Vísir - 15.10.1981, Blaðsíða 21
Fimmtudagur 15. október 1981
VÍSIR
■
■
■
■
■
■
■
:
■
■
■
■
■
I
Bobby Fischer
er enn tynflur
Eftir sigurinn i heimsmeist-
araeinviginu 1972, hvarf Bobby
Fischer algjörlega af sjónar-
sviðinu og hefur ekkert teflt op-
inberlega siðan. Miklar bolla-
leggingar hafa verið um það,
hvort meistarinn muni nokkru
sinni snúa séraftur að skákiðk-
unum, eða hvað hann hafi eigin-
lega fyrir stafni. Larry Evans,
bandariski stórmeistarinn og
fyrrum vinur Fischers, haföi
þetta að segja: ,,Bobby hefur
látið sér vaxa skegg, og heldur
til á hóteli í Los Angeles. Þvi
mBur hefur hann tekið upp lif
einsetumannsins og ógjörningur
er aö hafa samband við hann,
hvort heldur er simleiðis eða
bréflega. Hann hefur slitiö öllu
sambandi við sina gömlu vini.
Hann talar gjarnan um einvígi
við heimsmeistarann Karpov —
ef skákirnar verða tefldar út i
striklotu, engar biðskákir — en
ógjörningur er að segja til um,
hvort hann kemur aftur. bvi
skyldi hann hætta stöðu sinni i
skáksögunni? Ég held, að pen-
ingaleysi væri það eina sem
gæti komið honum til að skrifa
Umsjón:
Jóhann örn
Sigurjónsson
bók, tefla fjöltefli eða tefla aftur
opinberlega.”
Þýska fréttablaöið „Die Zeit”
reyndi árangurslaust að fá viö-
tal við Fischer. Blaðamaðurinn
hafði þetta um þær tilraunir að
segja: „Eftir margra daga eft-
irgrennslanir, simhringingar til
Kaliforniu, Nevada, Washing-
ton og New York, samtöl við
lögfræðinga, kirkjunnar þjóna
og skákmeistara, náði ég loks
sambandi við John Collins. Tni-
lega erhann sá eini, sem Fisch-
er treystir enn.” Það er orðið
heilt ár siðan ég sá Bobby sið-
ast”, sagði Collins. „Hann leit
vel út. Kannski er hann á Filips-
eyjum, eða Los Angeles. Hver
veit? Hann er jafn slyngur i
feluleiknum og hann var i skák-
inni. Liklega á enginn skákmað-
ur eftir að vinna jafn margar
skákir á svart og Fischer”,
sagði Collins. Fyrir þrem árum
gátu blöð viðs vegar um heim
þess, að Fischer væri farinn til
Júgóslaviu, þar sem hann ræddi
væntanlegt æfingareinvigi sitt
og Gligorics. Keppni þeirra
skyldi vera æfing fyrir einvigið
Fischer:Karpov. Þegar allt var
orðið klappað og klárt, neitaði
Fischer þvi aö keppnin yrði i
umsjá FIDE, þvi að áliti Fisch-
ers ráða Sovétmenn þar mestu
um gang mála. Hann sneri þvi
aftur til Los Angeles og sleit al-
gjörlega sambandi við alla, þar
með talda systur sina i P alo Alto
og móður sina i London.
„Hvar erBobby? Það skiptir
mig engu máli”, sagöi stór-
meistarinn Larry Evans, þegar
ég hringdi til Reno. Evans
þekkti Bobby áður en hið 15 ára
undrabarn braut blað i annálum
skáksögunnar. „Tortryggni
Bobbys eyðileggur allt vináttu-
samband. Honum er ógjörning-
ur að hjálpa, þvi aö hann vill
ekki hjálpa sér sjálfur”, sagði
Evans. Stórmeistarinn Robert
Byrne sá Bobby siðast i Pasa-
dena á meðan skákþing Banda-
rikjanna 1978 stóð yfir. „Bobby
kom aldrei inn i skáksalinn.
Hann lét á sér skiljast að hann
langaðitil að hitta Berard Zuck-
erman og Larry Crhistiansen.
Við mig hafði hann aðeins þetta
að segja: ,,Farðu nú ekki að
skrifa neitt um mig.”
Boris Spassky reyndi árang-
urslaust aö ná sambandi við
Fischer, þegar hann var á
ferðalagi um Kaliforniu 1980.
Paul Marshall, lögfræðingur.
Fischers f heimsmeistaraein-
viginu 1972, mátti fleygja mill-
jón doDara samningum i rusla-
körfuna vegna þess eins að
skjólstæðingur hans treysti eng-
um. Að áliti Marshall eru ástæð-
urnar fyrir hegðan Fischers að
finna í bernsku hans. „Móðir
hanser hæfileikamikil kona likt
og Fischer en full af heift”,
sagði Marshall.
Móðir Fischers, hjúkrunar-
kona að mennt, læröii A-Þýska-
landi, en starfar nú i London.
Hversu róttæk hún getur verið
má sjá i skýrslu Lundúnalög-
reglunnar: „Regina Fischer
Pustin fleygði sér fyrir flutn-
ingabil, sem hafði innanborös
hóp verkfallsbrjóta”. Marshall
telur móður og son löngu hafa
slitiö öllu sambandi sin á milli.
Leitminni varnánastlokið þeg-
ar ég hafði upp á Linu Grum-
ette, „móður Fischers f Kali-
forniu” Hún var tortryggin i
fyrstu, kvaðst siðast hafa séð
Fischer 1979, og neitaði að gefa
upp dvalarstað hans.
Fischerhefur máð út öll spor,
og lifir heldur dapurlegu lifi.
Fyrir rúmum mánuði siðan sást
hann önnum kafinn við að út-
deila flugritum i Los Angeles
langt frá skákreitunum sextiu
og fjórum.
■
■
■
■
■
«
o
Js£
»o
e»9
rVc°
O)
*\Q
, 21
li-írAirúirir-tr-A-á-ir-írAú-ínir-írAirA-ir-irir'írú-A'A-irir'íniirá-ir-írir'Aú-írírtrA'A-fi'
-á
Kvenskór
«-
«■
j}-
S-
«■
S-
s-
s-
s-
s-
s-
s-
$
s-
s-
• s-
s-
s-
s-
s-
S-t?í1í1J?J?S1í1J?t?J?J?J?ÍU?J?í1J?J?J?J?J?J?J?J?í1J?í1J?J?J?J?J?J?J?í1J?J?J?J?J?J?J?íí
Teg: 111
Litur: dökkblátt og dökkbrúnt leður
Stærðir: 36 1/2-40 1/2
Verð kr. 410
Opið laugardaga kl. 10-12
PÓSISENDUM
0 STJÖRNUSKÓBÚÐIN
Laugavegi 96 - Vid hliðina a Stjórnubiói - Simi 23795
-á
-á
-tt
-á
-á
-á
<t
-»
-u
-á
-»
-á
-Cj
•n
&
&
-á
■»
-á
-á
-it
-V*
ÍJ
ít
-tt
ÍI
-á
-»■
-á
-á
-á
-á
-á
ODDDDDDaDDDDDDDUDDDnODBDDDDDODDaDDDDDDDDOBDD
□
n
□
□
n
n
n
n
n
n
n
n
n
n
Glæsivagninn þinn
á aiit gott skilið
n
n
Bónið og þvoið sjálf I björtu og rúmgóðu hús-
næði.
>* Einnig er hægtað skilja bílinn eftir og við önn-
umst bónið og þvottinn.
Sjálfsþjónusta til viðgerða.
> Opið alla daga frá kl.9-22.
Sunnudaga frá kl.10-18.
Bíiaþjónustan
Laugavegi 168 (Brautarholtsmegin)
Simi 25125
n
n
n
n
n
n
n
o
n
n
n
n
n
n
n
nnnnnnnnnnnoonnnonnnonnnnnnnnonnnnnnnnnoonnn