfsemi ýmiskonar og gefið hinum og þessum tæpa 500 hamborgara að söluverð- mæti um 20 milljónir gamlar krónur? Er furða aö fólk spyrji hvað sé aö gerast? „Og það er heldur ekkert leyndarmál, að fyrirtækið hefur gengið frábærlega vel. Við Helga Bjarnadóttir, en hún er einskonar aðstoöarfram- kvæmdarstjóri Tommaborgara, og aðrir starfsmenn, höfum selt yfir 160 þúsund Tomma-borgara á þessum sex mánuðum. Til samanburðar má geta þess, að ég hefði sætt mig við að selja þrjátiu til fjörutiu þúsund. A þessu sést, að ég er ekki að kaupa Bensinn fyrir okur- peninga. heldur hef ég verið heppinn að lenda i bissness, sem fólk kannaö meta og vill skipta við ” svaraði Tommi. Og það er ekki úr vegi aö rifja aðeins upp hvernig ævintýrið byrjaöi. Fyrir tveimur og hálfu ári hélt kotbóndinn til lands tækifæranna og nam þar hótel- og veitingarekstur við háskóla i Florida. 1 frístundum rölti hann á milli hamborgarastaða og fékk að vinna þar kauplaust til aö kynnast fyrirbærinu, þvi að hann var ákveðinn i að halda heim til fósturjarðarinnar og gerast hamborgara-keisari. En i milli fór hann i heimsókn til Bakkusar konungs, sem hélt honum föngnum um tima. Tomma tókst að sleppa og fri- timinn, sem áður fór i drykkju- veislur kóngsa, fór nú i að byggja upp eigið konungsveldi heima á islandi. Og Tommi er svo sannarlega á góöri leið með verða krýndur: Keisari islenska hamborgaraveldisins. „Viö stefnum hátt og næsta skrefiö veröur að opna góðan Tomma-staö i Keflavik. Hann verður tilbúinn um mánaöamót- in október-nóvember. Nú, viö erum með Akureyri i sigtinu og ég sé ekkert þvi til fyrirstööu að halda áfram og færa kviarnar enn frekar út.” Og keisaraveldið stækkar og stækkar. En það hefst ekki nema með vinnu og aftur vinnu. Tommi tjáði okkur, aö hann heföi í rauninni búið inni á Grensásvegi i siöustu sex mánuöi. Þar hefur hann unnið, borðaö og sofið og vinnutiminn er frá átta á morgnana til tvö á nóttu. Og þá vitum við væntanlega hvernig Tommi hafði efni á þvi að kaupa Bensinn flotta! —tt. I I I I I I I I I I I I I J 4 HÚSNÆÐISVANDINN AB BYRJA Þá fara talningamenn Sigur- jóns Péturssonar aö guöa á glugga borgarbúa og telja, hve margir eru um hvert herbergi i ibú&um vitt og breitt um bæinn. Allt veröur þetta skráö og si&an búinn til listi um, hve mörgu fólki megi koma fyrir hjá þeim húsrá&endum, sem ekki búa við rússneska kerfiö, þar sem sex manna fjölskylda hefur yfir tveimur kamesum a& ráöa. Item kokkhúsi. A þessu megum við eiga von, segja þeir, sem nenna að lesa löng viötöl I Þjóöviljan- um viö Sigurjón og fleiri. Húsnæöisvandinn I Reykjavik hefur aldeilis komið við kaun Alþýöubandalagsins i Reykja- vik, sem öllu ræöur um stjórn borgarinnar. Kommarnir hafa ekki átt nein svör nema þau, aö þetta sé allt ihaldinu að kenna, sem ekki hafi byggt nóg af leiguibúðum einhvern timann fyrr á árum. Það mætti halda, að vinstri meirihlutinn heföi tekið við völdum I gær, en ekki fyrir þrcmur árum. En þótt nokkur hópur fólks hafi ekki yfir aö ráöa viöunandi húsnæði I Reykjavlk, er þessi vandi ekki nándar nærri eins stór og bæði sjálfstæðismenn og kommar hafa keppst viö aö lýsa. Þvi hefur verið haldiö fram, að 1500 manns væru á göt- unni, en auövitaö er þaö bara della. Enda hefur komið I ljós, aö þessi tala er fengin með þvi aö fara I skrár Félagsmála- stofnunar allt aftur til ársins 1974. Þeir, sem þá báöu um hús- næöi, eru enn á skrá sem hús- næöisleysingjar. Hvar hefur þetta fólk búiö undanfarin sjö ár? Þess hefur ekki orðiö vart, aö fólk svæfi yfirleitt I göröum borgarinnar eða á strætum úti, enda enginn sem héldi slikt út i sjö ár, ef að likum lætur, þótt sumir sofni út af nótt og nótt þegar ölmæöin yfirbugar gang- andi vegfarendur. Þaö er hins vegar ekkert launungarmál, aö margir eru á hrakhólum meö Iveruhúsnæöi. Þar má nefna námsfólk utan af landi, sem hundruöum eöa þús- undum saman flykkist til borgarinnar á hverju hausti. Einnig er það ennþá til, að fólk utan af landi flytjist hingaö, án þess aöeiga tryggt húsnæöi. Svo er þaðungt fólk, sem er að byrja aðbúaogreyniraöfáleigti staö þess aö leggjast upp á foreldr- ana. Nú. loks er það svo óreiöu- fólk, sem enginn vill leigja hús- næöi vegna þess, að þetta fólk brýtur allt og bramlar innan- húss, nema þaö sem hefur veriö tekið og selt fyrir brennivini eöa pillum. Eftir stendur svo fólk, sem af margvislegum orsökum kærir sig ekki um að kaupa ibúð eða byggja ogvill heldur berjast um á ótryggum leigum arka&i. Fram til þessa hefur skortur á leiguhúsnæöi ekki veriö til- finnanlegur, helst aö skóla- krakkar hafi átt i erfi&leikum meö aö fá herbergi, sem næst skólanum, án þess aö þurfa aö gæta barna húsráöenda á kvöld- in. En þetta er aö breytast og framundan er raunverulegur húsnæöisvandi I Reykjavik. Vinstri flokkarnir hafa ekki út- hlutað nógu mörgum bygg- ingarlóöum og þeir hafa ekki fjölgaö leiguibú&um borgar- innar. Það, sem mestu veldur um þaö ástand, sem nú fer aö skapast, er hins vegar þaö, a& þaö hefur enginn efni á a& kaupa Ibúð eöa byggja, nema hann eigi aöra ibúð til aö selja. Jafnvel þótt fólk ætti kost á bankalánum til viðbótar hungurlús Hús- næöisstofnunar, er þaö kaupir þriggja herbergja Ibúö, þá hefur það hreinlega ekki nokkur tök á aö endurgreiöa þessi lán aftur á örfáum árum eins og krafist er. Þaö er þvi vandræöaástand framundan og ver&ur oröiö snöggtum verra en nú er, þá er gengiö veröur aö kjörbor&inu i vor. Svarthöföi

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.