Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 15. október 1981
11
Konur í
formanns-
sæti verka-
lýösfélaga
Það hefur mjög verið tiundað
undanfarið i f jölmiðlum og viðar,
hversu konur eigi erfitt upp-
dráttar i stjórnmálum og yfirleitt
i þær stööur sem karlar hafa ein-
okað til þessa.
Það bar þö til tiðinda á þriðja
þingi Alþýðusambands Vestur-
lands, sem haldið var i Búðardal
siðastliðinn laugardag, aðviðfor-
mannskjör buðu sig fram tveir
kvenmenn, en enginn karlmaður.
Konurnarsem buðu sig fram voru
þær Bjarnfriður Leósdóttir og
Sigrún D. Eliasdóttir og féllu at-
kvæði þannigaðSigrún hlaut flest
atkvæði, eða 32 af 42 mögulegum.
Sigrún hefur á undanförnum ár-
um starfað hjá prjónaverksmiðj-
unni Hetti i Borgarnesi. Gunnar
Már Kristófersson, sem verið
hefur formaður sambandsins frá
stofnun þess, 1977, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs.
Þess má og geta að við
stjómarkjörhjá Alþýðusambandi
Norðurlands, var einnig kona
kjörin f ormaður og heitir sú Þóra
Hjaltadóttir sem unnið hefur á
skrifstofu sambandsins þar
nyrðra um árabil. Fráfarandi
formaður Alþýðusa mbands
Norðurlands, er Hákon Hákonar-
son, en hann gaf ekki kost á sér til
endurk jörs.
Þessi formannskjör hljóta að
þykja merkileg, ef höfð er í huga
sú mikla umræða um framtaks-
leysi kvenmanna i stjórnmálum
og félagasamtökum, sem farið
hefur fram á undanförnum mán-
uðum o g árum.
nauðt boitinn selfl-
ur á jc flaginn
JC Akranesihefur ákveðið aðá
JC daginn 24. október verði hafin
dreifing á „rauða boltanum”.
Þetta er gert til að stuðla að
auknu öryggi ef eldsvoða ber að
höndum.
Rauði boltinn er hringlaga lim-
miði um 9 sentimetrar i þvermál
með gulum eldtungum i miðju.
Eldtungurnar eru meö endur-
skini. Simanúmer lögreglu Akra-
ness er á bakhlið limmiðans sem
snýr inn i herbergið.
Ef kviknar i húsi að næturlagi
er rauði boltinn fyrsta visbending
tii slökkviliðsmanna hvar ibúar
hússins sofa.
Rauði boltinn verðurseldur á 10
krónur en aðeins þarf að greiða
eitt verð hvort sem ibúar þurfa
einn eða fleiri li'mmiða. Þetta
verðurekki f járöflun fyrirfélagið
en verði einhver hagnaður af söl-
unni rennur hann til slökkviliðs
Akraness til kaupa á hjálpartækj-
um.
—KS
FJÖLRITUN
LJÓSRITUN
VÉLRITUN
STENSILL
Vantar ykkur innihurðir?
Þjálfað starfslið
tryggir vandaða
vöru á
5»r ■
verði.
Greiðsluskilmálar,
sem allir ráða við.
Sö/uumboð:
Iðnverk hf.
Nóatúni 17, sími 259
Axel Eyjólfsson
Smiðjuvegi 9, Kópavogi, sími 43577
Tréemlðja
]3orvaldar Olafssonar hf.
Iðavöllum 6 - Keflavlk - Simi 3320
Boðsbréf til
bókamanna
ARNARTAK heitir nýstofnað forlag sem hefur á prjónunum að hefja
menningarlegt fslenskt landnám út I veröldina með útgáfu og dreifingu
islenskra bóka á ensku. Aðstandendur forlagsins fá ekki betur séð en að
það sem heiminn vanti einna helst — fyrir utan svæðisbundinn og sorg-
legan skort á korni — sé islenskur andi, og að ekki dugi neinir smá-
skammtar.
ARNARTAK mun jafnframt gefa út bækur I takmörkuöujipplagi á
islensku og vanda til valsins. Fyrsta bók þess af þessu tagi er endurút-
gáfa á bók Jóhannesar Helga: ,,Húsi málarans”, ódrepandi bók sem út
kom fyrir réttum tuttugu árum og hefur lengi verið svo ófáanleg sem
bók getur verið. ,,Hús málarans” er llfstjáning Jóns Engilberts, en
Jón sameinaði i persónu sinni með einstæðum hætti stórskorna grá-
glettni islenskrar alþýðumenningar eins og hún gerist römmust og við-
feðm sjónarhorn manns sem þekkir heiminn, sem er blanda engri lik,
enda hefur bókin lengi reynst mönnum guðsþakkarverð afþreying og
hláturgjafi á svörtum dögum.
Bókin, sem er 192 blaðsiður, er væntanleg I næstu viku. Ekkert hefur
verið til sparað aö gera hana sem veglegasta úr garði. Hún er verulega
aukin að ljósmyndum frá fyrri útgáfu, og nokkuö að máli. Bókin hefur
að geyma allar ljósmy ndir sem máli skipta frá bernsku málarans og til
æviloka. t bókarlok eru kveðjuorð Ragnars Jónssonar i Smára og
Jóhannesar Helga daginn sem Jón var jarðsunginn fyrir tæpum tiu ár-
um. Sjálfsmynd málarans I fimm litum er varanlega varðveitt I bandi
bókarinnar.
Upplag er takmarkað og óhagganlegt, en þau eintök
sem hér er verið að bjóða i áskrift eru litill hluti
upplagsins og sérunninn, með bókmerki i islensku
fánalitunum, og árituð af ekkju málarans, Tove, og
höfundi bókarinnar. Áritunin fór fram áður en ein-
tökin fóru i plastumbúðir.
Verð bókarinnar KOMIÐ í HENDUR viðtakanda,
hvert á land sem er, er kr. 280.
Þér getiö hvort heldur er pantaöbókina I slma 83195 milli klukkan 18 i.g
20 næstu daga, ellegar útfyllt og slegið utan um meðfylgjandi
áskriftarseöil til forlagsins: Arnartak, Box 317, 121 Reykjavlk.
ARNARTAK
Jóhannes Helgi
Box 317 Simi 83195 Rvik.