Vísir - 19.09.1981, Page 2
2
vtsm
Laugardagur 19. september 1981
UT liM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM JHÍVIPPS
Bréf frá Brecht
Itilefni 25áraártíðar Bertolts
Brecht, hefur komið Ut í Þýska-
landi bréfasafn hans i tveimur
bindum. býska blaðið Stern
segirfrá bréfunum og er ekkert
yfir sig hrifiö af þurrkuntulegu
stilleysi rithöfundarins i einka-
bréfum sinum, en lætur þess þó
getið aö Brecht hafi bætt það
upp i öörum ritverkum!
Stern minnist á að ljóö
Brechtsséu alla jafna ljóðrænar
lygar um fremur hvunndags-
legan raunveruleika skáldsins
og nefnir sem dæmi frægt ljóð,
„Erinnerung an die Marie A”.,
sem er lofsöngur um yndislega
veru, sem skáldið vefur örmum
undir plómutré. En, skrifar
Brecht: „Rosa er alls ekki
falleg. Augun á henrii eru gal-
tóm, örlitil og bitandi, nefið
uppbrett og allt of breitt,
munnurinn of stór, rauður og
varimar of þykkar. Hún er
skitug á hálsinum, hún ber sig
illa, skakklappast þegar hún
gengur og maginn á henni
stendur út I loftiö. En mér likar
hún vel”.
A yngri árum er töluvert um
kimni i bréfum Brecht, hann
snýr Ut úr og hæöist og upp-
nefnir fólk, t.d. Strindberg sem
Brecht kallar Strindstrýtu. En,
segirStern,eftir að Brecht varð
marxisti, missti hann allan
húmor.
Flestbréfanna eru um ií ikhús
og skrifuð gagnrýnandanum
Jhering eða leikstjóranum
Piscator, en tað eru þurr bréf.
Og ekki fór mikiö fyrir ástriðu i
bréfum Brecht til eiginkvenna
og ástkvenna. Þau bréf enduðu
á stuttaralegum athugasemd-
um um að reykja nú ekki of
mikið eða þessháttar. Bréf til
ástkonunnar dönsku, Ruth
Berlau, endar hann með ástar-
játningu að visu, en skammstaf-
aðri: j.e.d. Jeg elsker dig)
Brecht byrjaði á þvi áriö 1932,
að ávarpa móttakendur bréfa
sem ,,félaga” og lauk þeim með
„rev. Grusse” — byltingar-
kveðjur. En að ööru leyti er fátt
um pólitiska drætti i bréfunum
og varla nokkurn timann minnst
á atburði liðandi stundar, ss.
spænsku borgarstyrjaldar-
innar, Stalinhreinsanirnar eöa
Hitler.
En.eins og Stern viöurkennir,
hann fjallaði nú um þetta allt i
ljóðum og leikritum!
Bertholt Brecht árið 1918. Hann
slapp við að taka þátt i striðinu
vegna hjartagalla og dundaði
sér við þaö i staðinn að semja
ljóö sér til gamans, aö eigin
sögn. A þessum árum skrifaði
hann Bidi undir bréfin sin og
hafði enn húmor, enda ekki orð-
inn Marxisti.
Snorraæðisbækur
(Jr affmælisdagabókinni
Getspakir menn spá þvi að al-
giört Snorra-æði muni eriDa um
sig i kjölfar kvikmyndarinnar
Snorri Sturluson. Það skyldi þó
aldrei fara svo að Sturlunga
verði metsölubók á Islandi i
haust. bað er þá varla seinna
vænna!
Nú, en alla vega er ekki ólik-
legt að áhugi vakni um Snorra
og lokaár Þjóöveldistimabilsins
ogþess vegna datthonum Visi i
hug aö leita ráöahjá bókfróöum
mönnum um aögengilegt lesefni
um Snorra og hans tima.
Visi varbent á aö best væri að
byrja á að kynna sér bók Einars
01. Sveinssonar, Sturlungaöld,
sem er ómissandi þeim sem
vilja fræðast um aldarháttinn
sem þá rikti. Bók Sigurðar Nor-
dal, Snorri Sturluson, er sömu-
leiðis ómissandi lesning. Sig-
urður veltir nokkuð vöngum yfir
þvi i bókinni, hvaða mann
Snorri hafi haft að geyma og er
það ekki alltaf glæsileg mynd
sem hann dregur upp. Svar við
vangaveltum Siguröar Nordal
erað finna i bók Gunnars Bene-
diktssonar, Snorri skáld i Reyk-
holti — Leikmaður veltir vöng-
um. Sú bók er varnarrit fyrir
Snorra blessaðan.
Ást og öngþveiti
Islendingasögur og nUtiminn
eftir Olaf Briem ku vera meö
skemmtilegri bókum og mjög
aögengileg leikum f faginu.
Sömu sögu er að segja um bók
Helga Hjö-vars, Konur á Sturl-
ungaöld. Og öllum ber saman
um að ein hressasta bókin sé
eftir Danann Thomas Breds-
dorff og heitir hún Ast og öng-
þveiti og tekur fyrir ástamál
fornmanna.
Bókin, sem grein Heiga Þor-
lákssonar um útlit Snorra er
fengin úr, heitir Snorri, 8 aldar
minning og kom út hjá Sögu-
félaginu árið 1979. 1 henni er
safn greina um hinar ýmsu
hliðar Snorra og hans samtiö.
Höfundarnir eru Halldór Lax-
nes, Gunnar Karlsson, Óskar
Halldórsson, Ólaf Halldórsson
og Bjarni Guönason auk Helga.
Sú bók er einnig prýdd fjölda
mynda og er bráðskemmtileg
lesning.
Ljóst er, aö af miklu er að
taka 1 þessum efnum enda gæti
listinnorðið lengriog lengri. Við
látum þetta þó nægja fyrir byrj-
endur!
Lítum um öxl á vikuna
sem er að líða og hver átti
ekki afmæli þann 13.
september nema Björg-
vin Guðmundsson. Og
bókin sagði:
//Þú ert óvanalega
starfhæfur og hefur mik-
ið sjálfstraust. Þú hefur
bæði hæfileika og atorku
til að framkvæma það
sem þú tekur þér fyrir
hendur, ef þú aðeins geld-
ur nægilegan varhuga við
tilhneigingu þinni til að
taka þér hlutina of létt.
Þú hefur sérhæfileika á
ði bókmennta og
sv
hljómlistar, sem þú
skyldir leggja rækt við."
Björgvin Gubmundsson
Vinstrihandarpáfi
Páfarikið Vatikan hefur átt i
nokkrum Utistöðum við italska
póstinn að undanförnu. Astæöan
er póstkort með mynd af páfan-
um sjálfum, sem selt er sem
minjagripur i borginni eilifu.
Enginn tók eftir þvf fyrr en of
seint að skelfing slæm prent-
villa hafði flotið meö — páfinn
erhægrihandarlausá myndinni.
Vatikaniö bað póstinn um hjálp
við að innkalla kortin en þá
höföu þegar selst ein 7000 ein-
tök. Og nú eltast safnarar auð-
vitað við páfann handarlausa og
greiða offjár fyrir kortið.
Stólfótaforræöi
Fréttaskugginn leggst
að þessu sinni yfir Nýtt
land, en það er tímarit
sem Filmundur Gylfa-
son, arkitekt úr Reykja-
vík (hann er forstjóri
byggingarfyrir-
tækisins,, Fokhelt-meira
ekki e/f") gefur út,
skrifar og ritstýrir án
þess þó að ábyrgjast það
nokkuð.
Sérstaða Nýs lands
felst í ýmsu, sem vert er
að geta. Ekki síst í því að
hafa orðið til úr stól en
smíði stóla er sérsvið
arkitektsins og hefur
hann áður getið sér
nokkurrar frægðar fyrir
dómstóla, ráðherrastóla
og fleiri stóla.* Hafa
flestir stólar Vilmundar
það einkenni öðrum
f remur að enginn f ótur er
fyrir þeim nema í hugar-
heimi arkitektsins sjálfs
í FRÉTTA*
SKCJGGANUM:
og reynast því fallvölt
sæti, raunar svo fallvölt
að arkitektinn sjálfur
situr ekki í þeim nema á
annarra ábyrgð. Tildrög
Nýs lands tengjast þessu
nokkuð, því þegar Fil-
mundur hafði, fyrr í
sumar, smíðað sér rit-
stjórastól brenndan þessu
marki og neitað að sitja
hann nema aðrir öxluðu
ábyrgðina, sem enginn
vildi gera, neyddist hann
til að f inna nýjan stað og
nýjan ábyrgðarmann og
smíða nýjan stól.
Nýsmíðina nefndi hann
Nýtt land og mun það
hægindastóll mikill og
hár — svo hár raunar, að
hann gengur undir gælu-
orðinu Háhestur. Hafandi
þannig borgið stólfóta-
forræði sínu, settist arki-
tektinn á hestinn háa og
hélt áfram herferð sinni
gegn spillingu og hálf-
vitahætti annarra lands-
manna.
Nýtt land er blað sem
ætlast til þess að vera
tekið alvarlega, það fer
ekki á milli mála. Einsog
kemur fram í bein-
skeyttri grein arki-
tektsins í síðasta tölu-
blaði, er þjóðin hvorki
klúr né vitlaus og er von
að arkitektinum þyki á-
stæða til að fara í vörn
fyrir þjóðina því eins og
arkitektinn segist vita
sjálfur, er „sjálfsvörn
afleiðing vanmeta-
kenndar" og van-
metakennd verður að út-
rýma. Nýtt landið beitir
því vopni í þessum til-
gangi að birta lesendum
sínum fróðlegar greinar
um mikilmenni sögunnar,
sem orðið gætu fyrir-
mynd. Skemmst er að
minnast greinar um hina
stórbrotnu leikkonu
Marilyn Monroe og í
nýjasta tölublaði segir
frá síðustu æviárum
Mussolinis. Vissulega
væri íslenskri blaða-
mannastétt, sem aldrei
hefur skilið inntak siða-
reglna, fengur að fleiri
pennum sem gætu hrifið
lesendur svo með
skrifum sínum um stór-
menni sögunnar. Frétta-
skugginn birtir hér dæmi
um stíl arkitektsins þegar
hann fer á hvað mesum
kostum í lok greinar
sinnar um einræðis-
herrann: „En um eitt
hafði Mussolini rétt fyrir
sér. Þjóðin hafði fylgt
honum. Og það vill verða
svo að þegar
stuðningnum lauk, þá
varð heiftin tryllt. Það
virðist vera ein af
þessum þversögnum
mannlífsins." Eflaust á
islensk alþýða eftir áð
láta sér þessi orð að
kenningu verða þó því sé
naumast treystandi, að
íslenskir stjórnmála-
menn festi sér hana í
minni. Enda er þetta
skrifað í tímarit, sem
ætlast til þess að það sé
tekið alvarlega.
Tíðindakraftur Frétta-
skuggans reyndi að hafa
símsamband við Filmund
vegna þessarar greinar
en hann svaraði því til að
blaðakraftar væru of illa
menntaðir og auk þess
mun hann hafa öðrum
spólum að snúa þessa
dagana.
—LL
ÚT GM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN - ÚT UM HVI