Vísir


Vísir - 02.10.1981, Qupperneq 8

Vísir - 02.10.1981, Qupperneq 8
8 Föstudagur 2. október 1981 Útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Aðstoöarfréttastjóri: Kjartan Stefánsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammen- drup, Arni Sigfússon, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdi- marsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmynd- ir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. útlitsteiknun: Magnús Olafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eirfkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stetansson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Ritstjórn: Síðumúli 14, sími 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Síðumúla 8, símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2—4, sími 86611. Askriftarqjald kr. 85 á mánuði innanlands og verð í Iausasölu6 krónureintakið. Vísir er prentaður í Blaðaprenti, Síðumúia 14. Leysum húsnæðisvandann Það hefur áreiðanlega ekki farið fram hjá neinum, sem fylgst hefur með opinberum um- ræðum síðustu vikurnar, að hús- næðisvandræði eru nú meiri hér á landi en þekkst hafa í marga ára- tugi. Svo rammt kveður að þessum vandræðum, að í bókstaflegum skilningi búa fjölmargar fjöl- skyldur við hreint neyðarástand í húsnæðismálum. Það þarf ekki mikið hugmyndaflug til þess að gera sér í hugarlund, hver áhrif óvissan um samastað hefur á f jölskyldulífið hjá því fólki, sem er svo ólánssamt að lenda í þess- ari aðstöðu. I raun og veru þarf þetta ófremdarástand í húsnæðismál- unum ekki að koma á óvart. Það er ekki annað en eðlileg af leiðing af stjórnarstefnu síðustu ára. öll gjöld á íbúðarhúsnæði hafa stór- hækkað, m.a.s. verulega um- fram verðbólguvöxtinn, svo að það hefur orðið sífellt minna fýsilegt að byggja íbúðarhús- næði, hvort sem hefur verið til eigin íbúðar eða til útleigu. Þá hefur lánsfé til íbúðarbygginga skroppið mjög saman og jafn- framt orðið margfalt dýrara en áður var. Að vísu hef ur það alltaf þótt erf itt hér á landi að koma sér upp eigin húsnæði vegna þess, hversu greiðslutíminn hefur verið stuttur, en það er örugglega miklu erf iðara nú en nokkru sinni fyrr. Þá hefur það ekki bætt úr skák, að sett voru ný húsaleigu- lög, sem á pappirnum var ætlað að styrkja stöðu leigutaka, en hafa í verki komið hart niður á þeim, sem þurfa á leiguhúsnæði að halda, því að margir þeirra, sem áður leigðu út húsnæði, vilja nú f rekar losa sig við slíkar íbúð- ir en leigja þær út. Húsnæðisskorturinn, sem nú er við að glíma, hefur að sjálfsögðu leitttil hækkunar á húsaleigunni, svo að ofan á erfiðleikana við að fá húsnæðið bætist þrautin við að greiða háa húsaleigu, jafnvel marga mánuði fyrirfram. Meðan sæmilegt jafnvægi var hér á húsaleigumarkaði var húsaleiga i raun ekki svo há, þegar tekið er tillit til verðmætis íbúðanna og eðlilegs arðs, sem verður að vera af f járfestingunni i þeim, þó að húsaleiga hafi auðvitað venju- lega verið há f rá sjónarhóli leigj- endanna. En nú er ekki blöðum um það að fletta, að húsaleiga hér er orðin illviðráðanleg fyrir allan fjöldann. En hvað er til ráða í húsnæðis- málunum? Opinberar („félags- legar") íbúðabyggingar, segja margir. Að sjálfsögðu þurfa t.d. sveitarfélög að byggja leiguhús- næði í einhverjum mæli, en opin- berir aðilar ráða ekki við vegna kostnaðar að leysa þetta vanda- mál nema þá með því að van- rækja önnur viðfangsefni. Og auðvitað duga ekki neinar sovét- aðferðir eins og eignarnám eða leigunám, þótt það sé það fyrsta, sem kommúnistaburgeisunum, sem nú stjórna Reykjavíkurborg, dettur í hug, þegar þeir vakna loks upp við það nokkrum mánuðum fyrir kosningar, að þeir hafa svikið öll fögru loforðin um byggingu leiguíbúða. Eina úrræðið, sem duga mun í þessum efnum, er að efla á nýjan leik framtak einstaklinganna til íbúðabygginga, fyrst og fremst til byggingar eða kaupa á eigin íbúðarhúsnæði. Ef gengið verður í það af einbeitni að lækka gjöld á íbúðarhúsnæði, hækka lán opin- bera veðlánakerfisins og lengja lánstímann, þarf það ekki að taka mörg ár að laga ástandið í húsnæðismálunum hér. En til þess að þetta verði hægt, þarf auðvitað ný stjórnvöld, enda fá þeir, sem húsnæðisskorturinn bitnar nú á, eins og aðrir, fljót- lega tækifæri til þess að þakka þeim fyrir sig, sem ábyrgðina bera. OFFJÖLGUN í KÍNVERSKUM BORGUM Meirihluti kinversku þjóðar- innar býr i sveitum landsins. Sigur klnversku byltingarinnar var mögulegur e.t.v. fyrst og fremst vegna þess að klnversk- um kommúnistum tókst að vinna fylgi bændastéttarinnar og skipuleggja hana undir sinni forystu. Mao formaður lagði alla sina ævi sérstaka áherslu á mikilvægi sveitanna enda sjálf- ur sveitamaöur. Hann skildi vel þann vanda sem skapast myndi ef ibúar sveitanna héldu áfram að flykkjast I þegar ofvaxnar borgir. Einhvern tima um miðj- an siöasta áratug lét Mao þau orö falla að slæmt væri fyrir borgir að veröa of stórar, leggja .skyldi meiri áherslu á að byggja litlar borgir. Enn þann dag i dag býr mikill meirihluti kinversku þjóðar- innar til sveita en þrátt fýrir varnaðarorð formannsins hefur mikiö fjölgað I stærstu borgum landsins svo aö til vandræða horfir. 15 borgir með yfir milljón íbúa Við frelsun Kina höfðu ein- ungis fimm borgir þar meira en eina milljón íbúa. Siðan hefur þeim fjölgað svo að nú eru þær orðnar 15 (16 ef Hong Kong er talin með). Stærst af þessum borgum er stórborgin Shanghai með hátt I tiu milljón ibúa og er hún liklega orðin fjölmennasta borg veraldar. Samt má búast við enn meiri fjölgun i þessum stærstu borg- um landsins á næstu árum ef ekki verður hlúö betur að smá- borgum með um tiu til hundraö þúsund ibúa, þvl aö um 80% Kinverja búa enn I sveitunum. Eftir þvl sem framleiöni eykst I landbúnaði mun stór hluti hinna 700 milljón bænda I Kina neyð- ast til að finna sér önnur störf, annað hvort i nú þegar allt of fjölmennum borgum eða I nýj- um bæjum og borgum. 0,1 hektari á íbúa Hversu óumflýjanleg þessi þróun er má sjá af þvi, aö sem stendur er ræktað land á hvern Ibúa i Klna aðeins um 0,1 hekt- ari. Jafnvel lltils háttar vélvæð- ing og framleiösluhagræöing I landbúnaði getur þvl valdið at- vinnuleysi tugmilljóna. En borgirnar eru alls ekki til- búnar til að taka á móti nýju flóði innflytjenda úr sveitunum. Þær eiga nú þegar fullt I fangi með að finna ný störf fyrir um tiu milljón ungmenna sem bæt- ast við vinnuafl borganna ár- lega. Þess vegna eru I gildi mjög strangar reglur i Klna um flutning manna á milli staða. Tiltölulega auðvelt er að flytjast frá stærri borgum til minni staöa en nær ómögulegt að fá að flytjast frá smábæjum til stór- borga. Sumarið 1979 heimsótti ég nokkrar borgir i Kina, þ.á.m. Shanghai og Tianjin (hafnar- borg Peking). Kom ég þá inn á heimili nokkurra verkamanna I þessum borgum og kynntist fjölskyldum þeirra og þvi hvernig þeir búa. Einna verst var ástandið á heimili þrltugs iðnverkamanns sem komiö hafði fyrir rúmu ári ásamt eiginkonu sinni og barni heim aftur eftir 7 ára dvöl I sveit. Bjuggu þau I sama herbergi og foreldrar hans og bróðir. Annað herbergi var I ibúðinni en i þvi bjó önnur fjölskylda. Svipað ástand var ég var við I Tianjin en einmitt I þessum tveimur stórborgum er húsnæöisvandinn stærstur. í lauslegum samanburöi sem( Dagblaö Alþýðunnar geröi kem- ur I ljós aö á hverjum ferkiló- metra I Tokyo búa 15,500 manns, I London 9000, I Moskvu 9500, i Washington 4000 en i mið- borg Shanghai hvorki meira né minna en 42 þúsund manns og I Peking um 9000 á ferkílómetra. Meðal orsakanna fyrir þvi hverstu ástandið er slæmt má nefna mikla samþjöppun á mikilvægum framleiðslugrein- um á Shanghai-svæðinu sem rekja má til mikilla umsvifa erlendra fyrirtækja þar fyrr á árum, svo til stöðnun I bygg- ingarframkvæmdum á tima menningarbyltingarinnar á sama tima og óvenju mikil fólksfjölgun átti sér stað, litla fyrirhyggju hjá ýmsum ráða- mönnum I Klna við framkvæmd iðnvæðingar og niöurrööun verkefna viö áætlana gerð, sem reyndar fór aö mestu leyti i handaskolum I glundroöa menningarbyltingarinnar. Að sjálfsögðu er höfuöorsökin þó einfaldiega hinn glfurlegi mannfjöldi I Kina. Eftir að hafa staðið svo til I staö I hundraö ár fjölgaði kinversku þjóðinni úr 450 milljónum I nær 1000 milljónir á árunum frá 1949. Aukináhersla lögöá litlar borgir Til aö leysa úr þessum vanda hefur að undanförnu verið lögð mikil áhersla á byggingu nýs Ibúöarhúsnæðis. A siðustu 4 árum hafa t.d. 190 þúsund nýjar ibúöir verið teknar I notkun i Pekingborg og húsnæðismál átta hundruö þúsund þeirra Ibúa, sem verst voru settir, þannig verið leyst. Sllkt leysir þó aðeins þann vanda sem nú þegar er fyrir hendi I stórborgunum en mun ekki nægja til að leysa aðvifandi vanda ofurfólksfjölda sveit- anna. Sumir forystumanna Kina virðast nú vera að vakna til meðvitundar um þennan vanda og hafa dustaö rykiö af hálfgleymdum kenningum Maos um mikilvægi smáborga. Hafa þeir bent á þrjá stóra kosti smáborga: 1) Vegna mikils fjölda þeirra (yfir 50.000) ættu þær aö geta tekið við miklum fjölda manna og veitt þeim vinnu þótt hver fyrir sig bætti ekki viö sig nema tiltölulega fá- um eánstaklingum, t.d. þúsund. ■■■■■■■■■■■■ neöanmals Austurlandapistill Ragnars Baldurssonar fjallar að þessu sinni um offjölgun i kínverskum borgum. I miðborg Shanghai búa nú 42 þús- und manns á hverjum ferkílðmetra en í London búa níu þúsund manns á jafnstóru svæði. 2) Þær eru mikilvægur tengilið- ur milli stórborga og sveita. 3) Þær gætu I auknum mæli tekiö að sér menningar- og mennt- unarhlutverk I sveitunum. Hingaö til hafa kinversk yfir- völd samt ekki treyst sér til að veita fjármagni i nokkrum mæli til þróunar þessara smáborga. Bera þau við fjármágnsskorti en hvetja samyrkjubúin til að standa að þróun og eflingu þeirra. Hætt er við þvl að slik hvatn- ing dugi þó engan veginn til, ef yfirvöld láta ekki efnahags- og menningarlegan stuðning I ein- hverju formi fylgja. Xian árið 1976, séð yfir þéttbýlt Ibúöahverfi I gömlum klnverskum stll.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.