Vísir - 19.09.1981, Blaðsíða 4
VÍSIR
Hvernig
var
Snorrl
i sjón?
Fyrri hluti kvikmyndarinnar um Snorra Sturlu-
son verður sýndur í sjónvarpinu annað kvöld. Ef-
laust á hún eftir að vekja athygli og áhuga fólks á
Snorra og öld Sturlunganna. Og eflaust verður mað-
urinn Snorri umhugsunarefni — hvernig var hann
og hvernig skyldi hann hafa litið út?
í bók, sem Sögufélagið gaf út árið 1979, „Snorri
átta alda minning” er að finna grein m.a. eftir
Helga Þorláksson sagnfræðing, sem hann kaliar
„Hvernig var Snorri i sjón?”. Þar veltir Helgi fyrir
sér þeim hugmyndum, sem uppi hafa verið um útlit
Snorra og stingur upp á nýjum. Helgi veitti Helgar-
biaði Visis góðfúslega leyfi til að birta þessa grein
og fylgir hún hér á eftir nær óstytt. Þó hefur verið
sleppt stuttum inngangi Heiga og tilvisunum hans
til annarra rita.
Frægasta myndin
„Langfrægastar allra Snorra-
mynda eru myndir eftir norsku
listamennina Krohg og Vigeland.
Teikning Krohgs af Snorra mun
sú Snorramynd, sem langoftast
hefur boriö fyrir augu tslendinga
allra slikra mynda, enda var hún
tekin upp i íslandssögu Jónasar
Jónssonar frá Hriflu áriö 1924 og
siöar hinar ýmsu útgáfur hennar i
rúm 40 ár. A þessari mynd er
Snorri sýndur sköllóttur meö
mikiö breitt skegg, ekki beint
smáfriður en svipmikill og gild-
vaxinn. I tilefni af hátíöarútgáfu
Heimskringlu f Noregi snemma á
árinu 1979 var dregið fram þaö,
sem fáir vissu, aö Snorramynd
Krohgs er talin „sjálfsmynd”
hans. Var Krohg álasaö fyrir
þetta I grein i blaöi i Osló áriö
1896, enda vel þekktur Oslóarbú-
um i sjón og kunnur fyrir mikla
þátttöku sina i listamannalifi,
sem ekki þótti beint borgaralegt.
Engu aö síöur var þessi mynd
Krohgs sett framan viö útgáfu
Gustavs Strom af Heimskringlu
á norsku árin 1899 og 1900. Krogh
teiknaöi a.m.k. tvær aörar
Snorramyndir og var önnur notuö
i kynningarblööungi á sinum
tima, en báöar birtar i fyrsta sinn
á bók i ár (1979) i framangreind-
um hátiðarútgáfum Heims-
kringlu i Noregi og á sýningum i
Reykjavik.
„Gamall istrubelgur”
Hin fræga mynd Krohgs hefur
haft mikil áhrif á hugmyndir Is-
lendinga um útlit Snorra. Ekki er
þó ætlandi, aö menn hafi almennt
veriö ánægöir meö myndina.
Halldór Hermannsson ritar aö
hún sýni „gamlan istrubelg” og
margir hafa vafalaust getaö tekiö
undir meö myndhöggvaranum
Vigeland, sem á aö hafa sagt um
myndina: „Saa lasket og feit har
Snorre ikke set ut”. Haukur Stef-
ánsson hefur væntanlega viljaö
taka undir þetta: hann málaöi á
þriöja áratugnum mynd af
Snorra og viröist hafa haft mynd
Kroghs til hliösjónar en fégrar á-
sýnd Snorra mikiö. Tryggvi
Magnússon, sem teiknaöi m.a.
Snorra á hin kunnu „islensku
spil” eöa „formannaspil” vist
skömmu fyrir 1930, bregöur á
svipaö ráö, ljær honum svipmót
Krohgs en fegrar all nokkuö.
Ekki hafa þó allir myndlistar-
menn Snorramynda stundaö slik-
ar betrumbætur. 1 nýjustu útgáfu
Islandssögu Jónasar frá Hriflu
1966) hefur mynd Krohgs veriö
numin brott en birt teikning Hall-
dórs Péturssonar af háöldruöum,
sköllóttum manni meö breitt, sitt
skegg og á að vera Snorri. Skyld-
leikinn leynir sér ekki og er þetta
sönnun um mikinn áhrifamátt
Krogs. (Téikning Halldórs er á
forsiöu blaðsins).
Jóhann Briem listmálari hefur
málaö mynd af Snorra, þar sem
hann situr á barmi Snorralaugar
og birtir okkur sköllóttan, háaldr-
aðan hvitskegg, heldur svipþung-
an. Áhrifin frá Krohg eru ótviræö.
Víst var hann skartmaður
Myndhöggvarinn Gustav Vige-
land, sem gagnrýndi mynd
Kroghs, birtir Snorra unglegri og
grennri i styttu af honum, en
þrekvaxinn er hann og viröist
sækja svipmót sitt aö mestu til
Kroghs. Sagter, aö Vigeland sæki
hugmyndir sinar um kteöaburö
Snorra til Olafs sögu helga, þar
sem er lýsing Siguröar konungs
sýr, „Engi var hann skartmaður”
segir þar um Sigurö og á þaö
varla vel viö um Snorra. Siguröur
er Imynd stórbóndans, sagöur
'bæöi „friösamur og óágjarn” og
er allt yfirbragö höggmyndarinn-
ar meö þvi marki, sem varla hæf-
ir Snorra eins og honum er lýst i
Sturlungu. Mynd Vigelands var
sett á Islenskt frimerki strax áriö
1941 en siöan hafa menn ekki látið
mikið meö hana, enda ýmsir
fundiö henni flest til foráttu. Lik-
lega hefur mönnum þótt Snorri
Krohgs illskárri.
Unglegur, grannur, skegg-
laus
Nitjándu aldar Norömaöurinn,
Snorri Kristjánsson Krohg, hef-
ur orðiö Imynd Islendinga um
Snorra Sturluson. Megin einkenni
þessarar ímyndar eru alskegg,
öldurmannlegt, þungbúiö svip-
mót og all miklir iikamsburöir.
Þessi einkenni koma einnig flest
eöa öll fram á Snorrateikningum
þeirra Þrastar Magnússonar, Ei-
riks Smith og Kjartans Guöjóns-
sonar.
Ahrifamáttur imyndar Krohgs
sést best, þegar skoöaöar eru
myndir af Snorra, teikning og
fjórar likneskjur, sem uröu til áö-
ur en Krohg kom til skjalanna.
Elst slikra mynda er, eftir þvi
sem best veröur vitaö I Eddu-
handriti sem komið er frá hendi
Daöa Nielssonar gráa eöa fróöa,
teiknuö á 4. eöa 5. áratug 19. ald-
ar. Ekki mun vekja mesta athygli
manna hár- eða/og klæöatiska sú,
sem Snorri semur sig aö á mynd-
inni, heldur hitt, að hann er ung-
legur, grannur og skegglaus, öf-
ugt viö Imyndina frægu.
Eins og Móses
Vitaö er um a.m.k. fjóra er-
lenda myndhöggvara, sem gerðu
myndir af Snorra áöur en Krohg
teiknaöihina frægu „sjálfsmynd”
sina. Elstar eru myndir eftir
Norömanninn Julius Middelthun
(1820-1886) og Christopher Borch
(1817-1896). Mynd Middelthuns er
mótuö I leir en Borchs i gips.
Þriöji Norömaöurinn, Mathias
Skeibrok lauk viö Snorramynd I
bronsi áriö 1883 og loks lauk Dan-
inn Otto Evens viö mynd af
Snorra áriö 1885.
Mynd Skeibroks nefnist „Snorri
dikterer kongesagene” og hefur
veriö sögö eiga aö sýna spennu
„mellem deh rolig sittende figur
og de store hændelser sem fyller
hans sind, — en gjenklang af Mos-
es av Michelangelo.” 1 raun
standa myndir Middelthuns og
Borchs nær mynd Michelangelos,
mynd Middelthuns er einna likust
henni. Þeir Borch og Middelthun
dvöldust samtimis I Róm árin
1852-1854 og höföu' þá tækifæri til
aö athuga likneskin af Móses.
Snörramyndir þeirra uröu liklega
til eftir þessa Rómardvöl. Mathi-
as Skeibrok varö siöar nemandi
Middelthuns. Eins og Norðmenn-
irnir virðist Evans hafa viljað
sýna hið sama, Snorra aö áköfu
hugarstarfi, liklega aö lesa fyrir.
Hóglífur og munaðargjarn
Krohg hefur vafalitiö þekkt
mynd Skebroks og e.t.v. myndir
hinna lika og sýnir okkur á ný-
birtri teikningu sinni hiö sama og
hinir, Snorra grannvaxinn I stól,
nálægt „miöjum” aldri, meö bók i
hönd og heldur hugsi.
Og enn situr Snorri i stól á
hinni frægu „sjálfsmynd”
Krohgs, en all breyttur, gildvax-
inn og þungbúinn, nánast yggldur
og munu flestir hafa fyrir augum
jaröbundinn veraldarhöföingja,
hóglifan og munaöargjarnan.
Bókin er meö sem fyrr, en viröist
ekki skipta máli. Hinn siöskeggj-
aöi Móses, eftir Michelangelo er
þá e.t.v. kveikjan aö „sjálfs-
mynd” Krohgs, en breytingin er
mikil. Myndir norrænu mynd-
höggvaranna fjögurra eru hinar
athyglisveröustu, enda ólikar
sjálfsmynd Krohgs um margt.
Heföi veriö ánægjuleg tilbreyting,
aö hafa þær oftar fyrir augum og
til þess var mælst I ágætri kynn-
ingargrein I Lesbók Morgun-
blaösins áriö 1948 aö Islendingar
veittu mynd Evens meiri athygli,
en kom fyrir ekki.
//og bar merki áfengis-
notkunar"
Tveir Islenskir listamenn hirða
litt um hina hefQbundnu Imynd
Snorra. Þorbjörg Höskuldsdóttir
fer eigin leiöir þegar hún kýs aö
gefa Snorra fáa andlitsdrætti og
litt mótaöan svip og hefur sú að-
ferö ýmsa kosti. Einar Jónsson
myndhöggvari hefur gert tákn-
ræn verk i minningu Snorra.
Mynd hans „Saga” ööru nafni
„Minnismerki Snorra Sturluson-
ar”, minnir á aöra mynd hans
„Einbúann i Atlantshafi”. A báö-
Var hann síö-
skeggjadur,
þrekvaxinn
öldungur eöa
smávaxinn,
rauöhæröur
og skegglaus?
Laugardagur 19. september 1981
Stytta Norömannsins Christofers
Borch
um myndunum sést heimskringl-
an aö hluta en andlrtsmyndina i
siöarnefnda verkinu telur Agúst
H. Bjarnasoq geta „lika vei veriö
minningarmárk Snorra”. Um lik-
ingu meö mynd Krohgs virðist
ekki aö ræöa.
Túlkun á mynd Einars er óviss,
en ljóst að ekki hafa allir lista-
menn veriö vissir um aö Snorri
hafi veriö þrekvaxinn gráskegg-
ur. Sú saga er sögö, aö Snorra
hafi borið i draum Gunnlaugs
Schevings. Gunnlaugur mundi
drauminn og lýsti Snorra þannig:
lágvaxinn og grannur, rauðhærö-
ur og sköllóttur og bar merki
langvarandi áfengisnotkunar.
Líkur afkomendum sín-
um?
Þeir, sem ekki láta sér nægja
„sjálfsmyndir”, hugarsýnir og
drauma og vilja traustari vit-
neskju um útlit Snorra gætu e.t.v.
fariö þá leiö aö athuga samkenni
meðal afkomenda hans. 1 grein i
Lesbók Mbls. (1970) er rakin ætt
frá Snorra til sr. Þorvalds
Bjarnasonar á Melstaö (1840-
1906) Greinarhöfundur ritar að
sér hafi „oft dottiö i hug aö sr.
Þorvaldur hafi verið Snorri
Sturluson endurborinn eöa imynd
hans...” Hann bætir viö: „Og aö
útliti var hann eins og Snorri heföi
getaö verið”. Höfundur getur
þess i lok greinar sinnar, aö dótt-
ursonur sr. Þorvalds kenni sagn-
fræöi viö Háskóla Islands, og á
þar viö Björn Þorsteinsson pró-
fessor.
En hvað segja heimildir?
Var Snorri likur hinni hefð-
bundnu imynd eöa var hann ólik-
ur henni? Hvaöa visbendingar
veita heimildir? Um þaö skal
fjallaö næst.
Var Snorri skeggjaöur? Erfitt
er aö fullyröa um þaö, en mjög
liklegt er, aö skegg þaö hiö mikla,
sem Krogh lætur breiöa sig niður
um bringu Snorra sér tima-
skekkja. Eftir myndum aö dæma,
voru norskir höföingjar á fyrri
hluta 13. aldar meö öllu skegg-
lausir eöa meö mjög lítiö, finlegt
skegg. Islenskir höföingjar hafa
liklega almennt fariö að dæmi
þeirra, ekki sist Snorri. Til er
mynd, sem talin er sýna Skúla
hertoga vin Snorra og er hann þar
án skeggs.
A þaö hefur veriö bent, að
Sturla Þórðarson segi um Snorra
fööurbróður sinn á dánardægri:
„En hann hljópupp og úr skemm-
unni og i hin litlu húsin, er voru
viö skemmuna”. A grundvelli
þess ályktar Siguröur Nordal, aö
Snorri hafi „aldrei gerst mjög
þungfær”.
Þorgils skaröi af Sturlungaætt
var i Noregi um 1250 og sat ein-
hverju sinni aö drykkju meö
Knúti Hákonarsyni, jarli Hákon-
ar gamla i Þrándheimi. Jarlinn
talaöi þá háöulega um Snorra
Sturluson og einhverja ótil-
greinda Islendinga, sem veriö
höföu meö Skúla hertoga, liklega
skáld hans. Sagan segir:
„Tók jarl á þeim öllum heldur
litilmannlega. En Þorgils svarar
svo i móti, aö þeir frændur hans
myndi veriö hafa (þ.e. aö þeir
menn heföu veriö til meöal
frænda hans) að eigi myndi sig all
mikiö vanta þykja á við hann
fyrir utan nafnbót”.
Þorgils treystir sér greinilega
ekki til aö jafna þeim saman,
Snorra og Knúti, sem er lýst
þannig „mikill maöur vexti og
vænn sýnum”. Hann var lika her-
skár og vopndjarfur en athygli
hefur vakiö aö Snorri er hvergi
oröaöur viö bardaga, þótt hann
væri uppi á einni mestu bardaga-
öld Islandssögunnar og nákvæm-
lega sé greint frá vopnaviöskipt-
um I Sturlungu. Eru mörg dæmi
þess aö Snorri foröaöist þátttöku I
bardögum.
Léttur á fæti og fimur
Sturla Þóröarson segir svo frá