Vísir - 19.09.1981, Qupperneq 18

Vísir - 19.09.1981, Qupperneq 18
VÍSIR VISIR Laugardagur 19. september 1981 Laugardagur 19. september 1981 „ ... ef maður væri eins vel af Guöi oerdur og maður vildi vera 99 Jóhann S. Hannesson er mörgum íslendingum að góðu kunnur. Hann var skólameistari á Laugarvatni á árunum 1960-70, og eftir þann tima menntaskólakennari við Menntaskól- annvið Hamrahlið. Ófáir eru þeir nemendur sem hafa notið leiðsagnar hans í enskukennsiu, og ekki er ég grunlaus um, að jafnvel fieiri hafi á einn eða annan hátt notið leiðsagnar hans sem annars konar fræðara: Maðurinn Jóhann S. Hannesson hefur verið ófeiminn við að leiðbeina nemendum sinum utan kennsiu- stunda sem innan: hann hefur m.a. tekið þátt i umræðu um skólamái meðai nemenda og reifað þar viðhorf sin, sem margur hefur lært af. Fyrst og siðast er þó gaman að spjaiia við Jóhann undir fjögur — hann er plúralisti að eigin sögn (það útskýrist nánar á eftir) og honum er einkar lagið að varpa ljósi á stöðugt nýjar hliðar á þeim málum sem hann er að ræða um hverju sinni. Og það er mikiii kostur. Jóhann tekur þvi fálega i fyrstu, þegar ég bið hann um að koma i Helgarviðtal: „Ég hef svo sem ekkert að segja”. En ég nauða, það verður að „redda” blaðinu, ekki er gott aö vanti helgarviðtal o.s.frv. Og Jóhann lætur tilleiðast og stingur upp á þvi aö við skreppum á kaffihús i næstu götu við Siðumúlann. Samþykkt. Svo skokkum við af stað og fyrr en varir erum við sestir niður með kaffibolla, og hlustum á Islenska Rikisútvarpiö flytja létt dægurlög i bland við léttklassiska músik af ýmsu tagi. Það er stutt liðið á eftirmiödag- inn og sólin gægist við og við fram úr skýjum. Og ég spyr Jóhann fyrst um vinnu hans við orðabók- ina, sem hann er að búa til útgáfu hjá Erni og örlygi um þessar mundir og mun væntanlega lita dagsins ljós eftir um það bil ár. Að finna rétta orðið Jóhann tekur til máls, rólega og yfirvegaö eins og hans er vandi: hann segir ekki mörg óþarfa orð, en gjarnan mörg til nánari skýr- ingar á staðhæfingum sinum, það mun vera plúralista siður. „Já,ég er að fara yfir og ganga frá handriti að ensk-islenskri orðabók, sem Sören Sörensen geröi. Þetta er geysimikið verk, Sören vann aö þvi i f jöldamörg ár að þýða ameriska orðabók á islensku, og mitt verk er aðeins aö búa handritiö, eða spjald- skrána, til prentunar. — Eru þetta mörg orö? „Það er enginn skortur á orð- um”, svarar Jóhann og hlær við. „Það hefur hins vegar verið vandinn að finna rétta oröið til að nota á réttum stað. Og það ekki bara i orðabókinni, þar sem ætlast er til eftir þvi sem hægt er að orð standist á, heldur alls staðar. Það er þó mikill vandi að finna I tveimur tungumálum orð, sem standast á, og það er iðulega ekki hægt. Engin tvö tungumál hafa skipulagt veröldina i orðum á nákvæmlega sama hátt — varla nokkrir tveir menn, ef út i það er farið”. Menning orðsins — Þvi er haldiö fram, að okkar menning sé öðrufremur menning orösins, ekki satt? „Jú, vist er það lika þannig. hvernigsem á það er litið. Og það er sagt, að orö séu til alls fyrst, þótt ég efist nú raunar um það sjálfur. Okkar menningu er þann- ig háttað, að okkur finnst við ekki skilja neitt eða vita, sem ekki er hægt að orða. Það er jafnvel hægt aðsetja það uppsem meginreglu, að sá sem ekki getur orðaö það sem hann þykist vita, hann veit það ekki. Það er ekkert óalgengt sjónarmið.” — Er þetta rétt sjónarmiö? „Svo langt sem það nær, þá er þaö rétt, já. Allar fræöigreinar eru bundnar við orð. Þar þarf að tjá hugmyndirnar, þannig að aðr- ir geti skiliö þær á sama htt. En svo er náttúrulega fjöldi fyrir- bæra þar sem orð skipta litlu sem engu máli, eins og t.d. myndlist og tónlist. Listirnar sleppa þann- ig undan orðunum eins og þau eru notuð i fræöigreinum. Lært af bókmönnum Það sama gildir i rauninni um skáldskapinn, hann er bundinn orðunum á allt annan hátt heldur en þekkingargreinarnar”. — Hefur þú gaman af oröum, Jóhann? „Já.éghef óskaplega gaman af orðum frómt sagt”. — Þú hefur eitthvaö fengist viö aö raöa þeim saman sjálfur? t Ijóöum þinum? „Það er nú litiö, og þó kannski dálitiö sérstakt að þvi leyti, að það er allt saman tillært. Ég er ekki skáld i þeim skilningi að ég hafi einhverja náttúrugáfu. Ég lærði þetta af umgengni við bók- menntir og bókmenntamenn, og það sem ég er að gera, hlýtur hver einasti bókmenntaður maður að geta gert ef hann langar til. En fjöldann allan langar ekki til þess”. — Getur þú oröaö muninn á orönotkun i fræðum annars vegar og hins vegar skáldskap? „Ég held ég geti nú ekki gert þann greinarmun þannig að það verði að neinu gagni eða vit verði i. I fræðunum er maður bundinn af þessari félagslegu skyldu, sem ég nefndi áðan, að það þarf að orða hugsunina þannig að aðrir geti i senn haft það eftir og skilið það og komið þvi áleiöis. Að koma þekkingunni á- ieiðis A þvi byggist náttúrulega öll þróun i fræðunum: að menn skili þekkingunni áleiðis til næstu kyn- slóöa i orðum. En i skáldskapnum er skirskotunin allt öðruvisi. Orð- in hafa þar miklu sjálfstæöara lif og eru ekki bundin af þessari sér- stöku tegund af skilningi, sem þarf að komast áleiðis i óbreyttu formi. Að öðru leyti treysti ég mér nú ekki til að gera neina grein fyrir mismunandi orðnotk- un. Nema kannski þegar um er að ræða bölv og ragn og upphrópan- ir. En sú orðnotkun sker sig nú svo greinilega úr, aö það þarf ekki að segja neitt um það”. Áberandi liking — Þú nefndir áöan, aö engar tvær þjóöir sæju heiminn eins i orðum sinum? „Já, ég held að það sé rétt”. — Veistu hvers vegna það er? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það. Það má nefnilega segja annað, sem er jafnsatt, að menningarsvæði markast að verulegu leyti af þvi að þjóöirnar, sem byggja menningarsvæöið hafa skipulagt heiminn i orðum sinum i stórum dráttum eins. Það eru þvi tvær hliöar á þessu máli. Likingin með t.d. likingum i mál- um allra vestrænna þjóða er af- skaplega áberandi. Hið mynd- ræna i málunum er þeim sameig- inlegt i stórum dráttum. Comprehend á latinu merkir að gripa, og lika að skilja. Þessa mynd höfum við i islensku, lik- lega að láni hjá dönum. Það eru þúsundir af dæmum um einmitt þetta, að myndir og likingar séu tungumálum á sama menningar- svæði sameiginlegar. Engin mál standast alveg á Þaö er þvi t.d. vel hægt að tala um vestur-Evrópumál — og raunar austur-Evrópumál lika — sem eina samhangandi heild. En svo ber á milli einstakra mála, það eru eyður i einu máli sem ekki eru a ð f inna i öðru. Engin tvö mál standast á. Þetta er það erfiöasta i orðabókagerö: viöa er engin samsvörun.” — Hvar kreppir skórinn helst, ef litiö er til Isiensku tungunnar? „Mestur vandinn er fólginn i „abstrakt” oröunum. tslenskan hefur ekki lagt undir sig ýmislegt i skipulagningu hugsunarinnar, eins og ýmis vesturevrópsk mál, skyld islensku, hafa gert. Við höf- um ekki lagt neina rækt við ýmis- legtaf þvisem varðar „abstrakt” hugsun. Okkur vantar tækniorð á þvi sviði. Við skipuleggjum öðru- visi Þetta er sennilega það sem er langsamlega erfiðast við að eiga i orðabókagerð: stór orðaforöisem er sameiginlegur okkur nærliggj- andi þjóðum, hefur hvorki veriö fenginn að láni né þýddur á islensku. Það er i rauninni ekki eingöngu um orð að ræða, heldur er eins og hugsunin að baki orð- anna hafi ekki náð að festa hér neinar rætur. Við skipuleggjum ööruvisi.” —En er þá ekki til einhver sú liugsun sem við eigum „sér- islenska”? „Ég veit nú ekkert um það, enda hvorki stundað neinar rann- sóknir á þvi og veit ekki um neinar slikar rannsóknir. Hugtakaflokkur i sið- ferðilegu mati En mig grunar að við eigum i t.d. siöferöilegum efnum, inn, og ég veit varla hvað mætti kalla þetta á islensku — ég er ekki kominn að p-unum i oröabók- inni”, segir Jóhann og kimir. Ég spyr, hvort ekki mætti islenska hugtakið með orðinu fjölhyggju- maður. „Þaö eru náttúrulega til orð sem segja eitthvað svipað”, svarar Jóhann og nefnir dæmi: „Fjöllyndur, og að vera ekki við eina fjölina felldur. En ég er ekki viss um að þau segi nákvæmlega það sem ég á við með þvi að segjast vera plúralisti.” Frelsi að leita eigin lausna — En miðað við þetta, eiga varðandi kosti og galla einstakl- inga, hugtakaflokk, sem stenst ekki á viö sambærilega flokkun i Evrópu. við höfum okkar eigið kerfi sem er þá liklega norrænn arfur, sem er eldri en tilkoma hins grísk-rómverska arfs, sem við búum við að öðru leyti. Ég treystimér nú varla til að nefna nein dæmi, nema þá kannski orð- ið drengur. I „drengur góður”, „drengilegur” o.s.frv. felst safn af hugtökum — ósundurgreint —, sem ég þekki ekki úr neinum öðr- um málum. Þetta er þó ekki sönn- unardæmi, heldur aðeins skýr- ingardæmi um hvað ég á við. En þetta er bara grunur, vel aö merkja, og ég er ekki fær um aö rannsaka þetta á neinn hátt”. Jóhann segir þetta af svo mikl- um sannfæringarkrafti, að maður getur ekki annað en verið sam- mála honum. Og þó er ekki hægt að verjast þeirri tilfinningu, að hann væri einmitt rétti maðurinn til að sinna slikri rannsókn og komast aö merkilegum niður- stöðum. Hann lætur sig þó ekki: aðrir skulu færari til verksins, enda segist Jóhann skorta öll próf, sem að gagni mættu koma við slika rannsókn. Og það er þá ekki úr vegi aö spyrja hvaða próf Jó- hann hafi. Gutla i málvisindum „Það er mi dálitið erfitt að lýsa þvi. öll min próf voru i enskum bókmenntum og miðaldafræðum, en mikiðaf timanum fór i að lesa fög sem ekki var hægt aö taka próf i þá þar sem ég var við nám, eins og málvisindi. Og það hefur verið min dægradvöl að gutla i málvisindum, ekki sem rann- sóknarmaður heldur sem lesandi og áheyrandi”. — Einhvern timann sagöirðu mér að ein ákveðin bók mann- fræöibók, hefði haft mikil áhrif á þig I upphafi námsferils þins Viltu segja nánar frá þvi? „Það er nú erfitt að lýsa reynsl- unni, en niöurstööunni er hægt að greina frá. Ég gerði mig að ein- dregnum plúralista, en plúralisti er sá sem trúir þvi að ekki séu til þau mannlegu vandamál, sem ekki finnist ótal lausnir á, og oftrú á einhverja eina lausn er i minum augum hættulegasta villutrú. Plúralisminn Möguleikar manna til að finna lausnir á sinum vandamálum eru óendanlegir, sama hvort um er að ræða tæknileg vandamál, félags- leg eða sálræn. Það er ekkert svið, sem ég veit um, þar sem þetta hefur ekki legið mér til grundvallar. Þetta er plúralism- Jóhann S. Hannesson I Helgarviötalinu um orö, hugsun, menningu og plúralisma plúralistar þá ekki erfitt með að taka ákvaröanir? „Nei, það er ekkert vandamál. Trúin á ótal mögulegar lausnir, gefur mér frelsi til að leita að minum eigin lausnum. Það er nefnilega ekkert vist að þær séu neitt verri en aðrar lausnir. Það eina sem felst i þessu er, að ég má ekki þvinga minum lausnum upp á nokkra aðra menn. Þeir eru nefnilega áreiðanlega fullvissir um það, að þeirra lausnir séu ekki verri en minar”. — Þetta hljómar eins og þú stefnir I margra daga karp um vandamál. „Auðvitað ræöir maður um til- tekin vandamál og leitar lausna ekki bara i sinu eigin hugskoti, maður leitar þeirra i hverri þeirri þekkingu sem fyrir hendi er og maður hefur aðgang aö á hverjum tima. En að af þvi hljót- ist ein óhjákvæmileg niðurstaða? A þvi hef ég enga trú. Þetta er hliðstætt viö smekkinn. Það er engin ein tegund af kveðskap, engin ein tegund tónlistar eða einn still i málaralist, sem allir hljóta aö aðhyllast.” Þolinmóðari við útvarp- ið A öldum ljósvakans hefur nú skipt snarlega um. 1 staö dægur- tónlistarinnar er nú verið að leika einsöngslög. Ég spyr Jóhann, hvort Rikisútvarpið sé þarmeð orðið plúralistiskt. Hann hlær og svarar ekki þeirri spurningu. Og þó: „Ja, ég held að menn væru þolinmóðari við útvarpið, ef’ menn væru nær þessu sjónarmiði minu um fjöllausnina á vandan- um. Og ég sé raunar ekki hvernig ein útvarpsstöð, eitt timarit, eitt dagblað gæti framfylgt sinum skyldum á ábyrgan hátt, án þess að beita þvi sjónarmiði sem ég varaðreynaað gera grein fyrir.” — En ertu þá ánægöur með islenska menningu — miöað við plúralismann? ,,Þú spyrö hvort ég sé ánægður með islenska menningu. Þú gætir allt eins spurt, hvort ég sé á- nægður með útlit mitt eða heilsu. Ég einfaldlega bý við mitt útlit og heilsu, og það þýðir ekkert að kvarta yfir þvi. íslensk menning er búanleg við... Ég bý við islenska menningu og ég er ekkert að kvarta, ég geri engar stórar kröfur um að hún skarifram úr. Hún erbúanleg við og lifvænleg. En ég kvarta, ef mér finnst ástæða tii — þetta sjónarmið, sem ég hef verið að lýsa kemur i veg fyrir að maður aðhyllist eitthvað eða afneiti ein- hverju afdráttarlaust. Ef ég væri ánægður með allt i islenskri menningu, þá væri annað hvort ég eða hún dauð, og öfugt: ef ég fyndi I henni ekkert að gagni, þá væri ég blindur”. Rétturinn til fordóma — Þú gerir þá greinarmun á þvi sem þér finnst gott og slæmt? „Já, þaö geri ég svo sannar- lega. Eitt af þvi sem fylgir plúra- lismanum er rétturinn til for- dóma”. __ 990 „Jú, það er vegna þess að for- dómar eru rétt eins og skoðanir: þeir eru ekki til að þröngva upp á nokkurn mann, þeir eru mér til skemmtunar. Það eru vissir hlutir sem fara i taugarnar á mér, sem ekki er ástæða fyrir einhvern annan aö hafa neitt á móti, og á sama hátt dái ég ýmis- legt, sem ekki er vist að aðrir dái. Ef allir væru mér sam- mála... — Þú ferð sem sagt ekki fram á það, að aðrir menn séu þér sam- mála? „Nei, það geri ég ekki. Auðvit- að veit ég það, að það væri öllum fyrir bestuaðveramér sammála, en reynslan sýnir aftur og aftur að þess er ekki þörf”. — Væri heimurinn þá ekki betri, ef allir væru þér sammála? „Nei, það get ég ekki imyndað mér. Mér myndi leiðast meira, til dæmis, og ef mér leiðist, þá versnar heimurinn. Það er degin- um ljósara. Hins vegar er dálitiö skemmtileg mótsögn i þvi, að ég vildi gjarnan, að menn væru mér sammála um þennan plúralisma ogþaðumburðarlyndi og þolgæði sem ætti aö fylgja honum, ef maður væri eins vel af Guði gerður og maður vildi vera”. Gestrisni við ólik sjónarmið — En plúralisminn hlýtur þá að krefjast þess að maður sé um- burðarlyndur einnig gagnvart þeim sem vilja ekkert með hann hafa? „Það er nákvæmlega kjarni málsins. Og það er ekki að- eins um að ræða einstaklinga, heldur þjóðfélög, lifnaðarhætti”. — Er til eitthvert fyrirmyndar- þjóðfélag plúralismans? „Nei, nei, ég þekki ekkert slikt þjóöfélag. Vissir þættir hér gera þó að verkum aö mér finnst nokk- uð rúmgott hér fyrir skoðanir. Við getum tekið þjóðkirkjuna sem dæmi um vissa gestrisni við ólik sjónarmið, a.m.k. alltfram ásiö- ustuár.Mérsýnistað hérfáilika að þrifast ýmiss konar list og ýmiss konar skáldskapur, og menn hafa liltölulega mikið frelsi. Að gera grein fyrir sin- um málstað Svo er það auðvitað annað mál að halda fram sinum málstað og gera grein fyrir honum. Það er sjálfsagður hlutur og felur ekki i sér að maður þröngvi honum upp á einn eða neinn. Enda er margur málstaðurinn góður. — Jóhann, erum viö ekki komn- ir nokkuö langt frá upphaflegu spurningunni: Um mannfræði- bókina? Og áhrifin sem þú varöst fyrir sem ungur maður? „Nei, nei, ég stend enn með báða fætur I henni”, segir Jó- hann. „Ég ætlaöi einmitt að segja frá einu atriði i þeirri bók sem ég fór aö leggja út af fyrir sjálfan mig.Það'segir i henni frá tveimur þjóðflokkum i Afriku, sem kom- ust i kynni við Evrópumenningu, og þar á meðal bila, bildekk og þviumlikt. Annar þessara þjóð- flokka fór að smiða sér evrópska skó úr sama efni og þeir höfðu ævinlega gert sina skó. Þeir gerðu skóna sem sagt meö evrópusniði. Hinn þjóðflokkurinn bjó sér til úr bildekkjum skó með nákvæmlega sama sniði og þeirra skór höfðu alltaf veriö. Gerólikar lausnir en jafngóðar Ég held að það hafi verið út frá þessu tiltekna atriði sem ég fór aö velta fyrir mér möguleikunum á þvi aö leysa sinn vanda með þvi sem fyrir hendi er á hverjum tima og koma meö gerólikar en jafngóöar lausnir. Meö þetta i huga er t.d. minni ástæða en margur hyggur til að óttast um erlend áhrif á islenska menningu”. — Svo er kannski tilönnur hlið: Til er saga af afrískum þjóðflokk og evrópskum trúboöum. Trúboö- unum blöskraði nekt hinna inn- fæddu og sendu orösendingu heim og baðu um föt. Þegar búið var að klæða alla I sómasamleg föt kom regntiminn með miklum hita að deginum en helkulda á næturna. Með þeim afleiðingum að Afrikubúarnir fengu inflúensu I rennvotum fötunum og dóu margir hverjir. Eruppákoma af þessu tagi þá slys? ,,Mér finnst þessi atburður varla verðskulda heitiö slys. Slys eiga sér stað þegar búið er að gera allar varúðarráöstafanir. Og slys eru aövitaö óumflýjanleg. Enþarna voruengar varúðarráö- stafanir gerðar. Þetta er einfald- lega heimska. Dásamlég málamiðlun Annars er til önnur ágæt saga af trúboðum á Suðurhafseyjum, sem þoldu ekki að sjá nakin brjóst kvennanna þar. Og þeir gáfu þeim skyrtur. Konurnar klæddust skyrtunum, en klipptu tvö göt framan áþær, til að beturfæri um þær. Þetta finnst mér dásamleg málamiölun.” — Núertþú kennariaðatvinnu, Jóliann, og þú hefur hcr bent m jög á það, að engin ein lausn sé annarri merkari eða betri. Stangast þaðekki algcrlega á við þitt starf? „Nei, það vil ég ekki viður- kenna. t kennslunni á sér stað málamiðlun, þótt hún sé dáh'tið öðruvisi, eðlis starfsins vegna. Sumt er hjákvæmilegt Ég sem kennari hef oft fundið fyrir þvi, aðýmislegt sem álitið hefur veriö nauösynlegt að kenna, reynist hjákvæmilegt þegar allt kemur til alls — nemandinn spjarar sig ágætlega i faginu án þess að kunna tiltekna formúlu, hann vinnur gott verk innan greinarinnar og þar með hlýtur eitthvert þaö þekkingaratriði, sem hann kemst af án að mega missa sig i kennslu. Kennari hættir ekki að kenna einhver at- riði af þvi hann gefst upp á þvi, heldur vegna þess aö þaö er hægt að komast af án þeirra, þau reynast ekki eins nauösynleg og áhtið var i fyrstu.” — Hvernig er að vera kennari? „Kennslan er þreytandi. Nemendurnir yfirleitt ekki. Skoðanirog þekking Og vel aö merkja, kennslan er kannski ekki þaö starf, þar sem auðveldast er aö Utfæra I reynd þá kenningu mi'na að þröngva ekki hinu og þessu upp á fólk”. — Er kennsla þá áróður? „Að þvi leyti sem hún snýst um þaö að fá nemandann til að læra þaö sem honum er kennt, já, að þvi leytinu er hún áróður. En að öðru leyti sjálfsögöu ekki. Kennslan felst ekki i þvi fyrst og fremst að koma á framfæri skoð- unum heldur þekkingu, og kenn- arinn erhugsaöur fyrst og fremst sem sá, sem geti stýrt þvi aö þær upplýsingar, sú þekking sem um eraö ræða,komisttilnemandans. Það er hans hlutverk en hvort hægt sé að rækja það hlutverk i tómarúmi — það efast ég um. Innræting i skólum Mér viröist stundum eins og þeirsem mestar áhyggjur hafa af innrætingu i skólum imyndi sér að til sé einhver glögg markalina milli þekkingar og skoðana, sem kennaranum beri aö þræða eins og manni sem á að sanna að hann sé ódrukkinn. Ef til er slik lina, efast ég um aö ómaksvert sé aö þræöa hana. Manneskjan er samsett af ótal þáttum, meðal annars þekkingar- borum og misjafnlega fullmótuö- um skoðunum. Kennarinn er manneskja, og nemendur eiga heimtingu á aö þeim sé kennt af heilum manneskjum en ekki hálf- um. Þvi fylgiráhætta, en þaö er lika áhætta að miöla hreinni þekk- ingu. Það er ómögulegt að vita hvaöþeirsem öölasthana gera Ur henni. Kennsla og áróður Ég hef stundum skilgreint kennarann sem þann sem nýtur þeirra forréttinda aö fá að vera viðstaddur, þar sem nám fer fram. Það er ákaflega gaman að fylgjast með þvi. Og það er enn skemmtilegra ef maður getur lagt fram einhvern skerf til þess að menn læri. En þaö gera menn ekki með þvi eingöngu að miöla upplýsingum, menn verða aö leggja sjálfa sig i þetta — og þar komum við afturað spurningunni þinni um h vort kennsla sé áróður. Ég mundi vilja snúa þessu aðeins við og segja sem svo, að áróður sé ekki kennsla. Þaö er að segja, þaö að fá menn til að aöhyllast skoð- un, skoðunarinnar vegna, er ekki kennsla. En aö stuðla að þvi að menn beiti skynsamlegum að- feröum i leit sinni að skoðunum og sjónarmiöum — það er kennsla”. Hér látum við Jóhann staðar numið. Við höfum lokið úr kaffi- bollunum, og göngum út og virö- um fyrir okkur mannh'fið I sól- inni, sem hefur gægst að fullu fram úrskýjum. Og gottefmanni finnist mannlifið ekki ivið plúra- listiskara á að sjá i sólskininu en ella. —jsj.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.