Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 2
Fimmtudagur 15. október 1981 2 Hvernig líst þér á nýja f ra mha Idsmy nda f lokk sjónvarpsins á laugar- dögum? Ellen Stefánsdóttir, húsmóöir: Mér list mjög vel á hann. Þetta er ágæt afþreying. Sævar Siggeirsson, vélstjóri: Hann er ekki nógu fyndinn. Ég var ánægöari meö Lööur. Hulda Hafsteinsdóttir, hús- móöir: Ég sá ekki fyrsta þátt- inn, en ég hef hug á því aö fylgj- ast meö þeim næstu. Ormur Hreinsson, járnsmiöur: Ég horföi ekki á hann. Helga Helgadóttir, húsmóöir: Ég var lasin þegar fyrsti þátt- urinn var sýndur og haföi þvi ekki ástæöu til aö horfa á hann. VÍSIR FðslrMuNéMálánd undir fot á næsta ári” segir Skúli Möller lormaöur Karlakórsins FóstDræðra „Næsta starfsár verður mjög annasamt þvi að i lok þess, þ.e. i sept 1982, fer kórinn i mikla söng- för til Bandarikjanna. Þar mun hann taka þátt i menningarkynn- ingu „Skandinavian Today”. Starfið i vetur miðast þvi við þessa för bæði á „sönglega” sviðinu og eins á hinu fjárhags- lega”, sagði Skúli Möller i sam- tali við Visi en hann hefur tekið við formannsstöðu hjá Karla- kórnum Fóstbræðrum. „Fyrsti liðurinn i fjáröflun okk- ar er haustskemmtanir kórsins fyrir styrktarfélaga sina sem hefjast næstkomandi laugardag i félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109. Eins og styrktarfélagar minnast eflaust þá verður boðið upp á söng, stutta gamanþætti og svo er dansað að sjálfsögðu. Kórinn vinnur einnig að plötu- upptöku á jóla- og nýárssálmum en slilc plata hefur ekki verið gef- in áður Ut með karlakór hér á landi. A plötunni verða öll helstu jólalögin og er það von okkar að hún verði eigulegur gripur. Söng- stjóri er Ragnar Björnsson en hann hefur starfað með kórnum um árabil. Fyrirrennari Ragnars var Jónas Ingimundarson. Undir hans stjórn söng kórinn fjölda laga inn á segulbönd. Ætlunin er að gefa úrval þessara laga út á plötu. Báðar hljómplöturnar munu koma út á vegum Fálkans. Fóstbræður hafa á undanförn- um árum lagt metnað sinn i að ferðast sem mest innanlands. t lögum kórsins stendur að mark- mið hans sé að efla og styrkja is- Skúli Möller formaöur Fóstbræöra (Visism. EÞS) lenskt tónlistarlif með íerðum um landið og til útlanda. Við hyggjum nú á enn eina inn- anlandsferðina þvi að afloknum þessum haustskemmtunum eftir miðjan nóv. fer kórinn i söngferð til Skagafjarðar og Eyjafjarðar. A söngskemmtunum þar verða einnig fiutt skemmtiatriði haust- skemmtananna. Þegar þessu lýkur hefst undir- búningur ferðarinnar til Banda- rikjanna með söngæfingum og þjálfun. Eins og ætið frá stofnun kórsins verða söngæfingar næsta vor og verður efnisskráin miðuö við söngferðina. „Hvar reynir mest á þig sem formann ?” , „Starf formanns i félagi eins og Fóstbræðrum er að sjálfsögðu svipað og i öðrum félögum þar sem öllum hinum venjulegu starfsþáttum er stjórnað af hon- um. Formaðurinn sér að miklu leyti um undirbúning innanlands- ferða en utanlandsferðir eru skipulagðar af sérstakri utan- fararnefnd. „Hvað starfa margir söngvarar i kórnum?” „1 kórnum starfa að jafnaði um 45söngmennog er alltaf um tölu- verða endurnýjun að ræða. Það sýnir að enn er töluverður áhugi á söng i karlakórum þótt blönduðu kórarnir veiti þeim mikla sam- keppniþvibaráttan um gott söng- fólk er mikil. í Fóstbræðrum hafa frá upphafi verið margir góðir söngmennm.a. hafa sumir þekkt- ustu óperusöngvarar Islendinga sungið i byrjun með kórnum t.d. Kristinn Hallsson, Erlingur Vig- fússon og Sigurður Björnsson. Eins og gefur að skiljahefur fjöldi manns sungið með kórnum á undanförnum árum. Gömlu félagarnir stofnuðu Félag gam- alla fóstbræðra 1969 og hafa ávallt veitt kórnum ómetanlegan stuðning. En Fóstbræður standa ekki ein- ir, þvi eiginkonur þeirra hafa stutt þá með þrotlausu starfi. An þeirra hefði félagsheimilið ekki verið byggt jafn auðveldlega og haustskemmtanirnar gengið jafn vel. Mikið starf hefur þvi hvilt á þeirra herðum”. —gb F eröahandbók Steln- grfms er I Timanum Á lerð 09 flugl „í suraar hefur Stein- grimur fariö tvisvar tii útianda...”, segir Timinn, blaö framsóknarmanna, hróöugur I gær. Þykir blaöinu ráöherra hafa veriö heimakær og bendir af þvi tilefni lesendum sinum á þá mikilvægu staöreynd. í klausunni er tiundaö aö Steingrimur hafi sniglast til Rómar og Grænlands og svo segir: „Nú, ef menn þykjast eiga hcimtingu á aö vita um frátafir Steingrims frá ráöuneytisstörfum, geta þeir bókaö hjá sér aö samanlagt hefur hann tekiö sér fimm daga sumarfrl”. Klausan sú arna er skrifuö I dálka sem bera ■ mhmm m m ■■ w m w m m P* W ^ Há HRM » w m in oain m m .■* yfirskriftina FRÉTTIR. Mér finnst nú persónu- lega, aö nær heföi veriö aö láta þá heita „Feröa- mál” eöa „A ferö og Hugi”. Breyti Þaö mun ekki vera á ailra vitorði aö tiltölulega auövelt er aö breyta nafn- númerum, ef áhugi er fyrir hendí. Menn geta til dæmis tekið sér ættarnöfn af einhverjum ástsöum og látið skrá sig undir þau á Hagstofunni. Þar meö veröa breytingar á nafn- númerum viökomandi. Saina máti gegnir ef menn heita tveim nöfn- um. Þaö nafn, sem er skráö sem aöalnafn I þjóöskrá, ræöur þvl hvert nafnnúmer viökomandi fær, aö hiuta. Ef hann ákveöur aö breyta til og lætur skrá hitt nafnið sem aöalnafn, breytist nafn- núineriö. Oftast er þetta sárasaklaust en 1 ein- staka tilfellum getur þetta veriö nokkuö tvf- eggjað. Hér er dæmi um hið siöarnefnda. Margir kannast víö mann aö nafni örn Ingóifsson. Hann kom meðal annars víð sögu ásamt Edward Lövdal i Sölumannatnál- inu sem frægt varð. Þá hcfur hann verið ail um- svifamiklll I bilasölumái- um. Telja margir sig hafa borið skaröan hlut frá boröi i viöskiptum viö hann. En það er önnur saga. Maöurinn heitir fullu nafni SigurÖur örn Ingólfsson. Hann hefur nú tekiö upp fyrra nafniö sem aöainafn I þjóöskrá og fengið þar meö breytt nafnnúmer. Þetta þýðir meðal annars aö hans er hvergi getiö I opinberum píöggum, svo sem van- skilaskrám, sem fólk gluggar gjarnan I standi það í stærri viðskiptum. Sjávarfréttir Enn log- ar gialt Enn logar glatt I kolun- Ægir um milli forráöamanna Ægis, rits Fiskiíélags is- lands og Sjávarfrétta, þrátt fyrir einhverjar raddir u'm hiö gagnstæða. Eins og tæpt hefur veriö á hér i Sandkorni snýst rnálið um þaö, hvort efni sem hefur birst i Ægi, hafi verib notaö meíra eöa minna i Sjávarfréttum. Er málið nú svo komiö, aö Ægismenn hafa fengið lögfræöingi þaö i hendur. Er sá Jón Oddsson. Mun hann eiga aö athuga hvort um raunverulegan rit- stuld sé að ræða af hálfu Sjávarfrétta. En forráðamenn þeirra hafa einnig reitt sveröin lil höggs. Saka þeir nú Ægis-menn um að hafa notað myndir sem hafa birst i Sjávarfréttum I augiýsingar i Ægi. Ekki cr vitaö um hlut aug- lýsingastofu i þeim efn- um, en svona er nú þetta. óii litli sat og stautaöi I dagbiaði. Ailt I einu kallaöi hann: „Mamma, mamma. Nú veit ég hvaö þú átt að gera til að megra þig”. „Hvaö er það?” spuröi mamman með eilitinn vonarglampa I augunum. „Drekktu uppþvotta- lög! Þaö stendur hérna, aö hann fjarlægi alla fitu". Réttur „Ég er annar ættliöur- inn sem gerir litið annað en aö éta hanglkjöt alla daga”, segir óii Valdi- marsson forstjóri Kjöt- iðnaöarstöðvar KEA i viötali við Þjóðviljann f gær. Semsagt, réttur maður á réttum stað! Texti: \ Jóhanna S Sigþórs dóttir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.